Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 Fréttir___________________________________* „Misheppnuð aðgerð" vegna olíuleka úr E1 Grillo: Verður að ná olíunni - segir Einar Sveinbjörnsson, formaöur stýrihópsins „Þetta er misheppnuð aðgerð að því leytinu til að ekki tókst að stöðva lekann," sagði Ólafur H. Sig- urðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði. Komið hefur í ljós að olía lekur enn úr skipsflaki E1 Grillo sem ligg- ur á bomi Seyðisfjarðar. Ólafur sagði að lagt hefði verið upp með tvennt, þ.e. að kanna ástand flaks- ins og stöðva lekann. Aðeins annað ætlunarverkið hefði tekist. Kafar- arnir hefðu þétt einn staöiim, þar sem mest lak, en ekki hina 3-4 sem einnig leka. Mengunarvarnagirðing- in hefur verið fjarlægð því hún var orðin ónýt. Ólafur sagði að menn hefðu orðið þess varir daginn eftir að kafaramir fóru að enn læki úr skipinu. Lekinn hefði sést af og til síðan. Hann væri meira áberandi eftir því sem yfirborð sjávar væri hlýrra. Þó læki alltaf eitthvað yfir vetrartímann. „Nú bíðum við skýrslu stýrihóps- ins. Ég skil ekki alveg hvað þarf að Einar Sveinbjörns- son, aöstoðarmaö- ur umhverfisráð- herra. taka langan tíma að búa til eina skýrslu um ekki stærra mál en þetta. Hún á að fjalla um það sem gert hefur ver- ið og það sem gera á í fram- haldinu," sagði Ólafur. „Það er alveg ljóst að grípa verður til aðgerða til að ná olíunni upp fyrr en seinna," sagði Einar Svein- björnsson, formaður stýri- hópsins sem stjórnað hefur aðgerðum við E1 Grillo.Einar sagði að kafararnir hefðu lokað fyrir þann leka sem sjáanlegur hefði ver- ið. Ástand mannopnshleranna og lokanna yfir þeim væri orðið mjög bágborið. Menn vildu þí flýta sér hægt við svo vandasamt verk. „Við erum að ljúka við skýrslu og tUlögur, sem við munum leggja fyr- ir stjómvöld. Nú hafa verið settar tíu milljónir i verkið," sagði Einar sem kvað ekkert liggja fyrir um hversu mikið það kostaði að dæla olíunni úr flakinu. -JSS Radíóbúðin verður Rugby Tuesday „Við ætlum að opna fýrsta Rugby Tuesday-veitingastaðinn í Evrópu hér á homi Nóatúns og Skipholts þar sem áður var Radíóbúðin. Við stefnum að því að opna í desember,“ sagði Steingrímur Bjamason, einn eigenda nýja staðarins sem er hluti af bandarískri veitingahúsakeðju sem nú rekur um 500 veitingastaði í Bandaríkjunum. „Þetta verður glæsilegm- veitingastaður með ein- stæðum salatbar og matseðli sem teygir sig allt frá bandarískum steikum til kínverskra núðla,“ sagði Steingrímur. Það er hlutafélagið Týsdagur sem stendur fyrir framkvæmdum og ætl- ar að reka Rugby Tuesday þar sem Radíóbúðin var áður. Meðal hlut- hafa i Týsdegi er Bjami Magnússon, fyrrum útbússtjóri hjá Landsbank- anum. -EIR Rugby Tuesday verður opnaður í desember. Sjón laminn - í Fröken Reykjavík Norðurland eystra: Fangelsisdómar vegna líkamsárása DV, Akureyri: Tveir dómar vegna líkamsárása í Þingeyjarsýslum hafa verið kveðnir upp í Héraðsdómi Noröuriands eystra og fengu árásarmennimir skilorðs- bundna dóma í báðum tilfellunum. Tvitugur ísfirðingur sló annan mann í höfuðið með bjórflösku á dansleik að Breiðumýri í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu fyrir tæpu ári. Sá var dæmdur í 45 daga fangelsi og tO greiðslu alls sakarkostnaðar. Þórs- hafnarbúi um tvítugt var dæmdur í 30 daga fangelsi og til greiðslu sakar- kostnaðar fyrir að hafa á dansleik á Þórshöfn „skallað" mann á fimmtugs- aldri í höfuðið og urðu afleiðingamar þær að maðurinn hlaut djúpan skurð á enni sem sauma þurfti saman. -gk Rithöfundurinn og fjöllistamaður- inn Sjón var barinn til óbóta við sölu- turninum Fröken Reykjavík við Lækjartorg á fostudagskvöldið. Missti hann meðvitund og komst við illan leik til sins heima og þaðan á slysa- deild þar sem gert var að sámm hans. „Sjón fór í sjoppuna til að kaupa sér vindil þegar strákagengi sem var þar fyrir hóf að áreita hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sjón er áreitt- ur fyrir það eitt að vera sá sem hann er,“ sagði Ásgerður Júníusdóttir eig- inkona hans. „Fyrr en varði þróuðust orðahnippingamar þannig að stráka- gengið gekk í skrokk á Sjón sem ligg- ur nú fyrir og reynir að jafna sig. Hann er allur blár og marinn en sem betur fer óbrotinn," sagði Ásgerður, eiginkona hans. Með Sjón var félagi hans Guðjón í Oz en hann hafði bmgðið sér frá í nokkrar mínútur og á meðan gekk strákagengið í skrokk á Sjón. Þegar Guðjón kom að lá Sjón í götunni og strákagengið lét spörkin dynja á hon- um án afláts. Guðjón í Oz kailaði til lögreglu sem kom á staðinn og stöðv- aði barsmíðamar. Sjón hafði hins veg- ar misst gleraugun sín og fór því aftur inn í sölutuminn og hófust þá bar- smíðamar á ný en lögreglan lét sig hverfa. „Þetta er hreint með ólíkindum og Ákall til jólasveinsins Sjón. ég kann ekki að segja frá þessu í smá- atriðum. Sjón er ekki enn búinn að gera það upp við sig hvort hann kærir strákana eða ekki. Þeir vom fimm saman," sagði Ásgerður Júníusdóttir. -EDt Samfylking vinsti manna á erfitt uppdráttar þessa dagana og mælist með lítið fylgi. Ekki er sömu sögu að segja af samfylkingu Steingríms J. og félaga sem slær í gegn í kosningum og skoðanakönnunum. Steingrímur J. klofnaði á sínum tíma út úr Alþýðubandalaginu eftir að hafa lotið í gras fyrir Margréti Frímannsdóttur í slag um formannssæti í Alþýðubandalaginu. Nú hefur gæfuhjólið snúist Steingrími í hag fyrir tilstilli Davíðs Oddssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, sem hælir honum við hvert tækifæri fyrir skýra stefnu í helstu málaflokk- um. Svo magnað er hól Davíðs að Vinstri-græn- ir eru orðnir stærri en hinn græni flokkur Halldórs Ásgrímssonar. En það fylgja öllum rósum þyrnar og nú fara áhyggjur vaxandi á lygnum sjó VG. Gömlu kommamir eru nú flest- ir á faraldsfæti frá úreltu Alþýðubandalagi yfir til Græningja. í þeirri hjörð má sjá fólk sem gengið er upp að hnjám eftir áratuga ráp í Keflavíkurgöngum fortíðarinnar. Marx-lenínistar og önnur fyrir- bæri fortíðarinnar eru áberandi í hópi hinna pólitísku flóttamanna sem sjá Ijósið í hreyfingu Steingríms J. og félaga. Þetta er talið munu trufla hið nýtískulega starf í flokknum sem legg- ur áherslu á að allt sé vænt sem vel er grænt. Inn í þá mynd passa ekki gráir múrar Kreml og þvað- ur um að ísland eigi að fara úr NATO og herinn burt. Grasgrænir balar Eyjabakka eru mál mál- anna og kommagrýlan er best gleymd. Það er engum hollt að sá söfnuður sem nærðist á Rússa- gulli á árum áður verði virkt afl innan um græn- ingjana. Þetta veit félagi Steingrímur J. og nú er leitað leiða til að stemma stigu viö fólksflóttan- um. í ljósi fullyrðinga samfylkingarmanna Mar- grétar um að Davíð sé öflugasti stuðningsmaður og hugmyndafræðingur græningja er ljóst að loka verður kommana úti. Söfnuðurinn að baki Samfylkingu á engan formann og áköll berast hvaðanæva að um að Messías komi og leysi talsmanninn af hólmi. Þannig leitar stór hópur samfylkingarfólks að leiðtogaefni og ber ýmis nöfn á góma. Nefndir er menn á borð við Stefán Jón Hafstein og Ólaf Ragnar Grímsson sem báðir eru utan þings og að auki ekki líklegir taldir til að halda saman kommum og krötum í einni sæng. Örvænting- arfull leit hefur borið hinn höfuðlausa her að áður ókunnum ströndum því hjá þröngum hópi áhrifamanna ber nú tvö nöfh hæst. Þar er ann- ars vegar sjálfur jólasveinninn en hins vegar er um að ræða útlendinginn Mikka mús. Jóla- sveinninn er talinn hafa meiri möguleika á því að leiða hinn hijáða flokk til sigurs í krafti yf- irburða stöðu sinnar og einlægrar jafnaðar- mennsku. Jóli gefur nefhilega öllum gjafir nema ef vera skyldi óþekku bömunum. Hann er að vísu ekki sýnilegur nema fyrir jól en þá kemur hann líka inn af slíkum krafti að duga ætti út árið. Þá er ekki verra að hafa Grýlu gömlu í hugmyndafræðinni. Svarið við tilvist- arkreppu Samfylkingar er því fúndið og aðeins þarf að velja rétta jólasveininn tfl að tefla gegn Steingrími J. og VG. Setjum X við jólasveininn, gæti verið slagorðið. Stekkjastaur gegn Stein- grími J. hljómar líka ágætlega. Svo þegar Island er fyrir tilstilli Samfylkingar og Sveinka komið í ESB þá er borðleggjandi að slagorðið yrði einfald- lega X-mas. Dagfari Klofinn kór Miklar deilur um lagningu Borgarfjarðarbrautar í Borgar- fjarðarsveit á sínum tíma urðu til þess að menn skiptust í fylkingar með og á móti lagningu hennar. Einsog kunnugter átti að leggja veg- inn um landareign Jóns Kjartans- sonar, bónda á Stóra-Kroppi. Deilurnar voru að sögn svo magnað- ar að kirkjukór sveitarinnar dróst inn í þær. Heimildarmenn í héraði fullyrða að þeir sem stutt hafi lagningu brautarinnar í kirkjukómum hafi staðið til vinstri en andstæðing- amir til hægri. Þóruirn Gests- dóttir, sveitarstjóri í Borgarfjarð- arsveit, er sögð hafa unnið krafta- verk í að lægja öldur. Þá mun vinstri armur kirkjukórsins kæt- ast við þær fréttir að Jón bóndi er á forum frá Stóra-Kroppi. Karlrembulæknir Héraðslæknirinn góðkunni Lýður Árnason á Flateyri kemur víðá við. Hann er nú á lokastigi með kvikmynd sína t faðmi hafs- ins auk þess að lækna sjúka heima í héraði. Svo sem kunnugt er af fréttum DV vildu hann og Ólafur poppari Ragn- arsson, aflaskip- stjóri á staðnum, leysa séra Gunnar Bjömsson í Holti af í leyfi hans og verða prestur en því var haftiað. Nú hafa þeir gefið út geisladisk undir merkjum Karl- rembnanna og súpa nú siðsamar meyjar í héraði hveljur yfir orð- bragðinu sem þykir æði frjálslegt á plötu rokkaranna fjölhæfu. Morgunbladid Nýlega létu eigendur Morgun- blaðsins loka vefsíðu sem bar heitið Mogginn.com. Nú hefur netfangið Morgunbladid.com ver- ið tekið frá. Ekki eru þar að verki höfuðstöðvar Morg- unblaðsins heldur er eigandinn sagð- ur til heimilis á sama stað og Kög- un hf. Síðan er sögð í vinnslu en kenningarsmiðir samtímans hafa fundið út að sonur Gunnlaugs Sigmundssonar alþingismanns eigi síðuna og þarna sé verið að ná fram hefndum á Mogganum fyrir ítarlega umfjöllun um mál- efni Kögunar fyrir kosningar. Titringur Mikils titrings gætir nú innan raða Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands vegna formanns- kjörs sem fram fer um miðjan nóv- ember. Guðjón A. Kristjánsson, sem verið hefúr far- sæll forseti til 16 ára, vill nú víkja fyrir yngri manni og einbeita sér að þingmennsku fyr- ir Frjálslynda flokkinn. Ekki er nýr maður í sjónmáli en Grétar Mar Jónsson, skip stjóri á Suðurnesjum, hefur þó gef- ið kost á sér. Bjarni Sveinsson, skipstjóri á Akranesi, er að hugsa málið en hann hefúr verið upp á kant við Guðjón vegna lífeyris- mála sjómanna. Búist er við að þrýst verði á Guðjón að halda áfram fari svo að Bjarni stimpli sig inn í slaginn. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.