Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 Neytendur Snarl í áramótagleöina: Göðir smáréttir lífga upp á veisluna Skemmtilegir smáréttir setja hátíöarbrag á veisluna. Flestir ætla sjálfsagt að gera sér glaðan dag um áramótin og margir ætla að halda fínar veislur og bjóða góðum gestum heim í tilefni af komu ársins 2000. Góöur matur og drykkur er ómissandi er veislu gjöra skal. Hér á eftir fara nokkrar uppskriftir af alls kyns smáréttum og snarli sem hentar vel í áramóta- gleðina og hægt er að búa til með góðum fyrirvara. Einnig fylgja hérna nokkrar uppskriftir að drykkjum fyrir þá sem ætla að sötra eitthvað annað en kampavín og fyr- ir þá sem ekki neyta áfengis. Fljótlegir smáréttir Auk hefðbundinna smárétta eins og ostapinna og snitta má gera skemmtilega og fljótlega smárétti úr pitsudeigi. Hér fylgir uppskrift af einum pitsubotni en að sjálfsögðu má margfalda uppskriftina ef búa á til mikið af smáréttum. Pitsudeig 1 1/2 bolli hveiti 1/4 msk. salt 1 tsk. þurrger 120-150 ml volgt vatn 1 msk. ólífuolía Aöferö 1) Sigtið hveitið og saltið saman í skál. 2) Blandið þurrgerinu saman við. 3) Gerið holu í miðjuna og hellið vatninu þar í. Blandið öllu saman í mjúkt deig. 4) Hnoðið deigið þar til það er sprungulaust og látið þaö í smuröa skál. Setjið plastfílmu yfír og látið deigiö lyfta sér í um eina klukku- stund. 6) Hnoðið deigið aftur og fletjið það út. Laxahnossgæti Þessar girnilegu laxakökur renna ljúflega niður í tveimur eða þremur munnbitum með kampavíninu eða gosinu. 1 pitsudeig 1 msk. niðurskorinn graslaukur 1 msk. ólífuolía 75-115 g af reyktum laxi, skorinn í ræmur 4 msk. sýrður rjómi 2 msk. kavíar graslaukur til skreytingar Aðferö Hnoðið niðurskorna graslaukn- um Scunan við pitsudeigið og fletjið það síðan út. Skerið út litlar kökur úr deiginu, t.d. með glasi og pikkið hverja köku með gaffli. Penslið með olíu og bakið í 200°C heitum ofni í -10-15 mínútur. Setjið laxaræmurnar ofan á kök- umar, smávegis af sýröum rjóma þar ofan á og kavíar í miðjan rjómann. Skreytið síðan með gras- lauk. Eftirlæti Stjána bláa Hann Stjáni blái myndi hoppa hæð sína í loft upp af gleði ef hann smakkaði þessar partípitsur um áramótin, því uppistaðan í þeim er spínat. 1 pitsudeig 115 g frosið spínat, þýtt og allt vatn látið leka af því 50 g parmesan-ostur 50 g tofu 1 hrært egg olía til djúpsteikingar salt og svartur pipar 2 msk. graslaukur Aöferö Hrærið spínatinu, tofuinu, ostin- um, graslauknum, saltinu og pip- amum saman í skál. Fletjið út deig- ið og búið til litlar kökur, t.d. með glasi. Setjið um það bil eina teskeið af spínatblöndunni á annan helm- ing hverrar köku. Penslið afganginn af deiginu með eggi og lokið síðan kökunni og búið þar með til hálf- mána. Djúpsteikið nokkrar kökur í einu í um 2-3 mínútur. Látið olíuna leka af þeim á eldhúspappír. Skrautlegar smápitsur Þessar skrautlegu smápitsur eru matarmiklar og þær er hægt að búa til daginn áður. 1 pitsudeig 4 msk. ólífuolía 2 msk. rautt pestó 12 svartar ólífur, skornar til helminga 75 g mozzarellaostur 50 g sólþurrkaðir tómatar í olíu 50 g ansjósur, skomar í bita 2 msk parmesanostur fersk steinselja til skreytingar Fletjið deigið út og búið til litlar kökur. Penslið þær með ólífuolíu og smyrjið síðan pestóinu ofan á. Setj- ið síðan hálfar ólífur, mozzarella- ost, tómatana og ansjósumar ofan á. Stráið parmesanosti yfir. Bakið í um 8-10 mínútur og skreytið síðan með steinselju. Sígildar snittur Fyrir þá sem vilja vera á sígildu nótunum um áramótin fylgir síðan uppskrift af girnilegum sjávarrétta- snittum. 1 franskbrauð reyktur lax eggjahræra spergUI páprika stefnselja Franskbrauðssneiðin er stungin út með glasi, u.þ.b. 5 cm í þvermál. Reykti laxinn er skorinn í þunnar sneiðar og raðað á snittuna. Hún er 1 síðan skreytt með eggjahræm, sperglum, papriku og steinselju. -GLM Aöferö Aöferö Drykkir í áramótaveisluna: Skemmtilegir drykkir fýrir börn og fullorðna i Hér fylgja svo nokkrar uppskrift- ir að drykkjum sem ættu að renna ljúflega niður meö smáréttunum fyrir þá sem ætla að sötra eitthvað annað en kampavín og fyrir þá sem ekki neyta áfengis. Hátíöarbolla ' 6 flöskur Motecillo-hvítvín 1 flaska Finlandia-vodka 1 flaska Grand Marnier 1 flaska Cointreau 3-5 lítrar Sprite eða Seven-up ferskir ávextir að eigin vali í stað Grand Mamier má nota einhvem af eftirfarandi likjörum: Créme de Cassis, Cherry Heering eða Kahlua. Blöndun Áfengið er sett í stórt Oát 15 min- útum fyrir framreiðslu, með mikl- um klaka. Gosinu er blandað saman við 5 mínútum fyrir framreiðslu. Þessi lögun gerir 60 glös miðað við 15 sentOítra í glasi og má þá t.d. nota hvítvínsglös. Áríðandi er aö setja ferska ávexti í glösin áður en vínblöndunni er heOt í þau. Nota má t.d. fersk jarðarber, appelsínur, mandarínur eða ferskjur. Notið hins vegar ekki kívíávöxt í þennan drykk. Traustvekjandi (óáfengur) 9 cl hreinn appelsínusafi 3 cl sítrónusafi 1 cl Bols Grenadine mulinn klaki sítrónusneið og kirsuber tO skreytingar. Drykkurinn er hristur saman með klakanum. HeOt í hvítvínsglas og klakinn síaður frá. Skreytt með sítrónusneið og kirsuberi. TO að gera saltröndina á barminn er sítrónu rennt yfir hann og barm- inum síðan dýft í undirskál með salti í. Drykkurinn er hristur saman með klakanum en hann síðan síað- ur frá og drykkurinn borinn fram í breiðum glösum á fæti. Munið síðan aö ganga hægt um gleðinnar dyr og skOja bOinn eftir heima ef áfengi er haft um hönd. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.