Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 18
i8 mennmg MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 DV eru vondir kennarar Bjarni Jónsson: Viö sitjum uppi meö gamlar goðsagnir, gamlar tilfinningar sem viö erum stööugt að fleyta áfram til næstu kynslóöa. DV-mynd GVA Bjami Jónsson leikhúsfræðingur og leikrita- skáld var í vikunni sem leið tilnefndur til Leik- skáldaverðlauna Norðurlanda fyrir leikrit sitt Kafii sem sýnt var á Litla sviði Þjóðleikhússins vorið 1998. Það keppti við tíu önnur íslensk leik- rit sem frumsýnd voru á tilgreindu timabili og féllu undir skilmála norrænu leikskáldaverð- launanna, en þau verða að vera frumsamin, það er að segja ekki leikgerðir af neinu tagi, og í fúUri lengd; bamaleikrit og söngleikir koma ekki til greina. Það kraumar undir hvers- dagsleikanum í rökstuðningi dómnefhdar sagði meðal ann- ars: „Kaffi er frumraun eins af leikritahöfund- um okkar af yngstu kynslóð. Áður hafa verið flutt af áhugaleikfélögum eða í sviðsettum lestri atvinnuleikhúsa þrjú verka hans, en uppfærsla Þjóðleikhússins á Kaffi var fyrsta sviðsetning at- vinnuleikhúss á leikriti eftir hann. í Kafíi birt- ast skýr og ákveðin höfundareinkenni Bjama Jónssonar. Honum er lagið að endurskapa eðli- legt tungutak fólks en gæða það skáldlegri hrynjandi svo raunsætt málfar fær ljóðrænan hljóm, næmt eyra höfundarins fyrir smáatrið- um í máifari venjulegs fólks nýtur sín vel í texta hans. Þetta er jafnframt lykill að persónusköpun hans þar sem dregin er upp á ytra borði mynd af hversdagsfólki i kunnuglegum aðstæðum en undir kraumar dramatískur þungi. Siðvenjur hversdagslífsins, svo sem sláturtaka (matar- gerð) og kaffi- og áfengisdrykkja, umlykja per- sónumar og veita tilfinningum þeirra í vissan farveg, sem gerir þeim ókleift að gera upp fortíð sína, bældar minningar og kæfðar ástríður." Sterk tengsl eru skyndilega að rofna Bjami er Akumesingur og hefur skrifað í verkum sínum, meðal annars Kaffi, um bæjarlíf og bæjarmóral. Hann er líka leiklistarfræðingur sem hefur skrifað um önnur leikskáld og sett á þau fræðilega merkimiða, og við spurðum hann til gamans hvar hann myndi flokka sjálfan sig ef hann hugsaði hlutlaust um verk sin. - Hver era helstu einkenni þín sem leikskálds? „Ég veit það ekki, svei mér þá,“ segir Bjami og andvarpar. „Ég hef ekki skrifað nógu mikið til að geta sagt til um það. Og ég er feginn þvi að ég skuli ekkert vera að pæla mikið í því hvers konar höfundur ég sé, það segir mér að þetta sé ekki allt búið! Ef ég færi að velta mér mikið upp úr eigin verkum í þessa vera er ég hræddur um að ég væri týndur í sjálfum mér.“ - Af því sem ég hef séð eftir þig - Kaffi og Marki sem Skagaleikflokkurinn setti upp fyrir rúmum fimm árum - álykta ég að þú sért sam- félagslegt leikskáld, fremur en til dæmis harm- leikja- eða gamanleikjaskáld... „Ég hef mjög mikinn áhuga á að skoða samfé- lag okkar sem fólk lifir í og reyna að átta mig á hvemig það er og af hveiju við erum eins og við erum,“ segir Bjami. „Ég skoða það ekki flokkspólitískt eða út frá einhverjum kerfúm en ég hef áhuga á mannlífinu og sögunni og mér finnst undarlegt hvemig sterk bönd era að trosna og slitna á okkar tímum, tengsl við sög- una sem vora sterk era að rofna svo skyndi- lega.“ - Áttu þá við tengsl við fortíð okkar í land- inu? „Já, án þess að við höfum nokkum tima fjall- að um hana í raun og vera. Við höfum auðvitað skrifað lærðar bækur um íslenskt þjóðlíf og sögu en við höfum aldrei hvert og eitt myndað okkur tilfinningalega afstöðu til þessara hluta. Við yrðum að horfast í augu við sjálf okkur fyrst og það er alltaf erfiðast. Ætli við séum ekki hrædd við að vera manneskjur? Við erum kald- hæðin og hrædd við að verða skapandi fólk. Sitj- um uppi með gamlar goðsagnir, gamlar tilfinn- ingar sem við erum stöðugt að fleyta áfram til næstu kynslóða. Við getum tekið peningahyggj- una sem dæmi, ekki er hún náttúrleg mannin- um. Hvaðan er hún komin, og af hverju er hún enn þá að þvælast fyrir okkur?“ - Meinarðu þá áhyggjur af peningum? „Já, áhyggjur af peningum og áhuga á pen- ingum. Til dæmis. Við höfúm áhuga á öllu öðra en því sem snýr að okkar innra lfíi. Ég held að þetta skaði okkur. Við náum ekki að höndla alla möguleikana sem við eigum í raun og vera. Við látum annað blinda okkur á leiðinni." - Langar þig þá til að nota hæfileika þína til að reyna að rífa okkur upp úr þessu fari? „Það er líklega best fyrir alla þá sem era að vinna að skáldskap að losna við „kennarann" eða predikarann í sér?“ segir Bjami og brosir. „En það getur líka tekið ævina! Þó skömm sé frá að segja hugsa ég að sú trú að maður viti betur en aðrir hvetji mann til skrifta. Maður rseðst á hluti sem manni finnst liggja í þagnargildi. En til þess að persónur og annað lifhi við þarf mað- ur að losna við þennan hvatbera sem ég kalla „kennara". Skáld era vondir kennarar." Frá Akranesi til Reykjavíkur - Ertu með eitthvað í smíðum núna? „Já,“ segir Bjami, „ég er alltaf að reyna að finna tíma til að ljúka við leikrit sem ég hef ver- ið að vinna að síðustu tvö ár og vil komast frá á þessu ári. Það gerist í Reykjavik á okkar dögum. Því hefur verið sýndur áhugi en ekkert er ákveðið enn með uppsetningu." Þess má geta að tilnefnda verkið, Kaffi, verð- ur flutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 laugardag- inn 22. janúar imdir leikstjóm Kristínar Jó- hannesdóttur. Það etur síðan kappi við tilnefnd verk annars staðar af Norðurlöndum og verða úrslit kunngerð í sumar. niðurleið Geta góðar bækur verið vondar og vondar góðar? Við svo heimskulegum spumingum verður fátt um svör. Og þó. Sumar bækur kunna að flytja merkan og brýnan boðskap þó þær séu illa skrifaðar, sé einblínt á fagurfræðina. Svo er um Viskíbörnin, fremur illa skrifaða bandaríska sögu sem þó hefur að geyma boð- skap eða réttar sagt vamað- arorð sem allrar eftirtektar eru verð. Þetta er að nafninu til skáldsaga en reynist vera ævisagá annars höfundarins, Jack Erdman. Ævisaga er þó nokkuð ofmælt, réttara væri að segja drykkjusaga hans því hún lýsir því hvernig Jack þessi sekkur æ dýpra í fen drykkjusýkinnar. Sjúkdómurinn alkóhólismi hefur mikið verið til umræöu á liðnum áratugum og víst er að markverður árangur hefur náðst í bar- áttunni við hann, ekki síst fyrir tilstilli AA samtakanna, sjálfshjálparsamtaka drykkju- manna og fikla. Eitt mikil- vægasta tæki þeirra sam- taka til að styðja menn til bata er tjáningin, að menn tali tæpitungulaust út um Bókmenntir Geirlaugur Magnússon getur vart talist að hún nái máli. Minnir reyndar um margt á sósíalrealískar skáld- sögur fyrr á öldinni þar sem allt var gefið fyrirfram, lokasvarið ákveðið á hugmynda- fræðilegiun forsendum og persónur sem og ___________ atburðir fastmótaðir af hug- myndafræðinni. Þess vegna kemur aldrei neitt á óvart, ____ engin átök verða í huga per- sónanna sem renna sitt skeið líkt og veðhlaupafákar á pað- — reimi. En um slík formúlu- sjúkdóm sinn og hvernig hann hefur leikið þá sem af honum þjást, líkamlega, andlega og félagslega. Sú tjáning kann mörgum óinn- vígðum að virðast 1 senn sjálfhverf og öfgafull, en þessi bók er greini- lega sprottin af þeim meiði. Þar er lýst af hispurslausu miskunnarleysi hvemig ein- staldingur alinn upp við alkóhólisma verður honum sjálfur að bráð og hvemig hann hrap- ar neðar og neðar uns botninum er náð. Sem lýsing á þvi ferli er þessi bók merki- leg og á vonandi eftir að hjálpa einhverjum að ná áttum i eigin lifi. En sem bókmenntir skrif gildir auðvitað hið gamla jesúítaboðorð að tilgangurinn helgi meðalið. Þýðing Ingva Þórs Kormákssonar virðist nákvæm en er með þeim annmörkum sem æ algengari verða á textum þýddum úr ensku að frummálið gægist ærið oft í gegn; setn- ingaskipan og orðalag oft fremur enskt en ís- lenskt. Er það ekki mesta hætta sem steðjar að íslenskri tungu í dag? Jack Erdman og Larry Kearney: Viskíbörnin Þýðing: Ingvi Þór Kormáksson Bókaútgáfan Svava 1999 ' Danskir Englar alheimsins á Listahátíð Þegar þjóðin verður öll búin að fara tvisvar á Engla alheimsins eftir | Einar Má og Frið- rik Þór getur hún farið að hlakka til að sjá Engla al- heimsins eftir Ein- ar Má og Ditte Mariu Bjerg á Listahátíð í vor. Á ;í dönsku. I Eins og sagt var frá hér í blaðinu á /; sínum tíma frumsýndi CaféTeatret i Kaup- | mannahöfn í haust sem leið danska leikgerð af Englum alheimsins undir stjóm Ditte Mariu Bjerg - og urðu Danir þar með á undan íslend- ingum að sviðsetja leikgerð af þessari frægustu 'f skáldsögu okkar um þessar mundir. í dönsku útfærslunni fáum við ekki að sjá hið mikla per- sónugallerí kvikmyndarinnar heldur aðeins eina persónu, Páll Ólafsson, sem Henrik Prip : lék svo vel að danskir gagnrýnendur vora gagnteknir. Sviðið var líka eins langt frá Reykjq,vík og himninum yfir henni sem við njótum í kvikmyndinni og hugsast getur. Það minnti á kassa (líkkistu?), þröngt og svo lágt undir loft að leikarinn gat ekki rétt úr sér. Það rúmaði hann illa - eins og veröldin rúmaði Pál Iilla. Svo var sviðið á floti í vatni! í því sullaði Páll alla sýninguna, ýmist sitjandi, standandi eða gangandi - og ýmist í vatninu eða á vatninu (samanber kvikmyndina) meðan hann sagði áhorfendum áhrifamikla og átakanlega sögu sína. Vatnið var volgt og salurinn lítill og smám saman myndaðist mjög sérkennilega heit og rök stemning inni sem erfitt er að lýsa. Nú hafa náðst samningar við Henrik Prip og I aðstoðarmenn hans um að koma hingað með þessa rómuðu sýningu og verður fróðlegt fyrir landann að sjá hvemig hægt er að vinna á tvo algerlega ólíka vegu úr sömu sögu en gera henni sannfærandi og frábær skil með báðum aðferðum. Númeruð sæti, þökk íyrir Fyrir viku var kvartað undan hléi á vondum stað í kvikmyndinni Englum alheimsins hér í PS og vinsamlegast mælst til að hléi væri með öllu sleppt til að spilla ekki stemningunni. í ör- ‘ tröðinni sem myndast á sýningum myndarinn- ar þessa dagana hefúr þó annað vandamál orð- ið erfiðara: Fólk sem kemur seint fær ekki sæti saman í fullum salnum og kýs þá ffernur að standa en sitja hvort í sinu lagi! I Þetta kemur tfí af þeim leiða sið að selja ekki ákveðin sæti heldur hafa ,frjálst sætaval" eins og það heitir á bíómáli. Áuðvitað er þetta megnasti ósiður og hefúr með öðra fælt fúUorð- | ið fólk frá því að fara í bíó en látið unglingum | það eftir. Maður á að geta komið við í kvUc- myndahúsinu á leið heim úr vinnu og keypt | sér miða á stað að eigin vali, farið svo heim og komið aftur fyrir sýningu og átt þá sín sæti. Þannig er þetta í almennUegum kvUunynda- Vinnustofa Kjar- vals Á fóstudaginn opnaði Vig- dís Finnbogadóttir myndar- lega sýningu á málverkum Jóhannesar Kjarvals í sýn- ingarsölum Gl. Holtegaard í Danmörku. Siðan ffétt um þetta birtist hér á síðunni hafa menn riflað upp að nú er verið að sýna mörg fágæt verk Kjarvals á sýningunni Lífsverki í Gerðarsafni í Kópavogi. Þetta er sýning á myndverkum úr einkasafni Þorvaldar i SUd og fisk og konu hans, og þeirra áhrifamest að margra mati er vinnustofa Kjar- vals, „Lífsverk" hans, sem sett var upp í heUu lagi í kjal.lara Gerðarsafns og gefúr sýningunni allrinafn. Var umsjónarmaður menningarsíðu beðinn að koma því á framfæri við þá sem hlut eiga að máli að eiginlega ætti „Lífsverk" Kjarvals að fá að standa þama áfram um óákveðinn tíma, og væri rýminu varla varið undir verðugra efni en vinnustofúna - með sínum miklu teUcningum sem tekur langan tima að rýna í, áhöldum meist- arans og ofninum sem hélt á honum hita. Gestir komast í alveg sérstaka stemningu þegar þeir standa þama inni og anda að sér andrúmsloft- inu. Sýningin stendur annars tU 30. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.