Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Page 8
8 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 Utlönd Stuttar fréttir i>v Stríðsglæpamaðurinn Arkan fáum harmdauði: Spáir breyttum aðferðum i Tsjetsjeníustríði Háttsettur yfirmaður rússneska herliðsins í norðanverðu Kákas- ushéraði spáði þvi í gær að Rúss- ar myndu breyta um aðferðir í baráttunni um Grozní, héraðshöf- uðborg Tsjetsjeníu, á næstu dög- um. Rússar gera sér vonir um að borgin falli í febrúarbyrjun. Leiðtogar uppreisnarmanna múslima i lýðveldinu voru kok- hraustir og sögðust reiðubúnir að berjast lengi enn. Rússneska sjónvarpsstöðin ORT sýndi í gær myndir af rúss- neskum hermönnum að skjóta sprengjum sínum á Grozní úr nærliggjandi hæðum. Vladímír Pútín, starfandi for- seti Rússlands, sagði á laugardag að hernaðurinn gengi samkvæmt áætlun. Pútin á vinsældir sínar aðallega að þakka hernaðinum í Tsjetsjeníu og búist er við að hann fari með sigur af hólmi í for- setakosningunum í marslok. Haldið upp á 100 ára afmæli W. Heinesens Færeyingar héldu upp á 100 ára fæðingarafmæli stórskáldsins Williams Heinesens með pompi og prakt á laugardag. Af því tilefni var opnuð mikil sýning um ævistarf skáldsins og myndlistarmannsins í Norður- landahúsinu í Þórshöfn. Þar gefur meðal annars að líta margar ljós- myndir sem ekki hafa sést áður, handrit að verkum skáldsins og bréf Heinesens til sænsku aka- demíunnar þar sem hann synjar því að taka á móti nóbelsverð- laununum í bókmenntum. Þá var og afhjúpuð stytta af Heinesen eftir færeyska mynd- höggvarann Hans Pauli Olsen. Henni var fundinn staður í lysti- garðinum í Þórshöfn, skammt frá heimili skáldsins. Heinesen lést árið 1991. Raggeit og geð- veikur morðingi Júgóslavneski stríðsglæpamaður- inn Arkan var fáum utan Serbíu harmdauði. Arkan var skotinn til bana í anddyri Interconti- nental hótelsins í Belgrad síðdegis á laugardag. Ekki er ljóst hvort einn maður var þar að verki, eða hvort árásarmennirnir voru tveir. Arkan, sem réttu nafni hét Zeljko Raznatovic, var eftirlýstur af stríðsglæpa- dómstóli Sameinuðu þjóð- anna fyrir voðaverk sem hann og einkaher hans, Tígrarnir, frömdu í Bosníustriðinu og í Króa- tíu. Engin tár fyrir Arkan Yfirmaður sendinefndar Samein- uðu þjóðanna í Bosníu, bandaríski stjórnarerindrekinn Jacques Klein, lýsti Arkan sem geðveikum morð- ingja og raggeit. „Ég held að ekki sé hægt að fella tár yfir geðveikum fjöldamorð- ingja," sagði Klein í samtali við fréttamann Reuters i Sarajevo, höfuð- borg Bosníu. Heimildarmenn í stjórn- málaflokki Arkans sögðu í gær að minningarathöfn um leiðtogann yrði haldin á þriðjudag og hann síðan graf- inn á miðvikudag, að því er óháða fréttastofan Beta í Belgrad greindi frá. Múslímar í Bosníu, þar sem Arkan og menn hans frömdu mörg grimmdarverk, vörpuðu öndinni léttar við fréttirnar af dauða Arkans. Mirza Hajric, ráð- gjafi forsetaembættisins, harmar þó það eitt, eins og leiðtogar vestrænna ríkja, að Arkan skuli ekki hafa feng- ið tækifæri til að vitna gegn Slobod- an Milosevic Júgó-slavíuforseta fyrir stríðsglæpadómstóinum. Ekki er vitað hverjir drápu Arkan en sumir telja að Milosevic hafi fyr- irskipað morðið. Tveir aðrir menn féllu í skotárásinni. Skotið var að minnsta kosti 38 skotum af stuttu færi í árásinni og fékk Arkan þrjú skot í höfuðið. Ófreskja Pólitísk spenna í Serbíu hefur vax- ið í kjölfar morðsins á Arkan. Stjóm- arandstæðingar, sem komust að sam- komulagi um síðustu helgi um að herða mótmælaaðgerðir sínar gegn Milosevic, sögðu í gærmorgun að morðið á Arkan væri til marks um að í Serbíu ríkti ógnarstjórn ríkis- valdsins. Sumir í Belgrad, sem litu á Arkan sem ófreskju, sögðu að dauði hans hefði ekki komið á óvart. Aðrir sögðu að ekki hefði getað verið um venju- legt morð glæpaflokka að ræða. Arkan var eftirlýstur af alþjóðalög- reglunni Interpol fyrir vopnuð rán víða um Evrópu. Stríðsglæpadóm- stóll SÞ ákærði hann árið 1997 fyrir voðaverk í stríðunum í Króatíu og Bosníu. Hann neitaði öllum ásökun- um. Arkan. Kristilegir játa á sig enn frekara fjármálasukk Kristilegir demókratar í Þýska- landi, flokkur Helmuts Kohls, fyrrum kanslara, hafa játað á sig enn frekara fjármálasukk en þeg- ar hefur verið flett ofan af. Man- fred Kanther, fyrrum innanríkis- ráðherra í sfjóm Kohls, viður- kenndi í gær að flokksdeildin í Hessen hefði staðið fyrir vafasöm- um fjármagnsflutningum til og frá Sviss á meöan hann gegndi formennsku þar á níunda ára- tugnum. Wolfgang Scháuble, leiðtogi kristilegra, barðist i gær fyrir pólitísku lifl sínu og vísaöi á bug fregnum um að hann heföi breytt Qokksskýrslum þremur árum eft- ir að hann tók við 35 milljónum króna frá vopnabraskara sem sak- sóknarar í Þýskalandi vilja fá framseldan frá Kanada. Helmut Kohl hefur viðurkennt að hafa þegið greiðslur og komiö fyrir á leynilegum reikningum. Fylgi kristilegra hefur nánast hrunið eftir að fjármálahneykslið komst upp. Serbneskir lögregluþjónar standa vörð við inngang Intercontinental hótelsins í Belgrad, höfuöborg Serbíu, þar sem fjöldamorðinginn og stríösglæpamaðurinn Arkan var myrtur síðdegis á laugardag. Halonen með flest atkvæði í finnsku forsetakosningunum: Búist við hörkubaráttu fyrir seinni umferðina Tarja Halonen, utanríkisráðherra Finnlands, fór með sigur af hólmi í fyrri umferð forsetakosninganna í gær sem snerist upp 1 baráttu kynj- anna. Þegar öU atkvæðin höfðu verið talin hafði Halonen fengið stuðning 40 prósenta kjósenda en Esko Aho, leiðtogi miðQokksins og stjórnar- andstöðunnar, var með 34,4 prósent. Ekki skýrist fyrr en 6. febrúar, þegar síðari umferð kosninganna fer fram, hvort það sem verður Halonen eða Aho sem tekur við for- setaembættinu af Martti Ahtisaari. Tvær framákonur tU viðbótar við Halonen voru í framboði í kosning- unum í gær, íhaldskonan Riitta Uosukainen og Elisabeth Rehn, fyrr- um sendifuUtrúi Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu. Þær voru langt að Tarja Halonen sigraöi í fyrri umferð finnsku forsetakosninganna í gær. baki Halonen og Aho, með 12,8 pró- sent annars vegar og 7,9 prósent hins vegar. Frambjóöendumir þrír sem eftir eru fengu aUir minna en fjögur prósent hver. Aho fagnaði niðurstöðum kosn- inganna í gær en spáði því að hörð barátta væri fram undan fyrir síð- ari umferðina. „Alveg nýjar kosningar eru fram undan. Við erum aftur komin á byrjunarreit," sagði Aho. Halonen, sem er einstæð móðir og fyrrum vinstri róttæklingur, lýsti yRr ánægju sinni með úrslitin. Hún sagðist telja að framboð hennar nyti vaxandi fylgis. Kannanir fyrir kosningamar bentu til að konur væru staðráðnar í að koma konu í forsetaembættið að þessu sinni. Tekinn í landhelgi Danskt eftirlitsskip stóð bresk- an togara að meintum ólöglegum veiðum á lokuðu hafsvæði við Mykines um helgina. Réttað verð- ur væntanlega í málinu í þessari viku. Krónprins mikils virði UmfjöUun danskra fjölmiðla um fyrirhugaða hundasleðaferð Friðriks krón- prins af Dan- mörku yfir Grænland norð- anvert, frá Qa- anaaq tQ Meist- aravíkur, er ígildi hundraða miUjóna is- lenskra króna auglýsingar fyrir grænlenska ferðaþjónustu. Þetta segir Stig Romer Winther, for- stöðumaður ferðamála á Græn- landi, í samtali við þarlenda helg- arblaðið Sermitsiaq. Litlar líkur á sáttum Litlar líkur eru taldar á að sættir náist í máli sem bandarísk stjórnvöld hafa höfðað á hendur hugbúnaðarfyrirtækinu Micro- soft fyrir einokunarstöðu þess á markaði, einkum eftir umræður síðustu viku um að skipta beri fyrirtækinu upp. Námumönnum bjargað Kínverskar björgunarsveitir náðu i gær átján af 29 kolanámu- mönnum sem höfðu verið lokaðir inni í samanfallinni námu í sex daga. Hermaður ákærður Bandarískur hermaður i gæslu- liðinu í Kosovo hefur verið ákærður fyrir morð á 12 ára gam- alli albanskri stúlku og fyrir ósið- legt athæQ gagnvart bami. Nyrup vildi drykkjukofa Poul Nymp Rasmussen, forsæt- isráðherra Dan- merkur, fór fram á það við borgar- stjórn Kaup- mannahafnar í desember að komið yrði upp sérstökum . drykkjukofa fyr- ir heimQislausa Grænlendinga á Kultorvet í miðborginni. Beiðnin var borin fram í því augnamiði að reyna að koma í veg fyrir að drukknir Grænlendingar ónáðuðu fólk í jólainnkaupunum. Að sögn Berlingske Tidende var borgarstjórinn ekki hrifinn. Rætt um Elian í Evrópu UtanrQdsráðherra Kúbu lagði upp í tíu daga Evrópuferð í gær. Hann mun meðal annars ræöa við gestgjafa sína um baráttu Kúbverja fyrir því að fá Elian lida Gonzalez heim frá Flórída. Fundur ekki ákveöinn Sýrlensk stjórnvöld hafa ekki enn ákveðið hvenær næsta lota friðarviðræðnanna við ísraela verður vestanhafs. Bandarísk stjórnvöld gera sér vonir um að hún hefjist á miðvikudag, eins og fyrirhugað var. Mowlam reykti dóp Mo Mowlam, ráðherra í bresku ríkisstjórninni og nýskipaður for- ystusauður í baráttunni gegn Qkniefnum, við- urkenndi í gær að hún hefði prófað að reykja mari- júana á námsár- um sínum í Bandarikjunum snemma á átt- unda áratugnum. Hún sagði að sér hefði ekki líkað það. Ofbeldi í Kólumbíu Kólumbískir hermenn sem nutu liðsinnis þyrlna leituðu að uppreisnarmönnum marxista í fjöllunum austur af höfuðborg- inni Bogota í gær. Skæruliðar misstu 44 menn fallna í átökum við hermenn um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.