Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Page 15
Útgefið múm
Auk breiöskífunnar sjálfrar og 12 tomma
með fyrsta sniglinum af henni hafa múm
leikiö inn á flBra aðra diska sem komu allir
út áriö 1999:
Náttúruóperan inniheldur tónlist eftir múm
úr samnefndu leikriti I flutningi múm og Úrú-
búrú-sextettsins.
Flugmaöur, diskur meö lestri Andra Snæs
Magnasonar á eigin Ijóðum, hljóðskreytt af
múm.
Asnakjálkar í apabúningu, remixdiskur með
lögum eftir múm og Músíkvat.
Kitchen Motors, safndiskur Tilraunaeldhúss-
ins með upptökum frá tónleikum síðasta árs
en þar er að finna upptöku af því þegar múm
og Músíkvats tróðu upp á Kaffi Thomsen.
Þetta eru bara þrír stafir og eitt
Ihljóð.
Kristín Anna: Og það speglast.
Það er hægt að lesa það aftur á bak
og áfram.
Þið hafið stundum verið sökuð
um aö spila bara á barnahljóðfœri.
Örvar: En þetta eru ekki bama-
hljóðfæri. Fólk segir þetta kannski
af því að sum þeirra eru lítil og
einlold. Við notum t.d. Moog, það
er ekkert bamahljóðfæri. Xýlófónn
er ekki bamahljóðfæri heldur full-
Porðinshljóðfæri. Svo eram við með
harmóniku og það er meira að
segja gömlukallahljóðfæri.
Gyða: Að vísu eigum við líka
eina litla harmóníku.
Kristin Anna: En hún gæti alveg
verið dvergaharmóníka.
Gunnar: Já, þess vegna væri al-
veg eins hægt að saka okkur um að
spila á dverga- og gömlukallahljóð-
færi.
Þeir sem hafa séð til ykkar á tón-
leikum dást að þessu mikla og góða
safni af hljóðfœrum sem þið hafið
sankað að ykkur, stundið þið hljóð-
fœraveiðar?
Gunnar: Við höfum kannski ver-
ið meðvitaðri í hljóðfærasöfnun-
inni upp á síðkastið.
Örvar: Minimooginn var keypt-
ur fyrir of fjár af tónlistarmanni í
Hafnarfirði sem hafði snúið sér að
kristilegri tónlist og þurfti hann
þess vegna ekki lengur. Wurlitzer-
píanóið fundum við í kjallaranum
í Austurbæjarskóla þar sem það
hafði staðið ónotað í mörg ár.
Kristín Anna: Tvær harmóníkur
kejrptum við Örvar á útimarkaði í
Danmörku.
Örvar: Og við fengum melódík-
una gefms en svo eigum við líka
fullt af tölvugræjum, þær voru sko
ekki gefms. Þær kostuðu PE-ning.
Gunnar: Þökk sé Visa íslandi og
Íraögreiðslum gátum við keypt þær.
Visakortin okkar Örvars hafa ver-
ið frekar heit síðustu tvö árin,
næstum þvi logandi. En við eigum
samt öll tækin núna. Við erum
duglegir að borga.
Hafið þið einhvern tímann haft
eitthvaö upp úr því að vera í hljóm-
sveit?
Gunnar: Nei.
Gyða: Nei.
Örvar: Nei.
IKristín Anna: Júúú, en ekki pen-
inga.
Sjáið þið fram á að geta einhvern
tímann haft tekjur af tónlistinni
ykkar?
Gunnar: Ég sé ekki fram á það
en ég mun að sjálfsögðu fagna því
ef það gerist.
Örvar: Alla tónlistarmenn á ís-
landi dreymir um að lifa á þessu.
Kristín Anna: Ég held að aila
langi til að lifa á því sem þeim
finnst gaman að gera.
IÖrvar: Það langar okkur líka.
Eigið þið sameiginleg áhugamál
önnur en tónlist?
Gunnar: í síðustu ferð okkar til
útlanda keyptum við saman plötu-
spilara og heilan haug af plötum.
Kristín Anna: Við komum stund-
um saman og hlustmn á plöturnar
okkar. Við erum alveg vinir þó að
við séum í hljómsveit.
Örvar: Við stofnuðum líka
íþróttafélag síðasta haust sem var
með æfingar vikulega. Það entist í
mánuð.
Kristin Anna: Við stunduðum
alls konar íþróttir, bandí, fótbolta
og körfubolta. Og svo fengum við
einu sinni kennara til að kenna
okkur box. Við vorum búin að
safna saman stórum hóp af mjög
góðu fólki en það átti eitthvað
erfitt með að mæta klukkan 12 á
laugardögum.
Æflö þið mikið fyrir tónleika?
Gunnar: Nei. Það fer eiginlega
meiri tími í að elda og hafa það
náðugt. En það er alveg jafnnauð-
synlegur undirbúningur og að
spila saman.
Þið skiptist mikið á hljóðfœrum á
tónleikum, eruð þið búin að ákveóa
hvað hver gerir áður en þið stígió á
sviö, hver stendur hvar og hver spil-
ar á hvað?
Gyða: Við ákveðum það ekki á
sviðinu.
Örvar: Það litur kannski þannig
út eh það er þá bara af því að við
munum ekki hvað við áttum að
gera.
Gunnar: Við ákveðum hvað hver
gerir fyrir tónleika en við skiptum
samt við og við um hlutverk.
Þannig halda lögin líka áfram að
þróast.
Á plötunni er eitt sönglag sem
heitir ‘The Ballad of the Broken
Birdie Records’ Um hvað fjallar
þessi sorglegi texti?
Örvar: Kveikjan að honum var
sú að pabbi minn lánaði okkur eld-
gamlar 78 snúninga plötur með
upptökum af fuglasöng, American
songbirds. Við ætluðum að nota
hljóð af plötunum í þetta lag. Á
meðan við voram að semja lagið
var ég svo óheppinn að stíga óvart
á plötubúnkann og brjóta allar
plötumar. Þetta var mjög sorglegt
atvik þannig að textinn samdi sig
nokkum veginn sjálfur.
Gunnar: Þetta voru eldgamlar
plötur, ekki úr vínyl heldur postu-
líni, ótrúlega fallegar og í flottum
kassa.
/ teiknimyndasögunni innan í
umslaginu á Asnakjálkum í apa-
búningum kemur nafnið Bjarne
Riis nokkuö oft fyrir, getið þió frœtt
mig eitthvað um hann?
Örvar: Hann er danskur reið-
hjólakappi og þjóðhetja í Dan-
mörku...
Gunnar: Við Örvar höfum búið 3
sumur í Danmörku.
Örvar: ...og þegar Tour de
France er í gangi eru myndir af
honum i öllum búðargluggum og
framan á forsíðum allra tímarita.
Gyða: Við lásum um hann í
dönsku.
Eruö þið forfallnir aódáendur
Tour de France-keppninnar eins og
Kraftwerk?
Örvar: Nei, okkur finnst hún
mjög leiðinleg en karakterinn
Bjame Riis finnst mér spennandi.
Aó lokum er ein sígild spurning
sem brennur á mér: Hvaóa íslensk
hljómsveit eóa tónlistarmaður hefur
haft mest áhrif á ykkur?
Múm: (í kór) Jónas Þórir.
Örvar: Þá erum við að tala um
skemmtaraplötuna sem hann gerði
þegar hann var 19 ára. Sveitin
milli sanda.
Gunnar: Já það er alveg rosaleg
plata. Við eignuðumst hana fyrir
einhverja algera tilviljun og hlust-
uðum stanslaust á hana.
Örvar: Fyrsta kvöldið sem við
hlustuðum á þessa plötu skrifuð-
um við bréf til hans og spurðum
hvort við mættum eitthvað vinna
með þessa tónlist. En við þorðum
aldrei að senda bréflð. Þessi plata
hefur samt inspírerað okkur mjög
mikið.
Múm og Jónas Þórir, það væri
nú ekki leiðinlegt hanastél. Um
leið og ég kveð krakkana hvet ég
þá tO að grafa upp bréfið og skella
því í póst. Annars hefur hljóm-
sveitin múm alveg nóg fyrir stafni.
Þessa dagana er hún að semja tón-
verk fyrir Prentsmiðjuna Odda
sem er aðallega unnið úr hljóðum
úr vélum prentsmiðjunnar og ein-
hvem tímann á árinu verður farið
til útlanda til að kynna plötuna.
Auk þess dreymir þau um að
vinna meira með Bjöllukór Bú-
staðakirkju sem kom fram á út-
gáfutónleikunum í Tjamarbiói og
flutti eitt lag eftir múm.
-Úlfur Eldjárn
Leikffélag Hafnar*
ffarðar sýnir um
fsessar mundir
mrtdð Hvenær kem-
urðu aftur, rauðhærði
riddarí? Frumsýníngin
var síðasta iaugardag
eg það má eiginiega
segja að einn maður hafi
stoiið senunni að öðrum
Möstuðum, Sá heitir Hali-
ftiússon og er 32 ára
gamaii. Pað þarf kannski
fáum að koma á óvart að Hali-
dór geti ieikið því bróðir hans
er enginn annar en ftadíusbróð-
srÍnn Steinn Árr
. .. mn i
W1 .v- M V'
iagnúss«
eins
athyglissjúkur
og Steinn Ármann
Halldór er enginn byrjandi í leik-
listinni þó svo að hann hafi aldrei
leikið sem atvinnuleikari. Hann lék
fyrst fyrir Leikfélag Hafnarfjarðar
fyrir um fimmtán árum og frá þeim
tíma hefur hann leikið í mörgum
uppfærslum leikfélagsins sem og
stuttmyndum. Það nýjasta sem
Halldór hefur tekið sér fyrir hend-
ur er hlutverk í leikritinu Hvenær
kemurðu aftur, rauðhærði riddari?
„Þetta er vegatryllir sem gerist i
frekar niðumíddum veitingavagni
á sunnudagsmorgni. Allt gengur
sinn vanagang þar til ákveðin per-
sóna, sem ég leik, rekst þarna inn
og hleypir öliu í bál og brand,“ seg-
ir Halldór aðspurður um hvað
verkið sé.
Svo þú fékkst aö leika áhrifavald-
inn?
„Já, ég leik Teddy sem kemur
þama inn og heldur öllum í gísl-
ingu og í rauninni þvingar fólkið
sem er þarna inni til að taka af-
stöðu.“
Hvernig er það svo að leika vonda
gœjann?
„Það er ágætt þó svo að ég vilji
halda því fram að hann sé góður
innst inni en það er bara mín túlk-
un,“ svarar Halldór hlæjandi.
Já, er hœgt aó túlka þetta á
marga vegu?
„Það má eiginlega segja það, alla
vega hefur verið smárifrildi í leik-
arahópnum um hvemig eigi að
túlka þessa persónu."
Er ekki rétt hjá mér að þetta sé
ekki í fyrsta skipti sem þetta verk fer
á svið hérlendis?
„Jú, Nemendafélagið glímdi við
þetta verk fyrir einhverjum árum
og þá var ekki ómerkari maður en
Valdimar Örn Flygenring í hlut-
verki Teddy og svo held ég að það
hafi einnig verið sýnt á Akureyri."
Er Valdimar aó einhverju leyti
fyrirmynd þín í hlutverkinu?
„Nei, það get ég ekki sagt vegna
þess að ég sá ekki uppfærsluna sem
Valdimar var í og því var ég með
ómótaðar skoðanir á hvemig hlut-
verkið væri þegar ég byrjaði að
glíma við það.“
Framtíðin óráðin
Nú ertu að leika í þessu verki og
hefur tekið þátt í mörgum uppfœrsl-
um í gegnum tíðina; meó það í huga
að þú hefur fengió mjög góða dóma
fyrir frammistöðu þína hefur ekkert
hvarflað aó þér að gera leikinn að
þín aðalstarfi?
„Það er margt inni í myndinni og
maður veit aldrei hvað gerist á
morgun," svarar Halldór en vill
ekki gefa meira upp. Halidór var í
skóla fyrir áramót en núna nýlega
tók hann að sér stöðu tæknimanns í
Kennaraháskólanum.
Þeir sem hafa séð þig í þessu
stykki segja aó þú farir hreinlega á
kostum. Það hlýtur að virka sem gott
spark í rassinn:
„Jú, jú, það er mjög gaman, sér-
staklega eftir alla þá vinnu sem
maður er búinn að leggja á sig.
Þetta er náttúrlega samhentur hóp-
ur og góður leikstjóri og gott verk
og það hjálpast allt að,“ svarar Hall-
dór, hógværðin í fyrirrúmi.
Bróðir Halldórs er stórleikarinn
Steinn Ármann og því er ekki úr
vegi að spyrja hvort Halldór sé betri
leikari en bróðir hans.
„Nei, og þó, ætli ég láti ekki bara
aðra dæma um það,“ svarar Halldór
hlæjandi.
Þannig aó þú œtlar ekki að koma
meó einhverja yfirlýsingu?
„Nei, er það? Steinn er mjög fær
leikari og það er alls ekkert fyrir
mig að vera að bera okkur saman.
Það er kannski sérstaklega erfitt
vegna þess að maður er búinn að al-
ast upp með honum og því sér mað-
ur kannski einhverja galla hjá hon-
um sem aðrir taka ekki eftir og svo
sér hann örugglega fullt af göOum
hjá mér.“
Eruð þið þá ekki alltaf aó gefa
hvor öðrum ráð?
„Jú, við höfum oft reynt að hjálpa
hvor öðrum eitthvað með ráðlegg-
ingar og annað.“
Það er ekkert takmark hjá þér að
slá Steini við:
„Nei, nei," svarar HaOdór hlæj-
andi og bætir við að Steinn hafi, á
sínum tíma, verið í Leiklistarskól-
anum þegar hann hafi verið að
dunda sér í Leikfélaginu.
Hlær oft að eigin
hugsunum
Að eiga bróðir sem skarað hefur
fram úr í leiklist getur ekki verið
auðvelt fyrir mann eins og HaOdór
sem er að dútla í leOdistinni sam-
hliða vinnu og getur því ekki talist
atvinnuleikari. Þó svo að um at-
vinnumann og áhugamann sé að
ræða er oft verið að bera þá saman
og sá samanburður er ekki aOtaf
sanngjarn.
Setur þaó ekki pressu á þig aó
vera bróðir Steins, er fólk að cetlast
til aó þú gerir eitthvaö sem hann
kannski gerir?
„Það er svolítið erfltt að svara
þessu. Já og nei. Stundum hef ég
fundið fyrir þessu í sambandi við
leiklistina og það er kannski best að
lýsa því þannig að fólk er að setja
samasemmerki miOi okkar vegna
þess að við erum bræður og bara
hvernig við erum,“ svarar Halldór
og bætir því við að vitaskuld séu
þeir bara tveir ólíkir einstaklingar.
Hvernig dílar þú við svona utan-
aðkomandi pressu?
„Ég reyni bara að hunsa þetta,
það þýðir ekkert annað. Samt verð
ég nú að viðurkenna að ég fann
mest fyrir þessu eftir að Steinn byrj-
aði að grínast. Þá var allt í einu fuOt
af fólki sem fór að krefjast þess af
mér að ég færi að vera fyndinn eins
og hann, segja brandara og eitthvað.
Ég hef ekkert verið í þessu, Steinn
hefur aOtaf verið spreOikarlinn í
fjölskyldunni og ég læt honum það
bara eftir.“
Ertu að segja að þú sért ekki
húmoristi?
„Ja,“ segir HaOdór en segir síðan
ekkert meira heldur hlær mjög
smitandi hlátri. Svo ræskir hann sig
og heldur áfram:
„Ég vO vitanlega segja að ég sé
húmoristi en ég er kannski ekki að
opinbera það eins mikið og hann
gerir. Ég held því bara fyrir sjálfan
mig en ég get þó alveg viðurkennt
að ég hef oft hlegið að eigin hugsun-
um en Steinn er aðeins meira fyrir
athyglina.“
En þú, ert þú þá ekkert fyrir at-
hygli?
„AOa vega ekki eins mikið og
Steinn,“ svarar HaOdór hlæjandi.
Heyróu, eigum vió ekki að enda
viðtalió með því að tala aðeins um
Hvenœr kemuröu aftur, rauðhœrói
riddari?
„Jú, gerum það. Við skulum
hvetja alla tO að koma og sjá verkið.
Ég held að það sé alveg þess virði.“
-tgv
14. janúar 2000 f ÓkUS
15