Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2000, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2000 Fréttir Úttekt um upplýsingasamfélagið: Viðskipti sjöfaldast á Netinu ’ Fjölgun intemetnotenda er ekki tal- in veröa eins mikil og hún hefur ver- ið til þessa en þörf hvers og eins not- anda mun vaxa. Þessar upplýsingar koma fram í úttekt á tlutningsgetu fjarskiptakerfisins á vegum verkefnis- stjórnar um upplýsingasamfélagið. Verkefnisstjóm um upplýsingasam- félagið starfar á vegum forsætisráðu- neytisins, samgönguráðuneytisins og RUT-nefndar. Gefin hefur verið út skýrsla um niðurstöður úttektarinnar sem ber heitið: Stafrænt ísland - skýrsla um bandbreiddarmál. Halldór Kristjánsson verkfræðingur vann út- tektina. ísland samkeppnishæft Tilefni úttektarinnar er að full- nægjandi flutningsgeta fjarskiptakerf- isins sé forsenda þess að hægt sé að halda uppi samkeppnishæfu atvinnu- lífi, menntim og menningu á lands- byggðinni. Jafnframt er úttektin liður í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýs- ingasamfélagið en markmið hennar er að kortleggja flutningsgetu og band- breidd fjarskiptakerfisins. Viöskipti sjöfaldast Gert er ráð fyrir auknu framboði bandbreiddar vegna aukinnar notkun- ar hvers notanda. Jafnframt gera inn- lendir og erlendir aðilar ráð fyrir að bandbreiddarþörf og notkun muni tvöfaldast á ári næstu tvö til þrjú árin. Þar sem Island hefur aðeins eina tengingu við umheiminn, Cantat 3 sæ- strenginn, og sífellt fleiri era háðir internetsambandi til útlanda er það áhyggjuefni að strengurinn muni ekki duga nema til skamms tíma miðað við spár um aukningu bandbreiddar. Að- eins ein varaleið er tO staðar, sem er um gervihnött, og er nauðsynlegt að hyggja að öðram kostum. Vegna ör- yggis er það forgangsverkefni í náinni framtíð að vinna að þremur óháðum leiðum til útlanda. Framboð á þjónustu á Netinu hefur í fór með sér að mikill vöxtur verður í viðskiptum á þvf, með auknum að- gangi að bandbreidd. Spáð er sjöfóld- un heimsviðskipta á Intemetinu til ársins 2002, miðað við árið 1999. -hól Rýmum fyrir nýjum vörum 10% staögreiösluafsláttur til mánaðamóta Ekta pelsar, handunnin, útskorin, massíf og innlögð húsgögn, Ijós, klukkur og gjafavara o.fl. o.fl. Sigurstjarnan í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545. Tilboðsdagar 15—40% af5láttur Laugavegi 61 sími 552 4910 Veriö var aö rífa þetta timburhús frá þriöja áratugnum viö Skipholt í fyrradag þegar Ijósmyndari DV átti leiö þar hjá. Þaö tekur um einn dag aö rífa slfkt hús. DV-mynd Hilmar Þór H li. 1' i ímn . m uAl Mörg hús falla illa inn í skipulag og eru byggö af vanefnum: Gamlar byggingar víkja fyrir nýjum „Þegar menn sjá sér ekki hag í að láta gömul hús standa eru þau rifm,“ segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfúlltrúi Reykjavíkurborg- ar. Mörg þessara húsa era byggð af vanefnum og þau falla illa inn í hverfaskipulag. Samþykkt hefur ver- ið að rífa öll húsin frá Bjamaborg að Barónsstíg á norðanverðri Hverfis- götu. „Þetta eru bæði ljót hús og ósamstæð. Þegar nýtt skipulag liggur fyrir verður lóðunum endurúthlutað og nýjar byggingar koma í staðinn. Á þennan hátt nýtist byggðin betur og verður þéttari og verðmætari," segir Magnús. Eru það eigendur húsanna eða borgaryfirvöld sem óska eftir að hús- in séu rifin? „Handhafar lóðanna ðska fyrst og fremst eftlr þessu. Borgin hefur mótað ákveðna húsa- friðunarstefnu og er nú byrjað að friða hús frá 20. öldinni og er t.d. búið að friða Melaskóla og Nes- kirkju," segir Magnús. Eiga eigendur húsanna um sárt að binda þegar t.d. æskuheimili þeirra eru rifin? „Yfirleitt er það ekki svo en sumir vilja halda í allt. Aðrir vilja heildstæða línu og viðhalda merki- legum og sögulegum byggingum í borginni," segir Magnús. -hól Deloitte & Touche í Stykkishólmi DV.Vesturlandi: Áætlað er að Deloitte & Touche opni útibú að Skólastíg 32 í Stykkis- hólmi um næstu mánaðamót. Fyrir- tækið er rótgróið endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki, aðili að alþjóða- fyrirtækinu Deloitte & Touche Tohmatsu. Starfsemin þess er í 130 löndum. Viðskiptavinir þekkja einnig end- urskoðunarskrifstofu undir nafninu Endurskoðun Sig. Stefánsson hf. Um áramótin 1997/1998 breytti fyrirtæk- ið um nafn og heitir Deloitte & Touche Endurskoðun hf. þegar það DV, Akranesi: Eins og DV hefur greint frá stóðu miklar deilur um brennu við Jaðarsbakka á Akranesi en t henni'var meðal annars mikið af úrgangstimbri og átti að kveikja í henni á gamlárskvöld. Ekki fékkst leyfi fyrir því vegna veð- urs. Auk þess var verið að brjóta lög þar sem í henni var meðal annars úrgangstimbur sem ekki má setja á brennur. Kveikt var í brennunni 3. janúar og logaði í henni í þrjá daga. Umhverfisnefnd Akraneskaup- staðar fjallaði um áramótabrenn- varð hluti þessa aiþjóðlega endur- skoðunar- og ráðgjafarfyrirtækis. Stoð endurskoðun hf. sameinaðist svo Deloitte og Touche um áramótin 1998/1999 og Löggiltir endurskoð- endur hf. sameinuðust fyrirtækinu þann 1. júl'í 1999. Starfa nú öll þessi félög undir merkjum Deloitte & Touche hf. Endurskoðunarskrifstofan er fyr- ir með starfsemi í Reykjavík, Snæ- fellsbæ, Grundarfirði, á Sauðár- króki, Siglufirði, Egilsstöðum, Eski- firði, í Neskaupstað, Vestmannaeyj- um og Reykjanesbæ. Auk þess rekur það í samstarfi við aðra aðila starf- urnar á fundi sínum þann 4. janú- ar og bókaði eftirfarandi: „Um- hverfisnefnd gerir athugasemd við hvernig var staðið að brenn- um við Jaðarsbakka og Kal- mannsvík, og telur að ekki hafi verið farið eftir samþykktum leið- beiningum. Nefndin telur að Akranesbær hafi verið að farga úrgangstimbri í skjóli skemmt- anagildis". Nefndin fer fram á að eftirleiðis verði farið eftir sam- þykktum leiðbeiningum Ríkislög- reglustjóra, Hollustuverndar og Brunamálastofnunar um bálkesti og brennur. -DVÓ semi á Vestfjörðum og Akureyri. Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoöandi, hefur verið ráðinn til að veita skrifstofum fyrirtækisins á Snæfellsnesi forstöðu. Jónas var tjármálastjóri hjá Soffaníasi Cecils- syni hf. á árinu 1997 til febrúarloka 1998 en var þar á undan starfsmaður Deloitte & Touche hf. í Reykjavík í þrjú ár. Félagið hefur ráðið Steinar Gunnarsson rekstrarfræðing á skrif- stofuna í Stykkishólmi, og mun hann hefja störf þar í júní nk., og einnig verður ráðinn starfsmaður til að sinna bókhaldsmálum. -DVÓ/ÓJ Nýr Þjótur í staö þess gamla DV, Akranesi: Á síðasta fundi hafnarstjórnar Akranes var rætt um kaup á nýj- um lóðsbát fyrir Akraneshöfn. „Málið er á þvi stigi að við mun- um ræða við fulltrúa Damen Shipyard sem er fyrirtæki í Hollandi. Fyrirtækið hefur smíðað flesta lóðsbáta sem eru í notkun á íslandi. Það má reikna með aö kostnaður við þann bát sem verið er að hugsa um nemi 40 til 50 millj- ónum króna en það skýrist nánar þegar frekari upplýsingar liggja fyrir. Um er að ræða bát af næstu stærð fyrir ofan þann sem viö eig- um og talsverða aukningu á tog- krafti, úr 6 tonnum í 12 til 13 tonn,“ sagði Gísli Gislason, hafn- arstjóri á Akranesi, við DV. -DVÓ Umhverfisnefnd gagnrýnir Akranesbæ: „Timbri fargað í skjóli skemmtanagildis"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.