Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 Engar skýrar línur um ábyrgð húseigenda vegna hálkuslysa: Undir hælinn hvort bætur - vegfarendur verða að bera ábyrgð á eigin athöfnum Dæmt sitt á hvað Tiltölulega fáir dómar hafa gengið um ábyrgð húseigenda vegna hálkuslysa. Er vafa- samt að draga almenn- ar ályktanir af þessum dómum. Niðurstöðum- ar eru sitt á hvað og sératkvæði dómara al- geng. Sakar- og gáleys- ismatið, vanrækslan, ræðst nánar af sérstök- um tilvikum í hverju máli. Þama koma líka til sögunnar sjónarmið um sönnunarbyrði. En það kemur fleira til. Þótt vanræksla húseiganda sé sönnuð, rekja megi slys til hennar og bótaskylda Sá sem dettur í hálku framan við hús og slasast getur ekki gengið að því vísu að húseigandinn sé bóta- skyldur. Að sama skapi er ekki al- gilt að þeir sem eru duglegir að moka snjó af gangstéttum eða tröpp- um við hús sín og hálkueyða séu stikkfrí ef einhver dettur við hús þeirra. Mat á bótaskyldu er flókið fyrirbæri. „Almenna reglan er sú að menn detta og meiða sig á eigin kostnað. Það heyrir tO undantekninga að fall manna sé á annarra ábyrgð. Til að svo sé þurfa að vera ákveðin bóta- skilyrði fyrir hendi. Ekki eru til skráðar lögfestar reglur um ábyrgð húseigenda heldur er farið eftir dómafordæmum og ólögfestum meg- inreglum. Þar gildir almenna skaða- bótareglan. Skilyrði bótaskyldu er að um sök, ásetning, gáleysi eða vanrækslu sé að ræða. Sá sem vill krefjast bóta verður að sanna sök eða vanrækslu,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlög- maður og framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins, í samtali við DV. Sigurður Helgi bætir við að það sé síðan álitaefni hvað eðlileg varkámi sé í augum góðs og skynsams manns. Við sak- armatið séu til leiðbeiningarreglur um hversu mikil fyrirsjáanleg hætta var á tjóni, hversu mikið tjón var sennilegt, hvaða tök tjónþoli hafði á aö meta hættuna og loks hvaða fyrirbyggjandi ráðstafanir hafi verið hægt að gera. „Af þessum atriðum og fleirum er dregin ein heildarályktun. Atriðin eru vegin seunan og endanlegt svar fer eftir mati hverju sinni.“ sé fyrir hendi kemur líka til eigin sök eða aðgæsluleysi hins slasaða, þ.e. að menn kunni ekki fótum sín- um forráð og hegða sér ekki eftir að- stæðum. í slíkum tilvikum er sök- inni skipt, bætur lækkaðar vegna eigin sakar tjónþola. Öðrum kennt um „Skaðabótamál vegna hálkuslysa er tiltölulega ný bóla hér á landi þrátt fyrir að aðstæður og veðrátta hafi lítið breyst. Ef til vill er nú- tímamaðurinn minna á varðbergi gagnvart aðstæðum og veðrabrigðum en áður var. Það er ekki leng- aður kann einnig að vera sökudólg- ur. Loks getur verið að fólk flýti sér almennt meira,“ segir Sigurður Heigi. Hann bætir við að bótaréttarvit- und fólks hafl aukist og tali sumir um bótafikn í því sambandi. „Ég held að ábyrgðarkennd fólks hafi áður beinst meira að því sjálfu en nú b e i n i s t h ú n frekar a ð öðr- um. Fólk vill í auknum mæli draga aðra til ábyrgðar ef illa fer en líta fram hjá eigin þætti.“ Kröfur til stofnana En hvað sem eigin ábyrgð líður álíta margir lögfróðir menn aö * strangari kröfur um aðgæslu og fyr- irhyggju eigi að gera til eigenda at- vinnuhúsnæðis og stofnana þar sem almenningur þarf að koma eða er beinlínis hvattur til að koma og gera erindi sín. Ástæða er til að hvetja menn til að moka tröppur sínar og gangstíga og hálkueyða. Er í lagi að beina þessum tilmælum til stofnana eins og lögreglunnar en það getur ekki talist í lagi að fólk slasist við að heimsækja hana eins og tíundað er í dómi hér til hliðar. „Það er full átæða til aö hvetja húseigendur til að sýna aðgæslu og fyrirhyggju og draga ekki of við- tækar ályktanir af þessum lögreglustöðvardómi," segir Sigurður Helgi Guðjónsson. -hlh ur fyrsta verk manna að fara út á tröppur og gá til veðurs og huga að öðru leyti að að- stæðum og gera ráðstafanir í sam- ræmi við þær. Notkun mann- brodda er á undan- haldi og pjatt- aður fóta- b ú n - Gítarinn ehf., Laugauegi 45, simi 552-2125 og 895-9376. Magnarar frá 7.900 Rafmagnsgitarar frá 16.900 Kassagitarar frá 8.900 ★ ★ ★★ ★ ★ Pakkatilboð Rafmagnsgítar, magnari, snóra og ól, aðeins kr. 82.900. ★ ★ ★★ ★ ★ Standar 1.390 sqjóðkerfi 89.900 Pokar 2.500 ymi ijúö af Taktmælar 2.700 hJjóöfærnm Vi Fara veröur varlega í hálkunni ef ekki á illa aö fara. DV-mynd ÞÖK Ödýrt að verj- ast hálkunni Það er ódýrt að verjast hálkunni og koma þannig í veg fyrir að fólk fari sér að voða i umhleyp- ingatíð, brjóti hönd, úlnlið eða ökkla. Skyndikönnun DV leiddi í ljós að sérstakur hálkueyðir, hvítar kúlur, er dýrastur en hann er oftast seldur í 5 kg pokum. Kíió- verðið er á bilinu 110-170 krónur. Hálkueyðir hefur það fram yfir venjulegt salt að skemma ekki skófatnað eða teppi. Hálkusalt er ódýrara, kostar 30-50 krónur kílóið og er yfirleitt selt í 5 kg pokum. Sandur er þó ódýrastur. Fá má 40 kg poka af hálkusandi á 270 krónur ðea 6,75 krónur kílóið. En aðgerðimar einangrast ekki við umhverfið. Fólk getur einnig gert ráðstafan- ir með því að ganga í gróf- botna skóm með góðu gripi eða spennt á þá mann- brodda. Slík tól kosta á bil- inu frá 850 til 2400 krónur. Þá er ótalið gamalt ráð fyr- ir þá sem spássera um á sléttbotna skóm, t.d. með leðursólum. Þeir geta bjargað sér milli húsa með því að líma heftiplástur neðan á sólana. -hlh Hálku- dómar 1966 gekk dómur vegna manns sem datt á útidyrapalli verslunarinn- ar Málarans í Baiikastraeti (þar sem nú er kaffihúsið Sólon íslandus) og slasaðist. Á pallinum var efni sem er hálla en venjuleg steinsteypa en eig- andi þó ekki talinn bótaskyldur. Undir hælinn lagt í dómi frá 1995 voru konu, sem féll á marmarastétt framan við Austur- stræti 17, dæmdar bætur frá húseig- anda. Bótaskylda hans þótti óumdeil- anleg en í dómi Hæstaréttar sagði hins vegar aö það „væri undir hæl- inn lagt“ hvort vegfarendur vöruðust hina sérstöku slysahættu sem þar hafi leynst á almennri gönguleið. Datt á trépalli í dómi frá 1986 var ríkið sýknað af kröfú nemanda í öldungadeild MH sem féll í hálku á trépalh við inngang skólans. Var á því byggt að pallurinn hefði ekki verið óforsvaranlegur að gerð. Engar kvartanir hefðu borist vegna hálku og ósannað væri að hálkan hefði verið lengi, sennilega myndast skyndilega við umferð gangandi fólks. Minnihluti Hæsta- réttar vildi þó sakfella ríkissjóð. Rennibraut Loks er ný- genginn dómur vegna konu sem kom á lögreglu- stöðina í Reykja- vík, datt í tröpp- unum utan við húsið og slasað- ist Lýsti konan aðstæðum þannig að tröppurnar hefðu verið fúllar af snjó, nánast eins og renni- braut. í dómnum segir að konunni hafi því borið að sýna sérstaka að- gæslu, einkum með því að halda sér í handriðið og þræða brúnir sem voru að að hennar sögn auðar. Síðan segir: „Er þess einnig að geta að áfrýjandi (konan) hafði skömmu áður gengið upp tröppumar og hlaut að vera ljóst hvemig aðstæður vom. Ekki verður séð að vanbúnaður á tröppunum hafi átt þátt í slysi áfrýj- anda (konunnar)." Yflrlögregluþjónn hafði engu að síður sagt að tröppum- ar hafi verið yfirfúllar af snjó og virkað eins og rennibraut Skylda verslunar 1996 gekk svokallaður Blómavals- dómur vegna konu sem var á leið út úr verslunarhúsnæði Blómavals og datt í hálku á stéttinni fyrir framan. Eftir að starfsmenn urðu slyssins varir var stéttin sandborin. Starfs- menn vissu um hálku á stéttinni en talið að aðstæður sem þama mynd- uðust hefðu gerst svo nýlega að ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þær. í dómnum var talað um að sér- stök skylda hefði hvílt á verlsuninni að koma í veg fyrir slysahættu með því að bera sand eða íseyðandi efni á stéttina sem hvorki var tímafrekt né kostnaðarsamt. Verslunin var dæmd bótaskyld. Á háum hælum f dómi frá 1985 segir frá konu sem féll í hálku og slasaðist á stétt fram- an við verslun í Grundarfirði. Eíg- andi verslunaninanr var sýknaður af bótakröfú hennar. Hæstiréttur sagði að hálka á stéttinni hefði ekki verið meiri en annars staðar á umferðar- leiðum í kauptúninu. En minnihluti Hæstaréttar taldi að hálkan hefði valdið hættu sem kallaði á ráðstafan- ir. Vildi minnihlutinn reyndar skipta sökinni, konan tæki á sig þriðjung þar sem hún hraðaði fór sinni meira en vænlegt var miðað viö aðstæður og var í skóm með háum hælum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.