Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 21
I FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 jólaundirbúnittgurinn í DV desember. 25 Jólavaka ófáanleg Eftir jól eru jólasögurnar teknar úr hillunum og þær færðar til geymslu, enda ekki margir sem spyrja eftir slíkum bókum á öðr- um árstímum. „Ég hugsa að fólki fyndist skrýtið að sjá bækur um jólin í hillunum í júni,“ segir Ingi- björg. Bækumar eru öðrum þræði settar i geymslu sökum plássleysis í hillum Borgarbókasafnsins i Þingholtsstræti, en þangað litum við inn fyrr í vikunni. „TO okkar leitar líka mikið fólk sem vantar jólasögur fyrir fullorð- ið fólk. Þær eru lesnar upp í klúbbum, í félagsstarfi aldraðra og á jólaskemmtunum. Það þarf að hafa meira fyrir því að flnna þess- ar sögur en jólasögur handa böm- um.“ Jólasögur handa fullorðnum er meðal ann- ars að fmna í bókinni Jólavaka, safnriti úr íslenskum bókmenntum í sam- antekt Jóhannesar úr Kötlum. Bókin var gefin úr árið 1945 en er nú ófáanleg nema í bókasöfnum og hjá fomsölum. í henni er að finna bæði þjóðsögur, ljóð og og kafla úr íslenskum ritum allt frá 13. öld og fram á þessa sem fjalla um jólin. Ingibjörg nefnir tvær aðrar bækur í svipuðum dúr en öllu nýlegri. í jólaskapi eftir Áma Bjömsson frá 1983 er aðeins smærri i sniðum og hið sama má segja um Jólaljós, en í henni er eingöngu að finna jóla- sögur, bæði innilendar og erlend- ar. Bókasafnsverðimir í Borgar- bókasafni benda fólki einnig á að leita að jólasögum í smásagnasöfh- um eftir þekkta höfunda á borð við Gunnar Gunnarsson, Jónas Áma- son og Jakob Thoraren- sen sem allir hafa ð sögur a gerast um jól. Þessi myndskreyting er úr bókinn Barn er fætt í Betlehem. Hún er sérstak- lega ætluð yngstu kynslóöinni því textinn er stuttur og myndirnar bæði stór- ar og litskrúðugar. Hrekkjóttir jólasveinar á Hvammstanga: Tóku slökkvibílinn og keyrðu með blikkandi ljós Það er alveg víst að jólasveinam- ir, sem heimsóttu Hvammstanga þegar kveikt var á jólatrénu þar, hafa ekki með öllu aflagt alla hrekki. Þegar sveitarstjórinn hafði kveikt á ljósunum á jólatrénu og kór leikskólabama var búinn að syngja jólalög var gengið í kringum jólatréð. Sú skemmtun hafði þó ekki staðið lengi þegar heyrðist i sirenu slökkvibílsins á staðnum og hann rennur beint inn á plan félagsheim- ilisins með ljósin blikkandi og und- arlegt keyrslulag. Sannaðist þá aö illt er að kenna gömlum hundi að sitja því þarna voru komnir pöm- piltar í rauðum búningum með al- skegg, glaðir og kátir karlar sem stukku út úr og ofan af bílnum við mikinn fognuð bamanna. Þeir drifu sig í hringinn og sungu nokkur lög en útdeildu síðan nammi fyrir alla. Þeir voru rétt að verða búnir að gefa úr pokum sínum er slökkvilið- stjórinn mætir uppgallaður með sírenu og blikkljós á tækjabil slökkviliðsins alveg „bálvondur" við þessa karla og þurfti átök til að ná af þeim slökkvibílnum en sem betur fer hafði slökkviliðsstjóri bet- ur og íbúar Húnaþings vestra geta verið rólegir um jól og áramót þar sem tryggilega er gengið frá því aö þessir sveinar komist ekki iim í slökkvistöðina aftur. -Guðrún Jóh. Jólasveinninn sem hnuplaði slökkvibíinum var vinsæll. Hér er hann á spjalli við ungan mann. Borgarbókasafnið dregur jólasögurnar fram í byrjun aðventu. Aöeins bækur um jólaföndur ogjólaútsaum eru teknar úrgeymslu strax í september. Jól í Ólátagarði vinsæl Eina bók nefnir Ingibjörg sem hentað gæti fullorðnum jafnt sem bömum. „Þessi bók höfðar til allra þótt hún sé sett upp eins og barna- bók.“ Bókin heitir Barnanna hátið blíð og kom út hjá Forlaginu árið 1993. Vilborg Dagbjartsdóttir og Þor- valdur Kristinsson tóku saman efni i bókina, en hún byggist upp á íslensk- um og erlendum jólasögum í bland við fróðleik um jólin eftir Þórunni Valdimarsdóttur og ljóðum sem birt- ar eru söngnótur við. Bókin er skreytt léttum og finlegum blýant- steikningum eftir Hlín Gunnarsdótt- ur og er sérlega eiguleg. Af bókum sérstaklega ætluðum börnum má nefna Jól í Ólátagarði eftir Astrid Lindgren. Stöðugar vin- sældir hennar má vel merkja af því að Borgarbókasafn á 55 eintök af bók- inni og voru þau flestöll í láni þegar við vorum á ferð. Bókin kom fyrst út árið 1968 og hefur verið endurútgefin nokkram sinnum síðan. Önnur vin- sæl bók fyrir yngstu börnin er sér- í jólaskapi: Sígild blanda af þjóölegum fróöleik, sögum og frásögnum. stök útgáfa af jólaguðspjallinu, Barn er fætt í Betlehem. Bókin er með stuttum texta og stórum fallegum glitrandi myndskreytingum. -MEÓ Sörur - hreint sælgæti Efni: 100 g saxaðar möndlur 2 eggjahvítur 3/4 dl sykur 1/2 dl vatn 3 eggjarauður 150 g smjör kakóduft eftir smekk 100 g suðusúkkulaði. Aðferð: 1. Blandið saman möndlum og sykri. Þeytið svo eggjahvítumar og blandið möndlusykrinum saman við. Setjið með teskeið á plötu, klædda bökunarpappír, og breiðið blönduna þunnt út. 2. Bakið í u.þ.b.10 mín. við 200-225" C eða 160’ C á blæstri. Kælið. 3. Hitið vatn og sykur í potti og lát- . ið sjóða. Bráðin er hæfilega heit þegar dropi sem settur er í kalt vatn stífnar. Hellið þessu í mjórri bunu út í eggja- rauðumar og þeytið á meðan. 4. Hrærið smjörið þar til það verð- ur mjúkt og blandið því smám saman saman við eggjarauðuhræruna. Hrær- ið vel í og bætið síðan kakói út í eftir smekk. 5. Bræðið súkkulaðið og smyrjið á meðan eggjarauðukreminu neðan á kökurnar. Kælið. 6. Penslið yfir kremið með bræddu súkkulaðinu og kælið kökurnar. Geymið í vel lokuðum plastpoka í kæli eða frysti. DUBLIN AISLANDI Nú einnig í Ármúla 38 Verðhrun á fatnaði: Herranáttföt kr. 500-700 Allar herrapeysur kr. ÍOOO Herrabuxur kr. 700 Kvenbuxur kr. 800 Falleg rúmteppi kr. 2500 Gullfallegir borðlampar frá kr. 5995 klassískur jólapappír kr. 250 Crayola-teikniborð kr. 1299 Bangsar frá kr. 299 Syngjandi jólaálfur kr. 799 Syngjandi snjókarl kr. 3000 Líkan af leikvelli Manchester Utd FC kr. 5995 Mikið úrval af teletubbies frá 299 Ódýrt sjampó, hárlakk, rakspíri o.fl. Munið tilboð á borðbúnaði á Fosshálsi. Dublin á íslandi, Fossháisi 1 (Hreystihúsinu) Opið virka daga 12-19. Laugadaga 11—18 og sunnud. 13-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.