Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 Fréttir Ætlaði að tippa á ítalska boltann en tippaði á þann enska: Sundlaugarvörður datt í lukkupottinn - vann 400 þúsund krónur fyrir misskilning „Ég sneri öllu við í leit að vinn- ingsmiðanum. Það munaði minnstu að ég fengi slag,“ sagði Ambjörn Gunnarsson, sundlaugarvörður og umsjónarmaður íþróttahússins í Grindavík, sem var með 13 rétta og vann 400 þúsund krónur í getraun- um um síðustu helgi. Arnbjöm ætl- aði að tippa á ítalska boltann en fyr- ir misskilning tippaði hann á þann enska og var búinn að henda vinn- ingsmiðanum þegar honum varð ljóst að hann hafði unnið. „Ég fór á kaf í allar ruslatunnur, í alla vasa, sneri svefnherberginu við og bíl- skúmum líka,“ sagði Ambjöm sem hafði tippað sig óvart til sigurs i söluturninum Bárunni í Grindavík. Fyrr um daginn hafði hann tippað árangurslaust á enska boltann fyrir 4000 krónur ásamt félögum sínum og það voru þeir sem komust að þvi að Arnbjörn hafði unnið. „Ég fann vinningsmiða Arn- björns héma í íþróttahúsinu þar sem hann hafði hent honum. Þegar ég sá að þarna voru 13 réttir faldi ég miðann og lét Ambjörn byrja að leita,“ sagði Ingvar Guðjónsson, for- maður knattspyrnudeildarinnar í Grindavik. „Hann var orðinn hálf- vitlaus þegar ég afhenti honum loks miðann." Ambjöm ætlar að láta fleiri njóta vinningsins með sér þegar hann er búinn að kaupa sér tölvu sem hann hefur lengi dreymt um: „Mig langar til að styrkja aldraða móðursystur mína sem er ein og hefur ekki úr miklu að spila. Hún var ein af þeim sem lágu með berkla á Vífilsstöðum hér áður fyrr. Mig langar til að hjálpa henni,“ sagði Arnbjörn Gunnarsson i Grindavík. -EIR Áhorfendur bregðast Hrafni Gunnlaugssyni: Þarf meira en myrkrahöfðingja til að setja mig á hausinn segir Friðrik Þór Friðriksson „Þetta er erfitt. Ég var að gera mér vonir um 30 þús- und áhorfendur en þeir eru undir 10 þúsundum þannig að nú set ég allt mitt traust á að selja myndina erlendis og það lítur bara vel út,“ sagði Friðrik Þór Friðriksson, framleiöandi Myrkrahöfð- ingjans, kvikmyndar Hrafns Gunnlaugssonar, sem fær dræma aðsókn í kvikmynda- manns séð mynd- ina. Nýjasta mynd Friðriks Þórs, Englar alheimsins, Æm “ • . stefnir hins vegar |L ,^ / ; ‘ - f 7*,; W óðfluga í 30 þúsund : áhorfendur þó svo i.J hún sé nýlega frum- ; úá" JL sýnd. ; mm* Friörik Þór Friöriksson. húsum. Eftir rúmar 7 vikur á tjald- inu hafa aðeins rúmlega 5 þúsund Það þarf meira en myrkrahöfð- ingja til að setja mig á hausinn. Ég vissi að hverju ég gekk með Hrafn Gunnlaugsson; tvær síðustu myndir hans náðu rétt 5 þúsund áhorf- endurn," sagði Friðrik Þór og átti þar við kvikmynd- imar Hvíti vikingurinn og Hin helgu vé. „Hrafn Gunnlaugsson höfðar ekki sterkt til innlendra áhorf- enda en við skulum ekki gleyma því að hann kom með 90 milljónir króna inn í landið í tengslum við gerð Myrkrahöfðingjans," sagði Friðrik Þór. -EIR Hrafn Gunnlaugsson. Arnbjörn Gunnarsson leitar aö vinningsmiöanum í Grindavík. Kötturinn og kakkalakkarnir á RÚV: Barnaefni sem hvetur til sjálfsmorðs - fáránleg skilaboð segir lesandi DV - skoðum málið segir starfsmaður RÚV í lesendabréfi sem birtist í DV síð- astliðinn fimmtudag kemur fram hörð gagnrýni á bamaefni Ríkissjón- varpsins. Greinarhöfundur segir orð- rétt: „Þarna er verið að benda á alls konar leiðir til að farga sér, hengja sig, skera sig eöa skjóta, svo dæmi séu tekin. Þessi skilaboð til bama og unglinga eru fáránleg og gersamlega úr öllu samhengi að sýna börnum þetta." Um er að ræða teiknimyndaþátt sem fjallar um kött og þrjá kakka- lakka sem gera honum líflð leitt. Þeir hafa verið sýndir á fimmtudögum, klukkan 18.30, á eftir endursýningu á Stundinni okkar. DV hafði samband við Sigríði Rögnu Sigurðardóttur, umsjónar- mann barnaefnis á Ríkissjónvarpinu, en þar sem þátturinn er keyptur að utan vísaði hún á Innkaupa- og kynn- ingardeild Ríkissjónvarpsins. „Ég vil ekki tjá mig um þessa þætti fyrr en ég hef sjálfur skoðað þá. Ég hef hins vegar heyrt af þessu en eng- inn hefur haft samband við mig vegna þessa. Við skoðum sýnishom af hverjum myndaflokki áður en hann er tekinn til sýningar en þessi myndaflokkur er sýndur um allan heim og var keyptur sem slíkur," seg- ir Guðmundur Ingi Kristjánsson, starfsmaður á Innkaupa- og kynning- ardeild Rikissjónvarpsins. Guðmundur viðurkenndi að það gætu verið þættir í myndaflokkum sem orkuðu tvímælis. I því sambandi minntist hann á þættina um Tomma og Jenna. „Sumir sjá i þeim þáttum hreint ofbeldi en aðrir líta á þetta sem skemmtun," segir Guðmundur. Þættimir era þrettán talsins og þegar hafa fimm þeirra verið sýndir. Telur þú ástæðu til að skoða þá þætti sem eftir eru af þáttaröðinni? „Þetta mál verður öragglega skoðað," segir Guðmundur. -hól Sjálfstæðisfélag Garðabæjar: Formaður í frí - vegna tónlistarskóladeilunnar Formaður Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ, Guðmundur Hallgríms- son, hefur tekið sér þriggja mánaða frí frá formannsstörfum i framhaldi af þeirri hörðu deilu sem uppi hefur verið um ráðningu nýs skólastjóra við Tónlistarskólann í Garðabæ. Hann tilkynnti þessa ákvörðun sína á stjórnarfundi félagsins í síðustu viku. Samkvæmt heimildum DV ætlaði Guðmundur að hætta alveg, en málamiðlunin varð þriggja mán- aða frí. „Ég lét bóka það að ég gerði þetta í þeirri von að í millitíðinni yrði hægt að vinna aftur upp trúnaðar- samband milli mín og meiri hluta sjálfstæðismanna í bæjarstjóm," sagði hann við DV. Guðmundur var einnig formaður skólanefndar tónlistarskólans. Hann sagði af sér því starfl í fram- haldi af því að bæjaryfirvöld huns- uðu tillögu nefndarinnar um að Smári Ólason yrði ráðinn, én réðu þess í stað Agnesi Löve án þess að færa skólanefnd rök fyrir þeirri ráðningu. -JSS Útlendingaeftirlitið: Mál Kúrdans enn til meðferðar - beðið nýrra gagna í málinu Útlendingaeftirlitið hefur mál Kúrdans, sem beðist hefur hælis hér á landi sem pólitískur flótta- maður, enn til meðferðar. Aö sögn Kristínar Völundardóttur hjá Út- lendingaeftirlitinu er verið að bíða eftir nýjum gögnum varðandi málefni Kúrdans og málið því í biðstöðu. Kúrdinn kom hingað til lands í byijun október. Hann var hneppt- ur í fangelsi skömmu eftir kom- una hingað, fyrst í Reykjavík, en síðan var hann sendm- á Litla- Hraun, eftir að héraðsdómur úr- skurðaði hann í gæsluvarðhald. Honum var sleppt eftir 5 daga fangelsisvist er Hæstiréttur hnekkti úrskurði héraðsdóms um gæsluvarðhald. Kúrdinn var yfir- heyrður aftur af lögreglu eftir að mál hans var komið til Útlend- ingaeftirlitsins. Hann bíður nú úr- skurðar þess um það hvort hann má dvelja áfram á landinu eður ei. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.