Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 10
10 enmng ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 JjV Vankaður Jón íflottri sýningu Það fer vart milli mála að þjóðsagan Sálin hans Jóns mins heillaði Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Hann orti ljóð samnefnt þjóðsögunni (1933) en lét ekki þar við sitja. Árið 1941 var Gullna hliðið frumsýnt og þar með var komin til sögunnar ein af eftirminnilegustu persónum íslenskra leikbókmennta. Ekki fær hún nafii kerlingin, sem vill aðeins það besta fyr- ir sinn lata og hortuga eigin- mann, en verður engu að síð- ur erkitýpa allra þeirra, sem setja kærleik og fyrirgefn- ingu ofar öllu. Hún lætur ekkert aftra sér frá því að koma breyskri sál Jóns inn í Himnaríki, þó svo að honum sé ætlaður annar staður og við ofurefli að etja. Nútímalegar leikhúshug- myndir En hvað var það í þessari einföldu sögu, sem varð skáldinu slíkur innblástur? Jú, þar kemur skýrt fram togstreitan á milli mannlegra eðlisþátta (sem leiða okkur óhjá- kvæmilega í ógöngur) og þess guðdóms, sem gaf okkur þessa sömu kenndir, en dæmir okkur úr leik, ef við látum fallast fyrir freistingum. Undirliggjandi er kímni, sem er afskaplega þjóðleg og fellur vel að verald- arsýn skáldsins. Óréttlæti og yfirgangur þeirra sem meira mega sin gagnvart smæ- lingjum er líka áberandi og þar lætur þjóð- sagan hina síðustu verða fyrsta. Davíð gerir átök góðs og ills að hreyfiafli verksins og inntakið byggir á ríkri trú. Margar af persónunum eru hans eigin hug- arsmíð og þjóna dramatísku hlutverki á leiksviðinu. Þar fer sjálfur Óvinurinn auð- vitað fremstur í flokki. Hilmir Snær Guðna- son leikstýrir nú i fyrsta skipti á Stóra sviði Þjóöleikhúss og hann aðlagar verkið ýms- um nútíma leikhúshugmyndum. í upphafi er ákveðin vísun um það að allt sé þetta draumur kerlingar og er hún byggð á orð- kerlingin eru að ýmsu leyti túlkaðar á nýjan hátt, þau eru yngri og hófstilltari bæði tvö en á árum áður. Þetta er áhugaverð leið, en mér fannst ekki takast full- komlega að gæða þau hjón- in nægilegu lífl (enda Jón garmurinn steindauður) og þar með vantaði ákveðna kjölfestu í verkið. íburðarmikill ein- faldleiki Edda Heiðrún Backman er falleg og góðleg kerling, seiglan leynir sér ekki, en örvæntingin sem gefur henni kraft til þess að fram- kvæma hið ómögulega er frekar veik. Pálmi Gestsson leikur Jón, sem á dauflega vist í skjóöunni og er eins og hálfvankaður yfir þessu öllu saman. Hann hefði að ósekju mátt vera dá- líðið sprækari og kröftugri. Óvinurinn er í þessari uppfærslu túlkaður af Guðrúnu S. Gísladóttur og er sú hugmynd að láta konu túlka djöfulinn sjálfan nýtt út í æsar. Bún- ingar hennar eru tilkomumiklir, en þaö var stór galli á sýningunni hvað mergjaður texti Óvinarins skilaði sér illa. Sýningin er íburðarmikil í einfaldleik sínum og hópur afbragðsleikara kemur fram í ýmsum hlutverkum. Heildarsvipur er vandaður og eftirkeimurinn af sýning- unni notalegur. Samt var eins og einhvern herslumun vantaði á að inntakið skilaði sér fullkomlega og það vantaði meira líf og heitt blóð í æðar. í einu orði mætti hins vegar segja að sýningin sé flott. Þjóðleikhúsið sýnir á Stóra sviði: Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Lýsing: Páll Ragnarsson Búningar: Elín Edda Árnadóttir Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Tónlist: Páll ísólfsson o.fl. Tónlistarumsjón: Jóhann G. Jóhannsson og Sigurður Bjóla Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason Mergjaöur texti Óvinarins skilar sér illa, en sú hugmynd aö láta konu leika hann er nýtt út i æsar. Leiklist Auður Eydal um Davíðs sjálfs og fellur auk þess ágætlega að skilningi áhorfenda í dag. Góðir sprettir Einfaldur bakgrunnur kallast á við íðil- fagrar myndir á sviðinu. Leikurinn er frem- ur hófstilltur miðað við efni og aðstæður og kímnin í verkinu er í þessari uppfærslu ekki síður látin njóta sín í ýmsum sjónræn- um útfærslum þar sem ekkert er til sparaö. Búningahönnun og litaval er innblásið af anda ævintýris og óhætt að segja að sýning- in sé oft mikið sjónarspil. Leikhúsbrellur eru óspart notaðar og eldar vítis loga glatt þegar fordæmdar sálir hrapa í djúpiö. Framvindan var hins vegar ekki nógu samfelld, sérstaklega í fyrri hlutanum, og þar tók sýningin góða spretti en datt niður á milli. Þegar á leið þéttist skriðiö og eftir því sem nær dró hinu gullna hliði var eins úr meiru að moða. Aðalpersónurnar Jón og Fátækir verða ríkir Afaspil í Borgarleikhúsinu: Þegar leikararnir skemmta sér gera áhorfendur þaö víst líka. DV-mynd E.ÓI. Öm Ámason leikari hefur mörg undanfarin ár kynnt barnaefni í morgunsjónvarpi Stöðv- ar 2 og kemur þá fram í hlutverki Afa. Nú hefur þessi landskunna per- sóna flutt sig um set því Afi er kominn upp á litla svið Borgarleik- hússins og í stað teikni- og kvikmynda er nú boðið upp á lifandi túlk- un á fjórum þekktum ævintýrum. Öm hefur ekki einungis valið æv- intýrin og fært þau í leikbúning heldur sem- ur hann líka tónlistina sem flutt er í sýning- unni auk þess að leik- stýra. Líkt og í sjónvarpinu kynnir Afl efnið fyrir áhorfendum og fyrsta ævintýrið er um Geitumar þrjár. Þær búa við ósköp rýra haga og grasið hinum megin við lækinn sem auðvitað er miklu grænna verður loks ómótstæðilegt í augum litlu geitarinnar. Þrátt fyrir vamaðarorð geitapabba um tröllið ógurlega sem býr und- ir brúnni yfir lækinn skokkar litla geitin af stað og kemst klakklaust yfir með því aö lofa tröflinu að enn stærri og gimflegri geit sé á leiðinni. Geitamamma kemst yfir á sama hátt en geitapabbi er ekki jafn lánsamur. Hann lendir í krumlum trölla en nær yflrhönd- inni þegar hann uppgötvar að það versta sem hægt er að gera þessari hræðilegu ófreskju er að kitla hana. Hugdirfska litlu geitarinnar verður því á endanum til góðs og væntanlega lifir geitafjölskyldan ham- ingjusömu lífi það sem eftir er. Fullar hendur fjár í ævintýrinu um Hans og Grétu er það sömuleiðis blanda hugrekkis og klækja sem verður vondu norninni að aldurtila og systkinin komast aftur heim tU fóður síns með fuUar hendur fjár. Jói sem eyðir síð- ustu krónu móður sinnar í baun uppsker líka ríkulega en dóttir malarans í ævintýr- inu RumputrítiU þarf aðstoð við að losna úr klípunni sem faðir hennar kemur henni í Leiklist Halldóra Friðjónsdóttir þegar hann segir hana geta spunnið gull úr hálmi. Eins og í þjóðsögunni um GUitrutt þarf malaradóttirin að komast að nafni dvergs- ins sem spinnur fyrir hana og tekst það á síðustu stundu því ævintýri enda jú aUtaf vel. Það er enginn sérstakur boðskapur í þessari sýningu en þó má benda á að aUar sögupersónumar hafa það um- talsvert betra fjárhagslega við lok ævintýranna en upphaf þeirra! Áhersla á skemmtun AfaspU eins og þessi sýning er nefnd er fyrst og íremst ætluð ungum áhorfendum og ágæflega heppnuð sem slík. Öm leggur megináherslu á að skemmta þó vitanlega komi fyrir atriði og persónur sem fá lítU hjörtu tU að slá hraðar. Sú leið að láta málfar ævintýranna halda sér eykur gUdi sýningarinnar og vísanir út fyrir heim ævintýranna, saman- ber íþróttaálfinn sem sýnir kúnstir í Jóa og baunagrasinu, skemmta hinum fuUorðnu. Leikmynd og búningar Þór- unnar Maríu Jónsdóttur minna um margt á myndskreytingar ævintýrabóka og þjóna sínu hlutverki vel. Eins og gefur að skflja er ekki hægt að gjörbylta sviðinu við upphaf hvers ævintýris og því eru það einfaldar en út- sjónarsamar lausnir sem skapa fjölbreytn- ina. Lýsingin hefur þar mikið að segja en heiðurinn af henni á Kári Gíslason. Leikar- amir Edda Björgvinsdóttir, HaUdór Gylfa- son, HUdigunnur Þráinsdóttir og Valur Freyr Einarsson fara með öU hlutverkin í sýningunni og hafa greinUega gaman af. Vitanlega býður þessi uppfærsla hvorki upp á stórbrotna túlkun né djúpa persónusköp- un en á meöan leikararnir skemmta sér við það sem þeir eru að gera ef næsta víst að það gera áhorfendur líka. Leikfélag Reykjavikur sýnir á Litla sviöi Borgarleikhússins: Afaspil eftir Örn Árnason Tónlist: Örn Árnason Píanóleikur: Kjartan Valdemarsson Lýsing: Kári Gíslason Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir Leikstjórn: Örn Árnason lceland Review Hin fimm fræknu í Iceland Review, sem kom út rétt fyrir jól, kveður tíu manna dómnefnd upp úr með það hverjir séu mestir núlifandi íslenskra mynd- listarmanna. Undir fyrirsögninni „Famous Five“ eru þeir svo tald- ir upp: Kristján Davíðsson, Erró, Finnbogi Pétursson, Ragna Ró- bertsdóttir og Kristján Guð- mundsson. Dómnefndina skipuðu Aöalsteinn Ingólfsson, Bera Nor- dal, Edda Jónsdóttir, Eiríkur Þor- láksson, HaUdór Bjöm Runólfs- son, Hjálmar H. Ragnarsson, Jóhann Axelsson, Jón Proppé, Ólafur Kvaran og Pétur Arason. Enginn höfundur er skráður að greininni en einn dómnefndarmanna hafði samband við DV og kvartaði undan misskilningi sem hefði átt sér stað við þessa atkvæöagreiðslu. Sjálfur hefði hann eingöngu verið beðinn um að nefna listmálara og úrslitin hefðu komið sér ákaflega spánskt fyrir sjónir. Tíbrá vor 2000 í tónleikaröðum Tíbrár í Salnum í Kópavogi á vorönn árið 2000 eru aUs ijórtán áskriftartón- leikar og era þeir fyrstu á ársafmæli Salarins þann 2. janúar. Þá leika Sif Tulinius á fiðlu og Steinunn Birna Ragnarsdóttir á píanó. Margir afbragðslistamenn koma fram á Tí- brártónleikunum, meðal þeirra Kristinn Sig- mundsson og Jónas Ingimundarson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Peter Maté, rússnesku harm- ónikuleikaramir Yuri og Vadim Fjodorov og Rannveig Fríða Bragadóttir. AUs er um að ræða þrjár tónleikaraðir: í röð 1 eru fimm ein- leiks- og samleikstónleikar; röð 2 er hugsuð sem tónleikaröð fyrir aUa fjölskylduna og í röð 3 eru hinir góðkunnu tónleikar „Viö slag- hörpuna". Þar verða fernir söngtónleikar auk tónleika sem hlotið hafa heitið Tónlist, ljóð og myndir. Áskriftarsala er þegar hafin i anddyri Salar- ins. Opið er á venjulegum afgreiðslutíma mflli jóla og nýárs og eru miðapantanir í síma 5 700 400. Teikning af garðhúsi Hjördísar og Dennis. Garðhúsabær Sameiginlegt framlag Arkitektafélags Is- lands og Listasafns Reykjavíkur tU dagskrár menningarborgarársins 2000 er Garðhúsabær eða Kolonihaven, alþjóðlegt verkefni í bygging- arlist. Það verður líka liður í dagskrá Listahá- tíðar í Reykjavík næsta vor. Kjarni þess er sýning á Kjarvalsstöðum á teikningum og lík- önum garðhúsa eftir heimsþekkta arkitekta sem opnuð verður í maí næstkomandi. í hópi sýnenda eru arkitektarnir Mario Botta, Ric- hard Maier, Henning Larsen, Arata Isozaki og Aldo Rossi. í tengslum viö þá sýningu efndi Arkitektafé- lag íslands tfl samkeppni meðal félagsmanna sinna um teikningu á garðhúsi. TUlögurnar sem sendar voru í samkeppnina voru sendar til Danmerkur tU dóms og báru arkitektamir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Jóhannes- son sigur úr býtum. Veröur tiflaga þeirra reist í fullri stærð á Kjarvalsstöðum um leiö og sýn- ingin verður opnuð þar. Hugmyndin um garðlendur kom fyrst fram í lok 19. aldar sem liður í umbótum á aöbúnaði verkafóUcs. Árið 1994 efndu dönsku arkitekt- arnir Kirsten Kiser og Christian Lund tU sýn- ingar þar sem heimsþekktum arkitektum var boðið að hanna garöhús í anda danskrar hefð- ar. Þegar Kaupmannahöfn var menningarborg Evrópu var haldin sýning á teikningum og lík- önum arkitektanna, einnig var aðstandendum sýningarinnar úthlutað svæði í VaUensbæk þar sem nú er garður tileinkaður byggingar- list, Garðhúsabær, með skálum arkitektanna í fullri stærð. í fyrra var haldin sýning í Stokk- hólmi sem byggðist á sömu hugmynd og bætt- ust við þrír heimsþekktir arkitektar með sitt framlag tfl Garðhúsabæjarins að henni lok- inni. Eftir að sýningunni á Kjarvalsstöðum lýkur er stefnt að því að garðhús þeirra Hjördísar og Dennis verði flutt tU Danmerkur og endurreist í garðinum í VaUensbæk. >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.