Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 9 Útlönd 8 fórust í nýju fárviðri í Frakklandi: Hreinsunar- starf hafiö Hreinsunarstarfið er hafið eftir fárviðrið sem gekk yfir Vestur-Evr- ópu um jólahelgina og varð meira en sjötíu manns að bana. Byrjað var að ryðja follnum trjám af vegum og jámbrautarlínum í gær og viðgerð- ir hafnar á slitnum rafmagnslínum. Nærri ein milljón heimila i Frakk- landi, þar sem ástandið var verst, var enn án rafmagns undir kvöld í gær. Farþegar með lestum og flugvél- mn sem höfðu verið strandaglópar komust loks leiðar sinnar. En á sama tíma og Frakkar voru að ná sér eftir ósköpin á sunnudag fór hann aftur að blása seinnipart- inn í gær. Vindhraðinn náði 198 kíiómetra hraða á klukkustund í suðvesturhluta landsins snemma kvölds. Vitað er að átta fórust af völdum veðurofsans í gær. Alls lét- ust því rúmlega þrjátíu manns í Frakklandi í hamforum síðustu daga. Fréttir herma að fimm manns hafi týnt lífi á norðurhluta Spánar í gær. Þar á meðal urðu tveir undir krana sem vindurinn feykti um koll í borginni Bilbao. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, hraðaði sér heim frá Egyptalandi í gær til að kanna skemmdirnar. Hann lýsti óveðurs- héruðin sem hamfarasvæði. Það þýðir að íbúamir geta fengið tjón sitt bætt mun hraðar en ella. Forsætisráðherrann bar einnig lof á lögreglu og slökkvilið sem tókst að sinna ellefu þúsund af sext- án þúsund neyðarköllum á sunnu- dag og mánudag. „Þetta eru náttúruhamfarir sem eiga ekki sinn líka,“ sagði Jospin þegar hann klofaði yfir faUin tré í hallargarðinum í Versölum skammt frá París í gær. „Neyðarþjónustan hefur unnið frábært verk.“ Yfirvöld í Bretlandi, þar sem átta fórust, sögðu í gær að hundruð heimila yrðu í hættu á næstu dög- um vegna yfirvofandi flóða í hátt á þriðja hundrað ám i suðurhluta landsins. Heldur ófagurt var um að litast í þeim fræga Boulogne-skógi í París í gær eft- ir fárviöri helgarinnar. Þar, eins og annars staðar, höföu trén brotnað eins og eldspýtur i veöurhamnum. Rúmlega þrjátíu týndu lífi ( Frakklandi. Lopez látin laus eftir yfirheyrslur Jennifer Lopez er laus allra mála og veröur ekki ákærð. Símamynd Reuter Leik- og söngkonan Jennifer Lopez var látin laus úr haldi New York-lögreglu á ellefta tímanum í gærkvöld. Hún var handtekin fyrr um daginn ásamt unnusta sínum Puff Daddy en þau voru grunuð um aðild að skotárás á næturklúbbi í New York þar sem þrír særðust. Vitni bera að Daddy hafi átt í erj- um inni á staðnum. Skömmu eftir skotárásina lögðu Lopez og Daddy á flótta og upphófst mikill bílaeltingarleikur um Manhattan. Þau voru á endanum stöðvuð af lögreglu og fannst þá ólögleg byssa á gólfi bifreiðarinnar. Lopez kvaðst engan þátt eiga í skotárásinni og var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Hún er laus allra mála og verður ekki ákærð. Puff Daddy bíður úrskurðar um hvort hann verður ákærður vegna málsins. HÉRSERÐU AF HVERJU SUMIR VILJATAKA VINNUNA MEÐ SÉR H8IM Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 26.243 kr. á mánuði Fjármögnunarieiga Utborgun 238.554 kr. 14.718 kr. á mánuSi Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 29.086 kr. á mánuSi Fjármögnunarleiga Utborgun 269.076 kr. 16.601 kr. á mánuSi Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 45.078 kr. á mánuSi Fjármögnunarleiga Utborgun 431.727 kr. 26.637 kr. á mánuði Rekstrarleiga er miðuð er við 24 mánuði og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarlaiga er miðuð viö 60 mánuði og 25% útborgun, greiðslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á leigugreiðslur en viðkomandi fær hann endurgreiddan ef hann er með skattskyldan rekstur. Allt verð er án vsk. ATVINNUBÍLAR FyRIRTÆKjAÞJÓNUSTA Grjóthálsi 1 Si'mi 575 1200 Söludeild 575 1225 RENAULT 00TT róu MtCANN-rtlCKSON SlA • KS)I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.