Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 7 DV Fréttir Irving ekki í Kópavog Hafnarstjóm Kópavogs treysti sér ekki til að úthluta Irving-olíufélaginu lóð og aðstöðu við Kópavogshöfn eins og sótt hafði verið um. Irving-olíufé- lagið mun því ekki fá aðstöðu í Kópa- vogi á næstunni ef og þegar það held- ur innreið sína á íslenskan markað: „Þarna er allt undir grjóti og menn lögðu hreinlega ekki í það að fara að úthluta þesari lóð fyrir eina umsókn," sagði Sigurður Geirdal, bæjarstjóri i Kópavogi, eftir fund hafnarstjórnar. „Það verður ekki fyrr en síðar á árinu sem menn geta farið að gera sér von- ir um lóðir þama og þá er Irving-olíu- félagið velkomið eins og aðrir,“ sagði Sigurður. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist bæjaryflrvöldum í Kópavogi varðandi aðstöðu við höfnina en þar hefur far- ið fram mikið uppbyggingarstarf að undanfórpu og miklu grjóti verið ekið í sjóinn til að auka landrými. „Við gerum til dæmis kröfu um það að öllum jarðvegi, sem mokað verður upp vegna væntanlegrar byggingar verslunarmiðstöðvarinnar Smáralind- ar, verði ekið í Kópavogshöfn. Það er ekkert smáræði," sagði bæjarstjórinn. -EIR Kopavogshöfn - eftirsóttur staður. Öldu Viggósdóttur var sagt upp störfum hjá íslandspósti í fyrrahaust en hefur ekki fengiö neinar haldbærar skýring- ar á skyndiiegri uppsögn. Hún hefur leitaö ráöa hjá lögfræðingi en ef hún fær ekki starfið aftur mun hún fara meö mál sitt fyrir dómstóia. Steingrímur og frú í Taílandi: Alþýðumaður á ferðalagi - og í fyrsta sinn í hópferö Það þótti til tíðinda sæta hjá Taílendingum að fyrrverandi for- sætisráðherra og seðlabankastjóri, Steingrímur Hermannsson, kæmi í heimsókn til landsins án allrar Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráöherra, og kona hans Edda Guömundss- dóttir. umgjarðar. Þannig gekk hann um, einn af flmmtíu manna hóp, eins og hver annar ferðamaður. Fjölmiðlar gerðu sér mat úr þessu og undruðust að hann væri í fór með „venjulegu" fólki, fólki úr öllúm stéttum, án öryggis- varða. Samkvæmt heimildum DV spilaði hann golf við sjómenn og bílstjórann í hópnum, og í raun hvem sem var og spjallaði við að- stoðarstúlkur á golfvellinum. Á Taílandi fer ráðuneytismað- ur ekki ferða sinna án þess að ör- yggisvörður sé með í för. Þannig var mál málanna hve íslendingar væru mikið alþýðufólk en hvað segir Steingrímur um ferðina til Taílands? „Þetta var í fyrsta sinn sem við hjónin fórum í hópferð og það var mjög ánægjulegt. Það voru góðir ferðafélagar en þetta er langt og strangt ferðalag. En það eru mjög flnir golfvellir þar ytra,“ sagði Steingrimur um 3ja vikna ferð þeirra hjóna en þau komu heim síðastliðinn laugardag. Steingrím- ur lofaði fólkið og sagði það mjög vingjarnlegt og alúðlegt. En það væri kostur við okkar ágæta land hve við gætum farið frjálst ferða okkar. -hól Sagt upp störfum eftir áratugastarf: Eins og ótíndur glæpamaður - segir Alda Viggósdóttir „Það er ekki hægt að bjóða fólki að vinna með henni,“ voru þau orð sem Alda Viggósdóttir fékk að heyra þegar henni var skyndilega sagt upp störfum hjá íslandspósti eftir 30 ára farsælt stcuf hjá fyrir- tækinu. Alda haföi starfað sem af- greiðslustjóri við póstafgreiðsluna á Hellu frá því í fyrravetur en þar áður var hún stöðvarstjóri á Sel- tjarnamesi. Siðastliðið haust var borið á hana að viðskiptavinir hefðu kvartað undan henni og hún væri leyst timabundið frá störfum. Alda hreinsaði borð sitt og fór suð- ur. Daginn eftir varð hún sér úti um lögfræðing. Rannsókn á máli Öldu átti að taka vikutíma sam- kvæmt upplýsingum Andrésar Magnússonar starfsmannastjóra en Alda beið i tæpa þrjá mánuði í þeirri trú að hún fengi að halda áfram störfum sínum. Lögfræðingur hennar sendi starfsmannahaldi íslandspósts bréf 12. október síðastliðinn, stílað á Andrés Magnússon starfsmanna- stjóra, og krafðist þess að fá send- ar allar ávirðingar sem til væru á hendur Öldu en Alda hafði aldrei heyrt ávæning af því að kvartað hefði verið yfir henni, hvorki frá viðskiptavinum né samstarfsfólki. Andrés símsendi bréfið til baka með þeim athugasemdum að ekki þætti ástæða til að svara bréfi þessu. Rúmum mánuði síðar send- ir Andrés Öldu bréf um að hún væri leyst frá störfum og hún fengi greidd laun næstu 12 mán- uði. Alda endursendi bréfið en barst síðan uppsagnarbréf 4. janú- ar. Ævistarfið rifið af mér Alda, sem hefur allan sinn stafs- aldur haft góða samvinnu við sam- starfsfólk sitt, tekur uppsögninni ekki þegjandi og hljóðalaust. „Það trúir þessu enginn sem hefur unn- ið með mér öll þessi ár. Þetta er ótrúleg ósvífni og þeir koma fram viö mig eins og glæpamann,“ segir Alda um aðfarimar. „Starfs- mannastjórinn er sérfræðingur í að brjóta fólk niður. Ég læt ekki rífa af mér æruna. Þetta hefur ver- ið mitt ævistarf," sagði Alda. „Ég hef aldrei gert neitt samkomulag um starfslok og hef ekki hugsað mér það. Ég óska eftir að fá starf mitt aftur ellegar mun ég kæra ís- landspóst fyrir hvernig staðið er að starfsmannamálum," sagði Alda. í samtali við Andrés Magnússon sagði hann að starfsmönnum væri ekki sagt upp störfum nema ærin ástæða væri fyrir hendi. „Við höf- um verið í samningaviðræðum við Öldu og vonumst til að ná sam- komulagi við hana,“ sagði Andrés. Þegar er búið að ráða í starf Öldu. Andrés vildi þó ekki ræða hennar mál frekar þar sem um einkamál fyrirtækisins væri að ræða. -hól Simi 530 2800 www.ormsson.is KALDIR (Í)inDesiT IhJ Husavarna Tilboð á kæl frá 21. ianúar ~ ii íi' T!f iimiii'iififii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.