Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 Fólk í fréttum__________________ Anna Mjöll Ólafsdóttir Anna Mjöll Ólafsdóttir, söngkona í Bandaríkjun- um, hefur sungið með stór- söngvaranum Julio Iglesi- as sl. tvö og hálft ár. Þau voru með tónleika í Metropolitan óperununni í New York sl. sunnudags- kvöld eins og fram kom í DV á þriðjudaginn. Starfsferill Anna Mjöll fæddist í Reykjavík 7.1. 1970 og ólst þar upp. Hún var Fossvogsskóla, í Réttarholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1989, stundaði nám í frönsku við Hl og síðan við Sorbonne í Par- ís, las um skeið sálfræði við HÍ, stundaði nám við Grove School of Music í Los Angeles 1992-93 og stundaöi nám í hljómborðsleik við Musician Institute í Hollywood 1993-94. Anna MjöU hafði atvinnu af söng í Los Angeles og á íslandi 1994-96, söng með bandarísku rokkhljóm- sveitinn Crave 1996-97 en hefur sungið með Julio Iglesias frá þvi vorið 1997. Anna MjöU söng íslenska lagið í Eurovision-keppninni 1996 en lagið og textinn eru eftir föður hennar. Fjölskylda Unnusti Önnu MjaUar er Neil Stubenhaus, bassaleikari í Los Ang- eles. Albróðir Önnu MjaUar er Andri Gaukur, f. 11.8. 1963, skurðlæknir í Vermont í New England í Banda- ríkjunmn, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardótt- ur húsmóður og eiga þau tvö böm. Hálfsystkini Önnu MjaUar, samfeðra, eru Bergþóra Ólafsdóttir, f. 17.10. 1949, verslunar- maður í Reykjavík; RagnhUdur Ólafsdóttir, f. 14.1.1951, starfsmaður við Morgunblaðið, bú- sett í Reykjavík; Ingibjörg Ólafsdótt- ir, f. 3.3. 1952, starfsmaður við ljós- myndadeUd Morgunblaðsins, búsett í Reykjavík; Ingimn Ólafsdóttir, f. 3.2. 1954, skrifstofumaður í Reykja- vík; Hlöðver Már Ólafsson, f. 31.5. 1959, matreiðslumaður i Reykjavík; Aðalheiður María Ólafsdóttir, f. 12.3. 1953, húsmóðir á Akureyri; Inga Sigrún Ólafsdóttir, f. 12.3.1953, húsmóðir á Akureyri. Foreldrar Önnu Mjallar eru Ólaf- ur Gaukur ÞórhaUsson, f. 11.8. 1930, tónlistarmaður f Reykjavík, og k.h., SvanhUdur Jakobsdóttir, f. 23.11. 1940, söngkona. Ætt Ólafur er sonur ÞórhaUs, magisters og landsbókavarðar, bróður Fríðu, móður Auðar Eydal leiklistargagnrýnanda, móður Eyj- ólfs Sveinssonar, framkvæmda- stjóra Frjálsrar fjölmiðlunar. Önnur systir ÞórhaUs var Steinunn, móðir Friðjóns Þórðarsonar, fyrrv. ráð- herra, föður Þórðar ráðuneytis- stjóra. ÞórhaUur var sonur ÞorgUs, oddvita og kennara í Knarrarhöfn, Friðrikssonar, b. á Ormsstöðum, ÞorgUssonar. Móðir Þorgils var Helga Jónsdóttir. Móðir ÞórhaUs var HaUdóra Ingibjörg, systir Jóns guUsmiðs, föður Ragnars, hrl. og bókaútgefanda. HaUdóra var dóttir Sigmundar, b. á Skarfsstöðum, Gunnarssonar. Móðir Sigmundar var Ingibjörg Ormsdóttir, ættföður Ormsættar, Sigurðssonar. Móðir HaUdóru var Steinunn, systir Þórð- ar, langafa Gests, föður Svavars sendiherra. Steinunn var dóttir Jóns, b. á Breiðabólstað á FeUs- strönd, Jónssonar. Móðir Ólafs Gauks var Bergþóra, systir Ólafs Einars, stórkaupmanns í Festi. Bergþóra var dóttir Einars Guðjóns, hreppstjóra og útvegsb. í Garðhúsum í Grindavík, bróður Jó- hönnu, ömmu Eiríks Ketilssonar stórkaupanns, föður Ásgeirs Hann- esar. Einar var sonur Einars, hrepp- stjóra og dbrm. í Garðhúsum, Jóns- sonar, ættföður Húsatóftaættar, Sæ- mundssonar. Móðir Einars Guðjóns var Guðrún Sigurðardóttir. Móðir Bergþóru var Ólafla, systir Ólafs, föður Ásbjöms stórkaup- manns og langafa Gunnars Bjöms- sonar, pr. í Holti. Ólafla var dóttir Ásbjöms, óðalsb. og hreppstjóra í Innri-Njarðvík, Ólafssonar, b. í Innri-Njarðvík, Ásbjömssonar, b. í Njarðvík, Sveinbjamarsonar, bróð- ur Egils, fóður Sveinbjamar, skálds og rektors, föður Benedikts Gröndal skálds. Móðir Ólafíu var Ingveldur, systir Sigriðar, ömmu Guöna Guð- mundssonar, fyrrv. rektors MR. Ing- veldur var dóttir Jafets, gullsmiðs i Reykjavík, bróður Ingibjargar, konu Jóns forseta. Jafet var sonur Einars borgara, bróður Sigurðar, föður Jóns forseta. Svanhildur er dóttir Jakobs Sig- urjóns, þjóns og tónlistarmanns í Reykjavík, sem fórst með Goðafossi 1944, Einarssonar, Jónatanssonar, Jakobssonar. Móðir Jakobs var Sól- borg, systir Sigríðar, móður Guð- mundu Elíasdóttur, óperusöngkonu og söngkennara. Sólborg var dóttir Jens, bróður Ingibjargar, langömmu Atla Gíslasonar hrl.. Jens var sonur Jóns, b. í Fremri-Amardal, Hall- dórssonar, b. þar, bróður Einars, langafa Kristínar, ömmu Kristínar Ólafsdóttur söngkonu. Halldór var sonur Ásgríms, hreppstjóra í Arnar- dal, Bárðarsonar, ættföður Arnar- dalsættar, Illugasonar. Móðir Svanhildar var Anna Njarðvík, systir Péturs, föður Njarð- ar P. Njarðvík rithöfundar. Systir Önnu var Áslaug, amma Júlíusar Hafstein. Anna var dóttir Sigurðar, verkamanns á Akureyri, Þórðarson- ar. Móðir Sigurðar var Karitas Þor- steinsdóttir. Móðir Karitasar var Þuríður, systir Þorsteins, langafa Guðmundar, afa Jóhönnu Sigurðar- dóttur alþm. Þuríöur var dóttir Þor- steins, b. á Hvoli í Mýrdal, Þor- steinssonar og Þórunnar Þorsteins- dóttur, b. í Vatnsskarðshólum, Eyj- ólfssonar. Anna Mjöll Ólafsdóttir. Afmæli Sveinbjörn Guðmundsson Sveinbjöm Guðmundsson, aðal- deildarstjóri Tollgæslunnar i Reykjavík, Reyrengi 9, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sveinbjöm fæddist í Reykjavík, ólst upp í Viðareyjarstofu í Viðey til 1955 og á Lykkju á Kjalamesi til 1965. Hann varð stúdent frá MR 1969, stundaði sagnfræðinám við HÍ til 1973 og nám við Tollskóla ríkis- ins 1974-75. Sveinbjörn var tollvörður í Reykjavik frá 1974, forstöðumaður Tilvaliii jolagjof HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Gufustraujárn • Álbotn • 1400W • Vatnsúði Jólatilboð 1.795 kr. Tollskóla ríkisins 1983-87, deildarstjóri hjá Toll- gæslu íslands 1987-89 og hefur verið aðaldeildar- stjóri þar frá 1989. Sveinbjöm vann að undirbúningi samræmdr- ar tollskrár 1985-88, sinnti leiðbeinendastörfum í tollflokkun með fræðslu- nefnd Norræna tollstjóm- arráðsins, NIR, og á veg- um Tollsamvinnuráðsins í Brussel, í Malasíu, Afríku og Eistlandi 1990-93 og var jafnframt leiðbeinandi í tollflokkun við Tollskóla frá sama tíma og til dagsins í dag. Sveinbjöm sat í stjórn UMSK 1969-72, í stjóm Tollvarðafélags ís- lands 1976-89 og 1991-95 og var for- maður þess 1980-89, formaður Nor- rænu tollvarðasamtakanna 1981-82 og ritari þeirra 1990-91 og hefur gegnt fleiri trúnaðarstörfum á veg- um ungmennafélaga, tollvarðafé- laga og Round table. Sveinbjöm var búsettur í Bessataðahreppi 1965-71, í Reykja- vík 1973-76, í Kópavogi 1976-94 en hefur verið búsettur í Reykjavík frá 1994. Fjölskylda Sveinbjöm kvæntist 18.5. 1996 Sigríði Jónu Ólafsdóttur, f. 18.8. 1963, ritara tollstjórans í Reykjavík. Hún er dóttir Ólafs Ragnars Karls- sonar, málarameistara í Kópavogi, og Hrefnu Einarsdóttur húsmóður. Smáauglýsingar DV 550 5000 Börn Sveinbjarnar og fyrri konu hans, Þóru Haraldsdóttur kennara, eru Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, f. 17.4. 1975, tónlistarmaður; Hrefna Hlín, f. 10.7. 1980; Þóra Björk, f. 29.10. 1985. Börn Sigríðar Jónu eru Einar Sigurðsson, f. 23.6. 1981, nemi; Hrefna Krist- ín Sigurðardóttir, f. 4.12. 1982. Systkini Sveinbjamar eru Geirlaug Guðmunds- dóttir, f. 16.5.1947, skrifstofumaður í Virginia Beach í Bandaríkjunum, en hún á þrjú böm; Daniel Guð- mundsson, f. 7.8. 1951, verkstjóri í Kaupmannahöfn; Halldóra Auður Guðmundsdóttir, f. 20.11. 1957, hús- freyja í Selkoti undir Austur-Eyja- fjöllum, en maður hennar er Kol- beinn Gissurarsonar og eiga þau fjögur böm; Ólafur Guðmundsson, f. 23.5. 1966, lögreglufulltrúi, búsettur í Mosfellsbæ, en kona hans er Elísa- bet Valdimarsdóttir og eiga þau tvær dætur; Charlotta María Guð- mundsdóttir, f. 11.8.1967, verslunar- maður, búsett í Kópavogi, en maður hennar er Heimir Andri Jónsson lögreglumaður og eiga þau þrjár dætur. Foreldrar Sveinbjarnar: Guð- mundur Daníelsson, f. 28.6. 1926, d. 1.1. 1992, bóndi að Lykkju og síðar bifreiðarstjóri, og k.h., Ingibjörg Sveinbjömsdóttir, f. 4.9. 1929, hús- freyja. Ætt Guðmundur var sonur Daníels Magnússonar frá Lykkju og Geir- laugar Guðmundsdóttur frá Stykk- ishólmi en þau bjuggu síðast í Kópa- vogi. Ingibjörg er dóttir Sveinbjöms Ólafssonar, múrara og verkamanns í Reykjavík, og Halldóru Guðmundsdóttur. Sveinbjöm og Sigríður Jóna em í útlöndum á afmælisdaginn. Sveinbjörn Guðmundsson. DV Til hamingju með afmælið 16. desember 90 ára Lilja Vilhjálmsdóttir, Garðbraut 15, Garði. 85 ára Guðrún S. Eggertsdóttir, Grandavegi 39, Reykjavík. Laufey Guðjónsdóttir, Þorsteinsgötu 9, Borgamesi. 75 ára Friðrik Jónsson, Brekku, Akureyri. 60 ára____________________ Bragi Ingiberg Ólafsson, Kirkjuvegi 49, Vestmannaeyjum 50 ára Guðrún Margrét Einarsdóttir, Njálsgötu 34, Reykjavík. Jóhann Sveinsson, Kögurseli 27, Reykjavík. Kjarían K. Steinbach, Lágabergi 7, Reykjavík. Reynir Már Samúelsson, Hjarðarhaga 64, Reykjavík. Sævar Már Ólafsson, Lækjarhjalla 5, Kópavogi. Tryggvi Öm Bjömsson, Dalseli 29, Reykjavík. Þorsteinn Helgason, Víðilundi 2d, Akureyri. 40 ára Halldór Jóhannsson, Fróðengi 20, Reykjavík. Marta Kristín Guðmundar- dóttir, Hjallalundi 18, Akureyri. Nína Björk Svavarsdóttir, Hlíðarbyggð 47, Garðabæ. Ósk Óskarsdóttir, Krummahólum 3, Reykjavík. Óskar Jónsson, Bergstaðastræti 27b, Reykjavík. Sumarliði Jóhann Rútsson, Svalbarði 14, Hafnarfirði. Þóra Melsted, Hraunbæ 34, Reykjavík. Notaðu víslflngurfliiit!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.