Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 31 Fréttir Verkalýðsfélög á Suðurlandi sameinast: Báran-Þór verður öflugt verkalýðsfélag Stofnfundur Verkalýðsfélagsins Bárunnar-Þórs var haldinn á þriðju- daginn á Selfossi. Með þessum fundi var settur lokapunktur á samein- ingu verkalýðsfélaganna Þórs á Sel- fossi og Bárunnar á Eyrarbakka. Samruni þeirra var frá og með síð- astliðnum áramótum. í nýja félag- inu eru yfir 900 félagsmenn. Starfs- svæði Bárunnar-Þórs nær frá Eyr- Ingólfur Árnason stjórnarformaður og Þorgeir Jósefsson, fram- kvæmdastjóri Skagans hf., sem fékk fyrstu hvatningarverölaun Átaks Akraness. DV-mynd Daníel Skaginn hf. fékk hvatn- ingarverðlaun DV, Akranesi: Atvinnumálanefnd Akraness ákvað á fundi sínum nú í desember að standa fyrir vali á fyrirtæki ársins á Akranesi og veita því viðurkenningu í hvatningarskyni. Við val á fyrirtæk- inu var tekið tillit til ýmissa þátta, til dæmis frumkvæðis í sölu og kynn- ingu, auknu og bættu vöruúrvali, þjónustu, umhverfi, nýjunga og fleira. Sérstakur starfshópur innan at- vinnumálanefndar tók að sér að velja fyrirtæki sem til greina kæmu og velja þar úr eitt fyrirtæki. Mjög erfitt var að taka eitt fyrirtæki út úr þar sem mikil gróska hefur verið í rekstri fyrirtækja á Akranesi undanfarin ár. Fyrir valinu að þessu sinni varð fyrirtækið Skaginn hf. Fyrirtækið framleiðir vinnslulínur fyrir fisk- vinnslu á sjó og landi og kemur með heildarlausnir á því sviði eftir óskum kaupenda. í framleiðslu fyrirtækisins sameinast hugvit og tækni sem ásamt vöruþróun eru aðall þess. Framleiðsla þess vakti verðskuldaða athygli á sjávarútvegssýningunni sl. sumar. Skaginn hf. er ungt fyrirtæki sem byggir á gömlum grunni en það var stofnað á árinu 1997. Stærstu eigendur eru Ingólfur Árnason, sem er stjómar- formaður þess, og Þorgeir og EÚert hf. en Þorgeir Jósefsson er framkvæmda- stjóri. -DVÓ arbakka í suðri, yfir Selfoss, Sand- víkurhrepp, Hraungerðishrepp og uppsveitir Ámessýslu. Þrátt fyrir að verið sé að stofna nýtt félag á þessu svæði stendur það á gömlum merg og á sér sögu sem er merkur hluti af sögu stéttarfélaga á íslandi. Verkalýðsfélagið Þór var stofnað árið 1941 og verkalýðsfélag- ið Báran 14. febrúar árið 1903. Bár- an er því eitt af elstu verkalýðsfé- lögunum á landinu. Þó var það fyrst stofnað sem félag sjómanna og bind- indisfélag. Forgöngu um stofnun Bárunnar hafði Sigurður Eiríksson regluboði, starfsmaður Góðtemplarareglunnar á íslandi. Sigurður helgaði bindind- ishreyfmgunni krafta sína og var áhrifamikill félagsmálafrömuður. Frá upphafi var tilgangurinn með stofnun félagsins skýr. Áhersla var lögð á takmörkun vinnudagsins, hækkun kaupgjalds og samnings- rétt félagsins, fyrir hönd félags- manna og annars erflðisvinnufólks sem stundaði vinnu á Eyrarbakka. Til er kauptaxti Bárunnar frá 1914. Þar er kveðið á um að kaup skuli vera „minst 35 aurar um klukkustund hverja á almennum vinnudegi, en í eptirvinnu 40 aurar. Á helgidögum og helgidagsnóttmn skuli kaupið vera minst 50 aurar um klukkustund hverja“. Á þeim tíma var dagvinna frá 6 að morgni til 18 að kveldi til. Á undanförnum árum hefur verið mikil hreyfing í sameiningu stéttar- félaga og má sem dæmi nefna Eyja- fjarðarsvæðið, Reykjavík og Húna- þing. Flest stéttarfélög þeirra svæða hafa sameinast. Með þessu eru Verkalýðsfélögin Báran og Þór að stíga fyrstu skrefin í sameiningu verkalýðsfélaga á Suð- urlandi. Víst má telja að þau skref séu aðeins upphafið að meira sam- einingarferli sunnlenskrar verka- lýðshreyfingar. Á síðasta aðalfundi verkalýðsfélagsins Víkings í Vík var samþykkt að ganga til viðræðna við félögin í Klaustri og í Rangár- vallasýslu. Árið 1995 sameinuðust sunnlenskir iðnaðarmenn í einu fé- lagi. Á næstu árum á eftir að koma DV, Akureyri: Alls bárust 25 umsóknir um styrki úr Verkefnasjóði Atvinnu- þróunarfélags Eyjafjarðar en um- sóknarfrestur rann út í nóvember. Alls var sótt um styrki að upphæð 12,8 milljónir króna. Upphæðin sem til skiptanna var í ljós hvort sunnlenskt verkafólk á eftir að feta í fótspor stéttarbræðra sinna í héraði og annarsstaðar á landinu. Á stofnfundinum var Ingi- björg Sigtryggsdóttir, Selfossi, kosin formaður nýja félagsins, Eiríkur Runólfsson, Eyrarbakka, varafor- maður. -NH nam hins vegar ekki nema 2,8 millj- ónum króna og var ákveðið að veita 12 umsækjendum styrki á bilinu ^ 150-400 þúsund krónur. Auk þess fengu nokkrir aðilar sem ekki fengu styrkveitingu að þessu sinni loforð um aðstoð við frekari könnun á við- skiptahugmyndum þeirra. -gk toppForm með trimForm 553-3818 Fyrir EFtir Frír pruFutími í vatnsnuddi L JL J Frír pruFutimi í vatnsnudd Aloe Vera komin til að vera Heimatrimform Berglindar Leigjum út trimformtæki sendum um land allt. Við leiðbeinum þér að ná árangri. Símar: 586-1626 og 896-5814 latiiaAiiaaii 0pið: Grensásvegi 50, • virka daga kl. 8-22 SÍmí 553-3818 Atvinnuþróunarfélag EyjaQaröar: Mikil ásókn í styrki Toyota Yaris Sol 1000, 5 d. skr. 03. '99, silfurl., ek. 18 þ. km, bsk., álf., spoiler, cd. V. 1.130 þ. Volkswagen Passat 1600, 4 d., skr. 08. '99, blár, ek. 7 þ. km, bsk. V. 1.620 þ„ áhv. bflalán. MMC Galant 2000 V6, 5 d„ skr. '09. '97, blár, ek. 27 þ. km, ssk„ álf. V. 1.950.þ„ áhv. bílalán. MMC Pajero 2800 DTI, 5 d„ skr. '08.'96, blár/grár, ek. 96 þ. km. ssk., álf„ spoiler. V. 2.600 þ. Peugeot 206 XR 1400, 5 d„ skr. 11. '99, grár, ek. 1 þ. km, bsk. V. 1.250 þ. Mjög gott úrval bíla og vélsleða á skrá og á staönum OPIÐ VIRKA DAGA FRA KL.10-12 OG 13-18 LAOGARDAGA FRÁ KL.13-1G. . . fBÍLASÁUmJ Möldur ehf. BÍLASALA Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 Jeep Grand-Cherokee Limited 5200, 5 d„ árg. 1996, blár, ek. 30 þ. km, M/ÖLLU. V. 3.500 þ. TILBOÐ: 3.300. þ. MMC Pajero V6 3000, 5 d„ árg. 1993, silfurl., ek. 118 þ. km, ssk„ álf„ kastarar. V. 1.750.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.