Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.1999, Qupperneq 28
40
MÁNUDAGUR 4. OKTÓBER 1999
Hringiðan
DV
haldin í íslensku óperunni á föstudaginn. Tólf stúlkur
voru valdar til þátttöku en það var þessi unga snót,
Guðrún Ágústa Kjartansdóttir, sem bar sigur úr býtum
á föstudagskvöldið.
Kvikmyndagerðar-
maðurinn Þorfinnur
Guðnason frum-
sýndi mynd sína,
Grand Rokk, á
skemmtistaðnum
Grand Rokk á föstu-
daginn. Leikstjórinn
gekk úr skugga um að
allt væri í „orden“ áður
en sýningin hófst.
A föstudaginn frumsýndi Þjóðleikhúsið lelkritið Fedru eftir Jean Racine á Smíðaverkstæöinu. Arnar Jónsson
leikur í sýningunni og að sjálfsögðu heilsaði fjöiskyldan upp á kariinn baksviðs að lokinni frumsýningu: Guð-
rún Helga, Oddný, Arnar Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir og Jón Magnús.
Slysavarnafélag íslands og
Landsbjörg sameinuðust
formlega á laugardaginn.
Um kvöldið var svo tjúttað
fram eftir nóttu í Laugardals-
höllinni. Jói, Baddi, Gunnar
og Steini úr björgunarsveit-
inni Fiskakletti skemmtu sér
konunglega.
Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, að-
stoðar hér þá Gunnar Tómasson og Ólaf
Proppé í táknrænni sameiningu Slysavarnafé-
lags íslands og Landsbjargar í Slysavarnafé-
lagið Landsbjörg á stofnhátíð í Laugardals-
höllinni.
Hljómsveitin Skíta-
mórall er komin upp
á veggi Hard Rock
Café. Bæði hanga
þar föt og svo að
sjálfsögðu númera-
plöturnar frægu.
Skímódrengirnir
Hebbi, Addi Fannar,
Einar Ágúst, Hanni
og Gunni voru kátir,
enda komnir í flokk
með Elvis, Bítlunum
og öllum þessum
köllum.
Bifreiðar og iandbúnaðarvélar vígðu formlega
nýju húsakynnin á Grjóthálsinum á föstudag-
inn. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður og
eigandi B&L, sæmir hér Berg G. Gíslason gull-
orðu fyrir vel unnin störf á liðnum áratugum.
Erla Arnar-
dóttir og Alda
Davíðsdóttir
sameinuðu
krafta sína á
laugardaginn.
Þá sameinuð-
ust félögin
þeirra, Lands-
björg og
Slysavarnafé-
lag íslands, í
eina stóra og
öfluga björg-
unarsveit,
Slysavarnafé-
lagið Lands-
björg.
A laugardaginn var heilmikil fjölskylduhátíð á Garðatorgi í Garðabæ.
Þar spiluðu landsþekktir tónlistarmenn og nemendur úr hinum ný-
stofnaða Listaháskóla fslands máluðu myndir á staðnum. Markús
og Þuríður eru flestum landsmönnum kunn fyrir tónlistargáfu sína
en þau eru líka nemendur á öðru ári í málaradeild skólans.
I SKIMO 1
1S'" í MÓ 2
SKIMO 3
SKÍMÖ 4
SKIMÓ 5