Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 Neytendur Mjólkurvörur á morgunveröarboröi: Sumar bæði feitar og sætar ■í í síðustu viku var íjallað uni nær- ingargildi ýmiss konar kommatar sem margir íslendingar borða á morgnana og nú er komið að þvi að kanna nær- ingargildi ýmiss konar mjólkurmatar sem margir borða á morgnana eða í hádeginu. Valdar vora nítján algengar mjólk- urvörur en að sjálfsögðu er úrvalið mun meira og því er umfjöliunin um þessar vörur ekki tæmandi. íslendingar borða mikið af mjólkur- vörum miðað við margar aðrar þjóðir enda hefúr lengi verið brýnt fyrir okk- ur að mjólk sé góð. En mjólkurvörum- ar eru mishollar. Sumar innihalda mikla fitu og aðrar talsvert af sykri. Innihaldslýsingar varanna sem teknar voru fyrir eru nokkuð góðar nema að því leyti að fæstir framleiðendur gefa upp hversu mikill viðbættur sykur er í vörunni. Innihaldslýsingum ábótavant Eitthvað má þó lesa út úr því hvar í röðinni sykurinn er þegar innihalds- lýsing er gefm. Ef hann er næstfremst- ur er næstmest af honum af öllum efh- um í vörunni og ef hann er fjórði í röð- inni er meira af þeim þremur efnum sem áður eru talin upp. Að sögn Laufeyjar Steingrímsdótt- ur, næringarfræðings og forstöðu- manns Manneldisráðs, má gera ráð fyrir því að í 100 g af mjólkurvörum sem ekki innihalda kom séu um 4,5 grömm af mjólkursykri. Einfalt ráð til að finna u.þ.b. hversu mikiil hreinn sykur er í vörunni er að draga þessi 4,5 grömm af mjólkursykri frá þeim grömmum af kolvetnum sem gefin eru upp. Ef vara inniheldur 10 g af kol- vetni eru 4,5 grömmin af mjólkursykri dregin frá kolvetnunum og út kemur að hreinn sykur sé 5,5 grömm (10- 4,5=5,5). Vítamín og kalk í mjólk eru öll þau vítamín sem lík- aminn þarfnast, bæði fituleysanlega og vatnsleysanleg en í mismiklu magni. Helstu vítamínin í mjólkurvörum eru A, B1 og B2 vítaminin. Auk þess eru mjólkurvörur mikilvægur kalkgjafi. En þrátt fyrir að allar mjólkurvörur innihaldi vitamin og kalk er rétt að gæta vel að því hversu mikla fitu og sykur þær innihalda. Af þeim nítján vörum sem skoðaðar voru reyndist Fismjólk með jarðarbeij- um innihalda minnsta fitu eða 0,5 grömm í hveijum 100 g af vörunni. Stuðst var við næringarefhatöflur RALA þegar sykurmagn var reiknað út. Hins vegar voru fiórar vörutegund- ir, þ.e. Fismjólk, létt Engjaþykkni, LGG+ og Hrísmjólk, ekki í töflum RALA. í þeim tilfellum var sykur- magnið reiknað út frá „kolvetni-mjólk- ursykur" formúlunni sem áður var kynnt. Samkvæmt þessari formúlu inni- halda 100 grömm af Fismjólk 8,3 grömm af sykri sem er með því hærra í könnuninni. jpgL MlÚÍL Fitu- og mjólkurinni- hald hinna ýmsu mjólk- urvara sem al- gengar eru á morgunverðarborðinu er ansi mismunandi. Súrar vörur Þar á eftir koma Biomjólk og Létt- jógúrt frá MS og KÞ sem öll innihalda 1,3 g af fitu. Biomjólkin inniheldur 6 grömm af fitu en jógúrttegundimar 7 grömm. Sýrð léttmjólk verður að teljast afar holl. Hún inniheldur engan við- bættan sykur og aðeins 1,5 grömm af fitu. Létt Engjaþykkni inniheldur jafn mikið af fitu og sýrða Léttmjólkin en um 4,6 grömm af sykri. Meltingarafurðin LGG+ inniheldur talsvert meira af fitu eða um 3,1 grömm. Upplýsingar vantar um sykurinnihald 13 04 A l'okkun.ird A Bfit fyrír Hnri^nrpnn^# Manreraa Vörutegund Fismjólk Fita 0,5 Sykur 8,3 Blomjólk 1,3 6 Léttjógúrt* i.3 \iirmi ilíf' 7 Léttjógúrt** 1,3 7 Sýrft léttmjólk 1,5 0 Létt engjaþykknl 1,5 4,6 LGG+ 3,1 - Óskajógúrt 3,2 7 Húsavíkurjógúrt %(3 7 Skólajógúrt 3,6 7 Ab-mjólk 3,9 Oý, Súrmjólk 3,9 0 \\ Abt-mjólk 3,9 9 Jaröaberjasúrmjólk 4 6 Skólaskyr 4,5 — 7 Rjómaskyr 4,5 7 Þykkmjólk 4,6 9 Hrísmjólk 4-8 16,4 Engjaþykkni - 7,3 7 Sykur og fita í mjólkurvörum Miöaö viö ÍOO g af v runni * Frá Mjólkursamlagi Suöurlands ** Frá Kaupfélagi Þingeyinga Mælieiningar í grömmum LGG+ og ekki er hægt að beita „kol- vetni-mjólk- ursykur" for- múlunni þar sem LGG+ inniheldur kom. Óskajógúrt frá MS, Húsavíkuijógúrt og Skólajógúrt með bananabragði inni- halda allar 7 g af sykri. Óskajógúrtin inniheldur hins vegar 3,2 g af fitu, Húsa- víkuijógúrtin 3,3 g af fitu og Skóla- jógúrtin 3,6 g af fitu. Engin fita Næst á eftir koma Súrmjólk og Ab- mjólk sem innihalda 3,9 af fitu en hins vegar engan viðbættan sykur. Abt-mjólk með beijum og musli inniheldur einnig 3,9 g af fitu en hvorki meira né minna en 9 g af sykri. Jarðarbeijasúr- mjólk kemur næst með 4,0 g af fitu og 6 g af sykri. Skólaskyr og Rjómaskyr með jarðarbeijum innihalda bæði 4,5 g af fitu. Skólaskyrið inniheldur hins vegar 7 g af sykri en Rjómaskyrið 8 g af sykri. Feitt og sætt Lestina reka Þykkmjólk með komi og ferskjum, Hrísmjólk og Engja- þykkni. Þykkmjólkin inniheldur 4,6 g af fitu og 9 g af viðbættum sykri. Hrís- mjólkin inniheldur 4,8 g af fitu og 16,4 g af sykri (samkvæmt „kolvetni-mjólk- ursykur" formúlunni) og Engjaþykkni með jarðarbeijum inniheldur 7,3 g af fitu og 7 g af viðbættum sykri. Það er því ljóst að betra er að lesa vel innihaldslýsingar mjólkurvaranna áður en ein dós er gripin með í skólann eða vinnuna. -GLM Pasta með Bolognese-sósu Matarmikla Bolognese-sósan setur punktinn yfir i-ið. Matarmikil og hressandi pastasósa með hvítvíni, gulrótum, lauk og tómöt- um setur punktinn yfir i-ið. Uppskrift 2 msk. ólífuolia 1 gulrót, finsöxuð í teninga 1 laukur, finsaxaður í teninga 125 ml hvítvín 750 g nautahakk 125 ml vatn 3 tómatar, flysjaðir, steinhreinsaðir og saxaðir 1 lárviðarlauf salt og pipar 300 g þurrkað pasta 50 g smjör. Aðferð 1) Hitið olíuna í potti og snöggsteik- ið gulrótina og laukinn þar til það hef- ur fengið fallegan brúnan lit. 2) Hellið hvítvíninu yfir og sjóðið þar til vínið hefúr gufað upp. 3) Setjið nú hakkið í pottinn og látið það brúnast vel. Hrærið látlaust í. 4) Setjiö vatnið í pottinn, síðan tómatana og lárviðarlaufið, kryddið með salti og pipar, hrærið vel og látið sjóða við vægan hita í um 30 mínútur. 5) Þegar suðutími sósunnar er um það bil hálfnaður er pa- stað sett í pott með sjóðandi vatni og soð- ið þar til það er „al dente“ eða hæfilega mjúkt. Munið að sefja örlítið salt og olíu í vatnið og láta fljóta vel yfir pastað. Skolið það síðan und- ir heitu vatni og látið renna vel af því á sigti. 6) Bræðið smjör og hrærið því saman við heitt pastað. Hellið síðan sósunni yfir og berið fram sjóðandi heitt. GLM Korn og kornvörur Komtegundir eru ævagamlar ræktunarplöntur sem flestar eru upprunnar í Vestur-Asíu. Korn- vara er afurð af korni, þ.e. mat- hæf fræ komtegunda af grasaætt. Algengar kornvörur eru t.d hveiti, rúgur, bygg og hrísgijón. Hér á landi hefur kom nær ein- göngu verið ræktað í tilrauna- skyni nema rúgur og bygg sem um áraraðir hefur verið ræktað til skepnufóðurs. Þvi hefur verið lítið um brauðbakstur úr íslensku komi. Sérstaða komvara felst m.a. í því að: a) Komvömr eru ódýr, næring- ar- og trefjarík fæða (grófmalað kom). b) KÓrnvörur þola vel flutning og geymslu. c) Hægt er að rækta kornvörur alls staðar nema á köldustu svæð- um jarðarinnar. d) Kornvörur gefa möguleika á fjölþættri framleiðslu og mat- reiðslu. Orka Næringargildi koms er mikið miðað við hitaeiningafjölda. Prótín í komi em 7-14% prótín. Glúten Hluti af prótínum hveitisins myndar glúten við deiglögun. Þess vegna lyftir heilhveitibrauð sér meira og fjaðrar betur heldur en brauð úr öðrum mjöltegundum. Fita heldur litla fitu. Hún er 1-2% í hveiti, rúgi og byggi en hafrar innihalda 5-7% fitu. Meiri- hluti fitunnar er fjölómettaður, m.a. inniheldur fitan mikið af línólsýmm sem em lífsnauðsyn- legar. Kolvetni Mjöl inniheldur 70-74% kol- vetni. Mestur hluti er sterkja. í mjöli eru trefjar, þó aðallega í grófu mjöli. Steinefni Heilkorn og hýðisgrjón eru steinefnaríkar fæðutegundir sem innihalda aðallega kalk og jám. Vítamín Mjöl inniheldur aðallega B- vítamínin þíamín, níasín og dálít- ið af ríbóflavíni. Þíamín er eink- um í ystu lögum komsins. Þess vegna er það mest i mjöli úr heilu korni. E-vítamín er einkum í hveitikimi og einnig í heilu korni. Vatn í mjöli og grjónum er 10-15% vatn. Grjón og mjöl eru mikilvæg- ar fæðutegundir, ríkar af sterkju, prótínum, járni, þíamíni og ní- asíni. Að auki eru komvörur, sér- staklega gróf brauð, einn besti trefiagjafmn. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.