Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Page 29
 Lífid eftir vmnu Salka - ástarsaga eftir Halldór Laxness er sýnd klukkan 20 I Hafnarfjarðarleikhúsinu. Hér má sjá þær stöllur, Maríu Ellingsen og Magneu Björk Valdimarsdóttur, leika Sölku af mikilli list og hafa þær hlotið einróma lof fyrir. Frankie og Johnny, sem Al Pacino og Michelle Pfeiffer léku svo eftirminnilega í samnefndri mynd hér um árið, er sýnt á fjölum Iðnö. Sýn- ingin hefst kl. 20.30, síminn I miðasölunni er 530 3030. •Opnanir Páll Guömundsson á Húsafelli og Thor Vil- hjálmsson opna saman sýningu í splunkunýj- um sýningarsal Gallerís Reykjavíkur við Skóla- vörðustíg klukkan 16. Páll sýnir sín einstöku steinþrykk og svellþrykk, en Thor hefur samið Ijóð og handskrifað þau inn á myndirnar. Gunnar Kvaran sellóleikari mun ylja gestum um tóneyrað á opnuninni. Vjgdís Finnbogadóttir hefur valið verk saman á sýningu eftir uppáhalds- listamenn sína. Sýningin ber yfirskriftina Þetta vil ég sjá og verður opnuð kl. 16 I Gerðubergi. Vig- dís hefur eingöngu valið verk eftir konur, en með- al þeirra sem eiga verk á sýningunni eru systurnar Ragna og Ráðhildur Ingadætur, Sigrún Eld- járn, Olga Bergman og Kristjana Samper.. Sýningin stendur til 6. febrúar. Síöustu forvöö Síðustu 10 árin hafa hátt 1100 listamenn sýnt í Galleríi Sævars Karls. Helmingurinn af þess- um listamönnum er nú með verk samsýningu I galleríinu i tilefni 10 ára afmælis þess. Sýn- ingin er jafnframt tileinkuð aldamótunum. •Fundir Málþing um dr. Sigurð Nordal og verk hans verður haldið í Norræna húsinu kl. 14 á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals. Um hvað fjallar bók Sigurðar Nordals, íslenzk menning? Hvernig var menningarumræðan á íslandi 1942, þegar bókin kom út? Hvernig kemur rit- ið heim við umræður um evrópska þjóðernis- stefnu þá og nú? Hver er afstaðan til fræða Sig- urðar Nordals nú? Þetta verður m.a. rætt á mál- þinginu. Þar flytja Ár- mann Jakobsson bók- menntafræðingur, Jón Karl Helgason bók- menntafræðingur, Krist- ján B. Jónasson rithöf- undur og Sigriður Matthí- asdóttir sagnfræðingur erindi. Að þeim loknum taka frummælendur þátt í pallborðsumræðum um Islenzka menn- ingu eftir Sigurð Nordal og menningu á Islandi við aldarlok. Úlfar Bragason, forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals, stjórnar umræð- unum. Allir velkomnir. •Sport Stjörnuleikur KKÍ í körfubolta hefst klukkan 16 á Strandgötu. Þrir leikir fara fram I kvennahandbolta klukkan 16.30. Fram mætir ÍR í Safamýrinni, FH og ÍBV spila í Kaplakrika, og Grótta/KR spilar á móti Val á Seltjarnarnesi. Sunnudagúív 16. janúar •Krár G. R Lúðviksson treður upp með söng og tón- list á Kringlukránni. Pínótónar flæöa á Café Romance þar sem breski píanóleikarinn Bubby Wann fer fimum fingrum um nóturnar. Það verða seiðandi tónar og rólegheit í aöal- hlutverki á Gauknum í í kvöld enda ekki hægt að halda uppi stanslausri keyrslu. Sportkaffi, Þingholtstræti 5, býður upp á eftir- farandi leiki á sjónvarpsskjánum: Newcastle- Sóuthampton kl. 15.45 og Udinese móti AC Milan kl.19.22. Caprí spilar aö vanda á sunnudagsböllunum í Ásgarði Giæsibæ •Klassík Bachkantötur verða fluttar í Hallgrímskirkju. Flytjendur eru Mótettukór og kammersveit Hall- grímskirkju ásamt ein- söngvurum. Kammermúsíkklúbbur- inn heldur sína fjórðu tónleika á þessu starfs- ári kl. 20.30 í Bústaða- kirkju. EÞOS-kvartettinn flytur. Flutt verða verk eftir Beethoven, Debussy og Haydn. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tón- leika i Akureyrarkirkju kl. 17.00. Þeir eru óvenjulegir því þetta eru málmblásaratónleik- ar sem haldnir eru i samvinnu við Serpent en Sköpunarkraftar Thors Vilhjálmssonar rithöfundar og Páls Guðmundssonar á Húsafelli munu renna saman á fyrstu sýningu Gallerís Reykjavíkur. Þeir eru báðir í miklu uppáhaldi hjá Guðfinnu A. Hjálmarsdóttur sem stendur á milli þeirra. I miklu yppahaldi Það kannast líklega margir við verslunina Liti og fóndur sem Guðfinna A. Hjálmarsdóttir hefur starfrækt í tuttugu ár á Skólavörðustíg 16. Hún rekur verslunina ennþá en sonur henn- ar sér um afgreiðslustörfin. Sjálf hefur hún flutt sig á aðrar hæðir i húsinu þar sem hún er með annars konar en skáskylda starf- semi. Á síðustu menningarnótt opnaði hún Gallerí Reykjavík þar sem hún hefur hingað til selt myndlist. í gallerinu er að finna verk eftir fjörutíu listamenn en hingað til hafa einungis verið haldnar þar „stuttsýningar" á verkum þeirra. Guðfmnu fannst það aldrei nóg að hengja upp verk i ófullnægj- andi aðstöðu og þvi var stefnan alltaf sú að opna sérstakan sýn- ingarsal í 145 m2 húsnæði í kjall- aranum. Þar munu verk ein- stakra listamanna fá að njóta sín I framtíðinni því draumurinn hefur ræst. Sýningarsalurinn er tilbúinn og á morgun verður opn- uð sýning með verkum Páls Guð- mundssonar á Húsafelli og Thors Vilhjálmssonar. „Það stóð alltaf til að sýningin yrði opnuð á milli jóla og nýárs en það gat ekki orð- ið af því þar sem mappa með steinþrykktum myndum Páls og ljóðum Thors var ekki tilbúin," segir Guðfinna. „En nú er mapp- an komin út og hægt að opna sýn- inguna." Þú ert sem sagt fyrst til að opna nýtt gallerí á nýrri öld? „Já, það er satt! Ég hafði ekkert hugsað út í það,“ segir Guðflnna. Hún hefur sjálf fengist við að mála meðfram verslunarrekstrin- um. „Ég hef málað frá blautu barnsbeini, en fyrir nokkrum árum fór ég I Myndlista- og hand- íðaskólann og var þar þrjú ár í málaradeild. Síðan flutti ég mig yfir í grafíkina og er þar núna á öðru ári,“ segir hún. Guðfínna tekur sjálf þátt í sýningum og á nú verk á samsýningu í Lang- holtskirkju sem á eftir að ferðast um kirkjur landsins. „Þeir listamenn sem eru í sölugalleríinu munu koma til með að hafa forgang í sýningar- salnum. Ég er eingöngu með verk eftir núlifandi listamenn en þeir eru á öllum aldrei. Elías B. Hall- dórsson og Pétur Fi’iðriksson eru með þeim elstu en þeir yngstu eru nýútskrifaðir myndlistar- menn. Guðfinna valdi að setja upp verk Thors og Páls á fyrstu al- vörusýningunni í Gallerí Reykja- vík. „Af því að þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Páll ætlar að sýna grjótþrykk og svellþrykk en Thor ljóð. í möppunni, sem núna er komin út, verða steinþrykks- myndir eftir Pál sem Thor hefur samið ljóð við. Hann skrifað þau inn i verkin með eigin rithönd og því er óhætt að segja að þetta sé svolítið sérstakt." Sýningin verð- ur opnuð klukkan 16 á laugardag og mun Gunnar Kvaran sellóleik- ari spila við opnuna. Serpent er hópur tónlistarfólks sem áhuga hefur á flutningi tónlistar sem ekki er fast- skoröuð í flokka, þ.e. sinfóníutónlist, iúðra- sveit, kvartett, kvintett o.s.frv. I þetta sinn eru það trompetleikarar, hornleikarar, básúnuleik- arar, túbuleikarar og slagverksleikarar úr SN og Serpent sem leiða saman tóna sína.Stjórn- andi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Á tónleik- unum verður m.a. frumflutt verkið „I tilefni dagsins" sem Tryggvi Baldvinsson samdi sér- staklega fyrir þessa tónleika. tLeikhús Stjörnur á morgunhimni er rússneskt leikrit sem ger- ist 1980 á Ólympíuleikun- um í Moskvu. Allt utangarðs- fólk borgarinnar er tekið og lokað inni á með- an á leikunum stendur. Við fylgiumst með nokkrum vændiskonum í þessari innilokun og kíkjum aöeins inn í hugarfylgsni þeirra. Sýn- ingin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Hún hefst kl. 20 í Iðnó. Síminn er 530 3030. Leikritið Bláa herbergiö verður á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Stykkið er eftir David Hare en byggt á verki Arthurs Schnitzer. Sýningin hefst klukkan 19. Fyrir börnin Afaspil eftir Örn Árnason er komið á fjalirnar á litla sviðinu i Borgarleikhúsinu. Hér er sjálfur Sjónvarpsafi, besti vinur barnanna, i góðum gír með glens og fleira. Sýningin hefst kl. 14. I dag klukkan 14 og 17 verö- ur hið vinsæla verk, sem er jafnan uppselt á, Glanni glæpur í Latabæ, sýnt i Þjóðleikhúsinu. Púlið hjá Magnúsi Scheving og félög- um heldur áfram. Síminn í miðasölu Þjóðleikhússins er 551 1200. •Síöustu forvöö I Listasafni íslands lýkur sýningunni Vormenn í íslenskri myndlist. Á henni eru verk lista- manna sem komu fram á fýrstu áratugum þeirrar aldar sem senn er að Ijúka og lögðu grunninn að nútímamyndlist hér á landi. I sal 1 eru verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Ás- grímJónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval sem með landslagstúlkun sinni lögðu grunn að islenskri landslagslist og áttu stóran þátt í að móta sýn okkar á landið. I sal 2 lýk- ur einnig sýningu á verkum eftir þær Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur, sem voru fyrstar íslenskra kvenna til aö helga sig mynd- listinni, og þá Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal og Jón Þorleifsson sem allir áttu þátt í að færa nútímaleg viðhorf inn í íslenska myndlist á mótunarárum hennar. Leikritið Hvenær kemurðu aftur rauðhærði ridd- ari? eftir Mark Medoff verður sýnt í Hafnar- fjarðarleikhúslnu. Leikstjóri er Viðar Eggertsson og sýning- in hefst klukkan 20. Furðuleikhúsið sýnir leikritið Frá goðum til guðs kl. 11 í Engjaskóla. Hér er sýnt hvernig tilveran var á tímum vikinga og hvaöa áhrif kristnin hefur haft á viðhorf og lífsgildi í samfélaginu. #Sport Fyrstu deildar kvennalið Hauka og Afturelding- ar í handbolta mætast viö Strandgötuna klukk- an 20. Þá er loksins komiö að íslandsmóti í innan- hússknattsþyrnu karla og kvenna. Mótið er haldið í Laugardalshöll. Mánudagur 17. janúar *Krár Það er alltaf eins rólegt og rómantískt á Café Romance þar sem breski píanóleikarinn Bubby Wann fer fimum fingrum um pínóið og slær engar feilnótur. Það verða seiðandi tónar og rólegheit í aöal- hlutverki á Gauknum í í kvöld enda ekki hægt að halda uppi stanslausri keyrslu. •Fundir Maureen Fleming, dansari og danshöfundur, fjallar um efnið The Chang- ing Role of Art in Society í Lista- klúbbnum í Þjóð- leikhúskjallaranum. Maureen kom hingað fyrst árið 1996, er hún sýndi verk sitt, Eros, á Lista- hátíð í Reykjavík. Hún fæddist í Japan, lærði klassiskan dans og einnig buthodans undir handleiðslu Kazuo Ohno og Min Tanaka (sem d h a f Hamborgari og flug Það er ekki að spyrja að Ein- ari Bárðar. Hann er þrumar inn hverju þrusutilboðinu á fætur öðru á Hard Rock. í tilefni af því að Reykjavík er menningar- borg árið 2000 býður hann nú öllum þeim sem fljúga með ís- landsflugi frá Akureyri, Egils- stöðum og Vestmannaeyjum hamborgaramáltíð á Hard Rock. Við spyrjum hins vegar: Er eitt- hvað menningarlegt við ham- borgara? Er ekki hægt að lokka landsbyggðarfólkið í bæinn með einhverju öðru? Annars má geta þess að Islandsfiug er einnig með annað tilboð í gangi þessa helgi. Höfuðborgarbúar geta flogið til Akureyrar fyrir einungis 2000 krónur. Það eru engir hamborgarar innifaldir í þessu tilboði og miðar bókast á Netinu. Góða skemmtun AUuffmkl. t { ar V # xf 14. janúar 2000 f Ókus 29

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.