Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 15 Reiðin Kjallarinn Arni Björnsson læknir Meistari Jón Vídalín segir um reiðina. „Hver er sú ólukka í heimin- um, er reiðin ekki af stað komi? Hún er verkfæri allra lasta og ódyggða, hún er eins og ein púta, sem lifir eftir hvers manns vild. Svo þjónar reiðin öllum skömmmn þegar á þarf að halda.“ Og enn segir meistari Jón. „Heiftin er eitt and- skotans reiðarslag. Hún afmyndar alla “ mannsins limi og liði, hún kveikir bál í augunum, hún hleypir blóði í nasimar, bólgu í kinnarnar, æði og stjómleysi í tunguna, deyfu fyr- ir eyrun...“ Riddari raunasvipsins Því leiddi kjallarahöfundur hug- ann að reiðinni og minntist meist- ara Jóns og orða hans, að fyrir skömmu hlustaði hann á reiðan stjórnmálamann og sannfærðist um að reiði fer stjórnmálamönn- um afskaplega illa, ekki síst ef stjómmálamaðurinn er kona. En látum vera þótt reiðin hleypi bólgu í kinnamai' og æði og stjóm- leysi í tunguna. Öllu verra er fyr- ir stjómmálamanninn þegar útrás reiðinnar beinist að aðilum sem ekki láta sig svoleiðis útrás neinu varða. Slík barátta á sér reyndar aðra hliðstæðu i klassískum bók- menntum og er kennd við „ridd- ara raunasvipsins", Don Quijote. Það er ekki óeðlilegt að reiði ráðherra heilbrigðismála beinist að íslenskum heilbrigðisstéttum, sem eiga að vinna undir stjóm hans, þegar þær láta ekki að stjóm. En þegar íslenskur ráð- herra vill fara að segja heilbrigðis- stéttum annarra þjóða fyrir verk- um, í reiði, þá er slík framkoma ekki bara brosleg, hún er grátbros- leg. Læknafélag íslands, sem ráð- herrann beindi spjótum reiði sinn- ar að á aðalfundi þess nýlega, var stofnað árið 1916 og er nú félag allra lækna á íslandi. Félagið er nú stærra og öflugra en nokkm sinni fyrr og á herðum með- lima þess hvílir heil- brigðisþjónustan í land- inu, hvort sem stjóm- málamönnum eða öðr- um líkar betur eða verr. Hollt fyrir ráðherra Það er hollt fyrir reiðan ráðherra að hugleiða, að félagið hefúr lifað marga ráðherra, suma reiða, sem fáir mima nú nöfnin á lengur. Reiði ráðherrans skiptir því félagið og meðlimi þess næsfa litiu máli þegar lengra er litið. En reiöi ráðherrans beindist líka að öðrum læknasam- tökum, þ.e.a.s. alþjóðasamtökum lækna, W.M.A., en fúlltrúar frá þeim samtökum vom þá staddir hér á landi, meðal annars til að kynna sér fósturbam ráðherrans, „íslenskan gagnagrunn á heil- brigðissviði". íslenski heilbrigðisráðherrann neitaði að tala við þessa menn (hvort það var tilviljun eða ekki neituðu forsvarsmenn fyrirtækis- ins, íslensk erfðagreining, líka að tala við þá.). Þeir höfðu að hennar mati móðgað íslensk heilbrigðisyf- irvöld, formælendur gagnagrunns- ins, og því hljóp bólga í kinnar dvergríkisins Islands segir eða skrifar um þau. Hitt er annað hvort það er hallkvæmt íslenskum málstað á alþjóðavettvangi að ráðamenn sýni virtum erlendum stofhunum dónaskap. Það er vaxandi tilhneiging hjá íslenskum „Alþjóöa læknasamtökunum stendur nefnilega hjartanlega á sama hvað heilbrigöisráöherra dvergríkisins íslands segjr eöa skrifar um þau. Hitt er annaö hvort þaö er hallkvæmt íslensk- ifin málstaö á alþjóöavettvangi aö ráöamenn sýni virtum erlend- um stofnunum dónaskap. “ ráðherrans og æði í tunguna, og líkingin við „riddara raunasvips- ins“ varð alger. „Með sjö öndum sér verri“ Alþjóða læknasamtökimum stendur nefnilega hjartanlega á sama hvað heilbrigðisráðherra stjómmála- mönnum að svara gagnrýni með reiði og andstöðu með valdbeitingu, því mættu þeir hug- leiða þessi orð meistara Jóns: „Fáum þeim sem reiðast, þykir reiði sín ranglát vera og með soddan móti verður hún að hatri í mannsins hjarta og súmar þar inni, til þess hún skemmir kerið, og er þá illa farið með Guðs musteri, þegar það er gjört að soddan djöflabæli, hvar andskot- inn inni ríkir með sjö öndum sér verri.“ Ámi Björnsson ...og því hljóp bólga í kinnar ráðherrans og æði í tunguna, og líkingin við „riddara raunasvipsins" varð alger,“ segir Arni m.a. í grein sinni í dag. - Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Það vantar angan Alveg fannst mér þetta frábært hjá pítsufyrirtækinu sem ung- lingsstrákur var að gera at í með því að láta senda pítsur hingað og þangað þar sem engar pítsur höfðu verið pantaðar. Þeir létu hann hreinlega borga með vinnu tapið sem þeir höfðu orðið fyrir, sagði Sveinn gcimli sem flosnað hafði upp frá Þorskavík vegna kvótabrasks, og bætti við: Strákur þorði ekki að koma einn á pítsustaðinn svo að hann fékk vin sinn með sér. Þar vom þeir látnir stafla upp kössum þar til pítsuskuldin var að fullu greidd. Stráknum var bara vel tek- ið hjá pítsufyrirtækinu og hann virtist glaður vegna þess að hafa gert yfirbót. Alla vegana þáðu piltungamir boð um að vinna á eftir við að baka brauðstangir upp á kaup og geta étið eins mikið og þeir vildu í ofanálag. Mamman varð hins vegar lítt hrifinn og ætl- aði að kæra pítsustaðinn fyrir barnaþrælkun. Að mínu mati hefði hún hins vegar átt að þakka pítsufyrirtækinu fyrir að þama var strax tekið á agavandamáli. Sekt við hraðakstri - götu- sópun Já, sagði Svana, ef það væri bara hægt að koma þessu við víð- ar í þjóðfélaginu. T.d. að þeim sem keyra of hratt æ ofan í æ væri gert að sópa göt- ur og gangstéttir í allra augsýn. Þá væri ekki eins gott að fela sökina eins og ef greiddar væru einhverjar krón- ur í sekt. Og Sveinn og Svana fóru að velta því fyrir sér hvort- ekki væri hægt að koma á sams konar yiður- lögum víðar í þjóðfélaginu. í stað þess að láta menn sitja inni í fang- elsi fyrir þjófhað eða skemmdar- verk yrðu þeir að vinna fyrir því tjóni sem þeir yllu. Með því myndu þeir gera sér betur grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Það sem mest vantaði í margan íslendinginn væri að setja sig í spor ann- arra. Ekki síst væri þetta áberandi hjá tveim af þrem þjóðfé- lagshópmn sem ís- land byggja, þeim vellríku og þeim sem komast ágætlega vel af. Það er af og frá að þeir skilji þriðja hóp- inn sem býr við óör- yggi og eiga vart til hnífs og skeiðar. Stjórnarherrar slorugir Og hvað með þessa stjómarþingmenn sem núna hvað eftir annað láta líðast að kvótakóngar gangi frá landsbyggðinni svo til dauðri með kvótabraski. Væri ekki tilval- ið að lpeir rem til fiskjar í 12-24 tíma á sólarhring í einn mánuð eða tvo eða ynnu í frystihúsi slorugir upp fyrir haus. Þeir yrðu auðvitaö að lifa við sömu aðstæður og heimamenn og að sjálfsögðu fengju þeir ekkert þingmannakaup á með- an. Þannig myndu þeir kynnast landsbyggðinni af eigin raim og ef svo illa vildi til að á meðan þeir væra þarna yrði allur kvóti seldur úr byggðarlaginu sætu þeir uppi at- vinnulausir með þá von eina að fá líka þessar háu atvinnu- leysisbætur sem menn fá undir svona kring- umstæðum og að ein- hvern veginn myndi tækist að rata út úr vandanum. Með þessu væri von til þess að þessir háu herrar, sem hafa skammtað sér 60-120 þúsund króna launahækkun eða yfir 30% kaupækkun, hættu að tala um að fólkið í landinu ætti að herða sultarólina og sætta sig við 5-6% launahækkun. Ekki væri rúm fyrir meira. Annars væri stöðug- leikinn í voða. Hvaða stöðugleiki? Verðbólgudraugurinn spáir 5-9% verðbólgu. Ekkert skal heldur til sparað við að halda upp á 1000 ára afmæli kristnitökunnar á íslandi með pompi og prakt. En hversu kristin erum við? Gleymist það ekki al- gjörlega í öllum fmheitunum að eitt af því alstórkostlegastu sem boðað er í kristinni trú er að koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi frcun við þig? Erna V. Ingólfsdóttir „En hversu kristin erum viö? Gleymist þaö ekki algjórlega í óll- um fínheitunum aö eitt af því al- stórkostlegastu sem boöaö er í kristinni trú er aö koma fram viö aöra eins og þú vilt aö aörir komi fram viö þig?“ Kjallarínn Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur Með og á móti Á aö gera ríkisútvarpið aö hlutafélagi? Bjóm Bjamason menntamálaráðherra hefur greint frá því að verið sé að vlnna að framvarpi í ráðuneyti hans um að rikisútvarpið verði gert aö hlutafé- lagi. Ekki hefur veriö tekin pólítísk ákvörðun um hvort frumvarpiö verði lagt fyrir alþingi. Brýnt að forminu verði breytt „Eg tel að það sé mjög brýnt fyrir rík- isútvarpið að rekstraiform- verði mu breytt. gerist mun varpið Ef það ekki ríkisút- koðna Kristján Pálsson þingmaður. niður og tapa í Scimkeppninni við aðra ljós- vakamiðla, bæði hér heima og erlendis. Helsta ástæðan að rekstrar- formið er ekki nógu virkt er sú að boðleiðir innan þess em ekki nógu skýrar og of langar. í raun- inni ber enginn í alvöru ábyrgð á rekstri fyrirtækisins. Þeir sem vilja gera eitthvað hafa yfir of marga og tímafreka þröskulda að fara. Þess vegna hef ég lagt til að svokallað útvarpsráð verði lagt af og skipuð stjóm yflr stofnun- ina og útvarpsstjóri verði gerður að forstjóra. Þannig tel ég að útvarpið muni ná vopnum sínum að nýju og hafa alla burði til að bæta þeirri samkeppni sem fer sí- harðnandi á þessum markaði.“ Bjarnar- greiði við þjóðina „Rikisut- varpið hefúr miklu hlut- verki að gegna í okkar þjóð- lifl sem menn- ingarstofnun, öryggistæki og lýðræðis- legur vett- vangur. Ríkis- útvarpið er Ogmundur Jónas- stofnun sem tengir þjóðina sam- an og það er eðlilegt að stjóm- skipulega sé stofnunin tengd þjóðinni. Þess vegna á ríkisútvarpið að vera eign þjóðarinnar og lýðræð- islega kjömir fulltrúar eiga að koma að stjóm þess. Með hlutafé- lagavæðingu væri verið að und- irbúa sölu ríkisútvarpsins. Með því móti væri ríkisútvarpið orð- ið markaðsvara og þykir þó mörgum nóg um tilhneigingu í þá átt hjá þeirri ágætu stofnun. Ef hins vegar á að láta sitja við það eitt að gera stofnunina að hlutafélagi í eigu ríkisins hefði menntamálaráðherra einn for- ræði yfir henni því hann hefði væntanlega hlutabréf á hendi. Sá maður heitir Bjöm Bjamason og þetta væri bjamargreiði við þjóð- ina.“ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaðið nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjómar er: dvritst@£f.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.