Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 Spurningin Hvaö veröur í matinn hjá þér á aðfangadagskvöld? Lilja Eyjólfsdóttir: Hamborgar- hryggur en hef ekki ákveðið forrétt- inn. Olga Björk Friðriksdóttir náms- maður: Ég borða hjá mömmu, hún hefur hamborgarhrygg, bæði svín og lamb. Sveinn Skúlason garðyrkjubóndi: Svínahamborgarhryggur. Ása Margrét Sigurjónsdóttir nemi: Það verða rjúpur og í forrétt verður rækjufrómas. Selma Guðbrandsdóttir nemi: Hangikjöt. Guðmunda Guðmundsdóttir: Rjúpur. Lesendur Riöstraumsrafgeymir í stað Eyjabakkafárs Bréfritari bendir á lausn á dreifikerfi raforku, þar sem bensínstöðvar olíufé- laganna koma við sögu. - Rafgeyma fyrir hvert heimili. Sjá nánar um út- færsluna í bréfi Þorsteins. Þorsteinn Hákonarson framkv- stj. skrifar: Uppistöðulón við Eyjabakka er hugsað sem stór rafgeymir. Dreifi- kerfi raforku er þeim annmörkum háð að geta af- greitt afl þegar við þurfum það. Afl er orka á tímaein- ingu og við notum oftast mikið afl í stuttan tima. Þeg- ar aflnotkun er mest, eftir hádegi á aðfangadag og á gamlársdag, er dreiflkerfi raforku á toppi. Það er hannað og er helmingi dýrara vegna þessa topps. Langhentugast efnahagslega, vist- kerfislega og umhverfislega væri að hafa rafgeyma á hverju heimili sem gætu tekið toppálag afls. En slíkir rafgeymar verða að uppfylla vissar kröfur. í fyrsta lagi þarf rýmd mið- að við þyngd og rúmmál að vera hundraðföld, svo hægt væri að nota bæði á heimilum, í sumarbústöðum, bílum og í skipum. í öðru lagi þá þarf slíkur rafgeymir að gefa rið- straum. Síðan þarf hann að vera um 600 volt og þriggja eða fleiri fasa, endurvinnanlegt af efnum hans. Þess utan þarf að vera hægt að fá skiptigeyma á stöðum sem eru eins og núverandi bensínstöðvar. Og loks þarf verðið að vera svona ca. 1200 kr. á kíló. Lesandinn mun líklega telja þetta allhörð skilyrði. En hvað um það, þá eru þau bara hörð. Samt er hægt að gera þetta. Það gerum við með því að nota spennu milli rafeinda beint, fremur en milli jákvæðra hleðslna efna og neikvæöra, eins og nú er gert. Þá sleppum við miklum massa og náum þyngdinni niður. Meginatriði slíks geymis er að hafa sellur með rafeindum. Síðan setjum við upp röð með tvö hundruð þús- und sellum og höldum þriggja volta spennu á milli sella. Notaður yrði smári tii þess að stýra þessum spennumun á mifli einstakra sella. Þá yrðu sex hundruð þúsund volt innst í kerfinu og þrjú volt yst. Þessa geyma búum við til með að- ferðum sem notaðar eru við tölvukubba. En hver er hinn pófl- inn? Hann er alveg eins kerfi, nema bara tómt. Myndrænt er þetta eins og fuflur loftkútur og tómur loftkút- ur. Við að loft streymir frá þeim fulla yflr í hinn tóma getum við beislað muninn. Grunnhugmyndin virkar. En nú flækist málið. Stýrikerfið er eftir, aflvélarhönnun, hleðslukerfi svo og brögð til að fá fram riðstraum. Þetta leysir iðnaðurinn. Stýrikerfi eru í eðlisatriðum svipuð, aðlöguð að- stæðum. Þá eru það efni og einangr- un. Síðan er það einföldun til við- skiptalegrar framsetningar til fólks sem notar þessa geyma og veit aö- eins hvort nóg er á eða ekki. Olíufélögin fara í það. Af hverju? Vegna þess að þau eiga bensinstöðv- arnar og munu á tímabili bæði selja skiptigeyma og bensín og aflt annað sem fylgir bílum. Og af hverju verð- um við að gera þetta svona? Vegna þess að annars verðum við með stöðugt Eyjabakkafár í hvert skipti sem virkja á læk. - Svo leiðist okk- ur útblástur úr bílum. Við viljum hreina bíla. Hann þekkir ekki raðtölur Verkfræðingur sendi þennan pistil: Einhver skrifar lesendagrein í DV nýlega með mynd af tommu- stokki og segir að talan 10 verði til strax og hún birtist. Talan einn, sem auðkennir fyrsta janúar, verð- ur líka til strax á miðnætti um ára- mótin. Er þá liðinn einn dagur af nýja árinu? - Höfundurinn skilur ekki að þótt tala verði til þá er þeim fjölda ekki endilega náð að fullu. Hann skilur ekki að teljari byrjar að telja „einn“ en ekki „núll“. Hann skilur ekki að fyrsti sentímetrinn byrjar við endann á tommustokkn- um og endar við töluna einn. Hann skilur heldur ekki að tíundi sentímetrinn byrjar við 9 og endar á 10. Hann skilur heldur ekki að tvö- þúsundasta árið byrjar við 1999 og endar við 2000. Hann skflur ekki að það er einmitt það ár, sem við köll- um árið 2000, og aö við endann á þvi stæði talan 2000 á tommustokk, þar sem sentímetrarnir tákna árin. Hann skilur ekki að árin eru talin alveg eins og mánaðardagarnir, með raðtölum. Þegar tíundi janúar hefst á mið- nætti milli niunda og tíunda janúar, þá heldur hann aö liðnir séu 10 dag- ar frá áramótum, því aö þá birtist talan tíu. Strax við áramótin er kominn fyrsti janúar, þá birtist tal- an einn. Þá heldur hann að liðinn sé einn dagur af nýja árinu. Raðtölur virðast ekki vera kennd- ar í íslenskum skólum. Þeir eru kannski ekki með á nótunum. Des- ember hefur 31 dag. Hvernig væri að halda upp á mánaðamót, nýja öld og nýtt árþúsund strax á miðnætti milli 30. og 31. desember? Þá birtist talan 31. Norsku aðferðirnar Ómar Smári Kristinsson skrifar: í fréttum hefur verið talað um hin- ar norsku aðferðir varðandi ákvarð- anatöku um virkjunarmál. Svo er að skilja að um óvanalega langt og vandað ferli sé að ræða og þar komi margir við sögu. Það er ekki að ástæðulausu að Norðmenn taka á þessum málum af alvöruþunga. Land þeirra er stórfenglegt (höfðar bæði til hjarta og pyngjunnar). En ekki bara það heldur hafa þeir líka brennt sig. Þeir hafa fómað nátt- úruperlum, samanber þegar þeir virkjuðu Altaána í Norður-Noregi. Það verkefni var kýlt í gegn þrátt fyrir öfluga andstöðu. í seinni tíð er almennt álitið að þetta hafi verið mistök. Og Norðmenn tóku sig á. þjónusta allan sólarhringinn H H Hr'\x)H Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem blrt verða á lesendasíðu Bréfritari segir Norðmenn hafa brennt sig er þeir fórnuðu náttúruperlum og virkjuöu Altaána í Norður-Noregi. - Altadalurinn í Noregi. Það er hins vegar til önnur norsk aðferð. Það er aðferð þeirra Norð- manna sem stunda orkufrekan iðn- að. Þeir eiga í erfiðleikum heimafyr- ir þar sem allar leiðir til að afla orku þurfa að fara i gegnum tíma- frekt og kostnaðarsamt rannsókna- og nefndastarf, auk þess sem um- hverfis- og náttúrverndarsamtök eru virk í ákvarðanatökum. Þeirra aðferð er því sú að semja við þjóðir sem eiga orkuríka nátt- úru en hafa ekki vilja eða þroska til að eiga hana óbeislaða. DV Þjóð á eyðslu- fylliríi Sigdór Ólafur Sigmarsson skrifar: Öll þjóðin er á eyðslufylliríi, það hljóta þó aflir að vera sammála um. Ríkisstjóm, bæjarfélög og al- menningur heimtandi menningar- hallir, iþróttahús og reiðhaflir - á sama tíma og ifla horflr í þjóöar- búskapnum. Ofveiði er í öllu sjáv- arfangi, m.a. síld og loðnu og lækk- andi afurðaverð sem nemur um 50%. Aldrei átti að leyfa uppsjáv- artroll á síldveiðum, en nú er síð- asta síldin skafin við botn og næt- ur rifnar. í listageiranum er verið að koma upp listaháskóla, þar dug- ar ekki SS-húsið. Og Akureyring- um dugar ekki Listagilið, og vilja líka sína menningarhöll við höfn- ina. Hræddur er ég um að þjóðin veröi að láta renna af sér ef flskafli bregst ásamt markaðinum fyrir hann. Við lifúm nú ekki eingöngu af tölvum og Interneti, símum og fjarskiptum. Nema við björgumst á járnblendi og álverum? Hvers vegna að hlífa fíkni- efnasölum? G.Ó. skrifar: Mér finnst tími til kominn aö dómsmálaráðuneytið skoði alvar- lega uppkvaðningu dóma yfir flkniefnasölum og innflytjendum fíkniefna og öðrum sem fiármagna fikniefhainnflutning. Hlutur þess- ara aðila er orðinn það alvarlegur og mannskemmandi fyrir okkar fá- mennu þjóð. Þessir menn hafa eyðilagt líf fiölda ungmenna með gegndarlausu framboði og gróða- fikn. Eftir að ungur maður eða stúlka fellur fyrir því að „prufa" er ekki aftur snúið. Og svo alvarlegir eru glæpir þeir sem framdir eru tfl að fiármagna fíkniefnakaup að það er krafa mín, og ég hygg flestra, að nöfn og myndir verði birtar af þessum sölumönnum dauðans. Það er hægt að kenna þeim um flesta glæpi og voðaverk samtímans sem lika eru framin undir áhrifum fikniefha. Hvers vegna ætti að hlífa þeim eða fiölskyldum þeirra þegar líf og fiölskyldur fikniefna- neytenda er lagt í rúst? Megas í Ijóðabók Grétar Sigurólason skrifar: Eins og alþjóð veit sendi Megas frá sér sína fyrstu ljóðabók árið 1968 - bók sem vakti verðskuldaða athygli. Megas er að mínu mati fremsta ljóðskáld okkar siðan Steinn heitinn Steinarr lést. Tutt- ugu árum síðar safnaði Megas ljóðum sínum saman, mig minnir yfir 300 textum, í eitt ljóðasafn. Núna, einmitt í tilefni 20 ára glæsi- legs ferils Bubba Morthens, mæli ég með ljóðabók frá hendi kappans um næstu jól. Bók með nýjum og gömlum textum í bland. Dráttarvextir af hinum öldnu Steingrímur sendi þennan pistil: Ég er ósáttur með að trygginga- félög og fleiri aðilar senda rukkan- ir heilum mánuði fyrir gjalddaga. Gamla fólkið rýkur þá upp til handa og fóta og borgar i hvelli og gefur þannig viðkomandi fyrir- tækjum heils mánaðar vexti af þessum upphæðum. Þetta er ekk- ert annað, að mínu mati, en þjófn- aður. Ef gamla fólkið á ekki fyrir þessum útgjöldum, eða vill ekki láta „stela" af sér með þessum hætti, leggur það þessar rukkanir til hliðar og hugsar sér að borga þær á réttum tíma - en gleymir því svo. Þá fara að hlaöast á þetta dráttarvextir og vanskilavextir og guð má vita hvað, en engin viðvör- un gefin fyrr en mál er að fara að hóta lögtaki! Ég vil að rukkanir séu sendar sem næst gjalddögum til að koma í veg fyrir þetta. - Og svona i framhjáhlaupi: Hvað ætli þurfi margar vindmyll- ur á góðum rokrassi austanlands til að framleiða álíka rafmagn og Fljótsdalsvirkjun er ætlað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.