Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Gífurleg sprenging í borholu viö Krýsuvík: Steypt plan sprakk - og veitingaaðstaða stórskemmdist. Menn nýfarnir af staðnum Sjónarvottar sem DV ræddi við í gær sögðu að bíll starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar hefði verið nýfarinn af planinu þegar sprengingin varð. Þama lá því við stórslysi. Mikla gufu lagði frá holunni síðdegis í gær og gengu leðju- slettur þá enn upp úr henni. -JSS Við sprenginguna tættist þakið að hluta af veitingaaðstöðunni og gluggar mölbrotn- uðu. Einnig brotnaði úr veggjum. Húsnæð- ið hefur verið í rekstri á sumrin en staðið autt yfir vetrartímann. Gifurleg sprenging varð í borholu við Krýsuvík um miðjan dag í gær. Stórt, steypt plan við borholuna tættist upp og flugu stórir steypuhnullungar á annað hundrað metra vegalengd. Veit- ingaaðstaða í um 100 metra fjarlægð frá borholunni stórskemmdist við sprenginguna. Enginn var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað en sjónar- vottar höfðu skömmu áður séð bíl á stæðinu við húsið. Erlendir ferðamenn koma þama daglega, þannig að mikil mOdi var að ekki varð stórslys við sprenginguna. Að sögn Þorsteins Ásgeirssonar hjá Almennu pípulagningaþjónustunni, sem hefur verið við störf i Krýsuvík, em 10-12 dagar síðan borholan stíflað- ist. Hún var steypt upp en hafði hran- ið saman. I gærdag sprakk hún og stóð svartur leðjustrókur upp úr henni, að sögn sjónarvotta sem DV ræddi við í gær. Steypt plan við holuna, sem Þor- steinn áætlaði áð hefði verið 6-8 tonn að þyngd, fór í tætlur og dreifðust steypuhnullungamir og leir um svæð- ið frá holunni að veitingaaðstöðunni. Þorsteinn Ásgeirsson með steyptan hnullung sem hafði borist á annað hundrað metra og lenti á planinu fyrir framan sjoppuna. Grjóti hafði rignt yfir pianið og vart hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði ein- hver verið þar. DV-mynd Pjetur Eins og sjá má var varla nokkur heillegur hlutur innan dyra eftir sprenginguna. Átök í Reykjanesbæ út af nektardansi: Dansmeyjarnar á leið til Keflavíkur - bíða í stellingum á flugvöllum í Evrópu Sex nektardansmeyjar eru í við- bragðsstöðu á flugvöllum víða í Evr- ópu og bíða eftir kallinu frá Jóni Harðarsyni, veitingamanni í Casinó, sem átt hefur í stríði við bæj- arstjórn Reykjanesbæjar um leyfi til nektarsýninga á veit- ingastað sínum. í því stríði hefur Ellert Eiríksson bæjar- stjóri gengið til liðs við minnihlutann í bæjarstjórn ásamt einum framsóknar- manni til að koma í veg fyrir væntanlegar nektarsýningar innan bæjarmarkanna. „Bæjarstjórinn hefur boðið mér að hafa opið frá klukkan 11 fyrir hádegi og til klukkan 20 á kvöldin en þá heldur hann að spill- ingin hefjist. Sá tími hentar mér að sjálfsögðu ekki til nektarsýninga," sagði Jón Harðarson, veitingamaður í Casinó, sem áfrýjað hefur málinu til úrskurðarnefndar dómsmálaráðu- neytisins um hve lengi veitingastaðir megi vera opnir. „Það eina sem ég fer fram á er að fá að hafa opið eins lengi og aðrir veitingamenn hér á Suður- nesjum. Ég fæ leyfið innan skamms ef eitthvert réttlæti er til í þessum heimi - og í Reykjanesbæ." Veitingastaðurinn Casinó er í iðnaðarhverfi nálægt smábátahöfninni í Reykja- nesbæ og þar skammt frá á veitingamaðurinn hús þar sem hann ætlar að láta dansmeyjarnar búa: „Þetta er 120 fermetra hús þannig að það verður rúmt um dansmeyjarnar. Þær verða þarna ásamt húsverði sem fylgir þeim í og úr vinnu. Ég veit að þær bíða spennt- ar ytra eftir að ég láti þær vita að leyfið sé í höfn og þá koma þær á augabragði," sagði Jón veitingamað- ur í Casinó. -EIR Ellert Eiríksson bæjarstjóri - til p íl l! m Veitingastaðurinn Casinó - súlan bíður slfpuð. Básafell tapaði 850 milljónum á síðasta rekstrarári: Þarf að taka fyrirtækið í gegn frá grunni - segir Guðmundur M. Kristjánsson framkvæmdastjóri Básafell sendi Verðbréfaþingi í gær afkomuviðvörun þar sem seg- ir að afkoma félagsins hafi verið mun lakari en ráð var gert fyrir. Tap af reglulegri stárfsemi Bása- fells skv. bráðabirgðauppgjöri er yfir 600 milljónir á síðasta rekstr- arári félagsins. Þar að auki eru aðrir liðir neikvæðir um 250 millj- ónir og verður því heildartapið um 850 milljónir króna. „Ja, það verður að stöðva þennan tap- rekstur. Það má nú segja að ég komi ekki að þessu fyrr en eftir þetta rekstrarár og Orri ÍS eitt sklpa Básafells. við höfum náttúrlega ver- ið að hugsa þetta. Við höfum til dæmis selt Sléttanesið þó að kannski megi deila um þá ákvörð- un. Svo munum við bara bregðast við þessu á næstu vikum. Við vissum að þetta yrði þungt en reiknuðum alls ekki með að aðrir liðir yrðu svona háir. Það þarf náttúrlega að fara betur ofan í það og skýra af hverju þessi hlutur er svona hár og það verður gert. Ég held að það megi segja að það sé einhver röng uppbygging í þessu fyrirtæki og við þurfum að taka það í gegn í frá grunni." -hdm Kristinn í Metropolitan Kristinn Sig- mundsson óperu- söngvari syngur á móti hinum heimsfræga ten- ór Placido Dom- ingo í Metropolitan-óp- eranni i New York í apríl á næsta ári. Kristinn er þriðji íslendingurinn sem syngur í þessu stærsta og frægasta ópera- húsi heims en áður hefur Maríu Markan og Kristjáni Jóhannssyni hlotnast sá heiður. Mbl. sagði frá. Fiskur dýrari en kjúklingar Nýr fiskur og frosinn hefur hækkað um tæp 46% frá því í mars 1997 og hefur sjaldan eða aldrei ver- ið dýrari. Á sama tíma hefur al- mennt verðlag hækkað um rúm 8%. Að sögn Rósmundar Guðnasonar hjá Hagstofú íslands er fiskurinn orðinn mun dýrari en t.d. kjúkling- ar og svínakjöt. Almennt hafa fiskafúrðir út úr verslunum hækk- að um ríflega 28%. Mbl. sagði frá. 350 börn í kuldanum Tólf leikskólar Reykjavíkurborg- ar hafa á undanfómum mánuðum þurft að grípa tO þess ráðs að loka einstaka deildum um hádegi með reglulegu milTihili vegna manneklu. í samantekt Ömu Schram kemur m.a. fram að rekja megi þennan vanda á leikskólum borgarinnar til launakjara leikskólakennara og annarra starfsmanna leikskólanna. Mbl. sagði frá. Meöferöarunglingum fjölgar 19 ára unglingum og yngri sem komið hafa í meðferð á Sjúkrahús- inu Vogi vegna áfengis- og vímu- efnaneyslu hefúr fjölgað um helm- ing á átta árum. Bagur sagði frá. Fölsuö málverk hjá FBA Opinber rann- sókn efnahags- brotadeildar lög- reglunnar á meintum fólsun- um á ellefu lista- verkum í eigu FBA er hafin. Granur vaknaði um að hluti listaverka FBA væri falsaður í sumar og vora innlendir sérfræðingar fengnir til að skoða verkin. Ólafur Ingi Jónsson forvörð- ur segir að flest ef ekki öll verkin hafi verið keypt í gegn um Gallerí Borg. RÚV greindi frá. Ríkisstofnun á hverja 1.000 Ríkisstofnanir era um 250 í land- inu svo líklegt er að ísland eigi heimsmetið í fjölda ríkisforstjóra, suma bara yfir sjálfum sér og hálf- um ritara. Dagur sagði frá. Klámið í fastari farveg f næstu viku er að vænta tillagna um það hvaða breytingar mögulegt og æskilegt er að gera til að stemma stigu við útþenslu klámiðnaðar í landinu. Kröfur um bann við rekstri nektardansstaða era orðnar háværar en sveitarfélög telja sig skorta lagaheimiid. Dagur sagði frá. Chase Manhattan í FBA? Verið er að leggja lokahönd á hóp fiárfesta tengdum Orca hópmun og hefur verið unnið að því að fá aðra fiárfesta tO samstarfs um tilboð í FBA. Talið er að það verði tveir eða þrir af stærstu lífeyrissjóðum lands- ins, nær öragglega Lifeyrissjóður verslunarmanna og hugsanlega líf- eyrissjóðurinn Framsýn. Þá hefur Chase Manhattan bankinn verið nefndur sem líklegur kostur. RÚV sagði frá. Leikskólalögum breytt? Eftir dóm Fé- lagsdóms í máli leikskólakenn- ara í Árborg virðist óhjá- kvæmileg skylda ríkis- sfiómar og Al- þingis að breyta lögum þannig að hópuppsagnir verði ólöglegar, segir Páll Pétursson félagsmálaráðherra. RÚV greindi frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.