Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999
9
Utlönd
Forystumenn verslunarmanna njóta verndar:
25 á dauðalista
sænskra nýnasista
Forystumenn stéttarfélags versl-
unarmanna í Svíþjóð njóta nú lög-
regluverndar vegna morðhótana frá
nýnasistum. Þrír nýnasistar, sem
grunaðir eru um morð á forystu-
manni verslunarmannafélagsins síð-
astliðinn þriðjudag, hafa verið úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald.
Hinn myrti, Björn Söderberg, var
skotinn í höfuðið síðastliðið þriðju-
dagskvöld við íbúð sína í Stokk-
hólmi. Tveimur dögum seinna hand-
tók lögreglan þrjá unga nýnasista.
Lögreglan telur að morðið hafi verið
hefndaraðgerð. Síðastliðið sumar
greindi Söderberg fjölmiðlum frá
rúmlega tvítugum nýnasista sem til
stóð að gera að trúnaðarmanni.
Hann var í staðinn útilokaður frá
stéttarfélaginu.
Tveir hinna handteknu höfðu í
fórum sínum passamyndir af 25
manns sem þeir höfðu safnað frá því
í apríl í Vor. Ein myndanna var af
hinum myrta. Sænska blaðið Afton-
bladet segir að lögreglunni hafi
borist vitneskja um að Söderberg
hafi verið hótað lífláti sex dögum áð-
ur en hann var myrtur. Lögreglan
hafi hins vegar ekkert aðhafst.
Nýnasistarnir eru sagðir hafa pant-
að passamyndirnar á nafni blaða-
manns sem særðist í sprengjuárás
þeirra i júní síðastliðnum. Pantanir
nýnasistanna bárust meðal annars á
símbréfum sendum frá Háskólanum
í Stokkhólmi. Utanaðkomandi aðili
komst yfir nafnalista nýnasistanna
og afhenti hann lögreglunni.
Heimildarmaður Aftonbladet segir
lögreglumanninn, sem tók við listan-
um, hafa sagt hann liggja á borði
sínu. Hann hafi ætlað að láta annan
iögreglumann fá listann en ekki gef-
ist tími til. Leif Jennekvist, einn yf-
irmanna lögreglunnar, segist myndu
hafa fengið vitneskju um listann
hefði hann borist.
Samkvæmt vini Söderbergs vissi
hann ekki að hann væri á dauðalista
nýnasista.
Vel meó forinn Toyota Touring GLS.
Árgerð 1992, ekinn 117 þ. km.
Vetrar/sumordekk, útvQrp/kossettutæki og drottorkrókur.
Upplýsingorí símo 899 3001 (567 8899 ó kvöldin)
TogotQ Touring 4x4
Noor drottning af Jórdaníu og
Norodom Kambódíudrottning í
Phnom Penh í gær. Noor kom tii
Kambódíu í því skyni að ieggja
áherslu á stuðning við fórnarlömb
jarðsprengna. Símamynd Reuter
Borís Berezovskí
stal 600 milljón-
um dolllara
Rússneski fjármálafurstinn Borís
Berezovskí dró sér 600 milljónir
dollara frá rússneska flugfélaginu
Aeroflot, að því er rússneskir rann-
sóknarmenn fullyrða.
Fullyrðing þeirra var kynnt í
hæstarétti í Sviss síðastliðinn fóstu-
dag. Upphæðin, sem nefnd var, er
þrefalt hærri en áður var talið.
Berezovskí er grunaður um að
hafa stolið fénu með aðstoð tveggja
háttsettra starfsmanna Aeroflot.
Leikur grunur á að féð hafi verið
fært í gegnum fyrirtæki með stöðv-
ar í Lausanna, Andava SA og Forus
SA. Svissnesk yfirvöld hafa fryst
bankareikninga þeirra í fjórum
bönkum. Fyrirtækin neita að vera
viðriðin fjármálahneykslið.
Fjármáiafurstinn Borfs Berezovskí
er í nánum tengslum við Borís
Jeltsín Rússlandsforseta.
Símamynd Reuter
Heimabíóhljómtæki
m/5 hátölurum og
3ja diska geislaspilara
áðuckr. 44400
kr.29.900
Ferðageislaspilari.
heyrnartól,
spennubreytir
og hleðslurafhlöður.
áðurkr. 9.995
kr-4-995
Bíltæki með geisla-
spilara. 4x30wött
áðurkr.25.500
Ferðatæki með
geislaspilara,
FM - MB og
LB útvarpi.
áðurkr. 15.300
Ferðatæki með
geislaspilara,
FM - MB og
LB útvarpi.
áðurkr. 12.200
kr-5-995
itrte^gl FM STEREO
ámsi 3t1111