Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 13 Fréttir 888 dagar án reyks: Græddi nærri eina milljón finn kaupauki og miklu betri heilsa „Mér sýnist að ég hafi í dag verið reyklaus í 888 daga. Reykleysið kom ekki fyrir neina hetjudáð af minni hálfu - það kom sjálfkrafa fagran ágústdag 1997, klukkan 15.15, þegar ég reyndi að reykja minn siðasta London Docks. Síðan hef ég haft al- gjöra andstyggð á tóbaki, vægast sagt. Dmurinn er góður en reyk- urinn er eitur, það er ljóst,“ segir Jón Birgir Pét- ursson blaðamaður. Jón Birgir hafði reykt vindla í ein 30 ár áður en hann lagði þá skyndi- lega á hilluna. Heilsan hjá honum er langtum betri og buddan þyngri. En hver er sparnaðurinn? „Spam- aður af því að stöðva bræluna er að- allega tvenns konar. Annars vegar hef ég ekki þurft að greiða 735 krón- ur á degi hverjum fyrir ríflega einn pakka af London Docks sem mér tókst að svæla. Mér sýnist að ég hafi reykt 14 smávindla á degi hverjum til jafnaðar undir lokin,“ segir Jón Birgir. Reykti 15 km af vindlum Ef frá er talin betri heilsa, hve mikið telur þú að hafl sparast á því að hætta að reykja? „Fjórtán smávindlar kosta meira en 268 þúsund á ári. Þessir 888 dag- ar hefðu því kostað mig 652.680 krónur. Slíkt fé má ávaxta í dag eða nota það í eitthvað vitlegra en tó- baksreykingar. Þetta er líka „launa- hækkun". Ef um væri ræða laun, að frádregnum opinberum gjöldum, þýddi þetta „launa- hækkun“ upp á 913.752 krónur, 375 þúsund krónur á ári. Slíkar launahækk- anir geta menn skammtað sér sjálflr. Aðalatriðið er auðvitað mun betri heilsa án vindlanna, lungun hafa smám saman hreinsað út gaml- an óþverra og þrekið hefur aukist. Ekki er síður gott að vera í sátt við sitt heimafólk sem var nokkuð dug- legt að þrasa í syndaselnum og heimta hreint loft í heimahúsum - sem er eðlileg krafa," segir Jón Birgir. Vindlar eins og Jón Birgir reykti eru um 10 sm á lengd og samkvæmt útreikningum telur Jón Birgir sig hafa reykt alls um 15 km af vindlum um ævina. Til „gamans" má geta þess að kilómetrafjöldinn er sam- bærilegur og leiðin frá Lækjartorgi að Reykjalundi sem var endastöð langrar þrautagöngu Jóns Birgis. -hól Jóni Birgi Péturssyni þykir ekki síöur gott aö vera sáttur við sitt heimafólk eftir að hafa sagt skiliö viö nikótínið eftir 30 ára samvistir. Hér horfir hann meö óhug á mynd af sjálfum sér með vindilinn milli varanna fyrir 20 árum. DV-mynd Hilmar Pór Launamidar - greidslumidar í ársbyrjun er rétt að huga tímanlega að ýmsum gögnum sem skila þarf. Hér má sjá skilafrest ýmissa gagna sem skila ber á árinu 2000 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1999: Eftirtöldum gögnum parf aö skila til skattstjnra í síöasta lagl 21. janúar • Launamiöum ásamt almennu launaframtali. Á launamiðum komi meöal annars fram greiðslur til verktaka fyrir efni og vinnu. • Hlutafjármiðum ásamt samtalningsblaði. • Stot'nsjóðsmiðum ásamt samtalningsblaði. • Bifreiðahlunnindamiðum ásamt samtalningsblaði. • Greiðslumiðum vegna lífeyrisgreiöslna, tryggingabóta o.þ.h. í síöasta lagí 21. feHrúar 2000 • Afurða- og innstæðumiðum ásamt samtalningsblaði. • Sjávarafurðamiðum ásamt samtalningsblaði. í síðasta tagi 15. maí 2000 • Gögnum frá lífeyrissjóðum þar sem sundurliðuð er greiðsla iðgjalda sjóðsfélaga. Til og meö síöasta skiladegi skattframtala 2000 • Greiðslumiðum yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölulið C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- skatt og eignarskatt. • Gögnum frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar um eignarleigu- samninga um fólksbifreiðar fyrir færri en 9 manns sem í gildi voru á árinu 1999. M.a. skulu koma fram nafn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði er eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. Munið að skila tímanlega RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Sími 530 2800 www.ormsson.is EG HYKSUGUR Á TIILBOÐI Pakki af ryksugupokum fýlgir með í kaupbæti Vamperino SX 1.300 W Fimmfalt filterkerfi Tveir fylgihlutir Pakkiaf ryksugupokum p fylgir með í kaupbæti fi Vamperino 920 • 1.300 W Lengjanlegt sogrör Fimmfalt filterkerfi Þrír fylgihlutir Pakki af ryksugupokum fylgir með í kaupbæti Vampyr 5020 Ný, orkusparandi vél Sogkraftur 1.300 W Lengjanlegt sogrör Fimmfalt filterkerfi Þrír fylgihlutir Pakkiaf ryksugupokum fylgir með í kaupbæti <É|*; CE-P0WER • Ný, kraftmikil ryksuga í sportlegri tösku Sogkraftur 1.600 W» Lengjanlegt sogrör Fimmfalt filterkerfi • Tveir fylgihlutir Eih ®íkað',‘,nl UMBOÐSMENN VestuHand: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Pokahomið, Tálknafirði. Norðuriand: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjarðar; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.