Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.12.1999, Page 29
MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1999 37 4. Kryddpían Emma vill að allir haldi lífi og limum á gamlárskvöld. Salma sæta í spænska mynd Salma Hayek, mexíkóska þokkagyðjan og kvikmyndaleik- konan, er ekki einasta komin með nýjan kærasta heldur hefur hún þekkst boð um að leika í spænskri kvikmynd. Það hefur hún ekki gert áður. Hún mun því halda til Spánar í næsta mánuði, að því er fréttir herma. Umrædd mynd er af gamansama taginu og þar leikur Salma mexíkóska gengilbeinu i Madríd sem hefur slík áhrif á ungan mann að hann snarhættir við að kála sér þar sem lífið sé flott. upp að altarinu Hver veit nema Jerry Seinfeld, grinistinn grínaktugi, verði geng- inn í heilagt hjónaband þegar þessi orð birtast á prenti. Bandar- ískt blað hélt því nefnilega fram á Þorláksmessu að Jerry og kærast- an Jessica Sklar ætluðu að láta pússa sig saman einhvern tíma milli jóla og nýárs. Eins og glögg- ir menn muna var Jessica nýkom- in úr brúðkaupsferð þegar hún féll gjörsamlega kylliflöt fyrir grínistanum og íslandsvininum Jerry. Og varð þá ekki aftur snúið. Ástin sigraði. Emma kryddpía sinnir öryggismálum: Rakettur varasamar Eftir einn ei sprengi neinn. Þannig hljómar viðvörunin sem kryddpían Emma hefur tekið að sér að hamra inn í hausinn á löndum sínum Bretum fyrir væntanleg ára- mót. Stúlkan á að sjálfsögðu við að ekki eigi nokkur maður að sprengja flugelda hafi hann haft áfengi um hönd. Allir vita jú hvaða afleiðingar slíkt óvarlegt atferli getur haft í fór með sér. „Munið að áfengið hefur áhrif á dómgreindina,“ segir kryddpían. Og á þá væntanlega að þau áhrif séu ekki til hins betra. Kryddpian heldur áfram og segir að áfengi hafl einnig áhrif á hreyf- ingar okkar og hæfileikann til að hafa stjóm á þeim og samhæfa þær. „Flest okkar taka meiri áhættu þegar við erum undir áhrifum. Gæt- ið því þess að sá sem kveikir í flug- eldunum hafi ekki bragðað neitt,“ segir Emma. Óhætt er að beina þessum orðum til íslendinga líka. Sviðsljós Jean Gabin var leikara bestur Frakkar halda með sínum mönnum, hafa alltaf gert og munu halda því áfram. Að minnsta kosti þykir þeim Jean Gabin vera kvikmyndaleikari aldarinnar. Gabin hlaut mestan stuðning í skoðanakönnun sem kynnt var fyrir jól. Charlie Chaplin varð í öðru sæti en flfla- látaleikarinn Louis de Funés í þriðja. Gérard Depardieu naut mestrar hylli lifandi leikara. MJLlIM Áning stendur við Reykjanesbrautina til móts við Linda- hverfið í Kópavogi. fÁningu er hraðbanki og snertibanki, bíla- þvottastöð, bensín- stöð og veitingasala sem afgreiðir bæði í sal og beint í bílinn. spb» SPARiSJÓÐUR. HAFNARFJARÐAR 03 ódýrt bcnsin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.