Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1999, Side 28
 cíð.vinna FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 1999 Ráðherraskipti: Fer ekki í fýlu - segir Páll Pétursson „Ég stend ekki upp úr ráðherra- stólnum óbeðinn. En það hefur aldrei staðið á því að ég geri það óski meiri- hluti þingflokks- ins þess. Ég fer ekki i fýlu,“ sagði Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra í morgtm um frétt Ríkissjónvarpsins þess efnis að ráð- herraskipti Fram- sóknarflokksins um áramótin væru frágengin. „Ég held þá bara áfram sem óbreyttur þing- maður enda hef ég verið það lengi og bara kunnað því vel,“ sagði Páll. Valgerður Sverrisdóttir, sem að öOum líkindum sest í ráðherrastól Páls Péturssonar um áramót, sagði í morgun: „Hér er aUt undir kontrol. Ég tái mig ekki frekar um málið." -EIR Blönduós: Ók á staur ** Ökumaður á Blönduósi varð fyrir því óhappi að missa stjóm á bifreið sinni í gærdag með þeim afleiðing- um að lenda á staur. Óhappið átti sér stað við söluskálann á Víðigarði í Víöidal. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Blönduósi er öku- maðurinn ómeiddur en ljósastaur- inn féll með braki og brestum. -hól Valgeröur Sverr- isdóttir. ERU BARA RÆKTAÐIR SVARTIR SAUÐIR? Snjóflóð féll í fyrrinótt úr Höföabrekkuhálsi í Mýrdal en mikið hefur snjóaö þar undanfariö. Flóöið féll milli fjárhúss og starfsmannabústaðar en fólk var þar í fastasvefni. Heimamenn segja það alvanalegt að flóð falli á þessum stað en það fór óvenjulangt eða eina sextíu metra og hreif með sér steypuhrærivél og jeppakerru. DV-mynd SK Álit umhverfisnefndar á Fljótsdalsvirkjun: Þetta er bara sýndarrannsókn - hörð gagnrýni á vinnubrögð stjórnvalda „Það er engu líkara en þeir sem ráða þinginu vilji koma í veg fyrir að kafað verði djúpt ofan í þetta mál sem staðfestir það í mínum augum að þetta er bara sýndar- rannsókn," sagði Össur Skarphéð- insson alþingismaður sem sæti á í umhverfisnefnd, en nefndin klofn- aði og skilar þremur álitum á um- hverfisþáttum Fljótsdalsvirkjunar í dag. í áliti stjómarþingmannanna Ólafs Arnar Haraldssonar og Katrínar Fjeldsted um umhverfis- þátt Fljótsdalsvirkjunar, sem þing- menn stjómarandstöðunnar styðja og gera raunar að sínu, segir m.a. að ekki hafi verið skorið úr mikilli lagalegri óvissu um hvort unnt sé að ráðast í framkvæmdina án lög- formlegs . umhverfismats. Rann- sóknum á gróðurfari og dýralífi á svæðinu sé verulega ábótavant, Össur Skarp- Hjálmar Árna- héöinsson. son. valkostir séu alls ekki kannaðir til hlítar og það skorti algerlega full- nægjandi mótvægisaðgerðir. Þing- mennirnir leggja áherslu á að virkjunin fari í lögformlegt um- hverfismat. „Við fengum aUtof lítinn tíma til að rannsaka málið. Við vorum búin að viða að okkur miklum gögnum þegar klippt var á vinnu nefndarinnar," sagði Össur við DV í morgun. „ Við áttum að skila í gærkvöld en það verður ekki tekin ákvörðun um að senda málið frá iðnaðamefnd fyrr en á mánudag í næstu viku. Maður spyr sjálfan sig hvemig í ósköpunum standi á því að við gátum ekki fengið þessa viku sem út af stendur til þess að fara i málið. Hvemig stendur á því að við fengum bara tvo daga af svo- kallaðri nefndarviku." Hjálmar Ámason, formaður iðn- aðamefndar, sagði að umhverfis- nefnd hefði ekki beðið formlega um lengri tima. Þá þurfi iðnaðar- nefndarmenn tíma til að kynna sér álit umhverfisnefndar en það geri þeir í dag og á morgun. Iðnaðar- nefnd þurfi tíma til að leggja mat á álit umhverfisnefndar og aðra þætti málsins, sem séu a.m.k. fjór- ir til viðbótar, áður en hún ljúki málinu í næstu viku. -JSS Veðrið á morgun: Þurrt vest- anlands Á morgun verður norðaustlæg átt, víðast 8-13 m/s. Þurrt á suð- vestur- og Vesturlandi en snjó- eða slydduél í öðmm landshlut- um. Hiti veðrar á bilinu 0 til 3 stig sunnan- og vestanlands að degin- um ana annars vægt frost. Veðrið í dag er á bls. 37. Bændur vilja enn meira Á aðalfundi sauðfjárbænda, sem haldinn er í Bændahöllinni í dag, verða lagðar fram róttækar hugmynd- ir um breyttan og aukinn stuðning við greinina. í stað þess að stuðn- ingur ríkisins verði háður greiðslumarki vilja sauðflár- bændur leggja áherslu á að stuðningur verði við framleiðslu- hætti og vegna landnýtingar. „I hugmyndum okkar felst að kvót- inn sem slíkur er orðinn veigaminni. Til lengri tíma er óheppilegt að stuðn- ingur við atvinnugreinina miðist ekki við að framleiða vöruna. Slíkt býður heim hættu á að framleiðslan verði, kannski ekki aukaatriði, en ekki eins mikilvæg," segir Ari Teitsson, for- maður Bændasamtakanna. Hann segir að samkvæmt núver- andi búvörusamningi fái sauðfjár- bændur sem nemur rúmum 2. millj- örðum króna á ári þegar allt er talið. Bág staða sauðfjárbænda kalli á hærra framlag hins opinbera. „Við þurfum að fá meira fjár- magn,“ sagði Ari en vildi ekki upp- lýsa hvað hugmyndirnar þýddu í beinhörðum peningum. Sauðfé á ís- landi er um 480 þúsund en var um helmingi fleira árið 1978. Sam- kvæmt núverandi búvörusamningi er stuðningur ríkisins á hvem sauð sem nemur tæpum 5 þúsund krón- um. -rt Ari Teitsson. Tíu bílar skemmdust eða eyðilögð- ust í umferöaróhöppum í vonsku- veðri á Suðurlandi í gær. DV-mynd SK Suðurlandsvegur: Eignatjón Mikið eignatjón varð af völdum vonskuveðurs á Suðurlandi i gær. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnnar á Selfossi skemmdust tíu bílar í aðskildum óhöppum á sama staðnum rétt fyrir neðan Kambana. Mannháir skaflar söfnuöust upp og minnast lögreglumenn ekki svona mikils fannfergis í mörg ár. Til- kynnt var um fimm bíla árekstur um hádegisbil í gærdag. Af bílunum fimm voru fjórir ónýtir. Flytja þurfti eina konu á Sjúkrahús Reykjavíkur til nánari skoðunar. Ekki urðu alvarleg slys á fólki. Alls var tilkynnt til lögreglunnar um nítján bda sem höfðu orðið fyr- ir óhöppum i gærdag. -hól Dráttarvélar meö kerru í miklu úrvali Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavömr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.