Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 15 Verðkönnun á jóiatrjám: Alaskatrén ódýrust - lítill verðmunur á lifandi og gervitrjám Nú þegar jólin nálgast fara landsmenn óðum að festa kaup á jólatrénu enda fyrir mörgum tákn jólanna. Jólatrén eru upphaflega komin frá þýskum mótmælendum og tóku þau að berast hingað til lands á síðari hluta 19. aldar. Jóla- tré urðu þó ekki algeng fyrr en rnn síðari heimsstyrjöld en jólagjafír tíðkuðust ekki fyrr en seint á síðustu öld. Sumir hEifa nú þegar keypt sitt tré og enn aðrir hafa fest kaup á gervitré og þurfa því ekki að huga frekari kaupum næstu árin. Jólatrén setja mik- inn svip á jólahaldið og er það víðast skreytt með jólaljósum og öðru skrauti. Hjá mörgum fjöl- skyldum er það til siðs að full- orðna fólkið set- ur upp jólatréð á Þorláks-.' messukvöld þegar börnin " eru sofnuð en það gleður vafalaust augu og hjörtu barnanna að vakna á aðfangadagsmorgni og sjá full- skreytt jólatréð í morgunsárið. Þess má geta að draumur um fallega skreytt jólatré hefur verið túlkaður að sé fyrir hjónabandi. Ekki fylgdi það þó sögunni hvort um lifandi eða gervijólatré var að ræða. Framboð jólatrjáa er ágætt en norðmarmsþinur frá Danmörku hefur verið vinsælastur í gegnum tíðina. Hin íslensku, rauðgreni og stafafura, hafa ekki notið eins mikilla vinsælda þrátt fyrir að vera ódýrari á mörgum stöðum. Áætlað er að um þriðjungur lands- manna kaupi. íslensku trén en hin- ir kaupi þau dönsku. Þá er ein- hver hluti sem kaupir gervitré. Getur það verið vegna þess að of- næmi hefur komið upp á heimil- inu eöa vegna þess að fólk einfald- lega nennir ekki að standa í því að kaupa tré á hverju ári eða að sjá um þrif en nálar trjánna vilja falla af þeim. Fer eftir árferði hversu stórt tré er keypt í tilefni tímamótanna gerði DV könnun á verði jólatrjáa hjá sjö út- sölustöðum. Allir þessir aðilar bjóöa norðmannsþin en misjafnt er eftir verslunum hvort ttl er rauðgreni eða stafafura. Því var gerð verðkönnun á norðmannsþin- inum. Jólatré eru til í ýmsum stærðum en árferði hefur vafa- laust áhrif á hversu stórt tré er keypt. Það hefur árað vel í þjóðfé- laginu síðustu ár og hafa því stærri jólatrén notið meiri vin- sælda um leið. Stærð þeirra hleyp- ur iðulega á 25 sm en i könnuninni var athugað verð á 150-175 sm tijám sem er vinsæl stærð. Einnig var gerð könnun á verði gervi- jólatijáa hjá sex verslunum. Stærð þeirra var á bilinu 140-155 sm. Gæði og verð fara saman Eins og kemur iram á graf- inu er mismunandi verð á jólatijánum þrátt fyrir að þau séu í sama stærðarflokki. í sam- tali við Brynjar Sigurðsson hjá Alaska kom fram að uppgefið verð er yfirleitt lægsta verð en sérvalin tré geta verið dýrari. „Menn borga fyrir það sem þeir fá. Þannig fara gæði og verð sam- an,“ segir Brynjar. Það hefúr tíðkast í gegnum árin hjá Alaska að tveir menn fari utan í september til .. Jótlands til að velja trén. „Við erum nokkra daga í skóginum og merkjum þau tré sem okkur þykja fallegust. Svo eru þau send í gámi hingað til lands. Við erum stoltir af þessu en fólk borg- övi Verð á jólatrjám miðað við 150-175 cmnorðmannsþin 4.700 Garöheimar Alaska Blómaval Garðshorn Grótta Berglöjan Flugbjörgunar- Landgæslu- Elðlstorgl sveltin sjóður DV 7.000 Verð á jólatrjám - miðað við 140-155 cm gervitré 7.900 . Guömundsson Glóey Byko Húsasmiöjan Garöheimar Blómaval Bandalag ísl. skáta Brynjar Sigurðsson hjá Alaska seg- ir að það fari alveg eftir því hvað fólk borgar mikið hve góð tré það fær. Þeir leggja land undir fót og fara til Jótlands til að velja sér trén fyrir jólavertíðina. DV-mynd Hilmar Þór ar meira fyrir fallegu trén,“ segir Brynjar. Ódýrari kostur að kaupa gervitré Fram kemur að jólatrén hjá Alaska og Garðheimum eru ódýr- ust en þau eru á tæpar 3000 krón- ur. Dýrustu trén eru hjá Land- græðslusjóðnum en þar á eftir hjá Flugbjörgunarsveit Reykjavikur. Verðið á gervitrjánum er mjög mismunandi milli verslana en þau eru ódýrust hjá I. Guðmundsson; þau kosta þar 2.390 krónur. Verð- ið á trjánum var hæst hjá Banda- lagi íslenskra skáta en þar kost- uðu þau 7.900 krónur. Ekki verður sagt um hver gæöi þessara trjáau eru hjá þessum verslunum en tví- mælalaust er mikið sparað á því að kaupa gervitré. Það tekur í mesta lagi þrjú ár að borga sig upp en vissulega fer það eftir hvar það er keypt. Það skal þó tekið fram aö fátt varir að eilífu en vissulega vara þau lengur en ís- lenska furan eða rauðgrenið eöa hinn danski norðmannsþinur. -hól Mikið er um aö vera i jólatréssölu þessa dagana. Á myndinni er starfsmaður að pakka jólatré fyrir unga konu en barnið hennar horfir áhugasamt á jólatréð sem mun prýða heimili fjölskyldunnar um jólin. Örnefni og staðfræði Njáls sögu Fjallað er um öll örnefni sögunnar og saga þeirra rakin. | Á annað hundrað Ijósmynda af sögustöðum Njálu, auk I korta. Einnig fylgir bókinni sérstakt sögukort með öllum B örnefnum sögunnar. Nauðsynleg handbók fyrir alla sem fara um slóðir Njálu. Falleg bók sem gefur nýja sýn í heim íslendingasagna. Mál og mynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.