Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 15 Skerðing bóta vegna tekna maka Miöaö við gagnkvæma framfærsluskyldu hjóna má ætla að þeir sem verða fyrir skerðingu bóta sinna vegna tekna maka hafi mun hærri heim- ilistekjur en þeir sem hafa engar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga, segir m.a. í greininni. Úrskurður Héraðs- dóms Reykjavíkur í máli Öryrkjabandalags- ins gegn ríkinu nú ný- lega hefur vakið nokkra athygli. Málið snerist um það hvort réttmætt sé að skerða bætur lífeyrisþega al- mannatrygginga þegar svo stendur á að maki hans er með sæmilegar tekjur. Rök Öryrkja- bandaiagsins eru þau að tenging bóta við laun maka varði við mannréttindi og sé brot á alþjóðasamningum sem ísland er aðili að. Úrskurður Héraðs- dóms var tvíþættur. Svo fremi að íslensk lög heimili þessa tengingu, þá er hún réttmæt, en hins vegar þótti dómnum skorta á næga lagastoð fyrir tengingunni á vissu árabíli miili 1994 og 1998. Tenging við tekjur maka Gagnkvæm framfærsluskylda hjóna er grundvallarregla í þjóðfé- laginu sem kemur fram í ýmsum myndum. Þau eiga t.d. jafna kröfu til allra eigna í sameiginlegu búi. Við hjónaskilnað kemur þetta ber- lega fram og þá er það sama hvort þeirra hefur aflað til búsins og i hvaða mæli, að eigumar skulu skiptast jafnt. Einungis uppsöfnuð réttindi hjá lífeyrissjóðum skipt- ast ekki, en það er baráttumál framtíð- ar að svo verði. í skattarétti er teng- ing við tekjur maka nokkuð sem hefur verið stundað um ómunatíð. Þannig fær tekjuhærri mak- inn yfirfæranlegan skattfrádrátt frá þeim tekjulægri en nú nýlega hefur þjóð- in einmitt fagnað þeirri ákvörðun rík- isstjórnarinnar að auka þessa heimild úr 80% í 100% á næstu tveimur árum. Tekjulaus íbúi á vistheimili getur nær tvöfaldað vasapeninga sína miðað við greiðslur almannatrygginga ef maki hans fær það háar greiðslur úr lífeyrissjóði. Allnokkur fjöldi lífeyrisþega fær tekjutryggingu frá almannatrygg- ingum enda þótt tekjur þeirra séu yfir öllum mörkum. Það byggist á því að tekjur þeirra helmingast með tekjulausum mökum þeirra og helmingurinn er þá undir mörk- um. Einungis í þeim tilfellum þar sem lifeyris- þegi á maka með það háar tekjur, t.d. örorkulífeyr- isþegi með maka yfir 94 þús. kr. laun á mánuði, byrj- ar tekjutrygging hans að skerðast. Þegar heimilistekjur eru komnar í 247 þús. kr. á mánuði þá er tekju- trygging öryrkjans fullskert. Tekjutrygging öryrkja er um 30 þús. kr. á mánuði. Heimilistekjur skerðast ekki um þá upphæð því eftir þvi sem tryggingin skerðist þá eykst yfirfæranlegur skattfrádrátt- ur til hins makans. Skerðing heim- ilistekna verður aldrei hærri en sem nemur um 9 þús. kr. á mánuði vegna þessa. Ástsæl hjónabönd brotna ekki á því, eins og haldið hefur verið fram. Tekjutenging almanna- trygginga Likt og hér eru tekjutengingar mjög algengar i tryggingakerfum annarra landa og t.d. í Bretlandi, Noregi og Danmörku er tekið tillit til tekna maka og jafnvel fjöl- skyldunnar allrar i því sambandi. Bætur almannatrygginga hér eru ekki háar miðað við almanna- tryggingar annarra landa. Gæta þarf þó að því að lífeyrissjóðakerf- ið kemur til viðbótar, sem bætir stöðu aldraðra og margra öryrkja til muna. Einnig getur vinnandi maki bætt stöðu heimilisins til mikilla muna. Þeir sem bera skarðan hlut frá borði eru þeir sem einungis hafa bætur almannatrygginga sér til framfærslu, t.d. hjón með 93 þús. kr. í sameiginlegar mánaðartekj- ur. Það er hópurinn sem Stefán Ólafsson greinir frá í bók sinni „íslenska leiðin" að þurfi úrbætur til að íslendingar geti verið sæmi- lega ánægðir með almannatrygg- ingakerfi sitt. Fátæktin Miðað við gagnkvæma fram- færsluskyldu hjóna má ætla að þeir sem verða fyrir skerðingu bóta sinna vegna tekna maka hafi mun hærri heimilistekjur en þeir sem hafa engar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga. í bréfi sem lítill drengur skrif- aði og Borgarbókasafnið er m.a. að sýna þessa dagana stendur: „Ef ég væri forseti íslands þá myndi ég sjá til þess að enginn væri fátæk- ur á íslandi." Þetta er í raun stóra verkefnið sem taka þarf höndun- um til við innan almannatrygg- inga á Islandi í dag en ekki það hvort þeir sem eru betur stæðir missi undir einhverjum kringum- stæðum eitthvað úr spæni sínum. Jón Sæmundur Sigurjónsson Kjallarinn Jón Sæmundur Sigurjónsson hagfræöingur „Allnokkur fjöldi lífeyrísþega fær tekjutryggingu frá almannatrygg- ingum enda þótt tekjur þeirra séu yfir öllum mörkum. Það byggir á því að tekjur þeirra helmingast með tekjulausum mökum þeirra og helmingurinn er þá undir mörkum.“ Þegar stórt er spurt Hvaða áhrif ætli það hafi á samningamakk íslenskra ráða- manna og fulltrúa Norsk Hydro að Finnur Ingólfsson - sá sem hvað ákafast hefur rómað ágæti virkjun- ar og álvers - er flúinn og byrjaður að starfa sem sendisveinn í banka? Ætli þeir norsku sjái að Hr. Ingólfs- son var aldrei heill i því sem hann sagði og þurfti þess vegna að láta sig hverfa áður en framkvæmdir gátu hafist? Og hvaða áhrif ætli svartsýnisspár Davíðs Oddssonar og hræðsla hans við ágang útlend- inga geti haft á samningaviðræður ríkisvaldsins við toppana hjá Norsk Hydro? Tvískinnungurinn kominn á kreik Þeir norsku þurfa kannski ekki frekari upplýsingar um innræti ís- lenskra ráðamanna, þeir láta aula- húmorinn eflaust sem vind um eyru þjóta, vitandi upp á sína tíu hversu mikinn tvískinnung má bjóða þeim íslensku. Alténd er það á hreinu að formælendur Norsk Hydro hafa sagt að ekki verði um neinar stóriðjuframkvæmdir við Reyðarfjörð af hálfu fyrirtækisins að ræða nema samningar um stækkim álversins liggi fyrir frá fyrsta degi. Þetta segja menn sem líka hafa sagt að fyrirtæki þeirra megi aldrei fá á sig stimpil sóða- skapar. Tvískinnungurinn er semsé kom- inn á kreik - menn vilja ekki menga nema þeir fái að menga mikið. Ef al- menningur fær skilaboð þá eru þau misvísandi. Við vitum hvorki hvort loforð um stækkun liggja fyr- ir né heldur hvað- an raforka á að koma ef loforð um stækkun eru til. Og ekki vitum við hvort stjórnmála- menn hafa lofað þeim Hydro-drengjum fleiri uppi- stöðulónum en slíkt loforð ætti að vera forsenda framkvæmda við Reyðarfjörð, ef eitthvað er að marka þá sem segja frá. Við vitum ekki einu sinni hvort þeir hjá Norsk Hydro ætla í raun og veru að reisa álver við Reyðar- fjörð en vitum þó að rikisstjórnin segist ætla að láta virkja í Fljóts- dal. Við vitum semsagt að þeir hjá Norsk Hydro vOja ekki láta bendla fyrirtækið við umhverf- isspjöll og vitum sam- tímis að það ágæta fólk sem þar ræður ríkjum yppir öxlum þegar sagt er að ómetanlegar nátt- úruperlur fari undir lón ef Hydro-menn vilja byggja álver. Ef Norsk Hydro vill ekki draga með sér sorastimpilinn inn I nýtt árþúsund þá ættu menn þar á bæ að fara að hugsa sinn gang. Að láta nokkra íslenskar sálir draga sig i svaðið yrði stoltum Norð- mönnum ekki til sóma. Leynd yfir næstu leikfléttum Hér á landi fáum við ekki svör við ýmsmn áleitnum spumingum varðandi Fljótsdalsvirkjun og ál- ver við Reyðarfjörð þótt við eigum réttilega heimtingu á að fá slík svör. Hér telst það nefnilega ekki til tíðinda þó stjómmálamenn láti fréttamönnum loðin svör í té. Og það að fréttamenn geri sér að góðu ófullnægjandi svör er regla frekar en undantekning. Þess vegna er nú svo komið að hin mesta leynd hvilir yfir næstu leikfléttum þeirra sem ferðinni ráða í stóriðju- og virkjanamálum. Ef þeir sem spyrja krefja menn ekki svara með öhum tiltækum ráðum þá koma eng- in svör - fréttamenn eru dregnir á asna- eyrum ef þeir koma með óþægilegar spurningar - svo einfalt er það nú hér á Fróni. Varla svartari ímynd Hér á landi bíða menn eftir athöfn- unum til að fá svör- in. Okkur verður ljóst hvort Norsk Hydro fær landeyð- ingarstimpilinn daginn sem þeir klippa á borðann og bjóða okkur að skoða álverið við Reyðarfjörð, þ.e.a.s. ef þeir sem þar stjóma vilja fóma ærunni. Þeir vita það kannski ekki að þó fréttamenn á íslandi standi sig ekki í stykkinu þá er það nú svo að fréttamenn finnast í öllum löndum. Og þeir vita það kannski ekki heldur að ef Fljótsdalsvirkjun rís svo afla megi raforku fyrir Hydro-álver við Reyðarfjörð þá mun fyrirtækiö náttúrlega fá á sig þann svartasta sóðastimpil sem hugsast getur. Og þótt þeir reistu skólphreinsistöð í hallargarðinum í Ósló er ekki víst að þeim tækist að gera ímyndina öllu svartari. Kristján Hreinsson „Okkur verður Ijóst hvort Norsk Hydro fær landeyðingarstimpilinn daginn sem þeir klippa á borðann og bjóða okkur að skoða álverið við Reyðarfjörð, þ.e.a.s. ef þeir sem þar stjórna vilja fórna ærunni Kjallarinn Kristján Hreinsson skáld Með og á móti Manchester United tók heimsmeistarakeppni fé- lagsliða fram yfir titilvörn í enska bikarnum í vetur en gengi liðsins í keppninni í Brasilíu hefur vakið gagnrýnisraddir þar sem liðið vann aðeins 1 leik gegn liði frá Ástralíu. Eiríkur Jónsson, starfsmaður ís- ienskra getrauna og stuöningsmaöur Man. United. Góð reynsla „Ég tel að þó að liðinu hafi geng- ið illa í þessari keppni núna hafi leikmennimir öðlast töluverða reynslu. Það getur verið að þeir eigi eftir að keppa í þessari keppni aftur eða á heimsmeist- aramóti í Suð- ur-Ameríku. Hin liðin leggja mikla áherslu á að hafa United með í ensku bik- arkeppninni sem er skrítið þar sem það er náttúrlega auðveld- ara fyrir þau að komast áfram þeg- ar United er ekki með. Liðið spilar gegn liðrnn frá mismunandi álfum í Brasilíu og gegn ólíkum leikstílum og mætti aðstæðum sem það hefur ekki mætt áður. Það er ekki alltaf hægt að miða við ástandið eins og þaö er i dag. Manchesterliðið er búið að vinna nánast öll mót á síð- asta ári og það er ekki hægt að ætl- ast til þess að eitt lið vinni öll mót. Þrátt fyrir ákveðin vonbrigöi þá gerði liðið ágæta hluti. Það er hægt að tapa hvaða leik sem er, hvenær sem er, geri vamarmenn mistök eins og Gary Neville í tvígang en ef það er tekið burtu stóðu þeir sig sæmilega. Þeir voru tfu á móti ellefu allan seinni hálfleikinn gegn Necaxa en skoruðu samt mark. Ég tel að þetta hafi verið ágæt ferð og hún gæti nýst liðinu seinna í vet- ur.“ Áttu að verja titilinn „Að mínu mati er út í hött að fórna elsta skipulagða knatt- spyrnumóti heims, ensku bikar- keppninni, fyr- ir svokallað heimsmeistara- mót félagsliða sem verið var að halda í fyrsta sinn nú og að þvi að virðist í full- kominni óþökk flestra. United er sigursælasta lið bikarkeppn- innar frá upp- hafi og hefði að sjálfsögðu frekar átt að verja titilinn þar en álpast til Brasilíu með hálfurn huga eins og virtist vera. Eins og tekist hefur til með þetta mót efast ég um að það eigi eftir að festa sig í sessi sem stórviðburður á knatt- spymusviðinu, enda ekki þörf á fleiri slíkum. Flest stórlið eiga nóg með að leika í deildarkeppni og bikarkeppni í sinu landi auk Evrópumóta. Svona keppni er bara óþarfa viðbót, og auk þess eru þau súr, sagði refurinn." -ÓÓJ Adolf Ingl Erlings- son, íþróttafrétta- maöur á Ríkisút- varpinu og stuön- ingsmaöur United. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist í stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni á stafrænu formi og í gagnabönk- um. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.