Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 Fréttir 27 Konur iðnari við Netið DV, Suðurnesjuxn: Hjá Bókasafhi Reykjanesbæjar i Keflavík veröa útlán svipuö í ár og á síöasta ári. Til fullorðinna er mest lánað af skáldsögum en í bamabók- um er mest lánað af bókum fyrir böm yngri en átta ára. Hulda Björk Þorkelsdóttir for- stöðumaður segir það löngu úrelt að mæla starfsemi bókasafna eingöngu eftir útlánum. „Önnur starfsemi, svo sem upplýsinga- og tölvuþjón- usta, er sifellt viðameiri. Þá er mik- il aukning i notkun Intemetsins á safninu og helmingi fleiri konur en karlar nota Netið hér í bæ. Það sama á við um barnatölvumar, tæp- lega helmingi fleiri stelpur en strák- ar nota tölvurnar." En hver skyldi skýringin vera á því? „Ég hef grun um að skýringin á því af hverju fleiri kvenkyns við- skiptavinir noti tölvur á safninu sé sú aö karlkynið kaupir sér frekar tölvur og tengingar við Netiö eða fái að gjöf heldur en að konur noti það almennt meira en karlar.“ Hulda Björk segir að fyrir þessi jól hafi mest verið spurt um ævisög- Frá Bókasafni Reykjanesbæjar, unga fólkið notar sér ýmsa þá þjónustu sem þar er að finna. DV-mynd Arnheiður ur og viðtalsbækur ásamt skáldsög- t.d. Ólaf Jóhann og Kristínu Marju, um eftir islenska höfunda, eins og svo einhverjir séu nefndir. -A.G. . Hjálpræðisherinn: A annað hundrað manns í mat Margt var um manninn á að- fangadagskvöld hjá Hjálpræðishem- um en alls komu milli 150 og 170 manns í jólamatinn. Boðið er upp á þríréttaðan kvöldverð og kaffi og meðlæti. Þá eru gefnar gjafir og dansað í kringum jólatré og boðið upp á skemmtiatriði. Að sögn Kolbeins Axelssonar, starfsmanns gistiheimilis Hjálpræð- ishersins, er fólkið sem kemur til þeirra af ýmsum toga. „Þama koma erlendir sjómenn, fólk af gistiheim- ilum og fólk sem á ekki fyrir jóla- máltíðinni. Við veittum um 300 manns aðstoð fyrir jól og fleiri sóttu um sem við gátum ekki sinnt,“ seg- ir Kolbeinn. Hjálpræðisherinn nýtur stuðn- ings ýmissa fyrirtækja til að starf- rækja þessa aðstoð en starfsemin er allan ársins hring enda heldur neyðin áfram þrátt fyrir að sjálf jól- in séu búin. -hól Bruni varð í einu af elstu húsum miöbæjarins, Laugavegi 12, á jólanótt. Kveikt haföi veriö í rusli í portinu meö þeim afleiöingum aö kviknaöi í húsinu en þaö var reist áriö 1903. Tók þaö slökkviliðiö rúma klukkustund aö ráða niöur- lögum eldsins en litlu munaði aö verr færi. Fremur rólegt var um hátíöarnar hjá slökkviliðinu en einna helst bar á bruna vegna útikerta. DV-mynd KÖK KOKTEELUPPSKRIFTABÓK FYLGIR HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.