Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: fSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og 1 gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sérvaldar upplýsingar Lesendum Morgunblaðsins er ekki kunnugt um, að kennsluhættir fyrrverandi skólastjóra Hestaskólans á Ingólfshvoli í Ölfusi voru teknir upp á myndband. Þeim er ekki heldur kunnugt um, að skólastjórinn var gerður útlægur til tveggja ára úr Félagi tamningamanna. Þeir hafa hins vegar fengið að lesa löng og einhliða viðtöl tveggja hestafréttamanna blaðsins við skólastjór- ann, framkvæmdastjóra skólans og stjórnarformann hans, sem gera lítið úr málinu, svo og eingöngu þá nem- endur, sem ekki voru óánægðir með skólastjórann. Aðrir fjölmiðlar í landinu sögðu jafnóðum frá ýmsum hliðum málsins, töluðu að sjálfsögðu við ofangreinda menn, en einnig við andófsfólkið. Landsmenn höfðu því góða sýn yfir málið á hveijum tíma, en það er ekki sér- völdum upplýsingum Morgunblaðsins að þakka. Fjögur námskeið hafa verið haldin í Hestaskólanum á ári. Á námskeiði í vor bar á óánægju, sem leiddi til greinar eftir hollenzkan nemanda, sem ekki fékkst birt í hestatímaritinu Eiðfaxa, en verður birt í erlendum hesta- tímaritum í vetur, íslandi til fremur lítils sóma. Á námskeiðinu í vetur sauð svo upp úr. Nemendur tóku myndskeið af kennsluháttum skólastjórans, einkum við járningar. Það má svo telja sérkennilegt, að jáminga- kennari skólans er einmitt annar þeirra hestafrétta- manna Morgunblaðsins, sem skrifað hafa um málið. í fyrri viðtalasyrpu málgagns Hestaskólans kemur fram, að ágreiningsefni milli skóla og nemenda séu létt- væg, flest byggð á misskilningi og að leyst hafi verið úr því, sem aflaga hafi farið. Þar á meðal hafi skólasljórinn ákveðið að minnka við sig kennslu að sinni. Síðari viðtalasyrpan birtist ekki fyrr en allt var kom- ið á hvolf, skólastjórinn burt rekinn og dauðaleit hafin að öðrum skólastjóra. í þeirri syrpu eru aðrir íjölmiðlar en Morgunblaðið sakaðir um að hafa með illu umtali velt sér upp úr vandræðum skólans og eyðilagt hann. Hins vegar játar blaðið í lok síðari syrpunnar, að eitt- hvað hafi verið í ólagi: „Ljóst sé, að sú stefna, sem tekin var í kennslunni, hafi verið röng og aðeins tímaspurs- mál, hvenær hún biði skipbrot." Þetta er raunar ná- kvæmlega það, sem aðrir hafa lengi vitað. Ef stefna skólastjórans var tifandi tímasprengja, hvers vegna var Morgunblaðið þá svo hallt undir málstað hans, að það birti ekkert, sem skyggði á hann? Hvers vegna er það þá að lasta einmitt þá fjölmiðla, sem sinntu þeirri skyldu sinni að segja fólki, hvað var að gerast? Þegar upp er staðið, er ljóst, að nánast óprenthæfir kennsluhættir á Ingólfshvoli hafa lengi skaðað ísland og virðingu þess sem upprunalands íslenzka hestsins. Því fyrr sem þessir kennsluhættir yrðu aflagðir, þeim mun minna yrði tjónið. Þögnin hefði framlengt þá. Ef frásagnir DV og annarra fjölmiðla en Morgunblaðs- ins hafa flýtt fyrir því, að menn sæju ljósið í Hestaskól- anum og tækju upp ný vinnubrögð með nýjum mönnum, mega þeir fjölmiðlar vel við una. Last jámingamanns Morgunblaðsins er rós í hnappagat fjölmiðlanna. Hér á landi hefur alltaf verið litið svo á, að málleys- ingjar væru skjólstæðingar manna. Það væri siðferðileg skylda þeirra, sem hafa yfir dýrum að ráða, að þeir fari vel með þau, enda geta þau ekki varið sig sjálf. Til árétt- ingar þessu höfum við sett dýraverndarlög. Sorglegt er, að fjölmiðill skuli hafa tekið einhliða upp málstað illrar meðferðar á dýrum og kastað skít í þá fjöl- miðla, sem segja frá öllum hliðum málsins. Jónas Kristjánsson Lögbundin verkefni hafa tekiö til sín aukiö fé. Á sama tíma er þaö mat fulltrúa ríkisins og sveitarfélaganna að tekjuskeröing sveitarfélaganna vegna skattabreytinga sé rúmir tveir milljaröar á ári. Fjárhagsstaða sveitarfélaga - vandi hverra? sig frá sinum lög- boðnu verkefnum. Það er hinn grimmi veruleiki viða um landið. En svo koma sendingarnar um hina slælegu fjár- málastjórn frá þeim sem ríða á öldufaldi aukinna veltuskatta og viðskiptahalla. Og nú þegar fasteigna- matið hækkar, m.a. vegna byggðaþróun- arinnar, þá fær ríkið álíka miklar tekjur út á það og sveitarfé- lögin eiga kost á. En sá er þó vandi sveitarfélaganna að ríkið hefur með óá- „Pólitísk heift forsætisráðherr- ans gagnvart Reykjavíkurlistan- um virðist byrgja ríkisstjórninni svo gersamlega sýn og hún að- hefst hvorki né gengst við ábyrgð sinni gagnvart sveitarfé- lögunum Kjallarinn Svanfríður Jónasdóttir alþingismaöur Hún hefur verið sér- kennileg umræðan um fjárhagsstöðu sveitar- félaganna nú á haust- dögum og i raun af- hjúpað ótrúlegt skiln- ingsleysi rikisstjórnar- innar, ekki bara á stöðu sveitarfélaganna heldur ekki síður á samspili stöðu sveitar- félaganna og byggða- þróunar í landinu. Tekjuskerðing um tvo milljarða Sveitarfélögin hafa á undanfömum árum skuldsett sig vegna lagaskyldu um ein- setningu grunnskóla. Önnur lögbundin verkefni hafa einnig verið að taka til sín aukið fé, einkum fé- lagsþjónusta og um- hverfismál. Á sama tíma er það sameigin- legt mat fulltrúa rikis- ins og sveitarfélag- anna að tekjuskerðing sveitarfélaganna vegna skattabreytinga sé rúmir tveir millj- arðar á ári. Og byggðaþróunin, sem ríkisstjórnin getur ekki vikið sér undan ábyrgð á, hefur mikil áhrif á stöðu sveitarfélaganna, bæði þeirra sem eru að taka við fjölda nýrra íbúa og þurfa að fjár- festa þess vegna og ekki síður hinna þar sem íbúum og jafnvel fyrirtækjum er að fækka og tekj- umar að minnka að sama skapi. Sveitarfélög hafa verið að sam- einast til að geta betur tekist á við verkefnin og sumstaðar er verið að reyna að bregðast við fólks- fækkun og bresti í byggðinni. Fá- menn sveitarfélög hafa ekki aðra leið til hagræðingar en þá að segja byrgum hætti byggt upp þær væntingar hjá fólki víða um land að fasteignaskattar þess hækki ekki heldur verði samræmdir raunverulegu mati eignanna. Þannig grefur ríkisstjómin undan möguleikum sveitarfélaganna á að nýta tekjustofna sína. Eða á ríkis- stjórnin svör handa þessu fólki, svör sem ekki skerða þá tekjur sveitarfélaganna og gera stöðu þeirra enn verri? Pólitísk heift byrgir sýn Pólitísk heift forsætisráðherr- ans gagnvart Reykjavíkurlistan- um virðist byrgja ríkisstjóminni svo gersamlega sýn og hún aðhefst hvorki né gengst við ábyrgð sinni gagnvart sveitarfélögunum. Þannig 'talar hæstvirtur forsætis- ráðherra í viðtali við Viðskipta- blaðið um sveitarfélögin sem „langstærsta efnahagsvandamálið í dag“ og saknar þess hve stjórn- endur stærri sveitarfélaga, eink- um þess stærsta séu „skyni skroppnir" í þessum efhum. Á sama tíma birtir tímaritið Vísbending sína árvissu ein- kunnagjöf um efnahagsstjórn sveitarfélaganna og þá vill svo til að höfuðborgin er í öðru sæti af 32. Enda segir greinarhöfundur Vísbendingar að pólitíkin fari for- sætisráðherra stimdum betur en hagfræðin. Það er hörmulegt að þessi viðhorf skuli ráða afstöðu ríkisstjórnarinnar til sveitarfé- laganna og ástæða til að óttast að sú neikvæða umræða sem efnt hefur verið til um stöðu þeirra sé síst til þess fallin að styrkja byggðina um landið. Nær væri að ræða hlutverk þeirra og möguleika á að veita fólkinu þá mikilvæga þjónustu sem þau hafa tekist á hendur. Sterk sveitarfélög með aukin verkefni og trausta tekjustofna gætu nefnilega verið öflugasta tækið til ná jafnvægi í byggð landsins. Byggðavandinn er klár- lega efnahagsvandi sem ríkis- stjómin mætti vera uppteknari af. Það eru rýr skilaboð að vísa svör- unum inn í framtíðina. Ef ríkið greiddi strax á næsta ári þá rúmu tvo milljarða sem full- trúar ríkis og sveitarfélaga eru sammála um að hafi hallað á sveit- arfélögin þá mætti vænta þess að sveitarfélögin yrðu með hallalaus- an rekstur. Spurningin er hvort ríkisstjórnin vill leysa vandann eða bara býsnast og gera sig breiða gagnvart sveitarfélögunum. Svanfríður Jónasdóttir Skoðanir annarra Fyrirtækin og starfsfólkið „Það sem helst háir íslensku atvinnulifi er að fyr- irtæki gera ekki mannaflaspá. Það er, gera ekki út- tekt á því hve mikil þörf er á að ráða nýtt starfsfólk og þá u.þ.b. hvenær. Flest fyrirtæki vantar starfs- menn helst í gær og á sú staðreynd mikinn þátt í launakröfum fólks til starfa sem eru eftirsóknarverð í dag...Fólk vill geta mætt í vinnu af því að því finnst það vinna á góðum stað. Þetta snýst þannig um hvort fyrirtæki vilja leggja örlítið meira á sig til að fá gott starfsfólk og halda í það eða leggja minna á sig og taka þá áhættu að þjónusta þeirra verði lak- ari. Þetta er það sem forráðamenn fyrirtækja verða að gera upp við sig í dag - á morgun gæti það verið of seint.“ Agla Sigíður Björnsdóttir, í Viöskiptablaðinu 15. des. Fljótsdalsvirkjun - þjóðaratkvæðagreiðsla „Ef allt væri með felldu værum við að kjósa kon- ur og menn á þing af því við ætlum að treysta þeim fyrir því fjöreggi okkar að setja almennar leikreglur í þjóðfélaginu sem kallast lög... Nær lagasetningu kemst hinn almenni kjósandi ekki í okkar stjóm- skipulagi. Þannig er það alls staðar. í mörgum lönd- um er séð fyrir beinni þátttöku þegnanna í löggjafar- starfi. Þaö gerist með þjóðaratkvæða- greiðslu...Hvemig væri nú að gera það sem minna er og láta þingsályktunartillöguna um Fljótsdalsvirkj- un og Eyjabakka ganga til þjóðaratkvæðis? það er ekki of seint, þyrfti ekki langan aðdraganda og yrði ekki dýrara en smáspotti jarðganga á heiðum uppi.“ Björn Þ. Guðmundsson f Mbl. 15. des. Fimmtándi hver fátækur „Jólasveinamir eru táknmynd peningaplokksins og sést það best á því að þessar skepnur sjást vart eftir hádegi á aðfangadag. Þegar jólabaðinu er lokið tekur trúin við með sínum hagleik og hefðum... Árs- ins 1999 verður kannski minnst í framtíðinni sem ársins sem peningahyggjan heltók íslendinga. Kannski verður hlegið að því eftir 30 ár þar sem allt snerist á betri veg árið 2000, en kannski verður grát- iö. Það eru nefnilega ekki bara Eyjabakkar sem em í hættu. Manneskjan er í hættu ef svo fer sem horf- ir. Tæp sjö prósent íslensku þjóðarinnar em undir fátæktarmörkum; Fimmtándi hver íslendingur er fá- tækur. Og við búum öryrkjum svo bág kjör að ein- stakt má teljast. Er hægt að líða slíkt?“ Sigtryggur Magnason í leiðara 8. tbl. Stúdenta- blaðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.