Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Side 32
44
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 T>V
nn
Ummæli
Kvóta-
dómurinn
,,Það er sérkennDegt að
, fylgjast með glað-
. hlakkalegum við-
brögðum stjómar-
andstöðunnar á
! þingi út af
, nýjasta kvóta-,
dómnum. Ekki
er að sjá að
skilningur þeirra á
afleiðingum dómsins risti
djúpt ef hann verður staðfestur
í Hæstarétti. Viðbrögðin eru
frekar í takt við úrslit úr
íþróttakappleik.
Kristján Pálsson alþingis-
maður, í DV.
Bulla mikið
„Menn bulla allt of mikið.
Við munum ekki róa kvóta-
lausir nema Hæstiréttur stað-
festi dóminn enda erum við
löghlýðnir borgarar."
Helgi Ingvarsson, útgerðar-
maður og skipstjóri, í DV.
Gagnrýnislaust flaður
„Kastljós Sjónvarpsins er
reyndar ennþá að
minnsta kosti eitt-
hvert gagnrýnis-
lausasta flaður
, sem lengi hefur
. \ sést í íslensku
” sjónvarpi."
Illugi Jökulsson,
á Rás 2.
Fyllum upp tómarúm
„Ég held að við séum að
fylla upp í ákveðið tómarúm
sem var hjá Sjónvarpinu.“
Gísli Marteinn Baldursson,
annar umsjónarmanna Kast-
Ijóss, í Morgunblaðinu.
Á hröðum flótta
„Það verður aldrei sátt um
það kerfi, þar sem
örfáum er
skömmtuð ókeyp-
is verðmæti, 'sem
þjóðin öll á sam-
eiginlega. Þótt,
Sjálfstæðisílokk-
urinn sé á hröð-
um flótta frá sjálfum
sér í málinum er það hans
vandamál en ekki þjóðarinn-
ar.“
Guðmundur Árni Stefánsson
alþingismaður, í Morgun-
blaðinu.
Rússneskt samyrkjubú
„Gamla kerfið er eins og
rússneskt samyrkjubú þar sem
allir mótorsportklúbbar eiga
að leggja allt sitt í búið en fá
skammtaðan sjónvarpstíma og
tekjur eftir hugmyndum ör-
fárra manna.“
Karl Gunnlaugsson, stjórnar-
maður í hinu nýstofnaða
Mótorsambandi íslands.
Georg Hermannsson, framkvæmdastjóri Hyrnunnar í Borgarnesi:
Maður hefur ekki gott af því að
sitja of lengi í sama starfinu"
DV, Borgarnesi:
„Mér líst vel á nýja starfið,“ segir
Georg Hermannsson, nýráðinn fram-
kvæmdastjóri Hyrnunnar í Borgar-
nesi. Hyrnuna þekkja allir lands-
menn, hvort sem þeir eru á leiðinni
norður, suður, vestur eða austur, því
þar er gott að stoppa, enda staðurinn
fyrsta flokks. Georg tók við starfmu
nú um áramótin en áður starfaði
hann sem ijármálastjóri Kaupfélags
Borgfirðinga. Ástæðan fyrir því að
Georg sóttist eftir starfmu segir hann
að rekstur Kaupfé-
lags Borgfirðinga m.S..,,
haft breyst á síð- IVIaOUr
ustu árum og muni
breytast enn, m.a. með væntanlegri
byggingu nýs verslunarhúss. Eftir
sölu rekstrareininga og stofnun hluta-
félaga um önnur svið starfseminnar
er kaupfélagið eingöngu að verða
verslunar- og þjónustufyrirtæki. „Þó
ég hafi unnið lengi hjá Kaupfélaginu
hefur það ekki verið samfellt. Maður
hefur ekki gott af því að sitja of lengi
í sama starfinu. Með því að skipta
endurnýjar maður sig og því hef ég til
þessa skipt um starf á svona 7 ára
fresti. Ég var búinn að vera fjármála-
stjóri í 7 ár og greip því tækifærið
núna enda hnútum kunnugur í
Hymunni. Þegar hún var í
byggingu 1991 vann ég að því
að skipuleggja fyrirkomu-
lag í rekstri hennar og sá
þá m.a. um kaup á öllum
búnaði. Þá hef ég haft
áhuga á og í störfum
mínum töluvert
tengst samgöngu- og ferðamálum á
ýmsum sviðum.
Georg er með próf frá Samvinnu-
skólanum. Hann var um tima við nám
og störf í Danmörku, vann í nokkur
ár í Sparisjóði Mýrasýslu, vann sem
verslunarstjóri hjá KB, var kaupfé-
lagsstjóri í Vestmannaeyjum í 7 ár,
fulltrúi kaupfélagsstjóra hjá KB, for-
stöðumaður verslunarsviðs KB og
loks fjármálastjóri KB. „Þegar Hym-
an var opnuð 1991 var hún um margt
öðruvísi en aðrir án-
ingarstaðir við
dagsins
íslenska þjóð-
vegi enda
lögðum við
metnað í að
rísa undir
einkunnar-
orðum Hyrn-
unnar: „ferða-
mannaþjón-
usta í fremstu
röð“.“
Georg
seg-
ist ekki vera með það á reiðum hönd-
um hve margir heimsæki Hymuna á
ári hverju en eftir að Hvalfjarðargöng-
in voru opnuð hefur velta Hyrnunnar
aukist.
Hvemig sérðu Hyrnuna fyrir þér í
framtíðinni? „Þjónusta og starfsemi í
Hyrnunni mun verða með svipuðum
hætti og verið hefur. Við munum
leggja áherslu á að ráða við aukna
umferð með það í huga að þeir sem til
okkar koma eru flestir á ferð og vilja
fá skjóta og góða þjónustu fyrir sig
og bílinn. Með tilkomu nýs
verslunarhúss KB við hlið
Hyrnunnar með annan
þjónustutíma munum við
þó gera einhverjar breyt-
ingar í Hymunni.
Georg hefur áhuga á ferða-
lögum og útivist. Þá hefur
hann árum saman stundað
sundleikfimi, skokk og
gönguferðir, gjarnan um
óbyggðir. Eiginkona Georgs
er Helga Helgadóttir og vinn-
ur hún við verslunarstörf hjá
KB. Þau eiga tvö böm; Helga,
sem starfar sem markaðsfulltrúi
á GLV ehf. í Reykjavík og á 4
börn, og Hrafnhildi sem
starfar sem kennari
við Hrafnagils-
skóla í Eyja-
firði og kenn-
ir auk þess
„Tae bo“ í
Vaxtar-
ræktinni á
i Akureyri.
-DVÓ
Til móts við
nýja tíma
Samfylkingarfélagið á
Reykjanesi efnir til funda-
herferðar með
þátttöku þing-
manna og vara-
þingmanna kjör-
dæmisins í öllum
bæjarfélögum
vikuna 17,- 21.
janúar. í kvöld
verður fundur kl.
20 í Þinghól,
Hamraborg 11,
Þar mæta til leiks Guð-
mundur Árni Stefánsson og
Þórunn Sveinbjarnardóttir .
Á sama tíma--------------
verða á fundi í
Sandgerði Rann-
veig Guðmunds- —
dóttir og Ágúst Einarsson. Á
morgun kl. 20 verður fundur
á Ásláki í Mosfellsbæ þar
sem Rannveig Guðmunds-
dóttir og Lúðvík Geirsson
mæta og í Verkalýðshúsinu
í Grindavík þar sem þing-
mennimir Sigríður Jóhann-
esdóttir og Guðmundur
Árni Stefánsson verða.
Beta námskeið
Nú er að hefjast Beta
námskeið, sem er fram-
hald á Alfa námskeiði í
Biblíuskólanum við
Holtaveg. Á námskeið-
Guðmundsdóttir. jnu sem hefst á morgun
Rannveig
Kópavogi.
Samkomur
kl. 19, er leitast við að
hjálpa nútímafólki að lifa
trúarlífi, einnig er lögð
áhersla á að auka þekkingu
-------á Biblíunni og
lestri hennar.
Námskeiðið stend-
ur í tiu vikur.
Skráning fer fram á skrif-
stofu SÍK-KFUM-KFUK.
Myndgátan
© 2&oé
eyþon,-
Kvaðratrót
Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi.
Maureen Fleming.
Myndbands-
upptökur og
fyrirlestur
í Listaklúbbi Leikhúskjallarans
í kvöld fjallar Maureen Fleming
dansari og danshöfundur um efn-
ið The Changing Role of Art in
Society. Maureen kom hingað
fyrst árið 1996 er hún sýndi verk
sitt Eros á Listahátið í Reykjavík.
Hún fæddist í Japan, lærði klass-
ískan dans og einnig butho-dans
undir handleiðslu Kazuo Ohno og
Min Tanaka (sem var gestur
Listahátíðar 1980). Undanfarin ár
hefur Maureen ferðast víða um
heim með danssýningar, hafði um
skeið aðsetur hjá La Mama í New
York og kennir nú hjá Ex-
perimental Theater Wing við New
York University.
Dans
Að þessu sinni var Maureen
með námskeið I Kramhúsinu sem
lauk með sýningu hennar og þátt-
takenda í Tjarnarbíói í gærkvöld.
í Listaklúbbnum sýnir Maureen
Fleming myndbandsupptökur af
list sinni og greinir meðal annars
frá því hvernig hún notar marg-
miðlun og fjölbreytilega ljóstækni
á danssýningum sinum. Fyrirlest-
urinn fer fram á ensku. Dagskráin
hefst kl. 20.30. Húsið verður opnað
kl. 19.30.
Bridge
Þegar þessar línur eru skrifaðar
var 4 umferðum af 19 lokið í Reykja-
víkurmótinu í sveitakeppni. Staðan
á toppnum var kunnugleg og stiga-
hæstu sveitir landsins á toppnum.
Sveit íslandsmeistara Samvinnu-
ferða var efst með 91 stig, Subaru-
sveitin (Jón B., Aðalsteinn, Sverrir,
Sigurður Sv.) í öðru sæti með 89 og
sveitir Amar Arnþórsonar og Flug-
leiða fraktar jafnar í þriðja sæti
með 79 stig. Spil 10 í fjórðu umferð
er nokkuð óvenjulegt, því standa
má alslemmu í tígli á aðeins 24
punkta. Enginn spilari náði þó
alslemmunni en hálfslemma náðist
þó á 7 borðum af 20. Austur gjafari
og allir á hættu:
4 Á3
4» G108732
•f ÁG2
* 09
4 DG542
44 K95
♦ 96
* 762
4 87
4» -
4 KD108753
* ÁK43
Á 6 borðum létu NS sér nægja að
spila 5 tígla á hendumar en 4 spilar-
ar völdu 3 grönd
sem lokasamning
(11 eða 12 slagir).
Eitt par spilaði
bútasamning í
grandi en tvö
fóru vill vega
þegar þau völdu
að spila 4 hjörtu.
Sá samningur
var ekki vænlegur til árangurs og
fór í öðru tilfellinu 2 niður og í hinu
3 niður. ísak öm Sigurðsson
4 K1096
44 ÁD64
4 4
* G1085