Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Side 13
Tólf íslenskir myndlistarmenn halda í dag utan til Frakklands þar sem þeir munu auka hróður sinn í frönskum myndlistarkreðsum: strandhögg Féllust í faðma listarmenn í víking suður til Mið- jarðarhafsins. Þeir búa allir á ís- landi nema Inga Svala Jónsdóttir sem býr í Berlín og fer þaðan. Hrafnkell Sigurðsson var að vísu á einhverjum flækingi síðast þeg- ar fréttist og hvar Hallgrímur Helgason er staddur í tilverunni er ekki alveg á hreinu - þó við höfum séð hann sniglast hér á rit- stjórninni í líki Grim. En úr al- vörunni í listina. Myndlistarmennirnir tólf eru auk hinna fyrrnefndu: Daníel Magnússon, Birgir Andrésson, Sig- urður Árni Sigurðsson, Katrin Sig- urðardóttir og Gjömingaklúbbur- inn (Dóra, Jóní, Eirún og Sigrún). Þetta er góður hópur sem sýndi all- ur - nema Gjömingaklúbburinn og Inga Svala - ásamt frönskum lista- mönnum í Gerðarsafni síðastliðið sumar. Nú ætla þau að hittast aftur í franska strandbænum Sete en hann er örskammt frá háskólaborg- inni Montpellier - sem margir ís- lendingar þekkja eingöngu af góðu. Á þessum árstíma er íslenskt sum- ar þarna suður frá, jafnvel ögn hlýrra og örugglega sólrikara. Him- ininn er heiðblár og sjórinn ennþá blárri - enda uppnefndur The Big Blue af heimamönnum (þeir eru svo sleipir í ensku). Það er gott að vera myndlistar- maður og geta ferðast á suðrænar slóðir um hávetur í nafni listagyðj- unnar - og útskýrir það kannski ásóknina í myndlistardeild Lista- háskóla. En þau þykjast auðvitað ætla að vinna , íslensku konumar og karlarnir. Niðri í Sete er starf- andi listamiðstöð sem stjómað er einarðlega af franskri madame. Noelle Tissier kynntist íslandi fyrst fyrir tæpum tíu árum þegar hún var prófdómari í listaskólan- um i Cérgy-Pontoise skammt frá París. Þar var einn íslenskur náms- maður að ljúka framhaldsnámi, sá fyrsti af fleirum, Sigurður Ámi Sigurðsson. Noelle var kynnt fyrir Sigurði af einum kennara hans, listfræðingnum Bernard Marcadé, en hann ætlar einmitt að skrifa um listamennina í bók sem kemur út mjög bráðlega. Noelle bauð Sigurði Áma að sýna hjá sér í Sete um árið og hefur síðan haldið tryggð við hann. Leiðir Gerðarsafns og Noelle lágu hins vegar ekki saman fyrr en fyrir rúmum tveimur árum. Þá fór forstöðumaður Gerðarsafns, Guð- björg Kristjánsdóttir, í ferðalag til Frakklands og kom við í Sete að áeggjan Sigga. Guðbjörg og Noelle féllu nánast í faðma og ákváðu I tröppunum í Gerðarsafni skömmu fyrir brottför: Hallgrímur Helgason viröist ánægður með að fá að ferðast með Jóni, Sigrúnu, Eirúnu og Dóru. Haraldur Jónsson er undir rússneska hattinum en sú sem fer fyrir hópnum heitir Katrín Sigurð- ardóttir. Hinir strákarnir voru ekki byrjaðir að pakka niður og komust þess vegna ekki í myndatöku. strax að setja upp fransk-íslenska sýningu saman. Fyrst á íslandi, svo i Frakklandi. Síðari hluti sýningarinnar Út úr korti verður opnuð í Sete næsta fostudag, 21. janúar, en þangað til munu íslensku listamennirnir dunda sér við að setja upp alveg splunkuný verk í franska safninu. „Við vildum búa til tvær ólíkar sýningar, enda er sýningarsalurinn í Sete mun stærri en sá í Gerðar- safni,“ segir Guðbjörg. „Stærðin er líka ástæðan fyrir því að lista- mennimir eru fleiri í Frakklandi en i Gerðarsafni." Gjörningaklúbb- urinn mun að sjálfsögðu standa fyrir einum af sínum víðfrægu gjömingum á opnuninni en stelp- umar eru þegar komnar í starthol- umar með að slá í gegn í Frans. Yfirskriftin Út úr korti vísar til landfræðilegrar legu Sete og Kóp- vogs á Evrópukortinu. Sete snýr andlitinu í átt að Alsír en frá Kópa- vogi er stutt yfir til Grænlands sem eins og allir vita er næsti bær við Norður-Ameríku. Fókus treystir á íslensku myndlistarmennina að þeir breiði út orðspor íslenskrar myndlistar i frönskum suðurlands- kreðsum, þótt erfitt geti reynst að standa þeim á sporði heimamönn- um; Tissier, Marion Lachaise, Phil- ippe Ramette (alltaf góður), Hughes Reip (íslandsvinur), Jacques Julian og Paul Poivreau (mætti halda að þetta væri tíska). -MEÓ GIUMSVÖTN Gulu- o(| öskusprenglncjar i Grírns vötnnm. Gos tíófsl fyrfr norðan Grímsvötn þmin 30. seplcmbor 1096 og halöi í lör meö sör tílaup i Skoiðatá. Útsalan stendur sem hæst NÝU lOBTMÍMWÚ- 30-60% afsiáttur NANOQ> Kringlunni 4-12 ■ www.nanoq.is 14. janúar 2000 f ÓkUS 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.