Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 20
jólaundirbúningtirinn í IL^ S desember. FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 Gómsæt- ir epla- hringir Það er hægt að djúpsteikja ýmislegt fleira en franskar kartöflur. Hér er t.d. skemmtileg uppskrift af eplum. Efni: 1 bolli hveiti 1-1/2 tsk. lyftiduft 2 msk. sykur 1/2 tsk. salt 3/4 bolli mjólk 1 egg 4 stór epli djúpsteikingarfeiti eftir þörfum kanill flórsykur Meöhöndlun: 1. Blandið þurrefnum saman í skál og blandið svo mjöli og eggi vel sam- an við. Afhýðið eplin og kjamhreins- ið með viðeigandi tóli. Skerið eplin síðan í hringi og dýfið í deigið. 2. Steikið í djúpsteikingarfeiti eins og kleinur. Látið kólna. 3. Blandið flórsykri og kanil saman og stráið á hringina. Aöventustund í Bókasafni Kópavogs: Grunnskólanemar í Kópavogi hafa verið duglegir að nýta sér aðventustundir í Bókasafninu þar sem lesnar eru skemmtilegar jólasögur. JAPISS ar í kvöld kemur til byggða Askasleikir Jólasögur eru ekki lesnar nema á aðventunni: Jólasögur eru ekki bara handa börnunum - litið á vinsælar sögur um jólin í Borgarbókasafninu Jólasögur tilheyra jólunum jafn óumdeilanlega og piparkökur og hangikjöt. Bækur sem einungis fjalla um jólin eru yfirleitt ekki hafðar uppi við nema rétt á aðvent- unni. Reyndar segir Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, upplýsingafulltrúi Borgarbókasafnsins, okkur að fyr- irspumir um jólabækur fari gjarn- an að berast um miðjan nóvember. „Þá fara leikskólar að leita til okk- ar um sögur, enda eiga þeir gjam- an lítið af bókum sjálfir. Yfirleitt er ekki ætlunin að lesa þær strax, en það þykir betra að hafa þær við höndina þegar líða fer að jólum.“ Þegar þú kemur í Leifsstöð áttu erindi í íslandica Ferðalangar koma í vöruvalið hjá okkur. Komdu Lika i Islandica Leifsstöó Sími 425 0450 Þorkell Hjaltason, til hægri á myndinni, og Einar Óskarsson. Hæstánægðir meö hina sterkþefjandi skötu. DV-mynd Sveinn Fiskbúð Hafliða selur 15 þúsund skötumáltíðir í desember: Skötukarlar með glímuskjálfta „Við reiknum með að selja skötu í sem nemur 15 þúsund máltíðum í desember," segir Þorkell Hjaltason, einn eigenda Fiskbúðar Hafliða, um skötuverkunina fyrir Þorláksmessu sem er að komast á lokastig. Skötu- sérfræðingar verkunarinnar eru komnir með glímuskjálfta enda sölu- vertíðin að bresta á. Fiskbúð Hafliða er ekki aldeilis ný í faginu enda hef- ur hún verkað skötu síðan 1927. Þor- kell segir neyslumynstrið hafa mik- ið breyst frá því almenningur var með skötu i matinn á hverjum laug- ardegi. „Nú er neyslan nánast alfarið i kringum Þorláksmessu. Það eru einna helst sjómenn sem enn halda sig við reglubundna neyslu og við af- greiðum mikið til skipa allt árið. Við framleiðum tæp sjö tonn af skötu af þremur styrkleikum og það rennur allt út. Það er greinilegt að skatan nýtur vaxandi vinsælda og við merkjum árlega breytingar. Það nemur hundruðum kílóa á milli ára,“ segir Þorkell. Hann segir ekki aðeins eldra fólk vera í „aðdáendaklúbbi" skötunnar. Yngra fólk hafi tekið vel við sér. „Þá er verið að koma bömum á bragðið. Það er nokkuð um að leik- skólar panti skötu frá okkur. Það er enginn maður með mönnum nema borða þennan gæðamat. Það er spurning hvort viö þurfum ekki að koma skötunni ofan á pitsur til að hún slái rækilega í gegn allt árið,“ segir hann og hlær. -rt f'ö'zæfft. iirm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.