Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 Utlönd Stuttar fréttir dv Áfram rætt um frið hjá Clinton Ehud Barak, forsætisráöherra ísraels, og Farouq al-Shara, utan- rikisráðherra Sýrlands, halda sögulegum friðarviðræöum sín- um áfram í Washington í dag. Bú- ist er við að þeir hitti Bill Clinton Bandaríkjaforseta að máli síðdeg- is, áður en þeir halda aftur til síns heima. Heimildarmenn herma að Barak og Shara haft orðið sam- mála um að reyna að ljúka friðar- viðræðunum innan árs. Clinton skoraði á þá að grípa nú tækifær- ið og semja um frið. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftlrtalinnl elgn verður háð á eignlnni sjálfrl sem hér segir: Lyngás IV, Holta- og Landsveit, mánu- daginn 20. desember 1999 kl. 15. Þingl. eig. Þb. Karls Rúnars Ólafssonar. Gerðar- beiðandi er skiptastjóri Þb. Karls Rúnars Ólafssonar. SÝSLUMAÐURINN í RANGÁR- VALLASÝSLU. Rússar og uppreisnarmenn berjast í Grozní: Mikið mannfall Mikið mannfali varð í liði Rússa sem átti í átökum við uppreisnar- menn múslíma nærri miðborg Grozní, höfuðborgar Tsjetsjeníu, í gærkvöld. Rússneska landvarna- ráðuneytið neitaði hins vegar I morgun að rússneskar hersveitir hefðu farið inn í borgina eða reynt að taka hana með áhlaupi. Maria Eismont, fréttakona Reuters í Grozní, sá marga fallna rússneska hermenn eftir að upp- reisnarmenn höfðu gert þeim fyrir- sát og ráðist á þá í gærkvöld. Upp- reisnarmennimir beittu rifflum og sprengjuvörpum. Lest brynvarinna bíla Rússa hafði farið inn í Grozni úr austurátt og var komin mjög nærri miðborg- inni þegar hún þurfti að hörfa. Tals- maður landvamaráðuneytisins sagði frétt Reuters ekki rétta. „Brynvarðir bílar okkar fóru ekki inn í borgina og ekki voru gerðar neinar árásir,“ sagði Alexander Veklítsj, talsmaður rússnesku her- sveitanna í Mozdok, skammt utan við Tsjetsjeníu, í viðtali við rúss- nesku sjónvarpsstöðina NTV. Rússneskir skriðdrekar höfðu ekki gert árásir á Grozní frá þvi í stríðinu 1994 til 1996 þegar Rússar fengu herfilega útreið. Átökin gætu vakið óskemmtilegar minningar í hugum rússneskra kjósenda sem ganga að kjörborðinu á sunnudag. Stríðið nú hefur, ólíkt hinu fyrra, notið mikils stuðnings almennings og aukið mjög vinsældir Vladímírs Pútíns forsætisráðherra. Mikill fjöldi óbreyttra borgara er enn í Grozní og hefst við í köldum kjöllumm. Fólkið er of óttaslegið til að hætta sér út á götur borgarinnar. Matarbirgðir eru af skornum skammti og margir hafa gripið til þess ráðs að drepa dúfur sér til mat- ar. Aðeins um hálft þriðja þúsund manna hefur getað nýtt sér sérstak- ar flóttaleiðir úr borginni sem Rúss- ar hafa haldið opnum. Enn eru allt að 30 þúsund manns eftir. Flóttakona frá Tsjetsjeníu þurrkar tárin úr augunum í flóttamannabúöunum Spútník I nágrannaríkinu Ingúsjetíu. Sendinefnd frá Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu heimsótti búðirnar í gær. Sambands Bætur til Kínverja Bandaríkin hafa samþykkt að greiða Kínverjum 28 milljónir dollara til viðbótar við 4,5 millj- óna dollara greiðslu vegna loft- árásarinnar á kínverska sendi- ráðið í Belgrad síðastliðið vor. Ný stjórnarskrá íbúar Venezúela greiddu í gær atkvæði með tillögu að nýrri stjórnarskrá. Litið er á úrslit- in sem stuðning við Hugo Chavez forseta og um- bótastefnu hans. Samkvæmt nýju stjómarskránni lengist kjörtima- bil forsetans úr fimm árum í sex auk þess sem endurkjör verður mögulegt. Gert er ráð fyrir einni þingdeOd og aukinni innsýn almennings í rétt- arkerfið. Lestarmorðingja leitað Frönsk yfirvöld leita nú raðmorðingja sem herjar í nætur- lestum. Telur lögreglan að sam- band sé á milli morðs á 36 ára konu, sem var stungin til bana á þriðjudaginn, og morðs á breskri námskonu í október. Fá ekki Sjakalann Franskur dómstóll hafnaði í gær kröfu Austurríkis um að Sjakalinn, Ilich Ramirez Sanchez, hryðjuverkamaður frá Venezúela, verði framseldur. Austurrlkis- menn vilja rétta yfir Sjakalanum vegna árásarinnar í Vín 1975 á fundi leiðtoga olíuframleiðslu- ríkja. Sjakalinn afplánar lífstíöar- dóm fyrir morð í Frakklandi. Bróðirinn hreinsar ræsi Hálfbróðir Gerhards Schröders Þýskalandskanslara, Lothar Vosseler, er ánægður með að hafa fengið vinnu við að hreinsa ræsi eftir að hafa verið fjögur ár á atvinnuleysis- bótum. Vossel- er kveðst ekki vilja skipta um starf við hálfbróð- ur sinn. Kommúnistar leiða Kommúnistar leiða í barátt- unni fyrir kosningamar í Rúss- landi á sunnudaginn, aö þvi er nýjustu fylgiskannanir sýna. í öðru sæti er Eining. Stuðningur frá NATO Utanríkisráðherrar NATO lýstu á fundi sínum í Brussel í gær yfir stuöningi við nýja varn- arstefnu Evrópusambandsins. Strauss-Kahn fyrir rétt Heimildarmenn innan franska dómkerfisins greindu frá því i gær að grunsemdir um mútu- þægni Strauss-Kahns, fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands, yröu dómsmál. Kohl fyrir svörum Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, hefur sam- þykkt að svara í sjónvarpi í kvöld spumingum um leynisjóði flokks síns, kristilegra demókrata. Vissu um hleranirnar Fjórar vinkonur Lindu Tripp, sem tók upp á segulband samtöl sín við Monicu Lewinsky, báru fyrir rétti i Maryland í gær að þær hefðu vitað um upp- tökurnar löngu áður en Linda greindi saksókn- ara frá samtölunum við Monicu um ástarsambandið við Banda- ríkjaforseta. Samkvæmt lögum í Maryland er bannað að taka upp samtöl á segulband án samþykkis allra hlutaðeigandi aðila. Verði Linda fundin sek á hún yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.