Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1999, Qupperneq 26
26
FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1999
JP
«
Messur
Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11
árdegis. Organleikari: Pavel Smid.
Vænst er þátttöku væntanlegra
fermingarbarna og foreldra þeirra i
guðsþjónustunni. Barnaguösþjón-
usta kl. 13. Bamakór kirkjunnar
syngur undir stjórn Margrétar
Dannheim. Bænir - fræðsla, söngv-
ar, sögur og leikir. Foreldar - afar
- ömmur em boðin velkomin með
börnunum. Prestarnir.
Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Guðsþjónusta á sama
tíma. Organisti: Daníel Jónasson.
Tómasarmessa kl. 20 í samvinnu
við félag guðfræðinema og kristi-
legu skólahreyfinguna. Fyrirbænir
og fjölbreytt tónlist. Kaffisopi í
safnaðarheimilinu að messu lok-
inni. Gísli Jónasson.
Digraneskirkja: Kl. 11. Messa.
Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson.
Organisti: Örn Falkner. Sunnu-
dagaskóli á sama tíma. Léttur máls-
veröur eftir messu.
Eyrarhakkakirkja: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Sóknarprestur.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur
Karl Ágústsson. Organisti Lenka
Mátéová. Barnaguðsþjónusta á
sama tíma. Umsjón Margrét Ólöf
Magnúsdóttir. Prestamir.
Flateyrarkirkja: Almenn guðs-
þjónusta kl. 11. Athugið breyttan
messutíma. Barnastarf á sunnudög-
um kl. 11.15. Guðspjallið i myndum,
ritningarvers, bænir, sögur, söngv-
ar. Afmælisbörn fá sérstakan
glaðning. Sr. Gunnar Björnsson.
Fríkirkjan i Reykjavík: Bama-
guðsþjónusta kl. 11. Fuglunum gef-
ið brauð í lok samveru. Guðsþjón-
usta kl. 14. Prestur sr. María
Ágústsdóttir. Aldraðir úr Kópavogi
koma í heimsókn. Tónleikar í
kirkjunni kl. 20. Kór Skálholts-
kirkju syngur ásamt Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur. Hjörtur Magni
Jóhannsson.
Grafarvogskirkja: Sunnudaga-
skóli í Grafarvogskirkju kl. 11.
Prestur sr. Vigfús Þór Árnason.
Umsjón: Hjörtur og Rúna. Org-
anisti: Hörður Bragason. Sunnu-
dagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prest-
ur sr. Sigurður Arnarson. Umsjón:
Signý, Guðrún og Guðlaugur.
Hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogs-
kirkju kl. 14. Sóknarpresturinn á
Sigluflrði, sr. Bragi Ingibergsson,
prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Vigfúsi Þór Árnasyni,
sóknarpresti Grafarvogskirkju.
Kirkjukaffi að lokinni guðsþjón-
ustu. Prestarnir.
Hjallakirkja: Tónlistarguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. íris Kristjánsdóttir
þjónar. Kammerkór Hjallakirkju
syngur og leiðir safnaðarsöng. Org-
anisti: Jón Ólafur Sigurðsson.
Bamaguðsþjónusta í kirkjunni kl.
13 og í Lindaskóla kl. 11. Við minn-
um á bæna- og kyrrðarstund á
þriðjudag kl. 18. Prestarnir.
Kópavogskirkja: Barnaguðsþjón-
usta í safnaðarheimilinu Borgum
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur
sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson.
Organisti: Hrönn Helgadóttir.
Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl.
14. „Vorboðarnir", kór aldraðra í
Mosfellsbæ, kemur í heimsókn og
syngur nokkur lög. Kirkjukaffi í
skrúðhússalnum. Bamastarf í safn-
aðarheimilinu kl. 11. Jón Þorsteins-
son.
Njarðvíkurkirkja: Sunnudaga-
skóli kl. 11 sem fram fer í Ytri-
Njarðvíkurkirkju. Bíll fer frá safn-
aðarheimilinu í Innri-Njarðvík kl.
10.45.
Ytri-Njarðvíkurkirkja: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Fermingarböm að-
stoða við brúðuleikhús. Leikið á
fiðlu. Guðsþjónusta kl. 14. Baldur
Rafn Sigurðsson.
Selfosskirkja:Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sóknarprestur.
Seljakirkja: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskars-
dóttir þjónar. Kórar kirkjunnar
leiða söng. Organisti og kórstjóri er
Gróa Hreinsdóttir. Ath., guðsþjón-
ustunni verður útvarpað. Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðs-
son prédikar. Fermd verður Sigrún
Valsdóttir, Heiöarseli 4, Reykjavík.
Altarisganga. Organisti er Gróa
Hreinsdóttir. Guðsþjónusta í Skóg-
arbæ kl. 16. Sr. Irma Sjöfn Óskars-
dóttir prédikar. Organisti er Gróa
Hreinsdóttir. Sóknarprestur.
Skálholtskirkja: Messa verður
sunnudag kl. 11. Unglingakór Hall-
grímskirkju syngur. Sóknarprest-
ur.
Torfastaðakirkja: Bamaguðsþjón-
usta kl. 14. Söngur - fræðsla - sög-
ur - bænir - samfélag. Sóknarprest-
m:.
Afmæli
Guðmundur G. Þórarinsson
Guðmundur G. Þórarinsson verk-
fræðingur, Rauðagerði 59, Reykja-
vik, er sextugur í dag.
Starfsferill
Guðmundur fæddist í Reykjavík.
Hann varð stúdent frá MR 1959, tók
fyrrihlutapróf í verkfræði frá HÍ
1963 og próf í byggingarverkfræði
frá DTH í Kaupmannahöfn 1966.
Gumundur kenndi við MR
1962-63, við MH 1970-71, og við TÍ
1971-73, var verkfræðingur hjá
Reykjavíkurborg 1966-70, rak eigin
verkfræðistofu í Reykjavík 1970-79,
breytti henni þá í fyrirtækið Fjör-
hönnun hf. í eigu starfsmanna,
stofnaði, ásamt fleirum, Verkfræði-
skrifstofu Suðurlands á Selfossi
1973, var forstjóri Þýsk-íslenska
verslunarfélagsins 1983, var borgar-
fulltrúi í Reykjavík 1970-74, var
varaþm. 1974-79 og alþm. 1979-83 og
1987-91, rak með fleirum fiskeldis-
stöðina ísþór hf. 1985-90, og rekur
verkfræðistofu í Reykjavík frá 1991.
Guðmundur sat í framkvæmda-
stjórn og miðstjórn Framsóknar-
flokksins, var gjaldkeri hans
1979-86, átti sæti í Evrópuráðinu í
Strassborg 1979-83 og 1983-87, sat í
stjórn Stéttarfélags verkfræðinga
1969-70, varaformaður þar 1970-71,
sat í aðalstjórn Verkfræðingafélags
íslands og formaður þess 1993-94,
ritstjóri Árbókar VFÍ 1995 og var
sæmdur gullmerki félagsins, situr í
ráðgjafarstjóm verkfræðideildar Hf
frá 1994, var Reykjavíkurmeistari í
glímu f flokkakeppni 1959, var
formaður nefndar FÍB sem hélt
fyrstu rallaksturskeppnina,
útgefandi tímaritsins Skák, ásamt
fleirum, 1962, keppti á
heimsmeistaramóti stúdenta í skák
í Póllandi 1964, var forseti Skáksam-
bands íslands 1969-74 og hafði þá
forgöngu um að heimsmeistaraein-
vígi Fischers og Spasskys var hald-
ið í Reykjavík 1972, og aftur forseti
þess 1992-97, forseti Skáksambands
Norðurlanda 1970-71 og er heiðurs-
félagi Skáksambands íslands.
Guömundur sat í hafnarstjórn
Reykjavíkur 1970-74, í stjórn Inn-
kaupastofnunar Reykja-
víkur 1970-74, var for-
maður byggingarnefndar
Listasafhs íslands, sat í
stjóm Þróunarfélagsins
og í samninganefnd um
orkufrekan iðnað, var
stjórnarformaður Ríkis-
spítalanna 1987-91 og er
það nú frá 1995, og hefur
setið í fjölda opinberra
nefnda.
Fjölskylda
Fyrri kona Guðmund-
ar er Anna Björg Jónsdóttir, f. 15.5.
1939. Þau skildu.
Böm Guðmundar og Önnu eru
Kristín Björg, f. 10.12. 1962, dýra-
læknir í doktorsnámi í Kaupmanna-
höfn en maður hennar er Árni Sig-
urðsson veðurfræðingur og eiga þau
tvo syni; Þorgerður, f. 23.5. 1966,
leikskólastarfsmaður í Reykjavík og
á hún tvo syni; Jón Garðar, f. 30. 4.
1968, viðskiptafræðingur í
Barcelona en kona hans er Margrét
Arna Hlöðversdóttir lögfræðingur
og eiga þau einn son; Ólafur Gauti,
f. 15. 2. 1978, verkfræðinemi í
Reykjavík.
Kona Guðmundar er Sigrún
Valdimarsdóttir, f. 7.6. 1950, lyfja-
fræðingur.
Sonur Guðmundar og Sigrúnar er
Valdimar Garðar, f. 12.11. 1987.
Alsystkini Guðmundar eru Jó-
hann Þórir Jónsson, f. 21.10.1941, d.
2.5.1999, ritstjóri og útgefandi Tíma-
ritsins Skákar; íris Guðfinna, f. 27.1.
1943, húsmóðir í Reykjavík.
Hálfsystkini Guðmundar, sam-
feðra, eru Kristján Bjarnar, f. 19.11.
1944, framkvæmdastjóri við
Mývatn; Kristlaug Dagmar, f. 21.1.
1945, búsett á Selfossi; Kristín, f.
26.11. 1945, starfsmaður hjá RÚV;
Símonía Ellen, f. 21.4. 1949, búsett á
Akranesi; Ingveldur Guðfinna, f.
21.4. 1947, húsmóðir í Reykjavík;
Helgi, f. 7.5. 1948, búsettur í Noregi;
Sigurður Reynir, f. 13.11.1950, bóndi
á Borgarholti; Ragnheiður, f. 22.12.
1951, verslunarmaður í Hveragerði;
Kolbrún, f. 22.12. 1951, húsmóðir í
Garðabæ; Þórunn Guð-
jóna, f. 21.4.1954, húsmóð-
ir í Reykjavík; Einar
Matthías, f. 2.1. 1955,
bóndi á Hrútsholti; Jakob
Sigurjón, f. 1.7. 1956,
lögregluvarðstjóri,
búsettur á Selfossi; Ólaf-
ur, f. 3.11. 1959,
tæknimaður i Reykjavík.
Hálfsystkini Guðmundar,
sammæðra, eru Ingibjörg
Kristjánsdóttir, f. 19.7.
1947, skrifstofumaður í
Hafnarfirði; Ómar Krist-
jánsson, f. 3.9. 1948, framkvæmda-
stjóri tlugstöðvar Leifs Eiríkssonar;
Jósteinn Kristjánsson, f. 21.3. 1950,
framkvæmdastjóri L.A. kaffi.
Foreldrar Guðmundar: Þórarinn
Bjamflnnur Ólafsson, f. 12.7.1920, d.
7.5. 1977, verkamaður í Reykjavík,
og Aðalheiður Sigríður Guðmunds-
dóttir, f. 18.9. 1922, d. 14.2. 1990, hús-
móðir.
Ætt
Þórarinn var sonur Ólafs, verka-
manns í Kaupmannahöfn Péturs-
sonar, sjómanns í Reykjavík Þor-
varðssonar, bróður Sveinbjamar,
langafa Friðriks Ólafssonar stór-
meistara. Bróðir Péturs var Óli, afl
Inga R. Jóhannssonar, alþjóðlegs
skákmeistara. Móðir Þórarins var
Guðfinna Helgadóttir.
Aðalheiður er dóttir Guðmundar,
sjómanns í Ólafsvík Þórðarsonar, b.
í Ytri-Bug í Fróðárhreppi Þórarins-
sonar af Kópsvatnsættinni, bróður
Þórarins, föður Þórarins ritstjóra.
Annar bróðir Guðmundar var Krist-
ján, afi Vigdisar Bjarnadóttur,
deildarstjóra skrifstofu forseta ís-
lands, konu Guðlaugs Tryggva. Guð-
mundur var sonur Þórðar, b. í Ytri-
Bug í Fróðárhreppi, hálfbróður
Árna, afa Halldóra Ingólfsdóttur,
ekkju Kristjáns Eldjárns forseta.
Móðir Aðalheiðar var Ólafla Sveins-
dóttir.
Guðmundur og Sigrún taka á
móti gestum á Grand Hótel (Háteigi)
í dag milli kl. 17 og 19.
Guðmundur Garðar
Þórarinsson.
Pálína Pálsdóttir
Pálína Pálsdóttir hús-
móðir, Suðurvíkurvegi 10
B, Vík í Mýrdal, verður
áttræð á mánudaginn, 1.11.
n.k..
Starfsferill
Pálína fæddist á Selja-
landi í Fljótshverfi í Vest-
ur-Skaftafellssýslu, ólst
þar upp og var þar búsett
til 1942. Þá flutti hún að
Hraungerði í Álftaveri og
hóf þar búskap með eigin-
manni sínum. Þar var hún búsett í
1986 er hún ílutti til Víkur í Mýrdal
þar sem hún býr enn, ásamt syni sín-
um.
Á búskaparárum sínum í Hraun-
gerði tók Pálína þátt í ýmsum félags-
störfum í sveitinni, var m.a. formaður
kvennfélagsins Framtíðin um nokk-
urra ára skeið. Auk þess starfaði hún
í sóknarnefnd Þykkvabæjarklausturs-
kirkju. Hún er nú félagi í Samherjum,
félagi eldri borgara og tekur virkan
þátt í starfsemi þess.
Fjölskylda
Pálína giftist í júní 1943
Eggert Oddssyni, f. 21.5.
1905, d. 27.6.1981, bónda að
Hraungerði. Hann var son-
ur Odds Brynjólfssonar og
Hallfríðar Oddsdóttur,
bænda í Þykkvabæjar-
klaustri í Álftaveri.
Böm Pálínu og Eggerts eru
Málfríður, f. 10.10. 1943,
húsmóðir, gift Högna
Klemenssyni; Svanhildur,
f. 1.2. 1945, sjúkraliði; Halldór, f. 23.7.
1946, trésmiður, kvæntur Önnu R.
Friðjónsdóttur; Þórarinn, f. 23.7. 1946,
bóndi, kvæntur Kristínu Jónsdóttur;
Þórhálla, f. 29.1. 1948, húsmóðir, gift
Herði Mar; Oddur, f. 12.10. 1949, d.
27.7.1994, trésmiður, kvæntur Ágústu
Sigurðardóttur; Páll, f. 5.4. 1951,
bóndi, kvæntur Margréti Harðardótt-
ur; Hafdís, f. 19.9.1953, verkakona, gift
Sveini Þorsteinssyni; Gottsveinn, f.
21.4. 1955, bóndi, kvæntur Svönu Sig-
urjónsdóttur; Jón, f. 21.11.1956, verka-
maður.
Barnabörnin eru nú tuttugu og þrjú
en langömmubörnin eru fjórtán tals-
ins.
Systkini Pálínu: Þórarinn, f. 1899;
Jón, f. 1902; Kristín, f. 1903; Helgi, f.
1904; Bjarni, f. 1905; Valdimar, f. 1905;
Helgi, f. 1907; Helga, f. 1908; Valgerður,
f. 1909; Guðríður, f. 1911; PáU, f. 1912;
Þórarinn, f. 1913; Sigurður, f. 1915; El-
ías, f. 1916; Málfríður, f. 1918. Auk
Pálínu eru flmm systkini hennar á
lífi.
Foreldrar Pálínu voru Páll Bjarna-
son frá Hörgsdal, f. 29.1. 1875, d. 1922,
bóndi í Seljalandi í Fljótshverfi, og
k.h., Málfríður Þórarinsdóttir, f. 6.11.
1877, d. 7.3. 1946, húsmóðir.
Ætt
Páll var sonur Bjarna Bjarnasonar
í Hörgsdal, og Helgu Pálsdóttur,
prófasts í Hörgsdal.
Málfríður var dóttir Þórarins Þór-
arinssonar, b. á Seljalandi, og Kristín-
ar Jónsdóttur frá Dalshöfða.
Pálína tekur á móti gestum á Hótel
Lunda í Vík, laugardaginn 30.10. milli
kl. 15 og 18.
Pálína Pálsdóttir.
Snæfellingur
- afmælisrit
Snæfellingur
AFMÆUSRIT
FtLAGS SNÆFEUINGA OG HNAPPDÆLA
í REYKJAVÍK
í tilefni af sextíu ára afmæli Fé-
lags Snæfellinga og Hnappdæla í
Reykjavík hefur félagið gefið út
myndarlegt afmælisrit, Snæfelling,
32 síður. Blaðið hefur verið sent öll-
um félögunum og inn á hvert heim-
ili í Snæfells- og Hnappadalssýslu
og auk þess allmörgum Snæfelling-
um annars staðar sem til hefur
náðst. Það er vilji félagsins að sem
flestir Snæfellingar eigi þess kost að
fá blaðið og verður það látið liggja
frammi á afmælishátíð félagsins i
Agogeshúsinu, Sóltúni 3, laugardag-
inn 6. nóvember kl. 18.30. Þar verð-
ur veislustjóri Ellert Kristinsson úr
Stykkishólmi, heiðursgestur verður
Ásbjöm Ólafsson, formaður héraðs-
nefndar Snæfellsness, góð skemmti-
atriði verða á hátíðinni, m.a. Snæ-
fellingakórinn undir stjórn Friðriks
Kristinssonar, og matseðillinn verð-
ur glæsilegur.
H1 hamingju með afmælið 29. október
90 ára
Hulda B Kristjánsdóttir, Víðivöllum, Hálshr., S-Þing.
85 ára
Aðalheiður Snorradóttir, Reynihvammi 3, Kópavogi.
80 ára
Jón Stefánsson, Munkaþverá, Eyjafjarðarsveit.
75 ára
Ragnheiður Jóhannesdóttir, Hjallaseli 49, Reykjavík.
70 ára
Ragnheiður Bjömsdóttir, Lyngbrekku 17, Kópavogi. Torfi Guðbjörnsson, Neðstutröð 8, Kópavogi.
60 ára
Ármann Búason, Myrkárbakka, Skriðuhr., Eyf. Daníel Guðmundsson, Helgastöðum, Eyjafjarðarsveit. Finnur S Sigurðsson, Sléttahrauni 22, Hafnarfirði. Þórir Finnsson, Hóli, Borgames.
50 ára
Gunnar Benedikt Skarphéðinsson, Hjallalundi 22, Akureyri. Jólína Bjarnason, Brekastíg 5a, Vestmannaeyjum. Sigrún Guðjónsdóttir, Akurholti 1, Mosfellsbæ. Skúli Bjarnason, Vesturgötu 97, Akranesi. Þór Stefánsson, Smáratúni 3, Keflavík.
40 ára
Birna Jónasdóttir, Háafelli 5, Egilsstöðum. Björg Guðmxmdsdóttir, Stararima 53, Reykjavík. Elín Sólveig Steinarsdóttir, Nesvegi 65, Reykjavík. Guðfinna A Þorláksdóttir, Tjarnarlundi 14h, Akureyri. Guðni Pétursson, Spóahólum 20, Reykjavík. Jóhanna Ágústa Steinþórsdóttir, Grænahjalla 19, Kópavogi. Marlino C Enriquez, Rauðhömram 10, Reykjavik. Óskar Hrafn Guðmundsson, Ásbúðartröð 3, Hafnarfirði. Rannveig María Þorsteinsdóttir, Lækjasmára 94, Kópavogi. Sigurlaug Finnbogadóttir, Eskiholti 19, Garðabæ. Zophonías Einarsson, Hallormsstaðarskóla, Egilsstöðum. Þorsteinn Magnússon, Galtalind 1, Kópavogi.
Leiðrétting
Þau leiðu mistök áttu sér stað í
DV í gær að ranglega var farið með
nafn Kolbeins Bjamasonar
flautuleikara. Er beðist velvirðingar
á þessum mistökum.
J