Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1999 Bílatryggingar: Yfirtaka nýs Lloyds-hóps á tryggingum FÍB: FÍB-trygging- ar ekki lausar Fyrir um mán- -uði yfirtók Octavi- an-fjárfestingar- hópurinn vátrygg- ingastofn FÍB- tryggingar frá Ibex Motors, sem haft hefur þær trygg- ingar frá upphafi. Þrátt fyrir yflrtök- una eru samning- ar bíleigenda sem tryggðir eru með FÍB-tryggingu ekki lausir líkt og gildir um viðskiptavini Tryggingar hf. sem rennur nú inn í Tryggingamistöð- ina hf. Báðir þessir hópar eru innan enska trygging- arisans Lloyd’s og því eru samning- arnir ekki lausir að sögn Halldórs Sigurðssonar hjá Alþjóðlegri miðlun ehf. sem miðlar tryggingum Lloyd’s fyrir FÍB. „Þetta breytir ekki nokkrum sköpuðum hlut því það er Llyods sem er skráður vátryggjandi en ekki einstakir hópar vátryggj- enda innan markaðsins," segir Halldór. Hann segir það alloft gert að færa tryggingastofna milli hópa og að í sumum tilfellum séu fleiri en einn hópur með tiltekna Halldór Sigurðsson: „Þetta breytir ekki nokkrum sköpuðum hlut.“ tryggingu. Að sögn Halldórs eru nú nálægt átta þúsund bílar tryggðir FÍB- tryggingu, flest einkabílar, en stefnt er að þvf að leggja aukna áherslu á atvinnubíla fljótlega. Halldór segist eiga von á því að FÍB muni benda félagsmönnum sinum á að tryggingar Tryggingar hf. séu lausar á næstunni. -GAR Tryggingamiðstöðin hf. (TM) og Trygging hf. sameinast formlega 1. nóvember nk. þegar vátryggingar- stofnar fyrirtækjanna verða felldir saman í einn stofn hjá TM. Sam- kvæmt vátryggingalögum geta tryggingatakar hvers kyns trygg- inga hjá Tryggingu hf. því sagt tryggingunum lausum í einn mán- uð eftir sameininguna kjósi þeir að skipta um félag af einhverjum ástæðum. Þetta þarf að gera skrif- lega fyrir lok nóvembermánaðar. Nálega helmingur iðgjaldatekna Tryggingar er vegna bifreiðatrygg- inga og tryggir félagið nú tæplega 13 þúsund bíla, að sögn Gunnars Felixsonar, forstjóra TM, sem yfir- tekur nú viðskiptavini Trygging- ar. Gunnar sagði Tryggingu hafa haft 7-8% af öllum bílatryggingum landsins en að eftir að félögin hafi sameinast hafi þau um 24% mark- aðshlutdeild. Aðeins gefst færi á því einu sinni á ári að skipta um tryggingafélag og sé bílatryggingu ekki sagt upp framlengist hún sjálfkrafa. Það er því ástæða fyrir viðskiptavini Tryggingar að vera á verði og huga að þvi hvort hag þeirra sé best borgið hjá TM eða annars staðar. Mikill verð- munur Samkvæmt upplýsing- um sem blaðamaður DV aflaði sér og birtar voru fyrir viku er allverulegur verðmunur á iðgjöldum bílatrygginga hérlendis. Miðað við dæmi af Toyota Corolla 1,3 og full- an bónus er dýrasta tryggingin t.d. 40% hærri en sú ódýrasta, eða 41 þúsund krónur á mánuði hjá VÍS miðað við 31 þús- und krónur hjá FÍB. Slík trygging kostar síðan 37 þúsund krónur hjá TM og sömuleiðis hjá Sjóvá-Al- mennum. Alls kyns dæmi væri hægt að telja upp þar sem fram kæmu mis- munandi iðgjöld eftir bílategundum, hlutfalli bónuss, aldri ökumanns -GAR Landsbanki Héðinn- íslenska Sláturfélag Stálsmiðjan íslands Smiðja Járnblendifélagið Suðurlands Að skipta um tryggingafélag á miðju tímabili: Júní- hækkun- in mikla hefur áhrif Þeir sem keyptu trygggingar fyrir bíla sína fyrir hina miklu al- mennu hækkun sem varð á ið- gjöldum í júní sl. gætu verið að kaupa köttinn í sekknum með því að skipta um tryggingafélag á miðju tímabili. Eins og fram kem- ur hér á síðunni eru allir trygg- ingarsamningar tæplega 13 þús- und bíla hjá Tryggingu hf. lausir í nóvember, óháð því hvenær þeir eru gerðir, vegna sameining- ar við Tryggingamiðstöðina. Undir eðlilegum kringumstæð- um gilda allir slíkir samningar í eitt ár og miðast við þá upphæð sem samið er um í upphafi. Hafi bíleigandi keypt sér tryggingu hjá Tryggingu hf. fyrir júní gildir það iðgjald sem þá var í gildi út heilt tólf mánaða tímabil. Skipti viðkomandi hins vegar um trygg- ingafélag nú fær hann endur- greidda upphæð sem svarar til ið- gjalds þeirra mánaða sem eftir eru af tímabilinu. Þar sem gjöld- in hækkuðu í júní þarf viðkom- andi því að hefja nýtt tólf mánaða tímabil á 28-35% hærri gjöldum en áður mióaá við aö fá tryggingu hjá ööru félagi sem hefur haft sambœrileg iógjöld. Þetta ættu þeir sem mikið eiga eftir af tíma- bili sínu nú að taka til sérstakrar skoðunar. -GAR Gunnar Felixson, forstjóri TM. og fleiru en það er verkefni fyrir hvern og einn bíleiganda að kanna þau iðgjöld sem í boði eru fyrir hann sjálfan. Halda ekki óánægðum Gunnar Felixson sagðist telja annað ástæðulaust fyrir viðskipta- vini Tryggingar en að fylgja yílr til TM. „En þegar vátrygginga- stofnar eru færðir frá einu félagi til annars eru allir viðskiptavinir lausir í heilan mánuð ef þeir vilja færa sig. Það er sama staða hjá okkur nú og hefur verið í öðrum tilfellum af sama toga. En ég hef ekki orðið var við mikinn vilja til hreyfingar," sagði hann. Gunnar sagði viðskiptavini eiga fullan rétt á að vera lausir og að allir fengju þeir bréf þegar að end- urnýjun samninga kæmi þar sem bent væri á þá staðreynd. „Við munum ekki halda óánægðum við- skiptavinum, það er ljóst. Ef þeir vilja færa sig þá er það ósköp eðli- legur hlutur." -GAR Ódýrasta umfelgunin: Nú líður að því að veturinn sýni andlit sitt grímulaust og eru bíl- eigendur farnir að huga að viðeigandi búnaði farartækja sinna. Marg- ir kjósa að skipta á sér- staka vetrarhjólbarða. Samkeppnisstofnun hef- ur gert könnun á verði á umfelgun og ýmissi annarri þjónustu á hjólabarðaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin leiddi í ljós að sjö fyrirtæki bjóða lægsta verðið fyrir fólksbíla, 3.000 krónur fyrir skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu. Þetta eru fyrirtækin E.R þjónustan, Hjá Krissa, Hjólbarðaverkstæðið Klöpp, N.K Svane, VDO Borgar- dekk, VDO hjólbarðaverkstæði og Vaka. Öll þessi verkstæði eru i Reykjavík. Fyrir þjónustuna þarf mest að greiða í Hjólbarðahöllinni, 3.960 krónur, en 3.900 krónur í Höfðadekki og 3.880 í Hjólbarða- stöðinni í Reykjavík og 3.879 krón- ur í Bæjardekki í Mosfellsbæ. Meðalverð þjónustunnar hefur hækkað um 4% frá því i fyrra- haust en lækkað um 4% frá meðal- verði ársins 1992. Verðbréf á upp- og niðurleið - síöastliðna 30 daga - Samvinnuferöir- Hraöfrystihús Vakl- Samvinnusjéður Haraldur Landsýn Eskifjaröar Fiskeldiskerfi íslands Böövarsson Þrjú þúsund kall Örlítil hækkun milli ára 13 þúsund bllar lausir í nóvember ! Borgar sig að halda vöku sinni: -I-!•>!)/ -‘lúh Spáð f hlutabréfaspilin Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Þetta á ekki síst við um þróun á gengi hlutabréfa. Það er hins vegar ekki útilokað að meta að einhverju leyti hvað gerist á næstu vikum í þeim efnum leggi menn sig eftir að viða að sér lágmarks upplýsingum. Það borgar sig sem sagt fyrir eig- endur hlutabréfa að fylgjast með þó að aldrei fáist tryggingar fyrir ár- angri eða gegn áföllum. Síðustu 30 dagana fyrir 26. októ- ber hafði gengi hlutabréfa í Stálmiðjunni á Verðbréfaþingi ís- lands lækkað um heil 44%. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Hrað- frystihúsi Eskifjarðar (HE) og Sam- vinnuferðum-Landsýn (S-L) um 18%. Hafi einhver skyggn, heppinn eða yfirmátavel upplýstur og skyn- samur eigandi einnar milljónar króna í hlutabréfum í Stálsmiðjunni selt bréfin í fyrirtækinu : fyrir 30 dögum og keypt i HE eða S-L í staðinn ætti sá hinn sami nú 1.180 þúsund krónur í stað aðeins 560 þúsund króna ef hann hefði ekkert aðhafst. Munurinn er meira en tvöfaldur og hvern munar ekki um 620 þúsund krónur þegar innan við tveir mán- uðir eru til jóla? -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.