Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1999, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1999
15
Boðun kirkjunnar
Slakir predikarar?
Eigi þessi dómur við rök
að styðjast má spyrja hver sé
skýringin. Er það svo að ís-
lenskir prestar séu slakir
predikarar? Án efa má í
„Verra er að oft sitja áheyrendur undir persónulegum vangaveltum um álitamál úr þjóðlffinu án þess að fá að leggja
orð í belg.“
Kjailarinn
Hjalti Hugason
prófessor
Fyrir nokkru fjallað
sr. Örn Bárður Jóns-
son á þessum vett-
vangi (14/10) um trú
og boðun íslensku
þjóðkirkjunnar. Þar
komst hann að þeirri
niðurstöðu að predik-
anir íslenskra presta
væru fremur fyrir-
lestrar en frásagnir og
í þeim væri „lagt út af
ákveðnum texta í
Biblíunni... og „fílósó-
ferað“ um lífið og til-
veruna.“ Engar rann-
sóknir hafa farið fram
á íslenskum predikun-
um þó að það sé verð-
ugt viðfangsefni.
Rúsínan í pylsuendanum
Að likindum hefur Örn Bárður
samt á réttu að standa. E.t.v. má
bæta því við greiningu hans að oft
séu predikanimar tvískiptar.
Fjallar þá annar hlutiim um guð-
spjall dagsins en hinn „um lífið og
tilveruna." Oftar en ekki
myndar sá hlutinn uppi-
stöðu ræðunnar og snýst ým-
ist um dægurmál, gildi trú-
arinnar eða gæsku Guðs.
Tíðum er torvelt að koma
auga á efnislegt samhengi
miili ræðuhlutanna tveggja
eða sjá hvað 1 texta dagsins
leiðir predikarann að „rúsín-
unni í pylsuendanum".
Þarna liggur helsti veik-
leiki íslenskra predikana í
dag: í þær skortir oft rök-
rænt samhengi, tengsl þeirra
við guðspjall dagsins eru
óljós og framvindan frá ein-
um sunnudegi til annars lít-
il. Afleiðingin verður sú að
áheyrendur kunna smám
saman að fá það á tilfhming-
una að þeir hlusti stöðugt á
sömu ræðuna sem þó sé end-
urskoðuð í takt við það sem
er efst á baugi hverju sinni.
langflestum tilvikum
svara þeirri spum-
ingu neitandi. Ekk-
ert af fyrrgreindum
einkennum er heldur
sér-íslenskt. Þvert á
móti eiga þau öll við
í grannkirkjum okk-
ar og eru oft til um-
ræðu þar. Hugsan-
lega er skýringin
miklu frekar sú að
prestum liggi al-
mennt mikið á hjarta
og að þeir reyni að
slá fullmargar flugur
í einu höggi.
Frá fomu fari hefur
boðun kirkjunnar
farið fram á mörgum
ólíkum sviðum og við hana verið
beitt ólíkum aðferðum, t.d. predik-
un, sálgæslu og andlegri leiðsögn.
Hlutverk predikunarinnar er að
fræða söfnuðinn og efla trú hans.
Sé byggt á guðspjöllum kirkjuárs-
ins fæst ár hvert fjölbreytt yfirlit
yfir líf og kenningu Krists. I sál-
gæslu er glímt við persónuleg
vandamál og einstaklingi í neyð
boðuð nálægð Guðs. Leiðsögninni
sinna kirkjunnar þjónar hins veg-
ar er þeir fást við þann almenna
vanda sem í því felst að vera mað-
ur í síbreytilegum heimi.
Ef glímt er við öll þrjú hlutverk-
in í stólræðunni einni er hætt við
að margt fari úrskeiðis. í stað
þeirrar fjölbreyttu myndar sem
guðspjöll kirkjuársins gefa af
Kristi að starfi er sunnudag eftir
sunnudag dregið fram handahófs-
kennt úrval úr fréttum fjölmiðla
eða brugðið upp ópersónulegri
staðalmynd af hrelldri sál. Flestir
glima eflaust við svipaðan vanda í
einkalífinu. Því getur limkinn
sálusorgari miðlað dýrmætri
reynslu i predik-
un.
Verra er að oft
sitja áheyrendur
undir persónu-
legum vangavelt-
um um álitamál
úr þjóðlífinu án
þess að fá að
leggja orð í belg.
Það orkar tví-
mælis í lýðræð-
islegri kirkju. Af
þeim sökum er
brýnt að gera skýran greinarmun
á predikun og leiðsögn sem hvort
tveggja eru þó mikilvægir þættir í
boðun kirkjunnar. Guðsþjónustan
er umgjörð predikunarinnar en
samræðan eða fjölmiðlarnir vett-
vangur leiðsagnarinnar.
Hjalti Hugason
„í stað þeirrar fjölbreyttu myndar
sem guðspjöll kirkjuársins gefa af
Kristi að starfí er sunnudag eftir
sunnudag dregið fram handahófs-
kennt úrval úr fréttum fjölmiðla
eða brugðið upp ópersónulegri
staðalmynd af hrelldri sál.“
Um múgæsingar
í tilefni af pistli Guðmundar
Andra Thorssonar í DV 20. nóvem-
ber vil ég taka fram:
1. Eftir að Hæstiréttur sýknaði
skjólstæðing minn af ákærum um
kynferðisofbeldi gegn dóttur sinni,
hefur því verið haldið stift að
almenningi í landinu, að Hæstirétt-
ur hafi kveðið upp rangan dóm. Rétt
hefði verið að sakfella manninn.
Málflutningur um þetta hefur verið
mjög hlutdrægur og hafa verið færð-
ar fram rangar staðhæfingar um
efni málsins. Niðurstaðan hefur orð-
ið sú, að fjöldi manna fellir með
sjálfum sér þann dóm, að maðurinn
sé sekur um þessa glæpi, auk þess
sem ráðist hefur verið með óvægn-
um hætti að Hæstarétti.
2. Ég þekki þetta dómsmál vel,
þar sem ég var verjandi mannsins.
Ég veit því, að Hæstiréttur var að-
eins að gera skyldu sína. Mér finnst
það vera skylda mín, að reyna að
koma mönnum í skilning um það.
Aðrir verða varla til þess. Efnt hefur
verið til múgæs-
inga eftir þennan
dóm, sem í mín-
um huga fela
fyrst og fremst í
sér kröfu um að
ein þýðingar-
mesta mann-
réttindaregla rétt-
arríkisins, þess
efnis að menn
skuli teljast sak-
lausir þar til sekt
þeirra sannast,
verði afnumin á
íslandi i þessum
málaflokki. Ef
ekki er tekið til varna gegn' þessum
málflutningi er hann til þess fallinn
að vinna á dómurum í landinu, sem
eru bara fólk eins og við hin.
3. Úti í bæ situr maður sem var
sýknaður og allar líkur eru á að hafi
ekki drýgt þá glæpi sem hann var
sakaður um. Hann er skotspónn
þessara múgæsinga. Almenningur
hefur verið fenginn til að sakfella
hann án þess að hafa til þess nægar
forsendur. Það gerir
Guðmundur Andri
líka. Það er nefnilega
svo auðvelt að fella
svona dóma. Með þvi
eru menn að sýna
fólkinu í kringum sig
hvað þeir séu góðir
menn. Allar múg-
æsingar hafa með
einum eða öðrum
hætti verið kyntar
með svona eldiviði.
Þetta brýlur gegn
réttlætiskennd
minni. Ég finn hjá
mér knýjandi þörf á
að reyna að rétta hlut
mannsins. Aðrir
verða varla til þess.
4. Það er mikill
misskilningur hjá
Guðmundi Andra, að ég hafi í vörn
minni kastað ryki í augu dómenda.
Ég vona að málflutningur minn hafi
nýst þeim til að skilja kjamann frá
hisminu í þessu erfiða máli. Heiður-
inn af því að virða grunnreglur í
réttarríki í málaflokki þar sem mik-
il pressa er á að gera það ekki, er
aðeins þeirra.
5. Þátttaka mín í umræðum eftir
dóminn helgast ekki af eigin hags-
munum mínum. Satt að segja myndi
það sjálfsagt þjóna þeim betur að
þegja og láta menn halda að snilli
minni hafi mátt þakka
að sekur maður var
sýknaður, eins og
reyndar Guðmundur
Andri virðist telja. Ekk-
ert er fjær sanni. Hann
heldur þessu fram
vegna þess að það hent-
ar málflutningi hans um
að vist sé maðurinn sek-
ur. Hann getur ekki
fremur en ýmsir aðrir
viðurkennt að sýknu-
dómurinn gekk einfald-
lega vegna þess, að dóm-
ararnir voru að gera
rétt. Það er mikil van-
þekking á dómstarfinu,
að halda, að málflytj-
endur geti blekkt dóm-
ara til rangra dóma.
6. Það er rétt sem Guð-
mundur Andri segir, að það sé ógeð-
fellt að fjalla um viðkvæm og sorg-
leg málefni þessarar fjölskyldu á op-
inberum vettvangi. En þegar hann
biður mig um að gera það ekki, er
hann í raun að krefjast þess að hann
sjálfur og sá fjöldi annarra sjálfskip-
aðra dómara í málinu, sem sakfella
nú manninn, fái einir að tala um
þetta. Þar er réttu máli hallað í stór-
um stíl og fyrir verður maður sem
sýknaður hefur verið. Þetta get ég
ekki látið eftir honum.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Þátttaka mín í umræðum eftir
dóminn helgast ekki af eigin hags-
munum mínuni. Satt að segja
myndi það sjálfsagt þjóna þeim
betur að þegja og láta menn halda
að snilli minni hafí mátt þakka að
sekur maður var sýknaður, eins og
reyndar Guðmundur Andri virðist
telja. Ekkert er fjær sanni.
Kjallarinn
Jón Steinar
Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður
Með og
á móti
Tekst Guðjóni Þóröarsyni
að koma Stoke í ensku A-
deildina í knattspyrnu?
Guðjón Þórðarson tók við Stoke City
á dögunum, fyrstur íslenskra þjálfara
og íslenskir fjárfestar keyptu
meirihluta f félaginu, sem leikur
í C-deildinni.
Hef tröllatrú
á Guðjóni
„Ég hef tröllatrú á Guðjóni
Þórðarsyni og var búinn að segja
að hann ætti að hætta með lands-
liðið og taka við Liverpool eða
einhverju öðru
bresku stórliði.
Stoke hefur
burði til að
verða stórt fé-
lag á ný, er
með glæsilegan
völl og getur
hæglega farið f
efstu deildina á
nokkrum
árum.
Þetta stend-
ur þó og fellur með því að Guð-
jón komist strax inn í breska
hugarfarið. Hann verður líka að
passa sig á því að fá ekki of
marga íslendinga í liðiö, ekki
fleiri en tvo tij þrjá. Hann veröur
að byggja upp á ungum og efni-
legum enskum leikmönnum.
Takist honum að fara með liðið
upp um deUd 1 ár, spái ég því að
þaö verði komið í efstu deild
þremur árum síðar. Það kæmi
mér ekki á óvartþó Guðjón yrði
búinn að móta efnilega leikmenn
hjá Stoke sem myndu spUa með
Englendingum í heimsmeistara-
keppninni árið 2006.“
Verulegt
fjármagn þarf
„Guðjón Þóraarson er um
margt í svipaðri stöðu í dag og
Kevin Keegan, núverandi lands-
liðsþjálfari Englendinga, var þeg-
ar hann tók
við Fulham
fyrir nokkrum
árum. Það tók
Keegan tvö ár
að rétta Ful-
ham við f 2.
deildinni.
LykiUinn að
þeirri breyt-
ingu lá fyrst og
fremst í því að
Keegan hafði
Fayed að baki sér, Harrod’s-jarl-
inn sem á ógrynni fjár og var
óspar á framlög tU leikmanna-
kaupa. Án þess bakhjarls væri
Fulham enn í neðri hluta 2.
deUdar.
Guðjón er ekkert minna en
afburðaþjálfari. En það er með
hann eins og aðra þjálfara; ef
mannskapurinn er ekki nægilega
sterkur næst enginn árangur.
Við þurfum ekki út fyrir land-
steinana til að finna þeirri kenn-
ingu stoð.
Af því að dæma sem ég hef les-
ið um Stoke virðist liðið skorta
sterkari leikmenn tU þess að
komst upp úr þeirri gryfju sem 2.
deildin er. Liðið stendur þó
þokkalega að vígi og mér finnst
það ekki fjarlægur draumur að
komast upp í 1. deildina í
annarri eða þriðju atrennu.
En úrvalsdeildarlið verður
Stoke City ekki nema til komi
verulegt fjármagn.
Á sama hátt og ég dáist að
frumkvæði íslendinganna sem
keyptu meirihlutann
í félaginu leyfi ég mér að efast
mn að þeir búi yfir þvl fjármagni
sem þarf tU að ná því takmarki
að Stoke verði úrvalsdeildarlið á
næstu 5-7 árum.
Tækist það yrði enginn glaðari
en ég því ég hef óbUandi trú á
Guðjóni. -VS
Siguröur Sverris-
son blaðamaöur.
Mohammed A1
Magnús V. Péturs-
son, kaupmaöur í
Jóa útherja.