Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 Spurningin Hvaö er merkilegasti atburöur sem þú upplifðir á öldinni? Einar Örn Guðmundsson nemi: Þegar litli bróðir minn fæddist. Guðmundur Þór Vilhjálmsson nemi: Þegar ég fékk 9 í skyndiprófi i stærðfræði. Þorgeir Þorsteinsson: Ég held að það sé fæðing mín, annars væri ég ekki hér. Hrafn Jóhannesson nemi: Mín eigin fæðing, það er frábært að vera lifandi. ívar Karl Hafliðason nemi: Fæð- ing litlu systur minnar. Siguröur Ástgeirsson nemi: Þegar ég tók á móti fyrsta lambinu í sveit- inni. Lesendur Hvar eru þingmenn Reykjavíkur? - og til hvers eru þeir? Halldór Ólafsson skrifar: Ég veit ekki hverjum ég var að gefa atkvæði mitt í síðustu alþingis- kosningum. Ég hélt eins og margir kjósendur í Reykjavík að verið væri að velja úr hópi manna einstaklinga til að fara með umboð okkar Reyk- víkinga inn á alþingi íslendinga. En það er nú öðru nær. Þeir sem bjóða sig fram á þeirri forsendu að þeir muni vinna kjördæminu gagn eru aðeins að útvega sjálfum sér fram- færslu og láta hvorki heyra i sér eða láta sig varða kjördæmamál höfuð- borgarbúanna En ég segi takk fyrir. - Ég vil gefa þessu fólki frí, það mun efalaust nýtast betur i öðrum störfum með sína þekkingu og hæfni. Fróölegt væri aö vita hvert hlutverk þing- manna í Reykjavík er. Ég var að heyra í útvarpsfréttum, að ekki yrði lagt í vegabætur í þessu kjördæmi á næsta ári því hér væri þenslan svo mikil að úr henni yrði að draga. Og skal það koma niður á þessu kjördæmi. Nú skyldi maður ætla að þingmenn okkar Reykvíkinga mótmæltu slíku hátta- lagi og heimskra manna tali en þeir virðast ekki ætla að hreyfa neinum mótmælum við þessa ákvarðana- töku. Þeir ætla að láta sér nægja að fá Reykjavíkurflugvöll endurnýjað- an. Og hann er jú, eins og allir vita, aðallega fyrir landsbyggðarfólkið. Þingmenn landsbyggðarinnar kom- ast ekki upp með svona vinnubrögð, Bréfritari leggur til að þingmenn Reykjavíkur auðkenni sig á Alþingi með sérstökum veifum svo að þeir þekkist frá landsbyggðarþingmönnum, sem virðast ráða ferðinni fyrir Reykjavík sem aðra landsmenn. enda háðir kjósendum sínum að sjálfsögðu. Þingmenn Reykjavíkur láta sig engu varöa gatnakerfið í borginni, það er borgarstjórnin sem er ábyrg fyrir því. Fyrir hverju eru þing- menn Reykjavíkur ábyrgir yfirleitt? Það væri fróðlegt að vita. Væri nú ekki reynandi fyrir þessa kjörnu fulltrúa okkar á Alþingi að vinna fyrir atkvæðunum sínum og gera kjósendum grein fyrir því hvað þeir eru að gera á löggjafarsamkund- unni sem ekki er nú alltaf þéttsetin þótt fundir standi yfir? Þeir geta t.d. haldiö á lofti sérstökum veifum, svo að þeir þekkist frá utanbæjarþing- mönnunum, þegar þing kemur sam- an eftir áramót. Mig langar að sjá hvað ég kaus. Vinátta er viröi gulls á jörö Guðrún María Óskarsdóttir skrifar: Að eiga sanna vini sem sýna okk- ur væntumþykju og umhyggju um hátíðar og í mótbyr lífsins er okkur dýrmætt veganesti í vegferð okkar. Kærleikurinn er nefnilega sú nær- ing sem líf okkar allt byggist á. Hann gengur ekki og mun aldrei ganga kaupum og sölum. Sönn vin- átta er umhugsun um aðstæður ná- ungans, ættingja, vina og vanda- manna, og þaö að láta sig varða sinn minnsta bróður. Allir þeir sem einhverra hluta vegna standa frammi fyrir erfiðum aðstæðum í sorg og öðrum þeim að- stæðum er á kunna að knýja í okk- ar lífi þurfa á okkur hinum að halda sem þekkja spor sem þessi, einkum um jól og áramót þegar sorgin er svo sár og uppgjör á sér stað í að- stæðum okkar. Eitt símtal af okkar hálfu getur verið á við öll auðæfi jarðar til handa þeim sem þarf á slíku að halda. Efnisleg gæði fara nefnilega veg allrar veraldar þegar maðurinn stendur frammi fyrir því að horfa á eftir ættingjum og vinum yfir móðuna miklu og hin sanna umhyggja kærleikans er virði gulls á jörð til handa þeim er eftir standa í þessu jarðlifi. Biðjum fyrir þeim okkar sem þjást og finna til og öllum þeim er erfitt eiga. Ég sendi kærleikans kveðju öllum þeim er þjást um þessi jól, megi bæn til Guðs styrkja og styðja við líf okkar, en bænin er ljós vonar, og það lyf sem lífsins græðir sárin, um mánuði ár og aldir. Útlendingarnir líka í silunginn Silungsveiðimaður á Akureyri sendi þennan pistil: Allir vita hver þróunin hefur orö- ið í laxveiðinni hér á landi undan- farin ár og áratugi. íslenskir brask- arar hafa keypt upp hverja ána af annarri til að selja þær rándýru verði til útlendinga en við heima- menn fáum svo að hirða það sem hrekkur af borðinu, á uppsprengdu verði. Nú hefur það gerst undanfarin ár að þessir íslensku „leppar" eru farn- ir að snúa sér að silungsveiðiánum einnig og ástæðan fyrir þvi að ég sting niður penna er sú að nú hefur Eyjafjarðará verið boðin út. Góð sO- ungsveiðiá sem rennur til sjávar í Pollinn á Akureyri. Eigendur árinn- ar eru um 100 talsins með Akureyr- arbæ og sveitarfélagið Eyjafiarðar- sveit sem stærstu eigendur. Það heyrist og að braskararnir séu komnir í startholumar með tilboð- in, væntanlega í samráöi viö mold- DJ1©[1[R0®^ þjónusta allan sólarhrínginn 'j'jO j 0'J5 Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Veröur Eyjafjaröará, sem fram aö þessu hefur aö mestu veriö stunduö af Ak- ureyringum og öörum Eyfiröingum, umsetin af útlendingum og peninga- mönnum af höfuöborgarsvæöinu? - Menn aö veiöa á Pollinum viö Akureyri. ríka útlendinga, einhverja a.m.k. í bland. Fái fiármagnið að stjórna ferð- inni alfariö í þessu máli er ljóst hvemig fer. Eyjafiarðará, sem fram að þessu hefúr að mestu verið stunduð af Akureyringum og öðrum Eyfirðingum, verður umsetin af út- lendingum og svo peningamönnum af höfuðborgarsvæðinu. Þessir menn munu kaupa veiðileyfin rán- dýru verði og þeir munu skOjanlega leggja sig alla fram um að veiða sem mest þegar veiðileyfin hafa hækkað um 80-100% frá því sem nú er. Þetta mun standa yfir í nokkur ár, og þá veröur áin þurrausin. Eigendur Eyjafiarðarár ættu að hugsa málið til enda. Fyrir lang- flesta eigendurna skiptir það ná- kvæmlega engu máli fiárhagslega hvort áin verður áfram í óbreyttri útleigu, upphæðirnar sem hver og einn eigandi er að fá eru ekki svo háar. Hinir örfáu sem knúðu ána í útboð fyrir peningamennina fyrir sunnan og útlendingana sitja hins vegar uppi með ábyrgðina. Maður er nefndur — alltaf jafnleiðinlegur Hulda skrifar: Ég tek undir með mörgum öðr- um, að þátturinn Maöur er nefndur, sem Sjónvarpið telur af misskiln- ingi að sé hentugur í sjónvarpsdags- skrá, er aOtaf jafnleiðinlegur. Alveg sama hver er tekinn tali. Að vísu er ekki hægt að ásaka viðmælenduma sjálfa heldur þá sem stjóma þessum herfilegu þáttum. Ég tel t.d. að bæði Ármann Snævarr prófessor og Pét- ur Sigurgeirsson biskup séu prýði- legir áheyrnar og komi vel fyrir. Spyrjendurnir, svonefndir, aOir með tölu, eru hins vegar svo upp- skrúfaðir og fleöulegir að manni hrýs hugur við ósköpunum og þessu innbyggða dálæti á ríkis- starfsmönnum og öllu því sem hinu opinbera tengist. Þættir þessir em orðnir veruleg andstyggð, þeir eiga ekki heima í sjónvarpsdagsskrá neins staðar, og hananú. Aðeins Kóka- kóla jólasveina Hörður Sveinsson skrifar: Ég hef lítOlega fylgst með umræð- unni um hinn nýja jólasveinabún- ing sem nú er verið að ýta að okk- ur og krökkunum okkar á karlana sem koma til byggða fyrir jólin. Það er ekki örgrannt um að þarna búi pólitík að baki. Þeir sem helst standa fyrir gamaldags druslunum á jólasveinana íslensku og nefna „nýja búninginn" eru þekktir fyrir að standa tO vinstri í pólitík og þar af leiðandi eru þeir á móti því sem þeir kaUa „Kókakóla" búninginn sem kominn sé frá Ameríku eins og þeir orða það. Ég er alinn upp við Kókakóla jólasveina og vO ekki aðra fyrir mig og mína krakka. Ég vO gömlu durtana og dmslur þeirra út í hafsauga. Ég held að nútíma krakkar séu mér sammála. Níðumst ekki á hestunum Gunnsteinn hringdi: Maður heyrir að umræða er að hefiast aftur um hrossaprang og meint skattsvik við sölu íslenskra hesta tO Þýskalands. Ég hef á tO- finningunni, að landbúnaðarráð- herra og jafnvel forseti Islands muni reyna að mýkja umræðuna eftir megni og láta líta svo út að engir íslendingar séu i svoleiðis málum. Þar séu bara þýskir kaupa- héðnar. En burtséð frá því í bili. Ég er eindreginn stuðningsmaður ís- lenska hestsins og finnst hann ekki tO stórræðanna, svo smár og þung- lamalegur sem hann er. Hann er hins vegar prýðOegur fyrir bömin blessuð og ætti ekki að nota tO reið- ar af öðmm. Hesturinn er enda eft- irsóttur fyrir börn í útlöndum. Mér rennur ávaOt til rifia að sjá stóra og feita karla níðast á blessuðum skepnunum. Það er ljótt að sjá karla með fæturna nema við jörðu og keyra hestinn áfram í fiór- eða fimmgangi. Þetta er níðingsverk gagnvart dýrunum sem nú eru að verða bitbein skattsvikara hér og á meginlandinu. Síðastu flug- eldarnir Donni skrifar: Á það hefur verið minnst að næstu áramót verði þau síðustu sem leyft verði að skjóta rakettum hér á landi. Umhverfisvænir og náttúmsinnar ætli að koma í gegn löggjöf sem banni skotelda og rak- ettur hvers konar vegna mengunar á andrúmslofti og hættu á slysum. Ef svo fer verða mikil affoO í ferða- mannaþjónustunni um áramótin því hundruð ferðamanna koma hingað gagngert tO að njóta flug- eldasýningarinnar á gamalárskvöld ár hvert. En svo römm getur ringul- reið hugans oröið að menn fari að taka mark á umhverfisvænum í þessu efni og hér verði orðið rak.- ettulaust land aldamótaárið sem eins og aOir vita er þamæsta ár en ekki á komandi áramótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.