Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: [SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. r Utrásin heldur áfram Útrás íslenskra fjármálafyrirtækja heldur áfram. í lið- inni viku var tilkynnt um kaup Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins á enska einkabankanum R. Raphael & Sons. Kaupverðið er um einn milljarður króna. Kaupþing hf. hefur verið leiðandi í útrás íslenskra fjármálafyrirtækja á erlenda markaði, en flest fjármálafyrirtæki hafa beint eða óbeint haslað sér völl í öðrum löndum á undanfóm- um árum. Miðað við fjárhagslega stöðu Fjárfestingarbankans er kaupverðið ekki hátt, né heldur ef miðað er við markaðs- verðmæti bankans sem nú er alfarið í eigu einkaaðila. Tíminn mun hins vegar leiða í ljós hversu skynsamleg kaupin eru - hvort arðsemi þeirra verður eins og að er stefnt og hluthafar Fjárfestingarbankans gera kröfu til. Frá því Fjárfestingarbankinn tók til starfa hefur hann verið leiðandi í mörgum nýjungum á íslenskum fjár- málamarkaði og mótað samkeppnisumhverfi sem við- skiptavinir fjármálastofnana hafa fengið að njóta. Kaup- in á R. Raphael & Sons eru hluti af eðlilegri þróun á starfsemi bankans, þar sem þjónustan er útvíkkuð með því að bjóða einstaklingum einkabankaþjónustu. Byltingin á fjármálamarkaðinum, sem hófst 1984 þeg- ar bankar og sparisjóðir fengu takmarkað frelsi til að ákvarða vexti, heldur því áfram. Þannig hafa ferskir vindar fengið að leika um fjármálamarkaðinn og jarðveg- ur fyrir umfangsmika einkavæðingu ríkisfyrirtækja hef- ur orðið til. Umfangsmesta einkavæðing íslandssögunn- ar, þegar meirihluti ríkisins í Fjárfestingarbankanum var seldur, var drifin áfram af fjármálafyrirtækjum. Fyr- ir nokkrum árum hefði slík einkavæðing ekki verið möguleg. Fram undan er sala á Landssímanum og þar munu fj ármálafyrirtækin leika lykilhlutverk. Aukið frelsi og vel menntaðir nýir menn, sem beita áður óþekktum vinnubrögðum, hafa ráðið mestu í þeirri ánægjulegu þróun sem orðið hefur. Leiðin hefur að vísu verið grýtt og margir misstigið sig og á stundum virðist sem glópalán hafi verið yfir íslenskum fármálamarkaði þar sem lítið mátti út af bera svo að illa færi. Á síðustu misserum hafa orðið róttækar breytingar á íslensku viðskiptalífi og fjármálafyrirtækin hafa verið drifkraftur þessara breytinga sem annars hefðu ekki náð fram að ganga. Um leið hefur almenningi gefist færi á að taka beinan þátt í atvinnulífinu með kaupum á innlend- um og erlendum hlutabréfum. Ævintýri i Stoke Ævintýrið í Stoke heldur áfram en íslenskum Qárfest- um gafst í liðinni viku tækifæri til að taka þátt í því með kaupum á hlutabréfum í eignarhaldsfélagi sem heldur um meirihluta í þessu fomfræga enska knattspymu- félagi. Enn er of snemmt að spá um hvernig ævintýrið endar, en Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari og núverandi knattspyrnustjóri Stoke, hefur ekki vanist öðm en að ná sínu fram. Eins og Guðjón segir sjálfur í viðtali við DV í dag eru leikmenn liðsins búnir að finna þefinn „af því hversu gaman það er að vinna“. Kaupin á meirihluta í Stoke City eru aðeins enn eitt dæmið um útrás íslendinga og íslenskra fyrirtækja á hinum ólíku sviðum, allt frá flármálaþjónustu til fisk- sölu, frá knattspyrnu til hátæknifyrirtækja. Óli Bjöm Kárason Meö birtingu úrskuröa óbyggöanefndar um mörk þjóölendna og eignarlanda í uppsveitum Árnessýslu kom í Ijós aö nefndin hirti ekki einu sinni um aö fylgja þekktum landamerkjum bújaröa og afrétta. - Hjörieifur Ólafs- son, bóndi að Fossi, bendir á fyrirhuguö ný landamerki búsins. (Myndin birtist meö viötali í DV í október sl.). Ríkisfrekjan í algleymingi öll lögð á einstaklingana, engin á ríkið. Hliðstæð regla gildir um úrskurðarvald um mörk þjóðlendna. Það er falið svonefndri óbyggðanefnd, sem for- sætisráðherra (= rikið) tilnefnir Eilla. Nefndar- menn skulu fullnægja skilyrðum til að gegna héraðsdómaraembætti, sem merkir að þeir verða að vera lögfræð- ingar. Þannig hljóta nefndarmenn allir að hafa kenningar sínar um eignarrétt úr einni og sömu lagadeildinni, kannski úr sömu náms- Kjallarinn Gunnar Karlsson prófessor Þjóðnýting er það kallað þegar ríkið gerir eignir upptækar í stórum stíl, einkum þær sem má nota til at- vinnurekstrar. Hún var aðferð kommúnista á 20. öld til að leggja undir sig atvinnu- líf í löndum þar sem þeir höfðu þeg- ar lagt undir sig ríkisvaldið; á henni byggðist al- veldi kommúnista- stjórna í atvinnulífi Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í Áustur-Evrópu og gerir enn á Kúbu. Þjóönýtingar- lögin íslensku Lengst af hefur verið lítið um þjóð- nýtingu á íslandi. Þar hefur samruni ríkisvalds og auð- valds gerst á hinn veginn; auðvaldið hefur lagt ríkis- valdið undir sig með samþykki þegnanna í kosningum. Nú dugir það ekki lengur ríkisstjóm Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms- sonar. Áriö 1998 lögleiddi Alþingi stjórnarfrumvarp um þjóðlendur. Þar segir að allt land utan eignar- landa sé þjóðlendur og íslenska rík- ið sé eigandi þeirra, „þó að einstak- lingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi." En réttindi í þjóðlendu eiga menn að- eins að því leyti sem þeir geta fært sönnur á þau. Sönnunarbyrðin er bókinni og fyrirlestrum sama kennarans. Eignarnám óbyggöanefndar Á síðasta ári fóru að birtast úr- skurðir óbyggðanefndar um mörk þjóðlendna og eignarlanda í upp- sveitum Árnessýslu. Þá kom í ljós að nefndin hirti ekki einu sinni um að fylgja þekktum landamerkjum bújarða og afrétta. Þess í stað klauf hún bújarðir niður eftir hæðarlín- um og úrskurðaði ríkinu yfirleitt cillt land ofan 250 metra yfir sjávar- máli. Ekki hefur verið upplýst hvort þetta stafar af því að nefndin haldi að landnámsmenn íslands hafi afmarkað heimalönd eftir hæð- arlínum eða að hún hafi villst á 250 metra hæðarlínunni og landa- merkjalínu á íslandskortinu. Ég hugsa að kortanotkun sé ekki kennd mikið í lagadeOdinni, svo að nefndinni var kannski vorkunn. Þjóðlendulögin eru ekkert annað en þjóðnýting, eins og PáO Ragnar Steinarsson benti á í frábærri grein í Morgunblaðinu 6. janúar, og framkvæmdin minnir á það þeg- ar kommúnistastjóm Sovétrikj- anna rak bændur af jörðum sínum í nafni almannahagsmuna. PáU nefnir líka aðra hliðstæðu, sem ég get ekki stOlt mig um að taka upp. Þegar Englendingar fóru að fiytjast tO Nýja-Sjálands á 19. öld settust þeir að innan um frumbyggjana, Maoría, og námu þar land. Þegar Maoríar sögðust eiga landið spurðu Englendingar: „Hvar eru bréf ykkar upp á það?“ En Maoríar notuðu ekki ritmál og þekktu enga pappíra og áttu því engan rétt. Ruddaskapur ríkisins Nú er að vísu hægt að áfrýja úr- skurði óbyggðanefndar, en þá til annarra lögfræðinga sem hafa væntanlega lesið sömu bókina og glósað sömu fyrirlestrana. En jafnvel þótt mál bænda kunni að eiga eftir að lenda á borði siðaðra dómara áður en lýk- ur, þá er framkoma ríkisvaldsins í málinu óþolandi. Það kann að vera eðlilegt að einstaklingur geri tO að byrja með ýtrustu kröfur í ágreiningsmáli og láti dómstólum eftir að skera þær niður. En ríkið er of stórt og máttugt tO að það megi koma fram af slíkum hroka og slíkri frekju. Gunnar Karlsson Skoðanir annarra Vinna kvótakerfínu ógagn „Það er sjáifsagt að láta reyna á lögin en það á að gera fyrir Hæstarétti íslands en ekki úti á sjó. Þeir sem ætla að láta reyna á lögin úti á sjó á meðan málið er tO meðferðar fyrir Hæstarétti eru að vinna málstað þeirra, sem berjast fyrir breytingum á kvótakerfinu ógagn. Nú má vel vera, að þeir sem standa að útgerð- um þessara 30 báta hafi afit önnur sjónarmið í þessu máli en hin almenni borgari og þess vegna fari hags- munir þeirra og almennings í landinu ekki saman. Þeir sem nú stimda heimOdalausar veiðar eru með þvi að gerast bandamenn þeirra, sem vOja óbreytt kerfi.“ Ur forystugreinum Mbl. 14. janúar. Framboósreikningar Ólafs Ragnars ókomnir „Fyrsta frétt Ríkissjónvarpsins sl. fimmtudagskvöld var um að kosningabarátta Ólafs Ragnars Grímssonar fyrir fjórum árum hefði kostað 42 mOljónir króna. Sig- urður G. Guðjónsson stjórnarmaður í stuðnings- mannafélagi Ólafs Ragnars kynnti þessa niðurstöðu fyrir sjónvarpsáhorfendum. Hann gat þess jafnframt að það hefði tekið þessi fjögur ár að safna fyrir kostn- aðinum. ítarlegri upplýsingar fengu áhorfendur ekki og voru því engu nær, enda hafði áður verið áætlað að kostnaðurinn væri á þessu róli. TO dæmis sagðist Sig- urður „ekki alveg með það á hreinu" eftir fjögurra ára yfirlegu yfir bókhaldinu hvað forsetinn lagði íram sjálfur. Eins og menn muna ætlaði Ólafur Ragnar að birta reikninga framboðsins eftir kosningar. Það hefur ekki verið gert þótt heOdarkostnaður hafi loks verið gefinn upp nú.“ Ur Vef-Þjóðviljanum 14. janúar. Símsvari er sjálfvirk tilkynning „Lögin miðast við að virða hinn almenna rétt borgar- anna, en ekki rétt þeirra sem vOja hugsaniega misnota upplýsingar. Það má ekki rugla saman fjarskiptalögum og lögreglumálum. Þetta kemur ekkert við öryggi gagn- vart brotamönnum, verið er að vemda almenn mann- réttindi og persónuréttindi og það er almennt kurteisis- atriði að benda mönnum á að upptaka sé í gangi tO að forðast misskilning. Símsvari er tO dæmis sjálfvirk tO- kynning um upptöku, svo dæmi sé tekið.“ Árni Johnsen svarar Degi um endurskoðun ákvæða í fjarskipalögum. 14. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.