Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1999, Side 17
MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 1999
Fréttir
17
Framtíðarsýn fyrir 21. öldina í þáttaröð á Discovery Channel:
Sérstakur þáttur um
vetnisvæðingu á íslandi
Hjálmar Árnason alþingismaður aðstoðar við gerð þáttar um vetnisvæðingu
íslenska samfélagsins sem sýndur verður á Discovery Channel. Myndin er
tekin við Svartsengi. DV-mynd AG
„Hjónin sem sjá um gerð þessara
þátta sáu viðtal við nokkra íslend-
inga sem koma að vetnismálum í
tímaritinu The New Scientist. í
framhaldi af því var ákveðið að gera
sérstakan þátt um vetnisvæðingu is-
lenska samfélagsins," sagði Hjálmar
Árnason, alþingismaður og vetnis-
frömuður, í samtali við DV .
Þátturinn sem Hjálmar segir frá
verður í 15 þátta röð sem verið er að
vinna fyrir sjónvarpsstöðina
Discovery Channel. Fjalla þættirnir
um framtíðarsýn manna fyrir 21.
öldina og hvemig hún getur nýst
mannkyni. í þættinum um ísland
verður skýrt frá því hvernig hug-
myndir um nýtingu vetnis komust á
rekspöl, út á hvað þær ganga og alla
þá orku sem falin er í íslenskri nátt-
úru. Sér Saga film um myndatöku
hér undir stjórn umsjónarmanna
þáttarins.
Á dögunum voru þeir myndaðir,
Hjálmar Árnason og Jón Björn
Skúlason, framkvæmdastjóri ís-
lenska vetnisfélagsins, þar sem þeir
köstuðu flugu fyrir neðan Ægisíðu-
foss í Ytri-Rangá. Er meiningin að
þátturinn byrji á slíku myndskeiði,
sýni íslendinginn úti í náttúrunni
með vatnsfaliaorkuna í baksýn.
Hjálmar segir þáttagerðarfólkið
vera mjög hrifið af landinu og fram-
sýni manna hér. Heimsókn að Þor-
valdseyri undir Eyjaíjöllum í gær-
morgun hafi verið eftirminnileg en
bóndinn þar, Ólafúr Eggertsson, er
með eigin rafveitu skammt frá bæn-
um, auk borholu fyrir heitt vatn. Var
sýnt hvernig orkan skapaði ljós og
hita inni í fjósi þar sem kornið er
þurrkað og kúnum gefið. Var greint
frá draumi Ólafs um að framleiða
metangas úr kúamykjunni og nota
það sem eldsneyti á traktora og bila.
„Það er framtíðarsýn eins og þessi
sem fjallað verður um í þáttunum,"
segir Hjálmar Árnason. -hlh
Nýtt skip til heimahafnar:
Helga María fær nafn fýrsta
báts Haraldar Böðvarssonar
Séra Eðvarð Ingólfsson, Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Harald-
ar Böðvarssonar, og Helga Ingunn Sturlaugsdóttir sem gaf skipinu nafnið
Helga María. DV-myndir DVÓ
Mikið var um dýrðir þegar nýtt skip
Haraldar Böðvarsson hf., Helga María,
sem áður hét Haraldur Kristjánsson,
kom til heimahafnar á dögunum. Sókn-
arpresturinn á Akranesi, séra Eðvarð
Ingólfsson, blessaði skipið og áhöfn
þess og Helga Ingunn Sturlaugsdóttir,
systir Haraldar Sturlaugssonar, fram-
kvæmdastjóra HB hf„ gaf skipinu nafn-
ið Helga María. Skipið hefur skrásetn-
ingamúmerið AK-16.
Helga María AK-16 kemur til heima-
hafnar.
Helga María hin nýja hefur verið í
slipp þar sem unnið var að lagfæring-
um og endurbótum og heldur skipið .til
veiða á laugardag. í áhöfn Helgu Maríu
er 27 menn. Skipstjóri er Eiríkur Ragn-
arsson og yfirvélstjóri Óli Már Eyjólfs-
son. Skipinu var eins og áður sagði gef-
ið nafn fyrsta skips Haraldar Böðvars-
sonar sem síðar varð aðaleigandi HB &
Co.
Haraldur fór 11 ára í sinn fyrsta róð-
ur og 13 ára varð hann háseti á bresk-
um togara. Þann 17. nóvember 1906
rættist útgerðardraumur Haraldar, þá
17 ára, þegar hann keypti sexæringinn
Helgu Mariu á 200 krónur, sem hann
fékk fyrir aleiguna; hryssu, tvö trippi
og folald. í fyrstu veiðiferðinni sópuðu
breskir togarar burtu nýju veiðarfær-
rrnurn, en hinn ungi útgerðarmaður
var kominn á sjóinn aftur eftir hálfan
mánuð. Vegna fiskleysis þetta ár flutti
Haraldur útgerð Helgu Maríu suður í
Varir i Garði og rak hana þar með góð-
um árangri allt til ársins 1914. -DVÓ
100
sæti til
London
fná1 3a8
Helgarferð
fná 24.
Heimsferðir kynna nú einstök tilboð til heims-
borgarinnnar London í nóvember og fyrstu 100
farþegamir sem bóka geta tryggt sér hreint ótrúlegt
verð, flugsæti frá aðeins 13.890 krónum.
Hvergi í Evrópu er jafnmikið um að vera í listum og
menningarlífi og hjá Heimsferðum getur þú valið um
gott úrval hótela, frá 2-4 stjama, og að sjálfsögðu nýtur
þú góðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Heimsferðir bjóða gott úrval hótela í hjarta London
Glœsilegt hótel ihjarta London á frábæru veröi
Verðkr 13.890,“
Flugsæti með flugvallarsköttum,
1. nóv., 8. nóv., 15. nóv.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
Verð kr 24.9909 -
Flug og gisting á Bayswater Inn-hótelinu
í London með morgunmat.
Fylgstu með áFM 95,7 og þú getur
unnið sæti til London.
Flugvallarskattar innifaldir.
Gildir 11. og 18. nóvember.
Flug alla fimmtudaga og mánudaga í nóvember
y. v
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, 562 4600, www.heimsferdir.is