Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 Sviðskjós Húsxttunir Reykjavíkurvegi 77 Hafnarfirði Sími 5551503 Vorum að fá nýja sendingu af svefn-hornsófum, verð frá 116.000 kr., og hornsófum frá 79.000 kr. Á jólatilboði dagana 16-23. desember. Fyrstir koma fyrstir fá. Takmarkað magn. Paul McCartney var í banastuöi á þriöjudagskvöld þegar hann lék fyrir út- valda gesti í þeim fomfræga Cavern klúbbi í Liverpool. Bítlarnir hófu frægö- argöngu sína á þeim staö fyrir meira en þrjátíu árum. Paul fannst viö hæfi aö halda síöustu tónleika aldarinnar á þessum stað. Dansgólf í stað skíðabrekku Náinn vinur Karls Bretaprins hefm- áhyggjur af því að prins- inn neyðist til að taka danspor í Cardiff fyrstu vikuna í janú- ar í stað þess að renna sér á skíðum í brekkunum í Kloster í Sviss eins og hann er vanur á þess- um árstíma. Það hefúr vakið mikla athygli að Karl ætlar ekki til Kloster þessa viku eins og undanfarin ár. í fyrsta sinn í yfir einn áratug ætl- ar prinsinn að bregða út af van- anum. Hann mun í staðinn vera í Cardiff vegna hátíðarhalda þar í tilefni árþúsundamótanna. Veisla Geris á 25 milljónir Geri Halliwell ætlar að kosta miklu til vegna árþúsundamót- anna. Hún hefur boðið yfir þús- und ættingjum, vinum og sam- starfsmönnum til veislu um áramótin, þar á meðal George Michael, Elton John, Boyzone og Westlife. Kostnaður- inn við veisluna mun verða um 25 milljónir íslenskra króna. Áætlað er að bara ílugeldamir kosti um 10 milljónir króna. Veislan verður haldin í glæsi- villu Geri í Berkskíri. Mel B reynir að bjarga hjónabandinu: Jimmy greyið þol- ir ekki einveruna Kryddpían okkar Mel B, sem reyndar kallar sig Mel G þessa dag- ana en hefði átt að vera Mel Th, ætl- ar að nota jólaleyfið til að bjarga hjónabandi sínu og gógógdansarans Jimmys Gulzars. Hún er þegar byrj- uð að setja ferðafotin niður og bíður bara eftir að flautað verði til brott- farar. Mel segir í viðtali við breska æsi- blaðið Heimsfréttir að hjónabandið hafi verið æði stormasamt, þau hafi oft rifist eins og himdur og köttur á þessu rúma ári sem þau hafa verið gift. „En við erum þess fullviss að það er þess virði að bjarga því. Ég elska Jimmy enn og veit að hann ber sama hug til mín. Við fáum tæki- Mel B elskar dansarann sinn enn og vill redda hjónabandinu. færi til þess i jólafríinu að sýna fram á að við getum það,“ segir Mel. Nánir vinir þeirra hjóna segja að vandræðin megi rekja til þess að þau Mel og Jimmy séu allt of mikið burt hvort frá öðru. Þar er þá vænt- anlega átt við að Mel sé aldrei heima, heldur alltaf að eltast við frægð og frama á söngsviðinu. „Jimmy finnst Mel alltaf vera svo önnum kafin og hafa aldrei tíma fyrir hann,“ sagði vinur Mel og Jim- mys eftir heiftarlegt rifrildi hjón- anna í Manchester. Þá lá við að end- anlega slitnaði upp úr sambandinu. Mel er sammála því að aðeins meiri samvistir geti bjargað hjóna- bandinu. „Stundum höfum við ekki gert annað en að rifast," segir hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.