Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Page 10
10
MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999
Jarðvegsþjöppur
Sólgleraugu á |
húsið - bílinn
Ekki bara glæsileikinn, einnig
vellíðan, en aðalatriðið er öryggið!
Lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita,
1/3 af glæru og nær alla upplitun.
Við óhapp situr glerið (filmunni og því
er minni hætta á að fólk skerist.
Asetning meðhita - fagmenn
ff/ó í /i/:
Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770
Fréttir
Innanlandsflugið síður en svo gróðalind fyrir flugfélögin:
Samkeppni í kreppu
- virk samkeppni einungis á leiðinni til Akureyrar og Vestmannaeyja
Rimma Flugfélags íslands og ís-
landsflugs um miðdegisflug til Eg-
ilsstaða, sem endaði með ákvörðun
Samkeppnisráös 5. október, þykir
endurspegla harða samkeppni á
mctrkaði fyrir innanlandsflug. Um
leið þykir hún sýna að innanlands-
flugið er síður en svo gróðalind fyr-
ir félögin.
Flugfélag íslands ákvað í nýrri
vetraráætlun að bjóða upp á mið-
degisflug á áætlunarleiðinni Reykja-
vík-Egilsstaöir. Sú ákvörðun vakti
hörð viðbrögð af hálfu íslandsflugs
sem fannst að sér vegið, enda með
flug austur á sama tíma. Hjá Is-
landsflugi sögðu menn að með fjölg-
un ferða væri Flugfélagið að ýta fé-
laginu út af þessari flugleið og
drepa niður samkeppnina.
Fréttaljós
Haukur L. Hauksson
í rökstuðningi fyrir miðdegisflugi
til Egilsstaða sagði Flugfélag íslands
að verulegar breytingar heföu orðið
á flugmarkaðnum innanlands á
þessu ári. Tekist hefði að auka far-
þegafjölda frá því sem áður hafi ver-
ið og meiri bjartsýni ríkti um flug-
reksturinn. Vaxtarbroddur væri á
öllum helstu mörkuðum innan-
lands, einnig á Austurlandi.
Samkeppnisráð tók málið fyrir og
ákvarðaði aö Flugfélag íslands væri
að brjóta gegn 17. grein samkeppn-
islaga, markaðsráöandi fyrirtæki
væri að hamla möguleikum minni
keppinautar til að veita samkeppni.
Það væri sérstaklega alvarlegt þeg-
ar haft væri í huga að Flugfélag Is-
lands hefði í krafti sérleyfa getað
byggt upp sína markaði. Aukið
sætaframboð félagsins á þessari
flugleið væri til þess fallið að
styrkja eöa viðhalda markaðsráð-
andi stöðu félagsins.
Samkeppni eða frelsi
í hnotskurn eru rök hvors flugfé-
lags um sig einfóld. Ómar Bene-
diktsson, framkvæmdastjóri ís-
landsflugs, segir félagið umfram allt
vilja samkeppni og fá tækifæri til að
koma sér fyrir á markaði þar sem
eitt félag hefur haft einokunarað-
stöðu i 50 ár. Með miðdegisflugi hafi
Flugfélag íslands einfaldlega viljað
ná í þá farþegaaukningu sem ís-
landsflug hefði staðið fyrir á flug-
leiðinni.
Jón Karl Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags íslands, segir að nú
ríki frelsi í innanlandsflugi. Hver
sem er geti keypt flugvél og byrjað
að flytja farþega gegn gjaldi. Hann
vill einfaldlega að frelsi gildi fyrir
öll flugfélög. Frelsi þýði að ekki sé
hægt að setja einu félagi skorður
varðandi sætaframboð eins og reynt
hafi verið með ákvörðun Samkeppn-
isráðs.
Svar Flugfélags íslands var að
bæta við flugi til Egilsstaða rétt fyr-
ir hádegi. Formlega er það ekki
miðdegisflug en Ómar Benediktsson
segir menn vera að teygja það hug-
tak og toga. Ekki er von á að Sam-
keppnisstofnun láti til sín taka
vegna útspils Flugfélagsins. Ómar
segir að innan skamms muni skýr-
ast hvort íslandsflug heldur áfram
að fljúga til Egilsstaða.
Falli samkeppni í flugi til Egils-
staða niður má reikna með hækkun
flugfargjalda. Sú varð raunin á flug-
leiðinni til ísafjarðar eftir að ís-
landsflug hætti að fljúga þangað
sumarið 1998. Er hætt viö að neyt-
endur beri af því skaða leggist sam-
keppni af í flugi til Egilsstaða.
í járnum
Deildar meiningar eru um þátt
Scimkeppnisráðs í Egilsstaðaslagn-
um en hinu verður ekki neitað að
rekstur flugleiðarinnar til Egils-
staða er erfiöur þrátt fyrir að hún sé
önnur stærst miðað við farþega-
fjölda á eftir Akureyrarleiðinni.
í greinargerð Samkeppnisráðs
segir að eftirspurn eftir miðdegis-
flugi hafi verið takmörkuð síðastlið-
inn vetur. Og þó að „allir þeir far-
þegar Islandsflugs færu yfir á mið-
degisflug Flugfélagsins dygðu tekj-
umar af þeim ekki til að standa
undir beinum kostnaði við hverja
ferð Flugfélagsins". Og þó að farþeg-
um fjölgaði um 10% í viðbót í vetur
mundi sú aukning ekki duga til að
mæta því tapi sem verið hefur á
miðdegisfluginu til þessa. Þessi nið-
urstaða byggist á trúnaðarupplýs-
ingum flugfélaganna til Samkeppn-
isstofnunar.
Fækkun áfangastaða
Frelsi I innanlandsflugi var kom-
ið á 1997. I kjölfarið lækkuðu far-
gjöld verulega en hafa síðan hækk-
aö eilítið á ný eins og sést á með-
fylgjandi grafi. Þegar frelsi var kom-
ið á í innanlandsfluginu höfðu
nokkrir áfangastaðir horfið úr áætl-
unarflugi félaganna tveggja og sú
þróun átti eftir að halda áfram þar
sem rekstur minni flugleiöa borgar
sig ekki. Nægir í því sambandi að
nefna Stykkishólm, Rif, Bíldudal,
Þingeyri, Blönduós, Húsavík og Fá-
skrúðsíjörð.
I dag fljúga flugfélögin tvö frá
Reykjavík til fimm aðaláfangastaða
innanlands: Akureyrar, Egilsstaða,
Vestmannaeyja, ísafjarðar og Hafn-
ar. Flugfélag íslands flýgur áfram
frá Akureyri til Vopnafjarðar, Þórs-
hafnar og Grímseyjar. Islandsflug er
auk þess með beint flug til Vestur-
byggðar, Gjögurs, Sauöárkróks og
Siglufjarðar.
Samkvæmt yfirliti Flugmála-
Áætlunarflug innanlands
Lækkun fargjalda Flugfélags Islands
- með tilkomu samkeppnisaðila maí '97
(umreiknaö I prósentur)
100
fjöröur
Vestmannaeyjar
j I Ágúst 1999
stjómar um breytingar á fjölda far-
þega til helstu flugvalla á fyrstu sex
mánuðum þess árs miðað við sama
tíma í fyrra fjölgaði farþegum til
Akureyrar, sem er stærsti áfanga-
staðurinn, um 3,4%. Farþegum til
Egilsstaða, sem er annar stærsti
áfangastaðurinn, fjölgaði um 10%
og um rúm 19% til Vestmannaeyja.
Hins vegar fækkaði farþegum til
ísafjarðar, íjórða stærsta áætlunar-
markaðarins, um 7% milli ára.
Áhrif samgöngubóta
Það er samdóma álit þeirra sem
DV hefur rætt við að áfangastöðum
muni ekki fækka öllu meira en þeg-
ar er orðið. Fjölgun farþega hafl
orðið á þessum aðalleiðum og muni
halda áfram. Minni áfangastaðir
eigi hins vegar í vök að verjast. Og
þeir eru einnig sammála um að
samgöngubætur, eins og Hvalfjarð-
argöngin og betri og fullkomnari
bílar, hafi ekki haft áhrif á farþega-
fjölda, t.d. til Sauðárkróks og Ákur-
eyrar. Hins vegar muni almennar
samgöngubætur frekar styrkja
kjarna eins og Egilsstaðaflugvöll
þar sem umferðarflæði frá ná-
grannabyggðum er greiðara en
áður.
Ríkið með útboð
Þróun í innanlandsflugi síðasta
áratuginn sýnir að flugrekstur er
dauðadæmdur ef farþegafjöldinn er
undir 5-10.000 farþegum á ári. Eigi
að halda uppi flugi á slíkum leiðum
verði ríkið að koma til skjalanna.
Fordæmi eru þegar fyrir því að
flug á sérstökum leiðum séu boðin
út, t.d. sjúkraflug. Útboð á fámenn-
um flugleiðum eru vel þekkt fyrir-
bæri í Noregi, Svíþjóð og víðar í
Evrópu. Þá eru flugleiðir boðnar út
til skamms tíma i senn, t.d. þriggja
ára. Verð er ákveðið og þá tekið mið
af verði á svipuðum flugleiðum þar
sem samkeppni er ríkjandi. Þannig
er talið að hagur neytenda sé ekki
fyrir borð borinn. Dugi tekjur af far-
þega- og vöruflutningum ekki til að
dekka kostnað við flugið kemur rík-
ið til skjalanna og greiðir mismun-
inn. Þannig er rikið að viðhalda
samgönguleiðum sem ekki þola
samkeppni. Þó útboð erlendis mið-
ist við flugleiðir þar sem farþega-
fjöldinn er undir 100 þúsund þykir
ekki fráleitt að miða við 10 þúsund
farþega hér.
Samkomulag?
Ljóst er að samkeppni þrífst ekki
eðlilega nema nægur farþegafjöldi
sé til staðar. Virk samkeppni er ein-
göngu fyrir hendi á flugleiðunum til
Akureyrar og Vestmannaeyja en
tæplega þriðjungur farþega til og
frá Vestmannaeyjum fer með
leiguflugi upp á fastalandið. Sam-
keppni á í vök að verajst og gæti
brátt heyrt sögunni til í flugi til Eg-
ilsstaða. Engin samkeppni er á flug-
leiðunum til Isafjarðar, Hafnar,
Sauðárkróks, Siglufjarðar og Vest-
urbyggðar. Því er eðlilegt að spurt
sé hvort félögin freistist til þess,
beinlínis til að lifa af, að gera heið-
ursmannasamkomulag um skipt-
ingu markaðarins. Ef svo fer mun
fyrst virkilega reyna á Samkeppnis-
stofnun enda hagsmunir neytenda í
húfl.
Farþegar Flugfélags Islands ganga um borð.
ftj wp
Lni
Farþegar Islandsflugs að fara um borð.