Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Qupperneq 10
10
ennmg
MIÐVTKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 UV
Æsa Sigurjónsdóttir
listfrϚingur hefur
rannsakaó ævi og verk
Sigríöar Zoega Ijós-
myndara sem uppi var
á árunum 1889 til 1968
og er nú í brennidepli í
upphafi menningarárs.
Um síöustu helgi kom
út bók Æsu um Sigríði,
sýning var opnuö á um
eitt hundraö Ijósmynd-
um hennar í Hafnar-
borg og loks var frum-
sýnd heimildakvik-
myndin í gegnum lins-
una um líf hennar og
starf
„Sigríður Zoéga var í hópi
fyrstu íslensku kvenljós-
myndaranna," segir Æsa.
„Hún var komin af reykvísku
menntafólki, faðir hennar,
Geir T. Zoega, var kennari og
síðar rektor Menntakólans í
Reykjavík. Hún fékk ung mik-
inn áhuga á ljósmyndun og
fékk vinnu hjá Pétri Brynj-
ólfssyni sem rak umsvifa-
mikla ljósmyndastofu í
Reykjavík í byrjun aldarinn-
Ljósmynd Sigríöar Zoéga af Einhildi Tómasdóttur húsfrú meö börnum sín-
um, Sigríöi, Magnúsi og Óskari Jónasarbörnum (1919).
myndir tók hún bara eftir
pöntun. Hún er þessi klassíski
borgaralegi stúdíóljósmynd-
ari.“
Einfaldleiki
í öndvegi
- Var Sigríður góður ljós-
myndari?
„Það fer nokkuð eftir tíma-
bilum eins og hjá öllum ljós-
myndurum. Hennar frjóasta
og besta tímabil er frá því að
hún kemur heim frá námi og
fram um 1930. Helsta einkenni
hennar er ákveðinn einfald-
leiki, og myndir hennar eru
alveg lausar við tilgerð. Hún
er fyrst og fremst með mann-
eskjuna sjálfa, á stól, kannski
við borð. Margir ljósmyndar-
ar notuðu tjöld, jafnvel leik-
tjöld í bakgrunn á þeim tíma
en hún er aldrei með neitt
slíkt. Hún setur sig yfirleitt í
vissa fjarlægð frá viðfangsefn-
inu. Kannski finnst manni
barnamyndimar best heppn-
aðar vegna þess að hún virð-
ist hafa náð bestu sambandi
við böm. Hún er laus við að
vera ágeng en reynir að ná
manneskjunni sem eðlileg-
astri og það tekst henni oft
vel.“
- Leit hún á sig sem lista-
mann - eins og August Sander
fornvinur hennar?
hafði verið hjá og vædd nýjum tækjum. Það
var sannarlega ekki algengt á þeim árum (og
er varla enn) að ungar konur stofnuðu fyrir-
tæki og því eðlilegt að telja hana meðal
brautryðjenda á því sviði.
Tæpu ári eftir heimkomuna, í april 1915,
varð bruninn mikli í Reykjavík þegar mið-
bærinn brann og þar með Austurstræti 14 og
allar myndir og tæki Sigríðar. Þó að hún
væri tryggð aö einhverju leyti var þetta
hrikalegt tjón. En þær Steinunn hafa lagt
fyrir á þessu eina starfsári því þær keyptu
fljótlega ljósmyndastofu Péturs Brynjólfsson-
ar sem þá var hættur starfsemi. 1917 fluttust
þær svo í nýtt steinhús sem kennt er við
Garðar Gíslason og ráku stofuna þar áratug-
um saman.
Árið 1955 gáfu þær Sigríður og Steinunn
Þjóðminjasafni íslands allt ljósmyndaplötu-
safn sitt, meira en 30.000 glerplötur, því Sig-
ríður tók allar myndir á glerplötur nema sín-
ar prívatmyndir, þær tók hún á filmur. Allt
var þetta vandlega flokkað og númerað og
spjaldskrá fylgdi með.
„Meiri hlutinn er mannamyndir því Sig-
ríður Zoéga var alla tíð fyrst og fremst í
mannamyndum, bæði portrettum og hóp-
myndum af öllu tagi,“ segir Æsa. „Hún þótti
sérstaklega góður bamaljósmyndari. Nokkr-
ar myndir tók hún líka í húsum manna,
stofumyndir, og örfáar útimyndir en slíkar
Áherslan á manneskjuna
ar. Þar unnu þá marg-
ar ungar stúlkur, fyrst
og fremst við að retúss-
era myndir, taka pant-
anir og fleira, en þeim
var haldið frá því sem
var mest skapandi - að
taka myndir."
Sigríður gerði sér
þetta ekki að góðu.
Hún kynntist fjölmörg-
um dönskum ljósmynd-
urum sem komu hing-
að í uppgrip meðan
skortur var á menntuð-
um ljósmyndurum inn-
anlands, og svo fór að
hún réðst í Danmerk-
urför árið 1910, 21 árs.
Reyndar var straumur
íslenskra stúlkna til
Hafnar á þeim árum,
og flestar voru þær að
leita sér menntimar af
ýmsu tagi.
Ekki gekk Sigriði vel
að komast að sem lær-
lingur á ljósmynda-
stofu þar, en námskeið
tók hún í Ijósmyndun,
lærði undirstöðuna í
handverkinu og tals-
vert í efnafræði sem
ljósmyndarar þurftu að
kunna á þeim áium.
Svo komst hún í sam-
band við tvo afbragös kvenljósmyndara,
Noru Lindström og Rósu Parsberg, og fékk
vinnu hjá þeim.
„En það var ekki það sem hún þráði,“ seg-
ir Æsa, „alltaf lenti hún í þvi að retússera og
dútla við frágang á myndum. Rósa hvatti
hana þá til að leita til Þýskalands, þar væri
auðveldara að komast í læri.“
Sigríður fór til Þýskalands vorið 1911 og
eftir nokkurn tíma svarar hún auglýsingu
frá ljósmyndara í Köln og fær starfið. Svo
ótrúlega heppin var hún að ljósmyndarinn
var August Sander sem nú er álitinn einn af
meisturum 20. aldar í þessari grein. Hann
leit þá þegar á sig sem listamann en var ekki
orðinn eins frægur þá og hann varð síðar.
Sigríður vann hjá Sanders frá sumrinu
1911 til vors 1914. Þá fór hún heim en þau
August Sander héldu sambandinu meðan
bæði lifðu.
Sjálfstæður atvinnurekandi
Sigríður opnaði ljósmyndastofu í Austur-
stræti 14 strax og hún kom heim. Með sér
fékk hún æskuvinkonu sína, Steinunni
Thorsteinsson, sem hafði unnið hjá Pétri
Brynjólfssyni, og þær fengu strax ótrúlega
mikið að gera. Sigríður var ung og frísk, að-
eins 25 ára, og vildi gera eitthvað nýtt, inn-
blásin af þessum mikla listamanni sem hún
Æsa Sigurjónsdóttir listfræöingur: Sigríöur var þessi klassíski borgaralegi Ijósmyndari.
DV-mynd Hilmar Pór
„Nei, hún leit ekki á sig sem listamann.
Það er alveg á hreinu. Þar kemur ýmislegt
til. Þegar hún kom heim frá námi gerði hún
í stuttan tíma tilraunir með listræna Ijós-
myndun þannig að við sjáum að hana lang-
aði til að skapa listaverk í
ljósmyndum. Svo fer hún
út I þennan mikla atvinnu-
reksttu- sem gekk mjög vel
og hann tók alla hennar
orku og tíma. Auk þess
hafði hún sinn skammt af
hlédrægni eins og algengt
er meðal kvenna. Ef til vill
hefur sambandið við Sand-
er líka gert hana feimna.
Það má sjá vissan skyld-
leika með myndum þeirra,
einfaldleikann og ýmsar
uppstillingar til dæmis. En
hún gerði sér fulla grein
fyrir því hvað hann var
mikill listamaöur."
Það er geysilega gaman að skoða ljós-
myndir Sigriðar, hvort sem maður hefur
áhuga á andlitum, fatnaði á fyrri hluta aldar-
innar, þróun í ljósmyndastíl, innanstokks-
munum á heimilum og vinnustöðum eða ein-
hverju enn öðru. Sýningin í Hafnarborg
stendur til 28. febrúar.
Reykjavík Egils
Reykjavíkurmynd Egils Helgasonar
blaðamanns og sjónvarpsstjörnu á sunnu-
dagskvöldið var óvenjuleg og
skemmtileg. Afstaða hans til
borgar og ibúa minnti oft á
annan íbúa 101, Hallgrím
Helgason (þeir eru þó ekki
bræður) - gagnrýnin en hlý-
leg, fyndin en þó með alvöru
upplýsingum. Helst mætti
finna að því að endurtekning-
ar voru nokkrar, bæði i máli
og myndum, og kannski virkar ruglandi á
útlendinga (sem manni skilst að fái að sjá
þetta líka) hvað gamlar og nýjar myndir
voru hverjar innan um aðrar án skýringa.
Reyndar var kannski ekki nógu gott sam-
band milli máls og mynda yfirleitt (enda
tekur EgiO fram í helgarviðtali við Dag að
Sjónvarpið hafi séð um myndskreytinguna
og hann sé ekkert ýkja hrifinn af henni).
Margt var þó vel gert i mynd, til dæmis
voru flettiskiltin skemmtilega notuð - bara
hugsanlega aðeins of oft...
Stjörnuverðlaun
Mikil þátttaka var í opnunardagskrá
Reykjavíkur Menningarborgar Evrópu árið
2000 sem fram fór síðastliðinn laugardag á
rúmlega 80 stöðum víðs vegar um borgina.
Tugir þúsunda Reykvíkinga og gesta voru á
ferðinni frá morgni til kvölds og til dæmis
hefur ekki komið viðlíka fjöldi á einum degi
í Ráðhús Reykjavíkur síðan það var form-
lega opnað.
Til viðbótar viö þá rúmlega 100 viðburði
sem i boði voru gátu menningarborgarar
tekið þátt í léttum stjömuleik sem fór fram
á 10 stöðum. Stimplað var á sérstök stjörnu-
kort, sem dreift var með Morgunblaðinu og
DV og þurftu þátttakendur aðeins aö safna
5 stjömum til þess að geta skilað útfylltu
spjaldi í pottana hjá upplýsingaboröi Ráð-
hússins og Kringlunnar og í Árbæjarsafni.
Hátt á þriðja þúsund kort skiluðu sér í
pottana og í dag voru þrenn aðalverðlaun
'dregin út í beinni útsendingu Dægurmála-
útvarps Rásar 2.
Utanlandsferð fyrir tvo til Helsinki á tón-
leika Radda Evrópu og Bjarkar hreppti
Benedikt Alfonsson, Vatnsholti 8.
Menningarpassa sem gildir fyrir tvo á
alla viðburði menningarársins hlaut Guð-
björg Guðmundsdóttir, Maríubakka 28.
Ferð innanlands fyrir tvo á einhverja af
þeim fjölbreyttu viðburðum sem eru á veg-
um sveitarfélaga í samstarfi við Menningar-
borg féll í skaut
Hauks Þórs Harð-
arsonar, Víkur-
strönd 7.
Auk þessa fá
700 þátttakendur,
sem skilað hafa
útfylltu leik-
spjaldi, íslenska
bók eða tónlistar-
gjöf og munu þeir
heppnu fá bréf á
næstu dögum.
Á myndinni er
ungskáldið Davið
Stefánsson að
lesa upp í Kringl-
unni.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Bókmenntavefur
Borgarstjóri opnaði á laugardaginn var -
hinn mikla menningardag - bókmenntavef
Borgarbókasafns sem er íslenski hlutinn af
sameiginlegum bókmenntavef
bókasaöia sjö menningarborga
Evrópu árið 2000. Á sama tíma
var opnuð sýningin Eining i
fjölbreytni á efni frá þessum
sjö borgum (Helsinki, Bergen,
Boiogna, Prag, Kraká, Brussel
og Reykjavík) í Foldasafni í
Grafarvogi.
Bókmenntavefurinn er að-
gengilegur frá heimasíðu safns-
ins: www.borgarbokasafn.is og
þar má nú finna efni um og eftir sex ís-
lenska rithöfunda, Einar Má Guðmundsson,
Guðberg Bergsson, Guðrúnu Helgadóttur,
Gyrði Elíasson, Steinunni Sigurðardóttur
og Vigdísi Grímsdóttur.
Vefurinn verður opnaður í heild sinni í
Helsinki 29. febrúar og þá verður búið að
þýða okkar hluta á ensku og dönsku. Verk-
ið er unnið sem hluti af verkefnum menn-
ingarársins og fékk meðal annars styrk frá
Evrópusambandinu.