Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1999, Blaðsíða 18
18 enmng FTMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1999 JLj"V Gæsahúðin ýfð upp Það var mikið um dýrðir i íslensku Ópenmni í fyrra- kvöld þegar þar komu fram þrír söngvarar af yngri kynslóðinni, þau Emma Bell sópran, Finnur Bjama- son tenór og Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón ásamt Gerrit Schuil píanóleikara. Efnisskráin var skemmti- lega samansett af sönglög- um eftir Henry Purcell og Mozart og eftir hlé sönglög- um og þjóðlagaútsetning- um Benjamins Brittens. Eins og Finnur minntist á í upphafí voru þau með því að stilla þessum tveimur stórskáldum Breta upp hlið við hlið, þ.e. Purcell og Britten, að reyna að varpa ljósi á þann jarðveg sem tónlist Britten er sprottin úr. Sviðið var smekklega skreytt og fallega upplýst með kertum og voru söngvar- arnir alltaf á sviðinu þótt þeir væru ekki að syngja og var þar með sloppið við allt inn- og útgönguvesen sem oft dregur tónleika á lang- inn og úr stemningunni um leið. Riðið var á vaðiö með þremur sönglögum Purcells, Sound the Trumpet, sem Emma og Finnur sungu saman og gerðu það ljúílega, Sweeter than Roses, sem Emma söng á einkar áhrifamikinn hátt þannig að maður þorði varla að draga andann, og I attempt from Love’s Sickness to Fly sem passaði afar vel við hljómfagra og tæra rödd Finns líkt og öli lög- in eftir Purcell sem hann söng á tónleikunum. Túlkun hans var einlæg og tilgerðarlaus, þó Pað var hrein unun að hlýða á þau: Finnur Bjarnason, Gerrit Schuil, urðarson og Emma Bell. Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir sér í lagi í hinu vandmeðfama Not all My Tor- ments þar sem hann hreint og beint ýfði upp á manni gæsahúðina. Ólafur hóf söng sinn með Emmu í Nun liebes Weibchen eftir Mozart og glöddu þau áheyrendur með líflegum og áreynslulausum flutningi. Bæði hafa sterka nærveru á sviði og njóta þess að standa frammi fyrir áheyrend- um. Ólafur Kjartan fékk síðan að spreyta sig á Ridenta la calma og skOaði því ágætlega þrátt fyrir örlítið óöryggi og stífni enda ekki almennilega kom- inn í gang; sömu sögu er að segja af Music for a While eftir Purcell þar sem smá- fágun vantaði í fíngerðustu blæbrigðin. Hann hefur flotta og hljómmikla rödd sem naut sín aftur á móti vel í kraftmeiri lögum líkt og Wamung og Man Is for the Woman Made. Emma hefur til að bera mikla breidd i sinni fallegu rödd, mikla fágun og góða tækni og söng sín lög af ein- stöku músíkaliteti sem þau reyndar öll hafa fengið góð- Ólafur Kjartan Sig- an skammt af í vöggugjöf; DV-mynd Pjetur kom það ekki síður í ljós eft- ir hlé í verkum Brittens. Britten var þekktur fyrir píanóleik sinn og mátti hann una vel við leik Gerrits á tónleik- unum þar sem hann rann bókstaflega saman við hljóðfærið svo að hrein unun var á að hlýða. Of langt mál væri að telja upp allt hið góða sem fram fór eftir hlé en þó verður flutningur Emmu og Gemits á Seascape og Noctume við ljóð Audens lengi í minnum hafður - og Come You not from Newcastle, einnig í flutningi Emmu; svo og síðasta lagið Sweet Polly Oliver sem var kostulega flutt af þeim fjórum. Þess má geta að söngvararnir þrír fara öll með stór hlutverk í uppfærslu Óperunnar á The Rape of Lucretia og ef þetta er það sem koma skal má fólk svo sannarlega fara að hlakka til. Alvar Aalto og ísland ^ slendingar voru svo gæfusamir að þegar norrænar [ þjóðir komu sér saman um að reisa hús í sameiningu og helga það norrænni menningu og listum þá var því húsi valinn staður í Vatnsmýrinni í Reykjavík og heims- frægur finnskur arkitekt, Alvar Aalto, fenginn til að teikna það. í nýútkominni bók um húsið og meistrara þess kemur fram að Alvar Aalto var fljótur að velja nákvæmlega þann stað á háskólalóðinni sem hann vildi að hús hans risi á. Ef til viil hefur hann þegar þann bjarta morgun sem Gylfl Þ. Gisla- son lýsir í inngangsorðum bókarinnar séð fyrir sér hvemig húsið gæti endurspeglað náttúruna og fjaHahringinn í kring. Húsið reis og varð ein helsta bæjarprýðin þótt ekki skagi það upp í háloftin. íslendingar hafa heldur ekki vanþakkað þetta hús því milljónir gesta hafa lagt leið sína þangað i ár- anna rás - til að fá lánaðar bækur, njóta myndlistar, tónlist- ar, upplestra, kvikmynda - eða bara matar. „Stundum hefur gestafjöldi Norræna hússins jafngilt því að þangað kæmi ár- lega milli þriðjungur og helmingur og stundum jafnvel meira en helmingur landsmanna," segir Hjörtur Pálsson í sinni grein. Norræna húsið var vígt 1968 og varð því þrítugt í fyrra. í bókinni er fjöldi mynda af því, allt frá grunnteikningum Aaltos til litmynda af þvi fúllgerðu, ytra sem innra. Greinar skrifa auk ofannefndra Ilona Lehtinen, samstarfskona Aaltos, Ásdís Ólafsdóttir sem skoðar stöðu Norræna hússins i verk- Björn Bjarnason menntamálaráöherra, Rut Ingólfsdóttir og Riitta Heinámaa fagna um meistarans, Pétur H. Ármannsson sem íhugar sýn Aaltos hinni fallegu bók um Norræna húsiö og höfund þess. DV-mynd Teitur á Reykjavík, Jóhanna Tryggvadóttir og Riitta Heinamaa, for- stöðumaður hússins, sem átti frumkvæðið að þessari bók. Fyndnasta bók ársins? Ef þú, lesandi góöur, ert dapur og þarft að lyfta þér upp í skammdeginu þá kann ég gott ráð við því. Þú skokkar bara út í næstu bóka- búð og nærð þér í eintak af nýju bókinni hennar Yrsu Sigurðardóttur og byrjar að lesa. Bókin ber þann langa og skrýtna titil Við viljum jólin í júlí og þar segir frá systkinun- um Theodóru, Teiti og Tinnu og vini þeirra Olla ormi auk fleiri óborganlegra persóna. Það er Theodóra sem segir söguna og er ótvíræð aðalpersóna hennar. Hún er ellefu ára og hef- ur verið skotin í Dúdda í sjö ár og gert ítrek- aðar tilraunir til þess að ná ástum hans en án árangurs. Þá kemst hún yfir uppskrift aö ást- arsmyrsli og byrjar strax að safna hráefninu. Bókmenntir Margrét Tryggvadóttir Það sem á að fara í kremið fæst ekki í venjulegum búðum og því verður Theodóra að leggja sig alla fram til þess að útvega slef úr ílækingshundi, nögl af sínum heittelskaða, mat úr munni keppinautar, tönn úr ættingja, hár af dauðum manni, tungu fávita, þvag vald- hafa, þræði úr klæðum hreinnar meyjar og eigið blóö. Ég get lofað því að það getur enginn getið upp á því hvemig hún fer aö því að ná í þessa hluti, enda er sagan öll með ólíkindum og skemmtilega ýkt. Hápunkt- ur vitleysunnar er þó í lok- in í beinni sjónvarpsútsend- ingu af heimili Theódóru en mamma hennar er kokk- ur og sér um matreiðslu- þætti í sjónvarpinu. Þá þurfti ég nokkrum sinnum að loka bókinni til að ná andanum. Eitt er að geta spunnið upp fyndinn söguþráð og annað að geta sagt frá á þann hátt að hann njóti sín. En það getur Yrsa. Sagan er vel skrifuð og hvergi slegið slöku við. Persónur eins og langafi pottur og Olli ormur birtast lesendum ljóslifandi og koma til með að lifa í minningunni. Húmor- inn í sögunni er oft sótsvartur og allt að því ógeðfelldur en lesendur eru höfundi samsekir því þeir hlæja auðvitað að öllu saman. Með- ferðin á líkinu af Guðmundi Helgasyni er t.d. fremur ógeösleg og svo er þó nokk- uð um piss og kúk brand- ara. Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndskreytti bókina en myndir hennar eiga langt í land með að ná fyndninni í sögunni og það er hreinlega eins og hún reyni það ekki nema á stöku stað. Am- gunnur er ágætisteiknari og myndir hennar skemmtileg- ar en hér hefði þurft meiri skrípamyndir. Auk þess er það hálfhallærislegt þegar sama myndin birtist tvisvar í sögunni eins og gerist á blaðsiðum 73 og 151. Annars þarf þessi saga engar myndir, textinn er alveg nógu skrautlegur. Yrsa Sigurðardóttir Við viljum jólin í júlí Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndskreytti Mál og menning, 1999 tilraunum Þar sem landið rís hæst Mál og menning hefur gefið út bókina Þar sem landið rís hæst. Öræfajökull og Öræfasveit eftir Snævarr Guðmundsson. Þar hefur verið dreginn saman mikill fróðleikur um búsetu og líf í Öræfasveit fyrr og nú og 1 fyrsta skipti skráð sagan af því hvernig menn hafa smám saman kannað og kortlagt þetta fjölbreytta og tignarlega fjalla- og jöklasvæði. Höfundur rekur fomar heimild- ir, segir frá fyrstu manna til að klífa tinda og jökla fyrir tvö hundmð árum og skýrir vel hvemig hugmyndir manna um svæðið hafa mót- ast. Bókin skiptist í þrjá meginhluta. í fyrsta hluta er Öræfasveitinni lýst í máli og myndum. Annar hlutinn er helgaður könnun Öræfajökuls, allt frá fyrstu til- raunum tii þess tíma er menn gengu á Hvannadalshnúk og náðu að mæla hann út sem hæsta tind landsins. í þessum hluta hefur höfundur unnið úr miklum fjölda heimilda, m.a. skriflegum og munnlegum frumheimildum sem varpa nýju og óvæntu ljósi á þessa merku sögu. Þriðji hlutinn fjallar um leiðir á helstu tinda, rekur sögu fjallamennsku og klifurs í Öræfum og gefur hagnýtar upplýsingar fyrir útivistarfólk um göngu- og jéppaferðir þar. Bókin er prýdd á annað hundrað glæsilegra ljósmynda og einnig er í henni fjöldi skýringarmynda og korta. ■M yfir: Umbrot Ástráður Eysteinsson prófessor sendir nú frá sér bókina Umbrot. Bókmenntir og nútími, þar sem hann birtir fjölda rit- gerða um íslenska og erlenda höfunda, m.a. Þórberg Þórðarson, Franz Kafka, Thor Vilhjálmsson, Svövu Jakobsdóttur, John Fowles, Halldór Laxness, Guðberg Bergsson, Jakobínu Sigurð- ardóttur, Sjón, Gyrði Elías- son og Steinar Sigurjóns- son. „Kannski má halda því fram að hér opinberist einhvers konar persónu- legt hefðarveldi mitt,“ segir höfundur í for- spjalli. „Ég verð þá að naga mig í handarbökin þeim eftirlætishöfundum mín- um sem ég gat ekki komið almennilega á framfæri hér!“ í ritinu segir af umbrotmn sem skipta sköpum fyrir skilning okkar á bók- menntum og tengslum þeirra við aðrar nútímahræringar. Sem heild stendur þaö á mótum þriggja meginþátta bók menntarannsókna, bókmenntasögu, bók menntarýni og bókmenntafræði. Höf undur rýnir í fjölmörg skáldverk sér staklega og dregur síðan saman þræði uns okkur birtist margbrotin heims- mynd okkar tíma. Háskólaútgáfan gefur bókina út. Það er yfir oss vakað Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði, hefur valið kafla úr ræðum séra Haralds Nielssonar prófessors og gefið út í bók- inni Það er yfir oss vakað. Sjálfur skrif- ar Pétur ítarlegan inngang að bókinni þar sem hann rekur helstu atriði í lífi og starfl séra Haralds og leggur mat á guðfræði hans og áhrif á trúarlíf þjóðarinnar og sögu íslensku kirkjunnar á 20. öld. Séra Haraldur Níels- son varð einn umdeild- asti maður síns tima vegna afskipta sinna af spírit- isma og sálarrannsóknum. Hann tók til endurskoðunar ýmsar erfikenningar kirkjunnar og beitti víðtækri biblíu- þekkingu sinni til að slá vopnin úr höndum andstæðinga sinna. Deilumar sem sprattu af þessu urðu harðar og langvinnar og eiga sér varla hliðstæðu í trúarsögu þjóðarinnar. Hann var ýmist hataður eða dáður og predikanir hans í Fríkirkjunni frá 1914 voru svo vel sóttar að oft varð fjöldi frá að hverfa. Háskólaútgáfan gefur út. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir msmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.