Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1999, Qupperneq 19
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 39« Mörgum þykir kryddpían mögur Victoria Adams kryddpía þyk- ir vera orðin svo mögur að margir hverjir eru farnir að hafa af því hinar mestu áhyggjur. All- ir eru þó ekki á sama máli. „Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af heilsu hennar," seg- ir talsmaður kryddpíunnar og fótboltamannsfrúarinnar. Ekki eru mörg ár siðan Vict- oria þótti ágætlega rúnnuð í lag- inu en frá fæðingu sonarins Brooklyns hefúr þótt síga á ógæfuhliðina i þeim efnum. Cicciolina við- urkennir njósnir Klámdrottningin fyrrverandi, þingkonan, fatafella og guð má vita hvað, Cicciolina, hefur við- urkennt fyrir alþjóð á Ítalíu að hún hafi stundað njósnir á æsku- árum sínum. Cicciolina, sem reyndar er af ungversku bergi brotin, vann samhliða námi á hóteli í Búdapest. Útsendarar ungversku leynilögreglunnar buðu henni þá hærri laun fyrh- að gefa skýrslur um fólk sem hún hitti. Og þáði hún það. Sviðsljós Það á ekki af aumingja Jack Nicholson að ganga. Nú hafa tveir landar hans stefnt honum í kjölfar smávægilegs áreksturs í HoOywood í sumar. Nicholson var við stýrið og með honum í bílnum var Lara Flynn Boyle, leikkona og nýjasta kærasta stórleikarans. Eigandi bílsins var tilvonandi tengdamamma Nicholsons. Lögeglan segir að hvorugur bílstjórinn hafi verið undir áhrifum áfengis. Tveir hlutu smávægilegar skrámur. Jakkinn er fallegur og sömuleiðis hálsfestin sem fyrirsæta þessi skellti á sig á tískusýningu í Mílanó á Ítalíu um helg- ina. Kynning vor- og sumartískunnar fyrir næsta ár stendur nú sem hæst í háborg tískunnar á Ítalíu. Sá sem á heið- urinn af þessum fatnaði heitir Roccobarocco. Sýningunum lýkur með framlagi Versaces 1. október. Julia tjaldar í eyðimörk Julia Roberts hefur tekið sér frí frá kvikmyndaleik í Hollywood og er nú stödd í Mongólíu þar sem hún leikur í hreskri heimildarmynd um villta hesta. Kvikmyndadísin mun tjalda i eyðimörkinni og verður því langt frá þeim lúxushótelsvítum sem hún er vön að dvelja í þegar hún er á ferðalagi. í mál við Jack eftir árekstur Hvorki trúlofun né hjónavígsla Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones efndu hvorki til trú- lofunar- né brúðkaupsveislu á sameiginlegum afmælisdegi þeirra beggja síðastliðinn laug- ardag. Parið hélt hins vegar upp á afmælisdaginn í faðmi fjöl- skyldu og vina í finum klúbb í New York. Meðal frægra gesta var Christopher Reeve. Catherine fékk demantseyrna- lokka í gjöf frá Michael. Ekki hefur frést af því hvað hún gaf sínum heittelskaða. Hún söng hins vegar fyrir hann í veisl- unni. Liam reyndi að smygla pelsi Oasisstjarnan Liam Gallagher reyndi að smygla dýrum pelsi til Englands um helgina en var stöðvaður í tollinum á Heathrow. Pelsinn var handa eiginkonu Liams, Patsy. Liam gekk inn um græna hliðið og “* harðneitaði að greiða toll. Eftir hávær mótmæli gaf hann sig að lokum og neyddist til að greiða um 170 þúsund íslenskar krónur til tollsins. Agassi og Graf eru ástfangin Undanfamar vikur hefur banda- ríska pressan velt því fyrir sér hvort Andre Agassi og Steffi Graf eigi eitthvað meira sameiginlegt en hara tennisinn. Nú hefur Agassi staðfest í viðtali við CNN-sjónvarps- stöðina að þau Steffi séu ástfangin. „Þetta þróaðist harðar en við mátti búast. En örlögin em undar- leg og það er jú gaman þegar niður- staðan verður jákvæð," sagði Agassi við sjónvarpsáhorfendur. Agassi, sem er 29 ára, og Graf, sem er þrítug, sáust saman í Las Vegas í síðustu viku. Á laugardag- inn vom þau viðstödd hnefaleika- keppnina milli De La Hoya og Trini- dad. „Mér líður vel með Steffi og nýt þeirrar góðu tilfinningar sem sam- vistirnar við hana veita mér,“ út- skýrði Agassi. Ekki er liðnir nema fimm mánuð- Steffi Graf á leik Agassis og Todds Martins fyrr í þessum mánuði. ir síðan Agassi og kvikmyndaleik- konan Brooke Shields skildu eftir tveggja ára hjónaband. Mangar vangaveltur voru um or- sök skilnaðarins. Ýmsir töldu að Agassi hefði átt erfitt með að sætta sig marga karlkynsvini frúarinnar. Tveimur mánuðum eftir skilnaðinn lagði Brooke Shields áherslu á að hún og Agassi væm enn miklir vin- ir. Þau hefðu hins vegar aldrei haft tíma hvort fyrir annað vegna anna. Agassi og Brooke vom svo miklir vinir eftir skilnaðinn að þau héldu upp á afmælisdag hans saman. Hann bað hana einnig um að koma með sér til Parísar. Nú er Graf hins vegar konan í lífi Agassis. Graif, sem hætti tennisleik fyrr í sumar, hætti nýlega við kærastann sinn, rallkappakstursmanninn Michael Bartels. Þau höfðu verið saman í sjö ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.