Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Side 12
12
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000
Spurningin
Hefuröu oröiö fyrir óþæg-
indum lausra katta?
Haukur Hauksson: Nei.
Jón Möller: Nei, en þeir eiga ekki
að fá að vera lausir.
Jóhannes Erlingsson nemi: Nei,
en þeir eiga alls ekki að fá aö vera
lausir.
Karen Dröfn Hafþórsdóttir nemi:
Já, það er ’vægast sagt óþolandi að
hafa þá breimandi fyrir utan húsið
hjá sér. Þeir eiga alls ekki að fá að
vera lausir.
Vigdís Sigurðardóttir nemi: Nei,
en þeir eiga ekki að fá að vera laus-
ir, þeir skapa ónæði hjá fullt af
fólki.
íris Rise nemi: Nei, en þeir eiga
ekki að fá að vera lausir.
Lesendur
Afrek samhliða námi
- skíðaíþróttin dýrust íþrótta
Kristinn Björnsson, okkar besti skíöamaöur. - Margir ungir menn lofa góöu en þurfa
aö æfa og keppa viö bestu hugsanleg skilyrði, þau eru ekki fyrir hendi hér á landi.
Sveinn Amdal Torfason,
skíðaþjálfari á Dalvik, skrifar:
Á síðustu árum hafa íslend-
ingar verið að sækja í sig veðr-
ið í skíðaíþróttinni og einna
helst í alpagreinunum. Krist-
inn Bjömsson hefur staðið sig
vel og komið íslandi á kortið i
skíðaheiminum. Margir ungir
og efnilegir skíðamenn eru á
hraðri uppleið og munum við
sjá til þeirra á næstu árum.
Allir þeir sem hafa verið að
bæta sig í íþróttinni hafa
dvalist erlendis við æfingar þar
sem enginn skóli hér á landi
býður upp á námsbraut fyrir
skíðafólk sem vill stunda iþrótt
sína af metnaði. En til stendur
að VMA á Akureyri setji upp
slíka námsbraut og til þess að
hún geti gengið er margt sem
þarf að huga að.
Eins og háttar til hér á landi
þegar þetta er skrifað er hvergi
á landinu hægt að stunda skíði.
Á Norðurlöndum standa fólki
til boða æflngar í skíðamennta-
skólum sem eru margir reknir
af ríki hvers lands. Þetta eru
viðurkenndir skólar og fá
krakkamir metinn námsárangur.
Sjálfur hef ég stundað nám við
skíðamenntaskóla í Noregi. Mér er
tjáð að samnorræn samvinna við
alla framhaldsskóla sé á milli þess-
ara landa. Á sínum tíma sótti ég um
svokallaðan dreifbýlisstyrk sem er
veittur þeim námsmönnum hér á
landi sem ekki geta stundað nám í
heimabyggð. Ég fékk afsvar og var
sagt að ég gæti stundað nám við
íþróttabraut hér á landi. Styrkurinn
hefði komið að verulegu gagni.
Þar sem ég hef unnið við skíða-
menntaskóla erlendis veit ég svolít-
ið um hvemig líflð í skólunum er.
Margir halda að það sé rosalegt
„sport“ að fara í skíðamenntaskóla
en það þarf nokkuð meira til. Það er
ekkert annað en stanslaus vinna. í
hverjum árgangi eru 10-15 krakkar,
hver úr sinni áttinni. Allir hafa
brennandi áhuga á iþrótt sinni, allt
snýst um íþróttina. Það eru æfingar
2-3 sinnum á dag og heildaræfinga-
tími er frá 4-8 tímum á dag. Til að
árangur náist í íþróttinni þarf þenn-
an tíma í æfingar. í skólunum eru
þjálfarar sem hafa þjálfaramenntun
og langa starfsreynslu.
Skíðaíþróttin er sennilega sú
íþrótt hér á landi sem er dýrust. Oft
er um að ræða hundrúð þúsunda
króna. Það er umhugsunarvert að
íslensk stjómvöld skuli ekki sjá sér
fært að styrkja okkar íþróttafólk. Þá
er ég ekki bara að tala um skíðaí-
þróttina. Dreifbýlisstyrkurinn er
þessu fólki mjög mikilvægur og get-
ur yerið þáttur i því að hjálpa okk-
ur íslendingum að eignast fleiri af-
reksmenn í íþróttum.
Carrie systir, frábær bók
A.R.G. skrifar:
Nýlega áskotnaðist mér bók sem
ég ætlaði hreint ekki að nenna að
lesa í bráð vegna þess að hún var
412 blaðsíður. Ég vissi þó að hér var
um frægt verk mikilsvirts höfundar
að ræða. Þetta var fyrsta skáldsagan
sem kemur út á íslensku eftir
bandaríska rithöfundinn Theodore
Dreiser og eitt hans fremsta verk.
Skjaldborg gefur söguna út í fram-
úrskarandi og vandaðri þýðingu
Atla Magnússonar. Raunar er þýð-
ingin að mínu mati afrek og nær
fyllilega þýðingum Snæbjarnar
Jónssonar heitins á sínum tíma, t.d.
á Tess af d’Urberville.
Hér er saga um hina „föllnu
konu“ sem þó er skrifuð með ailt
öðrum hætti en þekkst hafði áður í
Bandaríkjunum og þótt víðar sé leit-
að.
Það versta við svona bók er það
eitt að það er erfltt að leggja hana
frá sér fyrr en yfir lýkur. Frásögn-
inni vindur fram með þeim hætti að
lesandanum þykir sem atburðir
hennar, líka þeir hrapallegustu og
dæmalausustu, hefðu ekki getað
orðið með öðrum hætti, líkt og seg-
ir í ágripi um höfundinn í eftirmála
í bókinni.
Ég vil hvetja fólk sem metur góð
þýdd erlend bókmenntaverk að láta
ekki slíka perlu í skáldsöguformi
fram hjá sér fara. Höfundurinn fékk
ekki nóbelsverðlaun þótt hann ætti
þau skilið að margra mati árið 1930
þegar þau hlaut Sinclair Lewis
fyrstur bandarískra rithöfunda. Og
það álit studdi William Faulkner í
viðtali við Matthias Johannessen
árið 1955.
Ég hef ekki séð Carrie systir mik-
ið auglýsta hér en þar er eftir miklu
að slægjast fyrir þá sem hafa unun
af meitluðum texta og mergjuðum
mannlýsingum á fólki í mismun-
andi stéttum og umhverfl sem tíðk-
aðist í Bandaríkjunum á fyrstu
árum síðustu aldar.
Fólk sem ekki gleymist
„Viö íslendingar höfum líka átt frábæra grínista og þaö í ýmsum starfsgrein-
um.“ - Tveir góðir sem ekki gleymast, Bob Hope grínisti og Ólafur Thors,
stjórnmálamaður og fyrrv. forsætisráöherra.
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Á ferð minni í Bretlandi fyrir
stuttu átti ég þess
kost að njóta eins
konar sjónvarps-
veislu sem var alls
ráðandi í breskum
fjölmiðlum um síð-
ustu jól. Ég minn-
ist m.a. Larry King
á CNN sjónvarps-
stöðinni þar sem
Einársson. hann ræddi við
hinn rúmlega 90
ára Bob Hope. Bob er einhver fræg-
asti og vinsælasti skemmtikraftur
sem Bandaríkjamenn hafa átt. Bob
kom til íslands árið 1943 og skemmti
hermönnum í Andrews íþróttahús-
inu við Suðurlandsbraut (síðar
Hálogalandi). Hann kom líka 1954 til
Keflavíkur og skemmti í bíói með
sama nafni (Andrews theatre).
í þessum þætti með Larry King
þjónusta
allan sólarhringinn
i—1 /—1 r \ /—1 r \x) /—1
'J'jL) -J fJj'J
Lcsendur geta sent mynd af
sér með bréfum sínum sem
birt verða á lesendasíðu
var Bob spurður hvort hann myndi
sitt fyrsta skemmtiaðriði en það var
„í hvora áttina snýst rófan á svín-
inu?“ Bob svaraði samstundis: „Við
sjáum það þegar þú ferð út á eftir".
Við íslendingar höfum lika átt frá-
bæra grínista og það í ýmsum starfs-
greinum. - Mér dettur í hug saga er
varðaði einn stórbrotnasta stjórn-
málamann allra tíma á íslandi, Ólaf
Thors. Hann var á fundi í Keflavík
fyrir kosningar 1953 og talaði um
mikilvægi sjávarins fyrir okkur. Ein-
hver í salnum hrópaði: „Hvem
andsk... heldur þú að þú vitir um sjó,
maður sem drullast ekki úr rúmi
fyrr en kl. 11“? Ólafur svaraði og
benti á manninn um leið: „Þú mynd-
ir ekki fara fyrr á fætur ef þú værir
giftur henni Margréti rninni."
Trúnaði viðhald-
ið í skýrslum
Adda Sigurjónsdóttir skrifar:
Mér flnnst alveg rétt af yfir-
lækni geðdeildar LSP og yfir-
lækni heilsugæslustöðvarinnar í
Árbæ að neita að afhenda mið-
lægum gagnagrunni sjúkragögn.
Þeir væru i raun að brjóta trún-
að við sjúklinga ef þeir gerðu
það, og ég vona að fleiri yflr-
læknar annarra heilsugæslu-
stöðva sjái sóma sinn í að við-
halda trúnaði sínum við sjúk-
linga sína. Ef yfirvöld bæru ein-
hverja virðingu fyrir þjóðinni
hefðu þau sent inn á hvert heim-
ili eyðuhlað þar sem hver og
einn gæti gefið leyfi sitt fyrir því
að gögn um hann yrðu flutt í
gagnagrunninn i stað þess að
láta fólkið um að nálgast sjálft
eyðublöð á heilsugæslustöðvum
um að viðkomandi vilji ekki láta
gögn sín í gagnagrunninn. Þetta
er mikið siðleysi hjá yfirvöldum.
islensk frétta-
mennska
Ólafúr Stefánsson skrifar:
Það er athyglisyert að bera
saman fjölmiðla á íslandi og er-
lendis. Hér eru stjórnmálamenn
látnir í friði með fjármál sín.
Þegar þjarmað er að Kohl, fyrrv.
kanslara, þá sleppur Ólafur
Ragnar Grimsson við rannsókn.
Margoft hefur Morgunblaðið
bent á (t.d. 19. sept. árið 1998) og
spurt um milljónatuga misræmi
í bókhaldi Alþýðubandalagsins í
formannstíð Ólafs. Samt spyrja
fjölmiðlamenn hann einskis.
Þeir gætu að minnsta kosti
spurt, því ekki hefur Ólafur neitt
að fela, eða hvað? Ekki geta ís-
lenskir fréttamenn skýlt sér á
bak við að ekki megi spyrja for-
seta. 1 ísrael er Weismann forseti
spurður spjörunum úr um millj-
ónatuga misræmi í fjármálum.
Hver er virkilega munurinn á
þessum tveimur forsetum? Auð-
vitað enginn þótt í sitt hvoru
landinu búi.
Hótanir
Þorsteins Más
Garðar Björgvinsson skrifar:
Þorsteinn Már Baldvinsson
hótar því að
flagga inn skip-
um sínum sem
eru erlendis.
Hann á í raun
engin skip. Þau
eru þjóðareign,
því sameiginleg
fiskimið lands- Garöar
manna eru veð- Bjórgvinsson.
sett fyrir þeim. Þorsteinn hótar
aukinni rányrkju og auknum
hryðjuverkum gegn lífríki hafs-
botnsins. Hótanir þessar eiga að
hræða hæstvirtan Hæstarétt ís-
lands með tilliti til Vatneyrar-
málsins. Þetta eru afar athyglis-.
verð ummæli sem Þorsteinn Már
lætur frá sér fara og ættu lands-
menn að geyma þau í hugskoti
sínu um sinn.
Hvers vegna
kattaútrýmingu?
M.H.G. skrifar:
Hvað gengur að fólki? Hvers
vegna á að „hreinsa" miðbæinn
af kisum? Eftir því sem ég best
veit þá eru 99% katta í miðbæn-
um búsettir inni á heimilum hjá
fólki. Og þó að svo væri ekki.
Hvað gefur þá mannskepnunni
rétt til þess að útrýma kisum.
Hvers vegna hafa mannskepnur
meiri tilverurétt í þessum mið-
bæ en kisurnar? Kettir eiga sér
sitt líf, sína kunningjaketti, upp-
áhaldsvini og uppáhaldsmat.
Þeir láta vita ef það er eitthvað
sem þeir eru ekki sáttir við og
það sama gera þeir ef þeim líkar
vel. Þeim fmnst gott að sofa og
gaman að leika sér. Kannast
ekki allir við þetta? Hvernig
væri að sýna lífi þeirra smá virð-
ingu? Ég á ekki fleiri orð.