Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Page 14
14
MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÓRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Betur má ef duga skal
Fjárlagafrumvarp Geirs H. Haarde fjármálaráðherra og
ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir kom-
andi ár er um margt ágætt. Nái frumvarpið fram að ganga
sæmilega óskemmt skilar ríkissjóður töluverðum afgangi
á komandi ári. Allt bendir því til að ríkinu takist að lækka
skuldir sínar og búa þannig í hagmn fyrir framtíðina.
Krónískur halli á ríkissjóði á árum áður var eitt helsta
efnahagsmein framtíðarinnar.
En betur má ef duga skal. Líklega er það rétt að fjárlaga-
frumvarpið mun eitt og sér ekki valda þenslu í íslensku
efnahagslífi, en það er langt frá því að vera samið af hóf-
semd með aðhald í huga. „Frumvarpið er mikilvægt efna-
hagslegt útspil af hálfu ríkisstjórnarinnar og er hugsað til
að draga úr þenslu, verðhækkunum og viðskiptahalla,“
sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti frumvarpið fyr-
ir helgi. Reynslan á eftir að skera úr um hvort ráðherrann
hefur rétt fyrir sér, en ekki getur það talist aðhald að auka
útgjöld um nær þrjá milljarða króna á milli ára.
Fjárlagafrumvarp komandi árs gerir ráð fyrir að heild-
arútgjöld ríkissjóðs nemi 190 milljörðum króna. Útgjöld
ríkisins á þessu ári áttu að nema rúmum 182 milljörðum
króna en stefna í rúma 187 milljarða. Bitur reynsla hefur
kennt okkur að töluverður munur getur orðið á því sem
að er stefnt og raunverulegri niðurstöðu. Þróun útgjalda
ríkisins á þessu ári sýnir ekki mikið aðhald.
Það er misskilningur ef menn halda að það sé sérstakt
afrek að skila töluverðum afgangi á ríkissjóði um þessar
mundir. Á komandi ári er reiknað með að heildartekjur
ríkisins nemi um 205 milljörðum króna, sem er liðlega 24
milljörðum meira en árið 1998. Þetta þýðir að tekjur ríkis-
sjóðs miðað við hverja fjögurra manna fjölskyldu verða
350 þúsundum króna hærri á næsta ári en 1998.
Ríkissjóður nýtur góðærisins að fullu en því miður er
tækifærið til að stokka upp í ríkisrekstrinum ekki nýtt
nema að litlu leyti. Sóun og óráðsía er enn látin viðgang-
ast. Engin tilraun er gerð til að lækna mein heilbrigðis- og
tryggingakerfisins. Vitleysunni í landbúnaði er haldið
áfram og pilsfaldakapítalisminn lifir enda atvinnulífinu
ekki gert að standa undir þeim kostnaði sem fellur á þjóð-
félagið vegna þess.
í júní á liðnu ári sendi Geir H. Haarde skýr skilaboð í
blaðagrein í Morgunblaðinu þar sem hann benti á að erf-
iðara væri að hafa stjóm á efnahagsmálum í góðæri líkt
og nú ríkir á íslandi en þegar erfiðleikar steðja að: „Þess
vegna er afar mikilvægt að varðveita þennan árangur og
slaka hvergi á við stjórn efnahagsmála,“ sagði ráðherrann
og bætti við: „Enginn vafi er á að aukið aðhald í ríkisfjár-
málum er öruggasta leiðin til að treysta þann stöðugleika
í sessi sem náðst hefur hér á landi að undanfömu. Afgang-
ur á fjárlögum næstu ár gerir í senn kleift að greiða nið-
ur opinberar skuldir og draga úr vaxtakostnaði. Með því
skapast svigrúm fyrir aukin útgjöld á öðrum sviðum eða
frekari lækkun skatta. Enn fremur þarf að hafa í huga að
við búum nú við einstakt góðæri hér á landi. Við slíkar
aðstæður er mikilvægt að reka ríkissjóð með myndarleg-
um afgangi til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. Það
er ekki sjálfgefið að uppsveiflan í efnahagslífinu haldist að
eilífu. Það vitum við íslendingar manna best af biturri
reynslu.“
Hugmyndafræði Geirs H. Haarde er því skýr en spum-
ingin er aðeins sú hvort hann hafi þann pólitíska stuðn-
ing sem til þarf til að takast á við erfið verkefni. Fjárlaga-
frumvarpið bendir ekki til þess.
Óli Björn Kárason
Það er mikill ábyrgðarhluti að svipta fóik lífsfyllingunni sem gæludýrin veita. - Raunar eru hundar í langflestum
tilfellum fullgildir fjölskyldumeðlimir hvernig sem fjölskyldan er samsett, segir m.a. í greininni.
Ráðríkir
hundafjendur
Kjallarinn
Sigurður A.
Magnússon
rithöfundur
langflestum tilfellum
fullgildir fjölskyldu-
meðlimir hvemig sem
fjölskyldan er samsett.
Það er því mikill
ábyrgðarhluti að
svipta fólk lífsfylling-
unni sem gæludýrin
veita og nánast óskilj-
anlegt að tilvik eins og
það sem hér um ræðir
skuli eiga sér stoð í
reglugerð.
Eigendur hundanna
í Sílakvísl hafa hlotið
einróma lof fyrir
gæslu þeirra og alla
umgengni, enda hefur
enginn í húsinu nema
ein reið kona amast
viö þeim.
„Vitanlega á að veita hundaeig-
endum aðhald og refsa þeim sem
brjóta settar reglur en hér er ekki
um að ræða brot á reglum heldur
hefur óvönduðum einstaklingi
verið veitt úrslitavald í máli sem
ekki ætti að leiða til lykta að geð-
þótta óvildarmanns.“
Fyrir nokkrum
vikum kom upp
dæmigert íslenskt
ágreiningsmál í fjöl-
býlishúsi í Sílakvísl
og snerist um hunda-
hald. Þar voru fjórir
hundar í tveimur
íbúðum og höfðu
lengi verið. í húsinu
era sjö íbúðir, allar
með sérinngang, og
fjórar með sameigin-
legar útitröppur. Ný
fjölskylda kom í hús-
ið og hafði ekkert við
hundahaldið að at-
huga enda léku böm
úr þeirri fjöldskyldu
sér við hundana og
höfðu ánægju af þar
til upp kom missætti
á húsfundi og hús-
móðir umræddrar
fjölskyldu fékk ekki
vilja sínum fram-
gengt. í heiftarhug
greip hún til þeirrar
hefndaraðgerðar að
heimta hundana fjar-
lægða og bar fyrir
sig opinbera reglu-
gerð um hundahald í
fjölbýlishúsum.
Heiftug kona
hefnir sín
Hér er sígilt dæmi um heift sem
blindar fólk þannig að það sést
ekki fyrir heldur lætur reiðina
bitna á saklausum málleysingjum.
Nú er það alkunna að gæludýr,
ekki síst hundar, færa öryrkjum,
sjúklingum og einstæðingum bæði
mikla ánægju og öryggiskennd, að
ekki sé minnst á bömin sem bein-
línis dýrka þessar trygglyndu
skepnur. Raunar eru hundar í
Eigendurnir hafa með öðrum
orðum virt allar þær reglur um
hundahald sem settar hafa verið
og nauðsynlegar eru, en það virð-
ist ekki duga. Heiftug kona hefur
samkvæmt sömu reglum eindæmi
og getur hrakið hundana úr hús-
inu gegn vilja allra annarra sem
þar búa. Hér er einhver alvarlegur
annmarki á reglugerðinni. Það
hlýtur hver sanngjarn og heil-
skyggn maður að sjá.
í lesandabréfi hér í blaðinu 14.
september segir Sigurður Jónsson
að borgaryfirvöld hafi hummað
málið fram af sér, vitni í lög og
reglugerðir og segi að hvert ein-
stakt mál sé sérstaklega skoðað
áður en endanleg ákvörðun sé tek-
in. Hins vegar grunar hann hlut-
aðeigandi embættismenn um að
flytja málin af bakkanum sem
merktur sé „Óafgreitt" yfirá bakk-
ann sem auðkenndur sé „Afgreitt"
án þess að hafa fyrir því að lesa
skýrslur eða kynna sér málin nán-
ar. Ljótt er ef satt er.
Annars flokks þegnar?
Ég er hjartanlega sammála
nafna mínum um að hart sé við
það að búa að þeir einir hafi heim-
ild til að halda hunda sem séu vel
fjáðir og eigi einbýlishús, en sauð-
svartur almúgi fjölbýlishúsanna
sé annars flokks þegnar samfé-
lagsins og verði að sætta sig við
að mega ekki gera það sem ríkis-
bubbunum leyfist. Vitanlega á að
veita hundaeigendum aðhald og
refsa þeim sem brjóta settar regl-
ur, en hér er ekki um að ræða
brot á reglum heldur hefur óvönd-
uðum einstaklingi verið veitt úr-
slitavald í máli sem ekki ætti að
leiða til lykta að geðþótta óvildar-
manns.
Það hefur löngum viljað brenna
við að til sé fólk sem á erfltt með
að búa í sambýli eða getur það
hreint alls ekki; finnur sambýlis-
fólkinu allt til foráttu ef það fær
ekki að ráðskast með allt og alla.
Opinberar reglugerðir ættu ekki
að halda hlífiskildi yfir slikum
einstaklingum, og síst af öllu ættu
þær að veita þeim heimild til að
spilla eða éyðileggja heimilislíf.
fólks sem er af öðru og skárra
sauðahúsi.
Sigurður A. Magnússon
Skoðanir annarra
Svigrúm einkalífs
„Með því aö gangast fyrir skipulegum myndatök-
um til birtingar í einu af dagblöðum landsins hefur
Ólafur Ragnar Grímsson rofið þá hefð að einkalíf
manna í opinberam embættum sé ekki fréttaefni á
íslandi... Þetta fráhvarf getur haft miður heppilegar
afleiðingar í svo litlu samfélagi sem ísland er og eyk-
ur veralega líkur á því að friðhelgi einkalífsins verði
rofin með skipulegri og stórtækari hætti en íslend-
ingar hafa mátt venjast... Um leið er hugsunin sú að
ráðamenn á íslandi eigi að hafa frumkvæði að því að
skýra frá þeim breytingum, sem kunna að verða á
högum þeirra."
Ásgeir Sverrisson i pistli sínum Svigrúm og einkalíf
íMbi. I.okt.
Frítt móðurlíf
„Það þarf að yfirbuga launamismuninn og koma í
veg fyrir hann, með jöfnum launum almennt. Hitt er
annað mál að útlitið er þannig - og hefur verið - að
karlmenn vilja hafa móðurlífið frítt, uppvaskið og
þrifin á heimilunum, en konan hefur nú yfirgefið
þetta allt, nema þá það líffræðilega. Menn verða að
átta sig á því að nú er kominn annar tími og konan
á rétt á jafnræði við karlmenn eftir aldalanga áþján.
Annars hef ég ekkert af því að segja, því í blaða-
mennskunni hafa karlar og konur notið sömu
launa.“
Indriði G. Þorsteinsson rithöf. í Degi 1. okt.
Innanlandsflug utan borgar
„Reykjavíkurborg skortir landrými. Þess vegna
eru uppi áform um sókn til norðurs. Liður í því er
bygging Sundabrautar yfir á Kjalarnes. Kostnaður
4,5 milljarðar. Enduruppbygging flugvallarins er tal-
in kosta 1,5 milljarð króna. Gegn þessu má tefla dýr-
mætu landi þar sem Reykjavíkurflugvöllur er nú.
Gróf áætlun bendir til þess að þar mætti selja lóðir
undir íbúðir og fyrirtæki fyrir um 5 milljarða króna
... Ekki leikur minnsti vafi á því að flugvöllurinn í
dag er sem fleinn i borgina og kemur í veg fyrir eðli-
lega þéttingu byggðarinnar... Umræður og ákvörðun
um staðsetningu innanlandsflugsins hljóta að taka
mið af langtímamarkmiðum."
Hjálmar Árnason alþm. i Mbl. 1. okt.