Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1999, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 17. DESEMBER 1999
Útgáfufélag: FRIÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar JÓNAS KRISTJÁNSSON ogÓU BJÖRN KÁRASON
Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjóm, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
StMI: 550 5000
FAX: Auglýsingan 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer Auglýsingan 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjóm: dvritst@ff.is - Auglýsingan auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Fátæktin verður sýnileg
í því góöæri sem hér hefur ríkt undanfarin ár er rætt
um hagvöxt, viðskiptahalla við útlönd, vegna mikils inn-
flutnings, og ríflegan tekjuafgang ríkissjóðs. Velsæld hef-
ur blessunarlega ríkt og staða flestra er góð. Margir hafa
að vísu spennt bogann til hins ýtrasta á undangengnu
þensluskeiði og eru því vanbúnir ef samdráttur verður.
Ekki er þó ástæða til annars en að ætla að almennt verði
hagur góður á næsta ári þótt óvissan sé heldur meiri en
verið hefur. Verðbólga hefur látið á sér kræla á ný og er
hærri en í nálægum löndum. Kjarasamningar eru lausir
snemma árs og óvíst um niðurstöðu þeirra. Hagvexti er
spáð áfram en minni en verið hefur undangengin ár.
En í góðæri flestra erum við um leið minnt á að það
hefur ekki náð til allra. Sumir þjóðfélagsþegnar hafa set-
ið eftir, búa við skert kjör og sumir jafnvel við hreina fá-
tækt. Þessi fátækt er flestum dulin lengst af árinu en
kemur í ljós þegar líður að jólum. Líknar- og mannúðar-
samtök reyna að sjá til þess að flestir hafi í sig og á þeg-
ar sú mikla hátíð gengur í garð. Þá fýrst verður neyðin
sýnileg öðrum en þeim sem beinlínis vinna við félags-
þjónustu og neyðaraðstoð.
Mæðrastyrksnefhd hóf árlega úthlutun sína fyrir jólin
í fýrradag. Daglega bíður fólk í röðum við dyr nefndar-
innar í von um nokkra úrlausn sinna mála um jólin. Þar
bíður fólk sem reynir með þessum hætti að bjarga því
sem bjargað verður. í DV í dag er rætt við nokkra sem
búa við þær aðstæður að verða að leita á náðir nefhdar-
innar. Móðir með tvö böm lýsti því svo að matarúttekt
og kjötlæri bjargaði jólunum. Mæðgur sem búa saman og
lifa á tryggingum þökkuðu fómfúst starf kvennanna í
neftidinni og sögðu að jólin yrðu dapurleg nytu þær ekki
aðstoðarinnar.
Ekki er að efa að fólk þarf að stíga yfir allháan þrösk-
uld til þess að leita aðstoðar sem þessarar í nauðum sín-
um. Eftirspum eftir aðstoð Mæðrastyrksneftidar var
mikil í fyrra og í ár stefnir í það sama þrátt fýrir hið al-
menna góðæri. Unnur Jónsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd
lýsti því svo að stanslaus straumur fólks væri til nefnd-
arinnar. Hún sagði að í fýrra hefði neftidin stutt með
þessum hætti 1100 manns, mest einstæðar mæður.
Almenningur hefur stutt vel við bakið á Mæðrastyrks-
neftid með flárstuðningi, matar- og fatagjöfum auk leik-
fanga fyrir böm. Þá em mörg fýrirtæki drjúgir styrktar-
aðilar. Sem dæmi má neftia að undanfarin ár hefur Ingv-
ar Helgason hf. stutt neftidina dyggilega. í stað þess að
senda jólakort hefur fýrirtækið sent nefndinni hundmð
hangikjötslæra fýrir hver jól. Þau gleðja marga. Bónus
ákvað að draga úr sjónvarpsauglýsingum í jólatörn og
gefa andvirði þess til Mæðrastyrksneftidar og fleiri líkn-
arfélaga. Nýkaup hefur einnig stutt neftidina myndar-
lega, sem og Ömmubakstur og fleiri fýrirtæki. Þetta
framtak fýrirtækjanna er til fyrirmyndar.
Fleiri hjálpar- og líknarstofnanir koma til aðstoðar
þeim sem minna mega sín, Hjálpræðisherinn, Hjálpar-
stofnun kirkjunnar og fleiri. Allar vinna þessar stoftian-
ir þjóðþrifaverk. Hið sama gildir um félagsmálastofnan-
ir hins opinbera. Ýmsar orsakir em fyrir neyð þeirra
sem til þeirra þurfa að leita en sú neyð er víðar til stað-
ar en margir gera sér grein fyrir.
Þess ættu þeir að minnast sem vel em aflögufærir.
Þeir em margir, sem betur fer, enda hefur hagur flestra
batnað undanfarin ár.
Jónas Haraldsson
390 þús. tonn
—I-----1 I—
Þorskafli Islendinga
—í þústaidira toooa
269 þús. tonn
2 2 i i i
'87 '88
'90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99
Tafla númer 1.
Tafla númer 2.
Tafla númer 3. Tafla númer 4.
Hver er árangur
fiskveiöistjórn-
unarinnar?
Kjallarínn
Guömundur G.
Þórarinsson
verkfræöingur
af sérfræðingum, brott-
kast er sjálfsagt mikið,
stofnamir virðast á
uppleiö nú. En hvað
sem þvi líður þarf að
hafa þessar tölur í huga
þegar árangrn- kerfisins
er metinn. Nauðsynlegt
er að fiskifræðingar
skýri hvað þama er að
gerast. Hér er um að
ræða 12 ára tímabil og
veiðamar em rúmlega
30% minni en við upp-
haf tímabilsins.
Stærö fiskiskipa-
flotans
Flestir töldu sig sjá
fyrir mikla hagræðingu
innan fiskiskipaflotans
„Gríöarleg deila hefur veríö í
okkar samfélagi vegna fiskveiöi-
stjórnunarkerfisins. Sú hrika-
lega eignatilfærsla sem oröiö
hefur í kjötfar þessa stjórnunar-
kerfís er ekki ásættanleg. Óór-
yggi byggða og einstaklinga er
ekki ásættanleg.u
Stjómkerfi okk-
ar í fiskveiðum
hefur nú verið í
notkun í meira en
einn og hálfan ára-
tug. Ýmsar nefhdir
hafa kerfið til at-
hugunar og mikil-
vægt er að skoða
árangurinn eftir
þennan tima,
draga lærdóm af
því sem liðið er.
Krafan sem við
hljótum að gera til
keríisins er vemd-
im fiskistofnanna
með hámarksveið-
ar fyrir augum,
hagkvæmni við
veiðar, þ.e. há-
marksveiði með
lágmarksfjárfest-
ingu og réttlæti við
úthlutun og skipt-
ingu arðs af sam-
eign þjóðarinnar.
Lítum á hvemig
þetta hefur tekist.
Fiskveiöarnar
Ef yfirlit er skoð-
að yfir þorskveið-
amar á þessu tíma-
bili veldur það
nokkrum vonbrigð-
um. Skýringar sem til staðar em
þurfa athugunar við.
(Sjá töflu nr. 1 hér að ofan.)
Þorskaflinn er verulega minni
en í upphafi Fiskstjómartímabils-
ins. Margt kann aö valda. Veitt
var lengi vel meira en ráðlagt var
með tilkomu kvótakerfisins. At-
hugun sýnir að staðan er þessi:
(Sjá töflu nr. 2 hér að ofan.)
Af þessum tölum sést að skipa-
stóllinn hefur vaxið verulega á
tímabilinu eða um 14%. Hagræð-
ing hefur ekki orðið sú sem vænst
var. Vélarafl flotans hefur líka
stóraukist.
(Sjá töflu nr. 3 hér að ofan.)
Skuldir sjávarútvegs hafa auk-
ist gríðarlega á tímabilinu, aukn-
ingin er 50% frá 1995.
(Sjá töflu nr. 4 hér að ofan.)
Af þessu sést að eignastaða sjáv-
arútvegs hefur stórversnað á tíma-
bilinu. Þetta er auðvitað grafalvar-
legt og timi til kominn að menn
leiti skýringa.
Niöurstaöan
Allir sem þetta lesa sjá að nauð-
synlegt er að krystalla ávinning-
inn af fiskveiðistjómunarkerfinu.
Þessar tölur og línurit sýna okkur
að eitthvað mikið er að. Sá ávinn-
ingur sem kerfið átti að hafa i för
með sér sést ekki. Þess verður að
krefjast að þeir sem harðast hafa
barist fyrir þessu kerfi og varið
það skýri þessar tölur. Gríðarleg
deila hefúr verið í okkar samfé-
lagi vegna fiskveiðistjómunar-
kerfisins. Sú hrikalega eignatil-
færsla sem orðið hefur i kjölfar
þessa stjómunarkerfis er ekki
ásættanleg. Óöryggi byggða og
einstaklinga er ekki ásættanleg.
Óskaplegir gallar kerfisins
hafa verið varðir með því að hag-
ræði veiðanna hafi aukist, komið
hafi verið í veg fyrir offjárfest-
ingu í fiskiskipaflotanum og
vemdun fiskistofnanna tryggi
auknar veiðar. Tölumar hér að
ofan sýna allt annað. Undarlegt er
ef þetta heldur ekki vöku fyrir
einhverjum ábyrgum stjómmála-
manni.
Guðmundur G. Þórarinsson
Skoðanir annarra
Skattlagning lífeyrisgreiðslna
„Krafa eldri borgara um að vaxtahluti lífeyris-
greiðslna þeirra verði skattlagður með sama hætti og
aðrar fjármagnstekjur er bæði réttmæt og skiljanleg.
Þetta baráttumál eldri borgara er ekki nýtt af nál-
inni, því þeir hafa ítrekað bent á órréttmæti þess, að
af lífeyri er greiddur 38,34% tekjuskattur þegar hann
kemur til útborgunar. Það á bæði viö um inngreidd
iðgjöld og uppsafnaða vexti. Þegar haft er í huga að
uppsafnaðir vextir nema að jafnaði, að minnsta kosti,
tveimur þriðju hlutum útborgaðs lífeyris, þá er krafa
eldri borgara um aö skattaleg meðferð þeirra fjár-
magnstekna verði hin sama og skattaleg meðferð
annarra fjármagnstgekna í hæsta máta eðlileg.“
Úr forystugrein Mbl. 16. des.
Þenslan þrýstir á
„Endurskoðuð þjóðhagsáætlun efnahagssérfræð-
inga ríkisstjómarinnar undirstrikar enn frekar en
áður þær hættur sem felast í nánast stjómlausri
þenslu síðustu missera. Alvarlegasta ábendingin er
sívaxandi verðbólga ... Auðvitað ber að taka spádóma
Þjóðhagsstofnunar með nokkurri varúð. Reynslan
sýnir að hún er enginn stórisannleikur. Fyrir ári
spáði stofnunin því að viðskiptahallinn yrði hátt í
tíu milljörðum minni en hann varð í reynd á þessu
ári. Með þá reynslu í huga má alveg eins búast við
því að hið sama gerist á næsta ári. Einkum virðist
þó liklegt að verðbólgan verði umtalsvert meiri en
nú er spáð nema stjómvöld gripi til mun róttækari
aðgerða til að hemja þensluna en til þessa.“
Elías Snæland Jónsson í Degi 16. des.
Schengen-samstarfið skref fram á við
„Schengen-samningurinn er í meginatriðum um
frjálsa för fólks um innri landamæri aðildarríkjanna
og afriám persónueftirlits við innri landamæri... Allt
samstarf löggæsluyfirvalda, sem hefúr það að mark-
miði að spyma við meðferð fikniefha, hvort sem um
er að ræða á innlendum vettvangi eða erlendum, er af
hinu góða og reynslan sýnir að slíkt samstarf getur
skilað umtalsverðum árangri. Schengen-samstarfið
mun væntanlega enn auka líkur á árangri en vara ber
við því að það kunni að vera lausn alls vanda hvað
þennan málaflokk varðar."
Ómar Smárí Ármannsson í Mbl. grein 16. des.