Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 Sviðsljós DV Fær rúma milljón punda: Jimmy sættir sig við boð Mel B Kryddpían Mel B, sem nú stendur í skilnaði við dansarann Jimmy Gulzar, hefur samþykkt að greiða honum 1,25 milljónir punda, að því er breska slúðurblaðið Daily Mail greindi frá. Að sögn blaðsins fær dansarinn, sem fæddur er í Hollandi, 750 þús- und pund í reiðufé og íbúð í London sem metin er á 500 þúsund pund. Það er talsvert lægri upphæð en sú sem talið var að hann hefði upphaf- lega farið fram á, nefnilega 10 millj- ónir punda. Daily Mail fullyrti að Gulzar hefði samþykkt boð Mel B sem reyndar hóf að kalla sig Mel G eftir að hafa gengið upp að altarinu með Jimmy Gulzar. Honum mun hafa verið tjáð að samkvæmt breskum lögum gæti hann alls ekki búist við hærri upp- hæð en þeirri sem Mel B bauð hon- Mel B fær forræðið yfir dóttur sinni og Jimmys Gulzars. um. Var þá tekið tillit til lengdar hjónabands þeirra. Hjónakornin, sem nú hafa ákveðið að halda hvort í sína áttina, hittust fyrst 1998 þegar Gulzar var dansari í tónleikaferð Kryddpíanna. Hjóna- band þeirra, sem varaði í 16 mánuði, var oft stormasamt og er sagt hafa endað með hörkurifrildi á nýársdag. Mel B hafði ætlað að reyna að lappa upp á hjónabandið um jólin og kvaðst reyndar hafa lagt sig alla fram. En árangur erfiðisins var enginn. Samkvæmt Ðaily Mail fær Mel B, sem verið hefur í Taílandi að und- anförnu, forræðið yfir litlu dóttur þeirra Jimmys, Phoenix Chi. Sú stutta er nú orðin 10 mánaða. Jimmy vonast til að fá að hafa dótturina á meðan móðirin er á tón- leikaferðalögum. Hann hefði þó ekki haft neitt á móti því að fá forræðið yfír henni. Loðkragar og litadýrð einkenndu sýningu hönnuðarins Johns Richmonds í Mílanó á tísku karla næsta haust og vetur. Símamynd Reuter Sting hatar bæði sápu og sjampó nyrri vinnu Victoria Adams hefur í nógu aö snúast. Hún er ekki bara önnum kafin við leit að kvikmyndahlut- verki i Hollywood og að finna felustað fyrir mögulegum mann- ræningum. Nú er hún orðin þáttastjómandi hjá breskri sjón- varpsstöð. í þættinum, Victorias Secrets, var aðalatriðið viðtal viö Elton John. Meðal annarra gesta voru einnig Roger Moore, Ric- hard Grant og Ruby Wax. Brosnan stundar frekari njósnir Hvað gerir Pierce Brosnan þegar hann er ekki að leika James Bond? Hann tekur auðvitaö að sér fleiri verkefni sem njósnari. Brosnan hefur samþykkt að leika aðalhlutverkið í myndinni Bumt Sienna og leikstýra henni einnig. Fjallar myndin um starfsmann bandarísku leyniþjónustunnar sem ekki er jafn slípaður og Bond. Hver hefði getað trúað því að rokkarinn Sting hefði enga sérstaka ánægju af því að þrifa sig? Ef marka má það sem haft var eft- ir kappanum ekki alls fyrir löngu hefur hann óbeit á sápu og hár- þvottalegi. Það hefur svo sem verið fullyrt að ekki sé nauðsyn að smyrja slíku á sig í óhófi. Þaö sé alveg nógu gott að ná af sér óhreinindunum með hreinu vatni. Og á þeirri skoðun er rokkarinn frægi. Þáttur í málinu er kannski hrifning hans af náttúrlegri lykt. „Ég er ekki hrifmn af sápu og ég nota hvorki sjampó né svitalykt- areyði. Ég hata lyktina af slíkum vömm. Ég kýs heldur mína eigin lykt,“ sagði Sting í nýlegu viðtali við erlendan fjölmiðil. Nú er það bara spumingin hvort aðdáendur hans ætli að reyna að feta í fótspor hans í þessum efnum. Á bfriu bandtf______ LÁQMÚLI 7 SÍMI 568 5333 BARATTAN FVRIR FRAÍ1TIÞINNI ER HAFIN! VER$ mio POSTKRöFUSIflI Sbfi 5333 • s-'.: % í jL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.