Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 Fréttir Söguleg jól á Bessastöðum: Dorrit sameinaðist forsetafjölskyldunni Eins og DV greindi frá dvaldi Dorrit Moussaieff hér á landi og eyddi jólunum með Ólafi Ragnari Grímssyni og fjölskyldu hans. Á að- fangadagskvöld hlýddu þau á aftan- söng í Selfosskirkju og snæddu síð- an jólamáltíðina á heimili Þóru Þór- arinsdóttur, stjúpdóttur forsetans og dóttur Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur heitinnar. Var það sam- kvæmt hefð sem myndast hefur i íjölskyldu forsetans að eyða að- fangadagskvöldi hjá dætrum Guð- rúnar Katrínar og samkvæmt heim- ildum DV verður að líta á nærveru Dorrit Moussaieff á Selfossi sem tákn um að tilfinningasamband Háteigskirkja: Brotist inn í bíla kirkjugesta Hliðarrúða var brotin í tveimur bifreiðum fyrir utan Háteigskirkju laust eftir miðnætti aðfaranótt jóla- dags. Kirkjugestir hafa vafalaust ver- ið að hlýða á miðnæturmessu þegar skemmdarverkin voru unnin. Úr öðr- um bílnum var tekinn bakpoki með skartgripum og einnig geislaspilari. Lögreglan segir að ekki sé ljóst hvert verðmæti gripanna sé. Óvenjumikið hefur verið um innbrot í bUa um há- tíðirnar. -hól Bílstjóri hlaut bakmeiðsl Umferðin hefur gengið nokkuð vel um hátíðarnar enda vænlegast að fara sér að engu óðslega. Eitt um- ferðarslys varð þó á gatnamótum Hjarðarhaga og Suðurgötu á mið- nætti á aðfangadag. Klippa þurfti annan bílstjórann úr flaki bifreiðar- innar en hann hafði hlotið bak- meiðsl og var fluttur á slysadeUd. Bifreiðin var fLutt af vettvangi með krana en hann var óökufær. Fólk hefur ekki farið varhluta af hálkunni sem verið hefur á götum og gangstéttum borgarinnar síðustu daga en kona í Breiðholti varð fyrir því óhappi að detta í hálkunni í gærdag og ökklabrotna. -hól Bruni varð í einu af elstu húsum miö- bæjarins, Laugavegi 12, á jólanótt. Kveikt haföi veriö í rusli í portinu meö þeim afleiöingum aö kviknaöi í hús- inu en þaö var reist árið 1903. Tók þaö slökkviliöiö rúma klukkustund aö ráöa niöurlögum eldsins en litlu mun- aöi aö verr væri. DV-mynd KÖK Tilviljun númer 38 Þrjátíu og átta ára gömul kona í vesturbæ Reykjavíkur varð fyrir því óláni rétt fyrir jól að þrennum nýjum skóm var stolið af stigapalli hennar á þriðju hæð í húsi númer 38. Skórnir voru allir númer 38 og keyptir í skó- versluninni 38 þrep. Upp á stigapall konunnar eru 38 tröppur. „Mér þykir þetta undarleg tilvilj- un,“ sagði konan sem var skólaus um jólin. -EIR hennar og forsetans sé komið á það stig að annað og meira sé í vændum í þeim efnum. Á Þorláksmessukvöld blönduðu forsetinn og Dorrit geði við Reyk- vikinga í miðbæ höfuðborgarinnar „Það voru tvær ljósmæður, sonur minn, mamma og tvær vinkonur mínar viðstödd fæðinguna. Svo hoppaði kisan upp i rúm og kanarífuglinn söng,“ sagði rithöf- undurinn og ljóðskáldið Didda sem ól son á aðfangadagskvöld. Didda átti soninn, sem nefndur hefur ver- ið Hrafn, á níunda tímanum á að- fangadagskvöld. Hún átti von á sér á gamlársdag og var í rólegheitum í mat á aðfangadagskvöld í Kópavog- inum. Svo fór allt af stað og barnið var komið í heiminn á heimili Diddu á Bræðraborgarstígnum um kvöldið. Faðir drengsins er frá Jamaíku en er búsettur á Kúbu en Didda hefur dvalið þar um hríð. En var löngu ákveðið að fæða barnið heima? „Nei, ég hafði reyndar lesið um það i vikunni á undan og dreif bara í því. Ljósmóðir var reiðubúin og við höfum verið í stöðugu sam- bandi. Þetta gekk mjög vel og það var stöðugur gestagangur um kvöldið og nóttina. Ég er búin að vera svo stútfull af adrenalíni og er rétt að koma mér niður á jörðina núna,“ sagði Didda í samtali við DV í gærkvöld. Alls fæddust níu börn á aðfanga- dag, sex drengir og þrjár stúlkur. Að sögn ljósmóður á fæðingardeild Landspítalans hafði verið rólegt í og önduðu að sér andblæ jólanna sem þá voru á næsta leiti. Á jóladag sóttu þau síðan messu í Bessastaða- kirkju ásamt Döllu dóttur forsetans. Að sögn þeirra sem á vegi forsetans og vinkonu hans urðu var Dorrit fæðingum fyrir jól en það byrjaði fjörlega hjá þeim á Þorláksmessu en alls fæddust þá 12 böm. Á jóla- ákaflega alúðleg og óskaði fólki gleðilegra jóla á nær þvi lýtalausri íslensku. Ör andliti hennar skein gleði sem einkennir þá sem fá að vera í samvistum við sína kærustu á fæðingardegi frelsarans. -EIR dag fæddust 10 börn en að meðal- tali fæðast 7-8 börn á degi hverjum. -hól Forsetinn, Dorrit Moussaieff og Dalla Ólafsdóttir ganga til kirkju á Bessastööum á jóladag. Dorrit óskaöi Ijósmynd- aranum gleðilegra jóla á nær því lýtalausri íslensku. DV-mynd S Skáldið Didda ól son á aðfangadagskvöld: Jólabarn á Bræðraborgarstíg Didda með nýfæddan son sinn, Hrafn Didduson, sem fæddist á aöfangadag. Sonur hennar, Úlfur, var viöstaddur fæðinguna á heimiii þeirra en hann færði móður sinni gjöf áður en búiö var að klippa á naflastrenginn milli mæðgin- anna. DV-mynd Pjetur Stuttar fréttir dv Fáir ferðamenn Fjöldi erlendra ferðamanna sem gista hér um áramótin veldm' von- brigðum, að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra. Fjöldinn verður hliðstæður því sem var í fyrra, en margir höfðu vonast til að mikil aukning yrði á ferðamönnum um áramótin. Ástæðan er m.a. tal- in vera ótti við 2000-vandann. RÚV sagði frá þessu. Blóðgjafir á Þorlák Margir gáfu sér tíma i jólaösinni á Þorláksmessu til að gefa blóð. Á milli 140 og 150 manns heimsóttu Blóðbankann í þessum tilgangi og voru starfsmenn bankans hæstá- nægðir með framtakssemi fólks, svona rétt fyrir jólin. Morgunblað- ið sagði frá. Samið um samlag Samningaviðræður standa yfir milli forsvarsmanna Kaupfélags Eyfirðinga og fulltrúa mjólkur- bænda á Eyjafjarðarsvæði um eign- arhluta bænda í samlaginu. Búast má við að bændur fái um 30%^40% eignarhlut -auk forkaupsréttar á ákveðnum hluta til viðbótar. RÚV sagði frá þessu. Margir fulltrúar Aldrei hafa fleiri sendifulltrúar Rauða kross íslands verið erlendis við hjálparstörf. Þrjátíu hafa verið sendir utan á þessu ári Morgun- blaðið sagði frá. Perluhátíð Um 300 manns eyða gamlárs- kvöldi á hátíðarkvöldi í Perlunni i tilefni af því að Reykjavík verð- ur menningar- borg Evrópu árið 2000. Þar af hefur menning- arborgin boðið um hundrað manns frá ríki og borg sem tengist verkefninu. Ólafur Ragnar Grímsson og Davið Oddsson verða þó fjarri góðu gamni. RÚV sagði frá. Váktað fyrir 24 milljónir í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er lagt til að 24 milljónir króna verði veittar til að vakta Mýrdals- og Eyjafjallajökul. Visindamenn segjast sæmilega ánægðir með fjár- veitinguna, en sögðu þó að æski- legra hefði verið að flárveitingin hefði verið meiri. RÚV sagði frá þessu. Feröamenn í Hveragerði Ferðamenn eyða fjórfalt meiri fjármunum í gúrkubænum Hvera- gerði en annars staðar á landinu og koma margir hverjir þangað oftar en einu sinni á ári, samkvæmt skýrslu sem Hveragerðisbær hefur látið vinna. Þar kemur m.a. fram að um 200.000 manns heimsæki bæ- inn á ári hverju. RÚV sagði frá þessu. Hvassviðri um áramót Útlit er fyrir hvassviðri og leið- indaveður um allt land á gamlárs- kvöld, að mati Þorsteins Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu ís- lands. Þetta stafar af sprengilægð, en spáin er enn ótrygg vegna þess að nokkrir dagar eru til áramóta. RÚV sagði frá. Óeðlilegt útboð Jóhann G. Bergþórsson segir að samningum sem gerðir voru milli Lands- virkjunar og norrænnar verktakasam- steypu árið 1991 um fram- kvæmdir viö Fljótsdalsvirkj- un hafl verið haldið. Hann telur óeðlilegt að Landsvirkjun hafi tilkynnt að haldið verði nýtt útboð vegna framkvæmdanna. Mbl. sagði frá þessu. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.