Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 36
Vinningar 5*3 3-5 6 4-4 “t 6 Fjöldi vinninga °t 6.frk» 432 VinningAupphœð Heildarvinning&upphœð 39.603.510 Á í&landi 2.198.790 MTT9 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá I stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 Verðstríð verslana: Elías í Nettó fer sjálfur í Bónus „Við gerum verðkannanir nokkrum sinnum á dag í hinum versl- ununum og oftast fer ég sjálfur," seg- ir Elías Þorvarðarson, verslunarstjóri hjá Nettó í Mjódd. „Við ætlum okkur að vera með langhagstæðasta verðið fyrir okkar kaupendur og það eru ailar bækur hjá okkur á tilboðsverði. Það þýðir ekki að hætta í miðju kafi,“ segir Elías en þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á 30-40 bókatitla eftir því hvaða bæk- ur njóta mestra vinsælda. „Við opnum klukkan tólf og þá kemur í ljós hvert verðið á bókunum verður,“ segir Guðmundur Marteins- son, framkvæmdastjóri Bónuss. „Það eru gerðar verðkannanir á helstu matvælum í stórverslununum og svo fer maður frá okkur eftir há- degi og fylgist með. Um leið og við fáum upplýsingarnar breytum við verðinu ef þess þarf,“ segir Guðmund- ur en hann hefur trú á að bókabúðirn- ar fari að láta meira að sér kveða i bókastríðinu. „ Við þurfum að standa undir nafni. Viðskiptavinir okkar geta treyst þvi að lægsta verðið verði hjá okkur. Það er alveg pottþétt mál,“ segir Guðmundur. -hól Sandgeröi: Berglín dregin til hafnar Hjálparbeiðni barst frá togaran- um Berglín í gærmorgun en skipið, sem er gert út frá Sandgerði, hafði farið þaðan í fyrrakvöld. Vél skipsins bilaði og fór bátur Slysavamafélagsins út í gærmorgun og sótti skipið. -gk Eiías Þorvaröarson, verslunarstjóri hjá Nettó í Mjódd, skoðar hér veröiö á jólabókunum í Bónusi. Elías fer sjálfur til að kana verðin hjá samkeppnisaðilan- um. Guðmundur Marteinsson, ramkvæmdastjóri Bónuss, segir verðin breytast dag frá degi og þar á bæ vilji menn standa undir nafni sem ódýrasta versl- unin. DV-mynd GVA Sjóslysanefnd segir ofdirfsku hafa kostað mannslíf: Mál ekkjunnar hjá lögfræðingi Varðskipið Ægir. „Þetta eru smánarbætur sem hún fékk. Söfnun sem sett var í gang bjargaði miklu. En hún hefur átt mjög erfltt. Mál hennar er í höndum lögfræðinga sem ráða framhald- inu,“ sagði aðstandandi ekkjunnar sem missti eiginmann sinn þegar varðskipið Ægir reyndi aö bjarga flutningaskipinu Víkartindi af strandstað árið 1997. Þá fórst einn skipverja, bátsmaðurinn, og annar slasaðist þegar reynt var að koma björgunartaug í Víkartind. Skýrsla sjóslysanefndar um málið liggur nú fyrir, að því er greint hef- ur verið frá í fréttum útvarps. í henni segir að sigling varðskipsins inn í brimgarðinn hafi verið „of- dirfskufulT. Einnig er tekið fram að togkraftur Ægis hafi engan veginn verið nægur til að draga Víkartind út úr brimgarðinum þrátt fyrir að tekist hefði að koma taug í skipið. Niðurstöður skýrslu sjóslysa- nefndar hafa verið kynntar Land- helgisgæslunni en DV náði ekki tali af Hafsteini Hafsteinssyni forstjóra í morgun. Niðurstaða sjóslysanefnd- ar mun styrkja mjög réttarstöðu ekkjunnar með tilliti til bóta. -rt Fókus í jólaskapi Fókus fylgir DV á morgun og er í jólaskapi. Glænýir jólasveinar eru kynntir, Hjálpræðisherinn heimsóttur og óvinir ársins fallast í faðma í ein- stöku umburðarlyndiskasti. Mæja af Skjá einum sýnir á sér nýja hlið, Hrafn Jökulsson og Guðrún Eva Mínervudóttir liggja í rúminu í einn dag og Mikael Torfason segir frá nýrri bíómynd sem hann er að leikstýra. Lífið eftir vinnu er svo á sínum stað, nákvæmur leiðarvísir um menningar- og listaliflð. Veðrið á morgun: Él fyrir norðan og austan Á morgun verður norðvestan- átt, S-13 m/s og él norðan- og austanlands en annars hægari og skýjað með köflum. Frost verður víða 5 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Leikjaslöngur fyrir snjó og vatn Tvær stærðir. Fást í betri leikfangaverslunum landsins Sími 567 4151 & 567 4280 Heildverslun með leikföng og gjafavörur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.