Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 28
Vinningstölw; miðvikudaginn 29.12. ’99
Heildarvinning&upphœð
42.466.440
Vinningar vinninga Vinning&upphœð
1. 6 at 6 3 12.967.740
2.5 016*., 0 2.301.190
.1.5 0(6 3 129.030
4.40(6 249 2.470
,S-3 0(6.t. u. 553 470
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999
Hafnarfjörður:
Peninga-
falsarar
gómaðir
Tveir menn á þrítugsaldri voru
gripnir í gær þegar þeir reyndu að
koma folsuðum peningaseðlum i
umferð í verslun í Hafnarflrði.
Mennirnir hafa viðurkennt að
hafa falsað 60-100 fimm þúsund
króna seðla, en þeir hugðust ein-
ungis reyna að koma 7 þeirra í um-
ferð og höfðu losnað við fjóra seðla
þegar upp um þá komst. Það var ár-
vökul stúlka í verslun í Hafnarfirði
sem uppgötvaði hvað um var að
vera og leiddi það til handtöku
mannanna. -gk
Áramótaveðrið:
Hvassviðri
og úrkoma
Seinni hluta dags er gert ráð fyrir
þokkalegu veðri, suðlægri átt með
skúrum eða éljum með suðurströnd-
inni, sainkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofu íslands. Með kvöldinu hvessir
sunnanlands af suðaustan með 18-23
m/sek.
Á morgun, gamlársdag, snýst veðrið
í suðvestanátt með skúrum eða éljum
og kl. 18 verður vindhraði 13-18 m/sek.
Gert er ráð fyrir að lægi heldur undir
miðnætti með skúrum og slyddu.
Á nýársdag hvessir aftur suðvestan-
lands og úrkoma eykst með slyddu eða
rigningu. -JSS
Landssímahúsið við Austurvöll.
„Beggi litli"
enn týndur
Lögreglunni haföi ekki í morgun
tekist að hafa upp á fanganum sem
hljópst á brott frá gæslumönnum sin-
um þegar verið var að flytja hann í
réttarsal í gærmorgun.
Fanginn sem heitir Þorbergur Berg-
mann Halldórsson, þekktur sem
„Beggi litli“, er 18 ára. Hann sást
hlaupa inn í Landssímahúsið við Aust-
urvöll eftir að hann slapp í gærmorgun
en síðan hefur ekkert til hans sést.-gk
Það styttist í áramótin og víðs vegar um land er verið að hlaða upp bálköstum sem kveikja á í annaö kvöld. Hér má
sjá mynd frá bálkestinumi á Ægisíðu í Reykjavík, en reyndar er óvíst hvort hægt verður að kveikja í honum eða öðr-
um slíkum á suðvesturhorni landsins annað kvöld vegna veðurs. DV-mynd Hilmar Þór
Enginn fórst
í sjóslysi
Banaslys á árinu 1999 voru 33 tals-
ins, næstfæst á þessum áratug. Þar af
létust 24 karlar en 9 konur. Enginn
fórst í sjóslysi á árinu og er það annað
árið í röð sem svo er. Þetta er meðal
þess sem kemur fram í samantekt
Slysavamafélagsins Landsbjargar um
banaslys á árinu en um bráðabirgða-
tölur er að ræða, miðaðar við 30. des-
ember.
Slysavamafélagið skiptir banaslys-
um í fjóra flokka og er sá fyrsti sjóslys
og drukknanir. Fjöldi látinna í þeim
flokki er sex, fjórir drukknuðu í stöðu-
vötnum, einn fannst látinn í Reykja-
víkurhöfn og erlend kona lést í Reykja-
víkurhöfn. Fjöldi drukknana er 13% af
heildarfjölda. Flestir létust í umferðar-
slysum á árinu, 22, eða 71% af heildar-
fjölda. Ekkert banaslys varð á árinu
vegna flugslysa en fimm létust í ýms-
um slysum, sem gerir 16% af heildar-
flölda. Þar af létust tveir í vinnuslys-
um, einn vegna hraps, einn í snjóflóði
og einn í tengslum við bruna.
Á þessum áratug hafa 497 látið lífið
í slysum, langflestir í umferðarslysum
eða 225. Þar af em 40 erlendir gestir.
140 hafa látist í ýmsum slysum, 111
vegna sjóslysa og drukknana og 21 í
flugslysum. Flestir létu lífið árið 1995,
alls 86 mahns, en þá dóu fLestir i ýms-
um slysum og má rekja það meðal ann-
ars til snjóflóðanna fyrir vestan. -hdm
Þrír handteknir eftir að lögregla fann töluvert magn e-taflna:
E-partí aldarinnar
fór út um þúfur
- auglýst með dreifimiðum eins og dansleikur (E)
Komið var í veg fyrir e-partí ald-
arinnar þegar þrír menn á aldrin-
um 17-25 ára voru handteknir af
lögreglu í gær. Var lagt hald á um-
talsvert magn e-taflna við húsleit
hjá einum hinna handteknu. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins átti að
nota e-töflurnar í árþúsundamóta-
veislu sem halda átti á veitingastað
í Hafnarfirði og auglýst var með
dreiflmiðum eða svokölluðum
„flyerum" eins og algengt er þegar
e-pilluveislur eru haldnar. Á þess-
um dreiflmiðum, sem á stendur ár-
þúsundamót, „Tecno Trans Mast-
er“, símanúmer og miðaverð, er
sterklega gefið í skyn að um e-pillu-
veislu yrði að ræða. Um það vitnar
hringur um bókstafinn E efst í
hægra homi dreifimiðans.
Eftir því
sem DV
kemst næst
var einn
hinna hand-
teknu, Guð-
mundur
Ingi Þór-
oddsson,
handtekinn
á umrædd-
um veit-
ingastað
eftir að
húsleit
hafði farið fram og e-töflumar fund-
ust. Sá kom mjög við sögu í marg-
frægu máli Bretans Kio Briggs fyrr
á árinu en Briggs var handtekinn
vegna gruns um stórfellt smygl á e-
Guðmundur
oddsson.
Þór-
töflum. Briggs situr nú
í fangelsi í Danmörku
vegna e-töflusmygls.
Guðmundur kynntist
Kio Briggs á Ku, diskó-
tekum á Benidorm.
Hann rak annars hinn
víðfræga Saga-Bar á
Benidorm sumarið 1997,
þá í samvinnu við
þekktan viðskiptajöfur í
Reykjavík. Barinn var
seldur í fyrra. Guð-
mundur á að baki
skrautlegan feril í
skemmtanahaldi,
skipulagði og seldi
miða fyrir 200 þúsund
krónur á dansleik fyrir
Menntaskólann í Reykja-
3fþÖsundar-
Boðsbréfið.
vík sem aldrei
var haldinn.
Hann stóð
einnig fyrir
komu popp-
stjömunnar Boy
George til Islands
í fyrra, þá í um-
boði nemendafé-
lags Menntaskól-
ans við Sund.
Nemendafélagið
greiddi honum
nokkur hundruð
þúsund krónur í
tryggingu en Boy
George lét aldrei
sjá sig.
-hlh
Veðurhorfur á
gamlársdag 1999
Rigning
norðantil?
skúrir og él
sunnan og
vestanlands
Allhvöss suðaustanátt og
rigning fram eftir degi norðantil,
en síðan hægari suðvestanátt og
rofar til. Suðvestan 10-15 m/s og
skúrir og síðan él sunnan- og
vestanlands. Kólnandi veður.
Veðrið í dag er á bls. 53.
VSK-bílar
til afgreiðslu
STRAX!
Ingvar
Heigason
Savarköfla 2
Simi 525 8000
hf.